Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 7 Jil viðskiptamanna_ banka og sparisjóða Lokun 2. janúar og afsagnir víxla Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar mánudaginn 2. janúar 1984. Leiðbeiningar um afsagnir víxla liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík 20. desember 1983 Samvinnunefnd banka og sparisjóða 75ttamaiknðutinn i&tttttÍFýÖtu 12-18 Daihatsu Charada XTE 1981 Rauður, ekinn 41 þús. km. Sparneylinn framdrifsbill. Verö kr. 185 þús. Góö lón. Daihatsu Charmant 1983 Hvitur, 4ra dyra, ekinn 3 þús. km. Sjálfskiptur Snjó- og sumardekk. Verö 310 þús. Ath. skiptl. Dataun Cherry OL 1983 Blósans, ekinn 20 þús. km. 5 gira, útvarp, sílsalistar. grjótgrind. Verö 265 þús. (Skipti.) M. Banz 230 1972 Hvitur, 6 cyl., sjólfsk. m/ aflstýrl. Nýupp- geröur. Vél, útlit og gangverk mjög gott. Verö kr. 145 þús. Toyota Corolla DX 1980 Blór, ekinn 40 þús. km. Útvarp. segulband, snjó- og sumardekk. Verö 180 þús. (Sklptl.) M. Banz 307 1978 Gulur, ekinn 126 þús. km. Aflstýrl, útvarp. Úrvalsbill. Verö 350 þús. (Sklptl.) Vohro Laplander 1980 Litur: Grór. Ekinn 2500 km. Verö 230 þús. CirtoOn Q.S.A. Pallaa 1982 Blór, ekinn 16 þús. km. Útvarp, segulband, snjó- og sumardekk. Verö 265 þús. (Skipti.) Nú er rétti tfminn tll bllakaupa. Ýmis kjör koma tll greina. Komlö meö gamla bilinn og sklptiö upp i nýrri og eemjiö um milligjöf. Bilar ó söluskró sem fóst fyrlr akuktabréf. Friðarganga á Laugavegi Af frásögnum af friðar- göngunni niður Laugaveg- inn á iHirláksmessu má ráða að hún hafi farið fram með allt öðru sniði að þessu sinni en undanfarin ár þegar Samtök her- stöðvaandstæðinga fóru þar með forvstu. Nú létu þeir til sín taka sem rteða um frið á öðrum forsend- um en herstöðvaandstæð- ingar sem vilja einhliða af- vopnun Vesturlanda og að hún hefjist með því að Is- land verði opið og varnar- lausL I ávarpi þeirra sem fyrir blysforinni stóðu segir meðal annars: „Við trúum á hlutverk íslendinga á al- þjóðavettvangi að stuðla að friði og afvopnun. Við von- um að ísland standi með þeim þjóðum sem stöðva vUja framleiðslu kjarn- orkuvopna. Við biðjum leiðtoga okkar eigin þjóðar að styðja sérhverja viðleitni tU friðar á jörðu." Undir þetta og öll þau markmið sem lýst er í ávarpi blysfarenda gegn kjarnorkuvá á l*orláks- messu geta allir tekið sem unna friði. Hitt er Ijóst að ekki eru allir á einu máli um leiðirnar að markmið- inu: Hvernig er best stuðl- að að friði og afvopnun? Hvaða leið er árangursrík- ust tU að stöðva fram- leiðslu kjarnorkuvopna? Hvað er átt við með „sérhverri viðleitni" í þágu friðar á jörðu? Það eru átökin um leið- irnar að markmiðunum sem sett hafa svip sinn á umræður á Vesturlöndum undanfarin ár. Þar telja sumir bestu leiðina vera þá að Vesturlönd haldi að sér höndum, láti undir höfuð leggjast að svara vígbúnaði Sovétmanna í sömu mynt í þeirri von og trú að ráða- menn í Kreml sjái að sér við það. Aðrir eru þeirrar skoðunar að eina leiðin tU að ná árangri í afvopnun- armálum sé að Vesturlönd sýni festu og treysti varnir sínar um leið og reynt sé að ná samkomulagi við kommúnistarikin um gagn- kvæma afvopnun. Síðari Blysför og predikun í Staksteinum í dag er fjallað um blysförina í þágu friðar niður Laugaveginn á Þor- láksmessu og predikun sr. Pjeturs Maack á dögunum þar sem hann fjallaöi meðal annars um frystingu kjarnorkuvopna. Er óvenjulegt að prestur kveði jafn fast að orði um það hvernig atkvæði Islands fellur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Sr. Pjetur sagðist þó ekki sætta sig viö aö málið yrði skoðað í víðara samhengi sem er hins vegar óhjákvæmilegt og jafngildir alls ekki að málinu sé drepið á dreif. leiðin hefur orðið ofan á hjá ríkLsstjórnum Atlants- hafsbandalagsríkjanna. í samhengi Nýlega gerðist það { út- varpsmessu, að presturinn sr. Pjetur Maack lýsti skoðun sinni á afstöðu ís- lands í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem tekist var á um tillögu um fryst- ingu kiarnorkuvopna, en fulltrúi Islands sat hjá. Síð- an sagði presturinn: „Með þessa vitneskju verð ég að lifa, og ég segi sem er, að stolt mitt af þjóðerninu mínu íslenska, beið mikinn hnekki. Þessu máli þýðir ekki að drepa á dreif og segja þetta hhita af víðtækara máli og að skoða verði málið í víð- ara samhengi og svo fram- vegis, og svo framvegis, og svo framvegis og svo fram- vegis. Kinhver kann að segja þetta svo pólitískt mál, að ekki eigi erindi f prédikunarstól þjóðkirkj- unnar, en það er ekki svo. Þetta er spurning um lífið, allt lifið. Ekki bara ein- hverra hermanna eða her- stjóra úti í heimi. Þetta er spurning um allt líf á jörð- inni, allt sköpunarverkið. Svo mikilvægt og svo mik- ill er alvarleiki þessa máls...“ Tilvitnunin er tekin úr Þjóðviljanum þar sem kafl- ar úr ræðu sr. Pjeturs birt- ust og eins og lesendur sjá af henni er fast að orði kveðið. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort ástæða sé til að leggja jafn þunga áherslu og hann gerir á niðurstööuna í atkvæða- greiðslunni á alLsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna og hvort réttmætt sé hjá honum að halda því fram að ekki megi ræða einmitt hana í víðara samhengi. Er unnt með rökum að slá þvi föstu að þaö sé „spurning um lífið", að allar þjóðir heims voru ekki sammála um frystingu kjarnorku- vopna? Þá kröfu verður ekki sist að gera til presta þegar þeir flytja mál sitt í predik- unarstólnum að þeir líti á málin í samhengi. Setjum þessa afstöðu fulltrúa ís- lands núna sem sr. Pjetur skammast sín svo mjög fyrir til dæmis í samhengi við fyrri ákvarðanir ís- lenskra stjórnvalda. Það eru ekki herforingjar sem ráða stefnu íslands í þess- um málum frekar en ann- arra lýöræðisríkja heldur stjórnmálamenn og kjós- endur. Fyrir fjórum árum, i desember 1979, stóð minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins að því að fulltrúi íslands á utanríkisráð- herrafundi Atlantshafs- bandalagsins stóð að tví- þættri ákvörðun þar um að fyrir árslok 1983 yrði hafíst handa með að svara ógn- inni af SS-20-eldflaugum Sovétmanna í Evrópu með bandarískum eldflaugum ef Sovétmenn hefðu ekki fallist á að rífa sínar eld- flaugar. Út af þessari ákvörðun NATO hafa hug- myndirnar um frystingu kjarnorkuvopna meðal annars orðið til. Á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóð- anna nú í haust hafa þrjár tillögur k‘gið fyrir um fryst- ingu kjarnorkuvopna. Haustið 1982 sat fulltrúi íslands hjá við afgreiðslu slíkra tillagna og gerði það einnig á allherjarþinginu 1983. Þetta samhengi verða menn auðvitað að hafa { huga. Hér verða ekki rakin frekar efnisleg rök fyrir af- stöðu íslenska fulltrúans en ríkisstjórnir með þátt- töku þeirra stjórnmála- flokka hér á landi sem harðast hafa deilt um utan- ríkis- og öryggismál hafa borið ábyrgð á hjásetunni á allsherjarþinginu. Þetta er því ekki flokkspólitískt mál heldur byggist afstað- an í því á mati sem ekki er unnt að framkvæma nema i víöara samhengi. Síðustu tónleikar Mezzoforte á íslandi í langan tíma IVIeð IVIezzoforte Mezzoforte hafa eins og alþjóð veit gert garöinn frægan úti í hinum stóra heimi og allir þeir sem þá hafa hlustaö eru sammála um aö aldrei hafi íslensk hljómsveit leikiö jafnvel og þeir gera nú. Forsala aögöngumiöa og borðapantanir á tónleikana eru á skrifstofu okkar aö Álfabakka 8, sími 77500. á tónleikum í CIR'CADWAy annaö kvöld kl. 21.00 Hinir frábæru Mezzoforte sem komu, sáu og sigruðu á frábærum tónleikum í Háskólabíói á dögunum koma nú fram á tónleikum í Broad- way annað kvöld. ADEINS ÞETTA EINA SINN MISSIÐ EKKI AF ÞESSU EINST/EÐA TÆKIFÆRI. imfW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.