Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 Borgames: Fasteignaskattur og vatns- skattur lækkaðir um 8% Borgarnesi, 21. nóvember. A hreppsráAsfundi fyrir skömmu var ákveðið að lækka fasteigna- skatt af íbúðarhúsnæði og vatns- skatt um 8%. Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði á næsta ári verður 0,575% af fasteignamati, en und- anfarin ár hefur verið lagður á 0,625% fasteignaskattur. Fast- eignaskattur af atvinnuhúsnæði verður 1,5%, jafnhár og undanfar- in ár. Vatnsskatturinn _ verður 0,2759, en var 0,30%. Á nma fundi var ennfremur ákveðið að fella niður álagningu fasteigna- gjalda á íbúðarhúsnæði elli- og ör- orkulífeyrisþega, en áður þurfti þetta fólk að sækja um slíka niður- fellingu til að eiga von um að njóta hennar. Ekki hefur verið ákveðið hvað lagt verður mikið útsvar á Borgnesinga á næsta ári; ákvörðun um það efni hefur verið frestað, þar til þau mál skýrast frekar. Bygging smáíbúða fyrir aldraða Starfandi er nefnd á vegum hreppsnefndar til undirbúnings byggingar smáíbúða fyrir aldr- aða í Borgarnesi. Nefndin hefur unnið að upplýsingasöfnun og nú nýlega fór hún fram á það við hreppsnefnd að fá leyfi til að ráða félagsráðgjafa eða félags- fræðing til að gera víðtæka könnun á högum aldraðra í Borgarnesi. Töldu nefndarmenn nauðsynlegt að framkvæma vandaða könnun þar sem líkur væru á að hægt yrði að byggja framtíðarstefnu í þessum mála- flokki á slíkri könnun. Iðngarðar Atvinnumálanefnd Borgar- ness hefur samþykkt að efna til funda í byrjun næsta árs til skoðanaskipta um atvinnumál og til kynningar á starfsemi nefndarinnar. Nefndin hefur unnið að athugunum á ýmsum kostum sem til greina þykja koma til eflingar atvinnulífs á staðnum, en ekkert af þvl hefur enn komist á framkvæmdastig. Nefndin kannaði áhuga í bænum fyrir byggingu iðngarða. Sex að- ilar gáfu sig fram og lýsti nefnd- in yfir stuðningi við byggingu iðngarða í Borgarnesi í fram- haldi af því. Heilbrigðisfulltrúi Vesturlands Á hreppsráðsfundi fyrir skömmu var rætt um heilbrigð- ismál. Kom fram, að formaður svæðisstjórnar heilbrigðis- nefnda á Vesturlandi leggur nú til að ráðinn verði heilbrigðis- fulltrúi í fullt starf fyrir Vestur- land norðan Skarðsheiðar með búsetu í Borgarnesi. Svæðis- stjórn heilbrigðisnefnda á Vest- urlandi ákveður endanlega hvernig skiptingu starfssvæða heilbrigðisfulltrúanna verður háttað, en þessi mál hafa lengi verið til umfjöllunar. Óskalisti hreppsnefndar Hreppsnefnd samþykkti á Fjárhús Daníels Jónssonar í Borgarnesi. Húsin, sem eru inni í miðju kauptúninu, eru mikil bæjarprýði vegna þess hve vel þeim er við haldið. Morgunblaðið/ HBj. fundi sínum fyrir skömmu að fela tæknimönnum hreppsins að gera tillögur að skipulagi og frágangi ýmissa svæða í hreppn- um ásamt kostnaðaráætlunum fyrir þeim verkum og ýmsum öðrum. Almennt er litið á þenn- an lista sem óskalista hrepps- nefndar fyrir framkvæmdir á næsta ári, en ekki verður ákveð- ið í hvað verður ráðist fyrr en áætianir liggja fyrir og fjár- hagsáætlun verður afgreidd. Flest þessara óskaverkefna eru í því fólgin að ganga frá ýmsum svæðum og verkefnum sem að mestu eru búin, en herslumun- inn vantar á að ganga endanlega frá. Athygli vekur, að engin malbikunarverkefni eru á listan- um, en aftur á móti er lagt til að tvær götur, Berugata og Bjarn- arbraut, verði búnar undir var- anlegt slitlag með jarðvegsskipt- um. Væntanlega hugsa hrepps- nefndarmennirnir sér að leggja varanlegt slitlag á þær árið 1985. HBj. Opið hús I tilefni vígslu sjúkrastöövar SAA, Stórhöföa viö Grafarvog, bjóöum viö öllum sem áhuga hafa í heimsókn í sjúkrastööina í dag, miö- vikudaginn 28. desember frá kl. 17.30—20.00. Viö þökkum ómetanlegan stuðning á liðnu ári og óskum landsmönnum far- sældar á nýju ári. StjómSÁÁ Stjórnarfrumvarp um skemmtanaskatt: Felldur niður af kvikmynda- sýningum á fjórum stöðum SKÖMMU fyrir þinghlé var lagt fram stjórnarfrumvarp þess efnis að létta skcmmtanaskatti af kvik- myndasýningum í sveitarfélögum með færri en 2.500 íbúa. „Rekstur kvikmyndahúsa gerist nú æ örðugri á slíkum stöðum," segir í greinargerð, „en kvik- myndasýningar eru enn sem fyrr ein vinsælasta skemmtun ungs fólks. Þeir staðir, sem myndu njóta góðs af þeirri undanþágu, er hér er gert ráð fyrir, eru: Borgar- nes, Sauðárkrókur, Siglufjörður og Neskaupstaður." Fyrirframgreiðslur opinberra gjalda: 63% eða 12,6% á mánuði Fyrirframgreiðslur opinberra gjalda á greiðsluárinu 1984 verða 63%, eða 12,6% á mánuði í fimm mánuði, þ.e. febrúar til og með júní. Fyrirframgreiðslan í ár, þ.e. greiðsluárið 1983, var 70%, eða 14% á mánuði þessa sömu fimm minuði. Fjármálaráðherra gerði ríkis- stjórninni grein fyrir þessum til- lögum sínum á fundi hennar í gærmorgun, ekki komu fram nein andmæli. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sagði í viðtali við Mbl. í gær, að samkvæmt þessu ætti skattgreiðslubyrði að vera hin sama á fyrri hluta næsta árs og þeim síðari. „Það er tekið tillit til þess að skattgreiðslur síð- ari hluta ársins 1984 eiga ekki að þyngjast og fyrirframgreiðslupró- sentan því lækkuð til samræmis," sagði ráðherrann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.