Morgunblaðið - 23.12.1983, Page 30

Morgunblaðið - 23.12.1983, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Jóhann Ingi Gunnarsson: „Breyta þarf keppnis- fyrirkomulagi 1. deildar" Jóhanni Ingi Gunnarsson svaraöi ýmsum fyrirspurnum í símatíma íþróttasíðunnar í fyrrakvöld. Flestar spurningar lesenda voru varðandi handknattleikinn. Kom meðal annars fram í svörum Jó- hanns Inga aö hann telur bráö- nauðsynlegt að breyta keppnis- fyrirkomulaginu í 1. deild karla hér heima. Jóhann sagði að þaö myndi auka áhugann og gera keppnina mun skemmtilegri aö leika með sex liö í einni úrvals- deild og leika tjórar umferðir. Stúdínur burstuðu KR ÍS sigraði KR í bikarkeppni kvenna í körfubolta í gærkvöldi með miklum yfirburöum, 56:26 uröu lokatölur leiksins. Þórunn Rafnar var stigahæst hjá stúdin- um með 16 stig, en Erna Jóns- dóttir skoraöi mest fyrir KR, 11 stig. Þór Ve taplausir FRAM vann stóran og öruggan sigur á Reyni Sandgerði í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik í fyrrakvöld, 32—24. í hálfleik var staðan 18—11, Fram í vil. Staðan í 2. deild karla er nú þessi: Þór Ve 8 8 0 0 179—131 16 Fram 9 7 1 1 203—169 15 Breiðablik 8 6 0 2 166—139 12 Grótta 9 6 0 3 195—176 12 HK 9 3 0 6 160—181 6 ÍR 9 3 0 6 138—167 6 Fylkir 9 1 1 7 156—186 3 Reynir S. 9 0 0 9 185—233 0 Hafa enga lokakeppni heldur aö láta stigin fyrir alla keppnina gilda. Þá sagði Jóhann aö forysta HSÍ og félaganna yrði að vera sterk og dugmikil ef góður árang- ur ætti að nást. Ljóst væri að með núverandi keppnisfyrirkomulagi í 1. deildinni færi áhugi almenn- ings minnkandi og hætta væri á því aö handknattleikurinn myndi lenda í mikílli lægö. Þegar Jóhann var spuröur út í landsliðsmálin sagöi hann aö hann væri þess fullviss aö Bogdan ætti eftir aö gera mjög góöa hluti með landsliöiö. Bogdan væri snjall þjálfari og þaö væri ieitun aö þeim betri. En hann þarf góöan tíma til þess aö móta liöiö sagöi Jóhann. Jóhann sagöist ekki vera í neinum vafa meö aö íslenska landsliöinu tækist aö veröa í einu af sex efstu sætunum i næstu B-keppni sem fram fer í Noregi áriö 1985. Ýmsar spurningar komu fram varöandi unglingaþjálfun og taldi Jóhann að nokkuö vel væri staöiö aö henni hér á landi. Og aö hér væru margir mjög efnilegir ungir handknattleiksmenn sem gæfu jafnöldrum sínum á Noröurlöndum og í V-Þýskalandi ekkert eftir hvaö getu varöar. Þá hringdi inn einn ungur drengur og innti Jóhann eft- ir því hvort ekki væri rétt aö hans mati aö leyfa hnefaleika hér á landi. Jóhann sagðist ekki vera á þeirri skoöun. Þaö heföi veriö rétt aö banna iþróttina á sínum tíma. Hún væri hættuleg og oft og iöu- lega meiddust menn mjög illa í hnefaleikum. Hnefaleika þyrfti aö stunda undir ströngu eftirliti þar sem þeir væru leyföir. — ÞR J>loi iinmllia • Nú bíða margir spenntir eftir því hvort Gerrie Coetzee (t.h.) mæti Larry Holmes í keppni um heimsmeist- aratitilinn í þungavigt hnefaleikanna. Coetzee er frá Suður-Afríku. Holme vildi fá 100 milljónir dollara fyrir að keppa viö Suöur-Afríkubúann — og ætti það aö ráöast fljótlega upp úr áramótum hvort af því veröur. Sly heimsmeistari í 10 km BREZKA stúlkan Wendy Sly varö heimsmeistari í 10 km götuhlaupi kvenna, sem háö var í Fiesta Is- land viö San Diego, hljóp á 32,23 og vann bandarísku stúlkuna Betty Springs á endaspretti, en báðar hlutu sama tíma. Danska stúlkan Dorthe Ras- mussen varö fimmta á 33:03 og sænska stúlkan Marie Louise Hamrin sjötta á 33:06. í hlaupiö vantaöi þrjár mestu langhlaupa- konur heims, Gretu Waitz Noregi, Mary Decker og Joan Benoit Bandaríkjunum. Heimsmetið í 10 km hlaupi kvenna á sovézka stúlkan Raisa KR áfram í bikarnum KR-INGAR, nýkomnir úr keppnis- feröalagi frá Skotlandi, mættu stúdentum í bikarkeppni Körfu- boltasambandsins í fyrrakvöld, og sigruöu 62:58. KR-ingar þurftu að hafa mikiö fyrir sigrinum, munurinn í lokin aöeins fjögur stig — og er fáar sek. voru eftir var staöan 60:58. KR-ingar náöu þá boltanum, brunuðu fram og Allison vill fá Rep Frá Bob Hennmy, fréttamanni Morgunblaósina í Englsndi MALCOLM Allison, fram- kvæmdastjóri Middlesbrough, hefur nú mikinn áhuga á því aö fá Hollendinginn Johnny Rep til liðsins. Rep, sem til fjölda ára var fastur maöur í hollenska landsliö- inu, er nú farinn að leika með PEC Zwolle í heimalandi sínu eft- ir langan feril meö liöum erlendis. Hann lék meö frönsku liöunum h\ Ka Stjóm Rauða kross íslands vekur athygli á hörmungarástandinu í Afríku og hvetur landsmenn eindregið til þess aö taka þátt í fjársöfnun þeirri sem nú stendur yfir á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Rauöi kross Islands Bastia og St. Etienne viö góöan oröstí. Hann var snjall í framlín- unni, en nú hefur hann fært sig aftar á völlinn — er nú miövall- arspilari. Allison vill gera allt til aö lífga upp á liö Middlesbrough, og hann vill fá frægan kappa á Aer- some Park til aö auka enn áhuga hinna dyggu stuðningsmanna liös- ins á knattspyrnunni. Annars er þaö nýjasta af Allison kallinum aö segja aö eiginkonan rak hann aö heiman: fann hann í rúminu meö einhverri annarri. „Hann er kominn í sama fariö og áöur fyrr: stórir vindlar og kampa- vín eiga hug hans — og hann reyn- ir aö lifa óskaplega hátt,“ sagði eiginkonan (fyrrverandi). Ný stjórn hjá GR AÐALFUNDUR Golfklúbbs Reykjavíkur var haldinn sunnu- dagínn 27. nóvember 1983. Nýkjörin stjórn hefur skipt með sér störfum sem hér segir: Formaður: Karl Jóhannsson. Varaformaöur: Gunnar Torfason. Ritari: Þorsteinn Sv. Stefánsson. Gjaldkeri: Rósmundur Jónsson. Meðstjórn: Sigurður Gunnarsson, Ragnar Ólafsson, Geir Svansson. Formaöur kappleikjanefndar er Hannes Guömundsson, formaöur forgjafarnefndar er Halldór Sig- mundsson og formaður vallar- nefndar er Geir Svansson. Fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Reykja- víkur er Björgúlfur Lúöviksson. skoruðu síöustu körfuna. Guðni Guðnason var stiga- hæstur hjá KR með 12 stig og Þorsteinn Gunnarsson gerði 10. Björn Leósson var stigahæstur hjá ÍS með 18 stig og Guömundur Jóhannsson geröi 12. KR-ingar komast viö sigurinn í aöalkeppn- ina. • Valþór Sigþórsson Sadrejdinova, 31:27 mínútur, sett á móti í Sovétríkjunum í haust. Sadrejdinova varð aö hætta i hlaupinu aö þessu sinni. Italía vann TVÆR vafasamar vítaspyrnur voru það markveröasta í leik ít- alíu og Kýpur í 5. riðli Evrópu- keppninnar ( knattspyrnu. Ítalía vann 3:1. Sandro Altobelli skoraöi fyrsta mark Ítalíu meö skalla, síð- an jafnaöi Tsighis úr víti. Cabrini geröi annað mark Ítalíu á 82. mín. og Rossi gerði þriðja markið úr víti á 89. mín. Valþór í Víking? NÚ BENDIR margt til þess að knattspyrnumaðurinn sterki úr ÍBV, Valþór Sigþórsson, munu flytja til Reykjavíkur á næsta ári. Veröi af því hefur hann hug á því aö ganga til liðs við Víking og leika með liöinu á næsta keppn- istímabili. Valþór starfar sem trésmiöur og mun starfa við framkvæmdir á húsi Krabba- meinsfélags íslands eftir áramót- in og næsta sumar. Valþór er fjórði leikmaöurinn úr liði ÍBV sem skiptir um félag fyrir næsta keppnistímbail. HKJ. • Paul Mariner, framherjinn sterki, hjá Ipswich og skoski félagi hans John Wark gleyma seint 5. október síðastliðnum. En þann dag sigraöi Ipswich Blackburn Rovers í mjólkurbikarnum. Ipswich var undir í hálfleik, 0—2, en tókst svo að merja sigur, 4—3. John Wark skoraöi þrennu í leiknum, en Paul Mariner eignaöist dóttur á meðan á leiknum stóð og var þaö hans fyrsta barn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.