Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 297. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Sögulegur dag- ur í lífi mínu“ — sagöi Jóhannes Páll páfi II um fund hans og Ali Agca í gær Róm, 27. desember. AP. „ÞETTA VAR sögulegur dagur í lífi mínu,“ sagði Jóhannes Páll páfi II í dag eftir að hann hafði hitt tilræðismann sinn, Tyrkjann Mehmet Ali Agca, blessað hann og fyrirgefið honum á fundi þeirra í Rebibbia-fangelsinu í Róm. Agca reyndi að ráða páfa af dögum 13. mai 1981. Páfinn og Agca hreiðruöu um sig í einu horni klefa tilræðismanns- ins, svo nálægt hvor öðrum að lá við að hné þeirra snertust þar sem þeir sátu. Ljósmyndurum var ekki leyft að taka myndir á meðan á fundinum sjálfum stóð, en á mynd- um, sem Vatíkanið lét taka, mátti sjá hvar Agca kraup og kyssti hring á hönd páfa i upphafi fund- arins. Ræddu þeir saman í rúmar 20 mínútur. Fundurinn hefur valdið mikilli reiði í Tyrklandi, þar sem Agca er sakaður um að hafa myrt ritstjóra dagblaðs. Páfi var á hinn bóginn hrærður eftir fund þeirra. „For- sjónin hefur hagað atburðarásinni á sinn hátt, á sérstaklega óvenju- legan og yndislegan hátt, leyfi ég mér að segja,“ sagði páfi. „Já,“ svaraði páfi er hann var inntur eftir því af fréttamanni eft- ir fund hans og Agca hvort tilræð- ismaðurinn, sem er að afplána ævilangt fangelsi, hefði sýnt iðrun. „Allt annað, sem okkur fór á milli er okkar einkamál," sagði páfi ennfremur. Veikindi Andro- pov sniðgengin Moskvu, 27. desember. AP. EFASEMDIR um heilsufar Sovétleið- togans Yuri Andropov fengu enn f. el ari byr undir báða vængi í dag er Ijóst varð að hann hafði ekki látið sjá sig á mikilvægum tveggja daga fundi miðstjórnar sovéska kommún- istaflokksins. Margir fréttaskýrendur telja leiðtogann svo lasburða, að hann geti ekki setið uppréttur. Fjarvera Andropov var mjög áberandi og er jafnvel talið ein- sdæmi að leiðtogi landsins sitji ekki jafn mikilvægan fund mið- stjórnarinnar. Þykir hún jafnframt taka af allan grun um að leiðtoginn sé aðeins kvefaður eins og látið er f veðri vaka. Andropov hefur ekki sést opinberlega frá því 18. ágúst. Þótt Andropov gæti ekki sjálfur setið fund miðstjórnarinnar lögð- ust allir á eitt um að gera fjarveru hans eins lítt áberandi og mögulegt var. Nokkrir af dyggustu stuðn- ingsmönnum hans voru hækkaðir í tign og ýmis viðurkenningarskjöl, sem hann hafði undirritað, voru af- hent. Fréttaskýrendum gengur illa að ráða í hvað veldur því að látið er eins og Andropov sé við hesta- heilsu. Hallast þeir að því að annað hvort sé hann á batavegi eða þá að óeining ríki um eftirmann hans. Flestir hallast að hinu síðarnefnda. Sfmamynd AP. Frá fundi páfa og Mehmet Ali Agca í Rebibbia-fangelsinu í gær. Vill setja „f!otspor“ á Galíleuvatn London, 27. desember. AP. BRESKUR listamaður hefur kunn- gjört þá fyrirætlan sína að koma fyrir 6.581 „flotspori" á Galfleuvatni, þar sem talið er að Jesús hafi gengið þurr- um fótum. Að sögn listamannsins, Robert Pollacks, er uppátækið hugsað til minningar um atburðinn. Segir hann að alls ekki megi líta á þetta sem guðlast. Eftirmyndir fótsporanna, sem gerðar eru úr plasti, verða lagðar yfir vatnið á tæplega 5 km löngum kafla. Verður hverju þeirra haldið á sínum stað með 750 þar til gerðum ankerum og járnstöngum. Sporin hyggst listamaðurinn aðeins hafa á vatninu í skamman tíma, þar sem hann segir að þau gætu truflað veiðar fiskimanna. Pollack, sem nefnir verk sitt „Gengið á vatni", vonast til þess að einhver skóframleiðandi kosti framleiðslu flotsporanna. Án þátt- töku fjársterks aðila kunni tilraun hans að verða að engu. Herskáar býflugur PaJmiUl, Brasilíu, 27. desember. AP. GER herskárra býflugna af afrísk- um stofni réðst í morgun til atlögu gegn vistmönnum elliheimilis í bænum Paimital í SA-hluta Bras- ilíu. Þegar loks tókst að hrekja flugurnar á brott með eldbyssum og eiturefnum lá einn vistmanna í valnum og 22 til viðbótar hlutu mjög slæm bit. Reagan um árásina á búðir bandarísku gæsluliðanna í Beirút: Eins gott að sökinni sé skellt á forsetann Wasbington, Beirút og Kiyadh, Saudi-Arabíu, 27. desember. AP. „ÉG TEK ALLA ábyrgð á mínar herðar,“ sagði Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, við fréttamenn í dag er skýrsla um árásirnar á búðir bandarísku og frönsku gæsluliðanna I kennt um er eins gott að sökinni sé í Beirút var lögð fram. Skýrslan var skellt á forsetann," sagði Reagan. tekin saman vegna ásakana um að Aðeins fáum klukkustundum gæsluliðarnir hefðu ekki sýnt nægi- eftir að lögregla tilkynnti, að lega árvekni. „Ef einhverjum skal I vopnahlé, sem samið var um í Bilaður straumbreytir kost- aði Svía 700 milljónir króna Lundi, 27. desember. Krá Pétri Péturasyni, frétlamnnni Mbl. ok AP. RÉTT fyrir klukkan 13 í dag varð algerlega rafmagnslaust í mið- og suðurhluta Svíþjóðar. Sjö af átta milljónum Svía urðu án rafmagns, sumir í fleiri klukkutíma. Nú kl. 21 eru ekki allir enn búnir að fá rafmagnið aftur. Talið er að ekki verði allt komið í samt lag fyrr en á morgun. Frumorsökin var sú, að eldur um, urðu þá fyrir óvæntu álagi og kom upp í straumbreyti í spenni- stöð skammt frá Enköping ( Mið-Svíþjóð. Sjálfvirkt öryggis- kerfi lokaði þá fyrir allan straum og kom jafnframt af stað keðju- verkun, þannig að á örfáum mín- útum varð stór hluti landsins raf- magnslaus. Þeir hlutar raforkukerfisins, sem tengdir eru kjarnorkuverun- öryggiskerfið tók þau þá sam- stundis úr sambandi. Tók margar klukkustundir að koma þeim í gang aftur. Veruleg óþægindi urðu af þessu í stærstu borgum landsins. Allt athafnalíf nánast lamaðist. Myndaðist víða öngþveiti. Lög- regla og slökkvilið voru á þönum um allt til að bjarga fólki, sem festst hafði í lyftum í háhýsum. Stóra spurningin er: Af hverju fóru kjarnorkuverin úr sam- bandi? Upphaflega var þeim ætl- að að vera nauðsynlegur öryggis- þáttur í raforkukerfinu, sem ann- ars byggir mest á vatnsafli. Menn spyrja einnig áhyggjufullir hvernig kerfið sé varið skipulögð- um árásum óvinaafla þegar bilun í einni stöð getur lamað allt kerf- ið. „Það var röð atvika, sem orsak- aði þessa miklu rafmagnsbilun,“ sagði Lars Wiklund, yfirtækni- fræðingur sænsku ríkisrafveitn- anna. „Slíkt hefur ekki gerst síð- an 1955.“ Orkumálaráðherrann hefur þegar ákveðið að skipa nefnd til þess að rannasaka orsakir þessa atburðar og gera tillögur til úrbóta. Rafmagnsleysið verður Svíum dýrkeypt. ÖIl framleiðsla stöðv- aðist og suma þætti hennar tekur tíma að setja af stað á ný. Talið er að tjónið nemi nærri 200 millj- ónum sænskra króna eða rúmlega 700 millj. ísl. króna. gærkvöld, hefði ekki verið rofið og allt væri með kyrrum kjörum í Beirút eftir róstusama jólahátíð kváðu við miklar sprengingar á alþjóðaflugvellinum í borginni. Mikil ringulreið greip um sig á meðal fjölmargra farþega, sem biðu brottfarar. Vopnahléið, sem samið var í gærkvöld, kom eftir einhverja hörðustu bardaga í landinu á þessu ári. Talið er að a.m.k. 60 manns hafi látið lífið og 130 særst. Átökin á milli líbanska hersins og shíta voru aðallega í suðurhluta höfuðborgarinnar, skammt frá Sabra- og Chattila-flóttamanna- búðunum. Yasser Arafat snerist í gær- kvöld til varnar gegn þeim, sem gagnrýnt hafa hann hvað mest, eftir að honum hafði verið tekið með kostum og kynjum er hann kom til Norður-Yemen. Varaði hann við aðför að PLO-samtökun- um og sagði hana vera „hluta sam- særis er miðaði að sundrungu allra arabaþjóða“. Arafat sagði sumar fylkingar araba vera í slagtogi með Israelum og Banda- ríkjamönnum. Þegar sundrungin hefði náð hámarki væri það ætlun þeirra að ná undirtökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.