Morgunblaðið - 23.12.1983, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.12.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 25 getið er hér að framan, minnkað ungbarnadauða um helming í all- mörgum þorpum. Áður var það svo, að vökvatapið var aðeins hægt að bæta með því að gefa börnunum vökva í æð og slíkt varð að eiga sér stað á sjúkra- húsi. Nú gefa foreldrarnir börn- um sínum ORT-blönduna, en það er blanda af salti, sykri og vatni. Þetta getur átt sér stað á hvaða heimili sem er. Að minnsta kosti 34 lönd hafa nú byrjað að framleiða þessa blöndu og framleiddir eru nú um 80 millj. skammtar á ári, en talið er að þörfin sé einn milljarður. Barátta fyrir brjóstagjöf í um það bil 100 löndum hefur verið hafin barátta fyrir því, að auka brjóstagjöf og takmarka sölu á mjólkurdufti, sem ætlað er að koma í stað móðurmjólkur. f 11 löndum hefur þegar verið bannað að auglýsa þetta duft. Barnapelinn hefur á síðustu ár- um orðið æ algengari í þróunar- löndunum þrátt fyrir þá stað- reynd, að brjóstamjólk er ekki aðeins hollari og næringarríkari heldur verndar hún barnið einnig gegn ýmiss konar sýkingu. Á grundvelli um það bil 30 rann- sókna, sem átt hafa sér stað víða í veröldinni hefur læknaskóli í London, sem sérhæfir sig í hita- beltissjúkdómum og heilsuvernd, nýlega fullyrt, að dánarlíkur ungbarns innan eins árs, sem al- ið er upp með pela séu fimm sinnum hærri en að því er varðar börn sem eru á brjósti. Þeir sjúkdómar sem börnum reynast sérstaklega hættulegir eins og mislingar, kíghósti, stífkrampi, berklar og lömunar- veiki krefjast milljóna barnslífa á hverju ári. Ef vernda á börn gegn þessum sjúkdómum með bólusetningu, þá kostar það á að giska 160—180 ísl. kr. Enn er það svo, að ekki eru bólusett nema innan við 20% barna í fátæku löndunum. Ósýnilegur næringarskortur Oft er það svo, að jafnvel móð- skákmótum fleygir fram og ekki að ástæðulausu því háu hlutfalli kappskáka lýkur jafnan með því að annarhvor fellur eða þá úrslit ráðast í tímahraki. Nýlega var hér sagt frá tölvuklukkum sem telja tímann niður og sýna tíma- notkunina í tölum. En margir skákmenn eru íhaldssamir og eiga erfitt með að segja skilið við hið hefðbundna klukkuform og fallvísi sem lyftist. Auðvitað er einnig hægt að viðhafa fullkomna nákvæmni þó skákklukkan sjálf sé í venjulegu formi og nú hefur Seiko í Japan sett á markaðinn fyrstu kvars- skákklukkuna sem lítur þó út eins og þær góðu. Munurinn er samt mikill, þó útlitið sé hið sama, því þessa nýju rafeinda- klukku þarf ekki að trekkja, hún er alveg hljóðlaus og mælir tím- ann svo ekki skeikar broti úr sekúndu, þó tefld sé fimm tíma kappskák. Ekki veitir af slíkri ná- kvæmni, a.m.k. á mótum, því sí- fellt eru að koma upp leiðindi og klögumál vegna skákklukkna sem ganga of hratt eða hægt. Á síðasta Reykjavíkurskákmóti tóku skákstjórarnir t.d. eftir því að klukkan í einni skák hafði gengið nokkrum mínútum hrað- ar en aðrar. Var gripið til þess neyðarúrræðis að stöðva skákina og bæta við tíma beggja kepp- enda þannig að þeir voru skyndi- lega hættir að vera í tímahraki. Þetta var auðvitað kært af þeim sem tapaði og síðan fylgdu nokk- urra mánaða blaðaskrif í skák- blöðum í kjölfarið. Tvö skip Skipadeildar Sambandsins: Flytja freðfisk fyrir 130 millj. til Sovétríkjanna ir barnsins kemur ekki auga á það, að barnið er vannært, segir í UNICEF-skýrslunni. Yfirleitt er það samt svo, að það er nægur matur til á heimilunum. Ef foreldrarnir vigta barnið reglubundið og skrifa þunga þess á sérstakt kort, þá kemur greini- lega í ljós ef barnið þyngist ekki og hægt er þá að gefa því meira að borða. Með þessum hætti væri hægt að koma í veg fyrir a.m.k. helming þeirra tilvika, þar sem milljónir barna deyja vegna van- næringar og unnt væri að tryggja mörgum milljónum til viðbótar eðlilegt viðurværi. Pólitískar spurningar Möguleikarnir á því, að gera byltingu á sviði heilsuverndar barna eru vissulega fyrir hendi, en þar verður fleira að koma til. Þeim framförum sem orðið hafa á einstökum stöðum verður að fylgja eftir með aðgerðum á landsvísu, sem njóta stuðnings bæði hins opinbera og sjálfboða- liða. í fjölmörgum þróunarlönd- um nær heilbrigðisþjónusta hins opinbera aðeins til um það bil fjórða hluta íbúanna. í UNICEF-skýrslunni er þeirri skoðun haldið fram, að þetta viðfangsefni sé ekki fyrst og fremst tæknilegt eða efnahags- legt heldur þvert á móti pólitískt og þessari spurningu er varpað fram: „Hversu miklu lengur eig- um við að láta börnin bíða?“ Birger Halldén. Upplýsingaskrif- stofu SameinuAu þjódanna, Kaup- mannahöfn. UM ÞESSAR mundir er ms. Skafta- fell, skip Skipadeildar Sambandsins, að losa um 1.500 lestir af frystum fiski í Sovétríkjunum. Á milli jóla og nýárs lestar ms. Jökulfell, annað skip Sambandsins, álíka miklu af frystum fiski, sem einnig fer til Sov- étríkjanna. Samanlagt verðmæti þessara tveggja farma er rúmlega 130 milljónir króna. Frá þessu er skýrt í fréttatil- kynningu frá Sambandinu og segir þar meðal annars, að ms. Skafta- fell hafi flutt 55.000 kassa af freðfiski til Murmansk í Sovét- ríkjunum í þessari ferð. Þar af hafi verið 40.000 kassar frá Reykjavík og sé það mesta magn, sem skip Skipadeildar Sambands- ins hafi lestað í einni innlendri höfn hingað til. 15.000 kassar hafi verið frá Þorlákshöfn. Mörgblöd meó einni áskrift! \ Stereo- sjönvarp LUXOR SATELLIT sjónvarp •r tMbúM tN aö maeta seod- Ingu í stereo og er nú þegar útbútö möguleikum tll tull- komlnnar hljómspllunar Sswív Texta- il sjónvarp LUXOR sjónvörp * mötl bemnl texta- t akjáinn í tramttölnnl okkur vex UBknl. Sería, Isafiröi Alfhóll. Siglufiröi Skrifstofuval, Akureyri Kaupf. Skagf. Sauöárkróki Radióver, Húsavík Ennco, Neskaupstaö Eyjabær, Vestm.eyjum M.M., Selfossi Fataval, Keflavik Kaupf Hóraösb. Egilsstööum HLJÐMBÆR Kaupf. Borgf HLJOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SlMI 25999 UniSat 31° V (Storbr) TDF-1 :19°V | I TV-SAT < 19° V (Vasttyskland)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.