Morgunblaðið - 23.12.1983, Síða 23

Morgunblaðið - 23.12.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 23 einleik með hljómsveitinni á þess- um tíma. Margir þessara lista- manna eru í hópi fremstu tónlist- armanna heims og þeir leika ein- leik með helztu hljómsveitum. Mariss Jansons getur ekki boðið þeim því að slíkt væri ögrun við Sovétkerfið. Þess vegna koma þeir ekki til Ósló, segir Farmann. Síðan segir í greininni: Þegar Sovétborgari ákveður að verða kyrr á Vesturlöndum telst hann ekki lengur vera til í Sovétríkjun- um. Nafn Vladimir Ashkenazys hefur verið afmáð í öllum upp- sláttarritum og það er ekki lengur með á listanum yfir þá sem hlotið hafa Tsjaikovskí-verðlaunin. í Sovétríkjunum er hann ekki leng- ur til sem persóna. Og Mariss Jan- sons getur ekki stjórnað hljóm- sveit með einleikara sem ekki er til... Forráðamenn Fílharmóníunnar í Ósló svara því til að Vladimir Ashkenazy sé bitur af því að hann sé ekki ráðinn til að leika einleik í Ósló (það er verið að tala um þann píanóleikara sem mest er sótzt eftir í heiminum nú um stundir). Önnur röksemd er sú að hljóm- Vladimir Ashkenazy, sá píanóleikari sem mest er sótzt eftir í heiminum, er hvorki til í Moskvu né Ósló. sveitin hafi ekki ráð á að fá hann til að leika einleik og því er líka haldið fram að hann hafi ekki tíma til að koma. í nóvember var Ashkenazy fenginn til að leika Mariss Jansons, honum er fjarstýrt frá Moskvu. ásamt Harmóníunni í Björgvin — þar voru næg fjárráð. Nú virðist sem Mariss Jansons sé farinn að örvænta, segir Far- mann. Til að snúa aftur heim til Moskvu með sigurbros á vör beitir hann listamenn frá A-Evrópu, sem dveljast á Vesturlöndum, þrýstingi til að fá þá til að leika með hljómsveitinni í Ósló. Þrýst- ingurinn felst í því að fjölskyldur þessara listamanna eru enn á bak við járntjaldið. Tímaritið hefur snúið sér til Jasper Parrotts, sem rekur meiri- háttar umboðsfyrirtæki fyrir listamenn á sviði sígildrar tónlist- ar, Harrison & Parrott í Lundún- um, og spurt hann álits á þeirri gagnrýni sem Mariss Jansons hef- ur orðið fyrir. „í Sovétríkjunum er menning- arlíf háð hugmyndafræði ríkis- valdsins. Sérhver listgrein er póli- tískt vopn í þágu Sovétkerfisins. Því er barnalegt að gera ráð fyrir því að sovézkur hljómsveitarstjóri geti starfað á Vesturlöndum án þess að það hafi neikvæð áhrif á starfsemi viðkomandi hljómsveit- ar,“ segir Parrott. Hann segir ennfremur að það sé ekki einungis í Ósló sem vitað sé til þess að sovézk yfirvöld hafi beitt áhrifum sínum í gegnum sov- ézka hljómsveitarstjóra. Um slíkt séu einnig nýleg dæmi frá Japan og Austurríki. „Sovézkir listamenn vilja kom- ast til útlanda," segir Parrott, af því að það hjálpar þeim á iista- brautinni og vegna þess að þar fá þeir hærri laun en heima fyrir. En brottfararleyfi fá þeir ekki ókeyp- is. Gos Koncert og menningar- málaráðuneytið gera kröfu til þess að stjórna listamönnum sínum í einu og öllu. M.a. þýðir þetta að sovézkur hljómsveitarstjóri er skyldugur til að senda allar tón- leikaskrár og gera grein fyrir hverju smáatriði hjá Gos Koncert til að fá samþykki þeirra. Eðli málsins samkvæmt getur sovét- listamaður ekki aðhafzt neitt sem fellur ekki í kramið hjá Gos Kon-_ cert,“ segir Parrott. Spurningu um það hvort Fíl- harmónían í Ósló sé þar með kom- in undir stjórn sovézkra aðila svarar Parrott á þá leið að stjórn hljómsveitarinnar hafi verið nægilega saklaus til að áskilja sér ekki rétt til að ráða hvaða lista- mann sem er hvort sem Jansons líkaði það betur eða verr. Jólagjöfin í ár Þaö er sama hvaöa starf þú vinnur, vöövar veröa stífir og þreytuverkur kemur. Clairol líkamsnuddtækiö er ráö viö því. Nudd mýkir haröa vööva og eykur blóöstreymiö. Þreytuverkir hverfa og vellíöan streymir um líkamann. Clairol líkamsnuddtæknu fylgja fjórir mismunandi nuddpúöar. Jólatilboð kr. 1200. Þetta er tæki sem enginn veröur þreyttur á. Kálfavöövarnir eru oft mjög stífir. þá er sérlega gott aö nudda. 10. og 11. Fram og afturvöövar læris eru notaöir á hjóli, skíöum og viö gang. ________ Nuddaöu alla lengdina meö hringhreyfingum. 14. Vöövar á sitjandanum rýrna oft hjá þeim sem sitja mikiö. Reglulegt nudd örvar vöðvana. Til þess aö losna viö \ aukakíló um mjaómir, ' sitjanda og læri þá er best aö stunda æfingar ásamt nuddi auk léttr- ar faaöu. 4. Djúpu hálsvöóvana er ekki haagt aö sjá né finna meö höndunum, en Clairol nuddtækió nær til þeirra og mýkir þá. 7. Þessir vöövar tengj- ast undir hendina og geta verió þraut þreyttum þeim sem hafa krampa eöa litió notaöa vööva. einnig geta þeir veriö aumir eftir stifa megrun. Nuddíö hressir þá heldur betur viö. 8. \ Best er aö renna nudd- \ tækinu hér i sveiqjur eftir mittinu og minnk- ar þaó fitu. K 3. Hja þeim sem sitja mikió eru axla- og hálsvöövarnir oft aumir. Þessir vöövar eru oft þandir eins og fióki- strengir. Nudd á þessa vööva fjariaagir þreytu og verki á skammri stund. 5. Vöövar tengdir heróablaöinu veróa oft aumir ef iþróttir eru stundaóar oreglulega 6. Best er aó nudda axlavöövana meö hringhreyfingu. . Svæöanudd á iljunum gerir öllum likamanum gott, best er þá aö nota Clairol fótanuddbaóiö fyrir iljarnar. Efri bakvöövarnir bæöi mýkjast og styrkjast viö nudd. Skipholt 19, sími 29800.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.