Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 Það er undir þjóðinni komið hvort við tröitum og tórum ... Rœtt við Stuðmanninn Valgeir Guðjónsson um skemmtan, áhœttu, frœgð, bítl og bíssniss NÝJASTA afurð Stuðmannafélagsins Bjarmalands er talsverður pakki, bók, plata og spil undir samheitinu „Draumur okkar beggja“. Þetta mun vera ein óvenju- legasta útgáfan fyrir þessi jól, eins og reyndar var við að búast af þeim félögum. Bókin er skrásett af Illuga Jökulssyni blaðamanni, á plötunni eru tuttugu mínútur með Stuðmannamúsík af dansleikjum í sumar og fjölskylduspilið, sem hannað var af tveimur forystumanna gleðiflokksins, þeim Agli Ólafssyni og Valgeiri Guðjónssyni, býður upp á mögu- leikann til að slá í gegn svo um munar. Fáar íslenskar rokkhljómsveitir hafa notið jafn mikillar og almennrar hylli og Stuðmenn, jafnvel þótt starf hljómsveitarinnar hafi verið stopult á þeim sjö árum, sem liðin eru síðan fyrsta hljómplata hennar, „Sumar á Sýrlandi", kom út. Kvikmynd flokksins, söngva- og gleðimyndin „Með allt á hreinu“, sem frum- sýnd var um síðustu jól, varð til að endurvekja vin- sældir Stuðmanna rækilega og drjúgan hluta þessa árs fór sveitin um landið og skemmti. Lars Himmelbjerg, helsti talsmaður Stuðmanna á skemmt- unum, og Valgeir Guð- jónsson, fyrrum borgarstarfs- maður, sameinast í þeim manni, sem klúðraði svari við mikil- vægri spurningu í sjónvarps- þættinum Glugganum nýlega þegar jólapakki Stuðmanna var kvnntur. Spurningin varðaði fjármálaumsvif Stuðmanna og þegar tækifæri gafst yfir kaffi á Borginni að morgni dags skömmu síðar var spurningin ítrekuð, umorðuð þó: Snýst fyrirbærið Stuðmenn orðið í kringum peninga eingöngu — að þið verðið ríkir? „Nei, en það er mín atvinna — og okkar — að vera Stuðmaður. Það er nú svo skrítið sem það er, að fólki finnst það ekki heyra til á íslandi að við verðum ríkir. Það er allt í lagi að rithöfundar verði ríkir eða þá listmálarar, enda er það algildasta mælistikan á mál- verk hve mikið það kostar. Vér rokkarar eigum hinsvegar að sjá um bítlið en þar til gerðir bíssn- issmenn eiga að græða á því. Ég kann ekki skýringu á þessu. Við gerðum bíómynd, sem gekk mjög vel, og spiluðum fyrir ótrú- legan fjölda fólks en samt finnst fólki það tiltökumál, að við fáum borgað fyrir þessa gríðarlegu vinnu. Og öll forvinnan, æfingar og undirbúningur, kemur þó ekk- ert fyrir sjónir fólks." Það hefur samt margt breyst síðan ’74 þegar Stuðmenn byrj- uðu að trylla lýðinn ... „Mikil ósköp. Svo ég tali bara fyrir mig persónulega, þá var heimurinn allt annar þá — eða við litum hann allt öðrum augum þá. Maður var stikkfrí, það var ekki um að ræða fjölskyldur, börn, íbúðir, tækjafjárfestingar fyrir milljónir og svo framvegis. Nú er allt þetta fyrir hendi og þá verður að vinna að þessu fyrir- tæki eins og hverju öðru fyrir- UPMM :riniviivi Valgeir Guðjónsson með Stuðmönnum framtíðarinnar: Ekki hægt að fara fram á meira en að finnast vinnan vera það skemmtilegasta ...MorgunblaSift/KEE tæki. Við getum til dæmis ósköp vel gefið út okkar plötur sjálfir. Mikilvægur faktor í því er nátt- úrlega að við höfum ekkert betra að gera en að sjá um okkar mál. Útgefendur verðleggja sína vinnu mjög dýrt en þeir taka vitaskuld peningalega áhættu. Nú kunnum við að gera þetta sjálfir og þurfum ekki á öðrum að halda hvað það varðar." Bíómyndin gekk ánægjulega vel, ekki satt? „Dagsatt. Fólk heldur líka að við séum moldríkir fyrir bragðið. En staðreyndin er sú, að á þessu ári hafa mánaðarlaunin okkar kannski verið um 40 þúsund kall með allri eftir- og næturvinn- unni. Það þykir varla mikið fyrir alla þessa vinnu ... “ Ja, það eru svona tvölold hæstu mánaðarlaun blaðamanna! „Kailagreyin. Jæja, mér þykja þetta náttúrlega ágæt skipti frá því að vera opinber starfsmaður. En það má ekki gleyma því að við erum sífellt að taka áhættu — heyrðu, er ég eitthvað að verja það að ég eigi að éta? Hvers vegna þarf ég að verja það?“ Þú ert ekkert að verja það, þú ert að útskýra ... „Jæja. Við erum sífellt að taka áhættu. Peningarnir eru jafn- harðan lagðir í eitthvað annað, í næsta verkefni. Bíómyndin var til dæmis búin að vera til um- ræðu í okkar hópi árum saman. Það sama má segja um bókina, sem nú er að koma út. Þetta þró- ast á endanum mjög hratt og allt öðruvísi en upphaflega stóð til.“ Hvernig er svo bókin — hvernig viltu lýsa henni? „Gríðarlega góð kaup, jólabók- in í ár! En grínlaust, þá er þetta meira en textasafn, bókin er líka þjóðlegur fróðleikur. Og ef við sleppum frá henni, þá setjum við peningana í eitthvað annað. Von- andi fáum við vinnulaunin okkar út úr þessu ... Það er nefnilega svo skrítið, að við erum haldnir einhverri þörf til að höfða til þessara 230 þúsund hræða, sem hér búa. Það er undir fólkinu í landinu komið, hvort við tórum og tröllum ..." Valgeir Guð- jónsson varð alvarlegur stutta stund en svo færðist meinfýsis- legt bros yfir skarplegt andlitið: „Við erum greinilega á framfæri þjóðarinnar, eins og öll önnur verslun og viðskipti." Já, skemmtanarekstur er vænt- anlega verslun og viðskipti, eins og þú segir. „Viðskipti með listrænum formerkjum eða list með við- skiptalegum formerkjum. Eða þá formerki með viðskiptalegum Geislar af þeim skemmtikrafturinn — segir Illugi Jökulsson, skrásetjari Stuðmannabókarinnar Draumur okkar beggja ILLUGI Jökulsson blaðamaður fékk upphringingu síðari hluta ágústmán- aðar. í símanum var Stuðmaður, sem bað Illuga að taka að sér smá- viðvik: að skrifa bók fyrir Stuðmcnn um Stuðmenn og fleira fólk. Næstu vikur þvældist Illugi um landið með Stuðmönnum, rótaði að sér upplýs- ingum, tók viðtöl fram og til baka og skrifaði. Það var eins gott að vera handfljótur í þessari vinnu, því bók- in — sem hlotið hefur nafnið „Draumur okkar beggja“ og fylgir hljómplötu og fjölskylduspili í 1188 króna pakka — er komin út og átti að vera komin út fyrr. „Bókmenntaverk?" endurtók 111- ugi spurninguna yfir jólaglöggi. „Nei, það held ég ekki. Ekki text- inn. Hún er að minnsta kosti ekki sagnfræðilegs eðlis, þessi bók. Það verður væntanlega enginn hörgull á fólki, sem á eftir að benda á, að tiltekið atvik hafi nú ekki verið svona heldur hinsegin. Ég held þó að þetta sé ekki alvarlega röng söguskoðun. Lífið heldur áfram og jörðin snýst eftir sem áður. Að meiriparti er þetta bein frásögn af mönnum og málefnum. Inní er svo skotið köflum af hverj- um Stuðmanni fyrir sig í mismun- andi formi og stíltegundum. Ég er eiginlega í vandræðum með að lýsa bókinni frekar — ég vil ekki segja að hún sé í léttum dúr ... Þessi létti dúr hefur svo slæmt orð á sér, það gæti virkað eins og yfir- borðskennt brandarasafn. Ætli sé ekki rétt að segja að „Draumur okkar beggja" sé bók í léttum moll.“ — Hvað einkennir svo Stuð- menn, er það sérstök tegund fólks? „Já, en það er ekki af þeirra völdum. Allir landsmenn eiga sinn þátt í því að þeir teljast sérstök tegund. Þetta er býsna opinskátt á köflum — þótt það orð hafi líka á sér vafasaman stimpil núorðið — einkum hvað varðar hippatímann og dóp og svoleiðis. Það segir til dæmis frá kaupskap af því tagi á Strikinu í Kaupmannahöfn ... en það gæti verið lygi. Ég veit það ekki. En það er ekki bara fjallað um Stuðmenn. Það er gríðarlegur fjöldi nafna í bókinni, það eru eig- inlega allir með, sem munað var eftir. Og svo er dálítið verið að hnippa í þá, sem eru orðnir býsna ráðsettir og penir ..." — ... og við erum líklega orðnir nokkuð margir. Er það annars til- Illugi Jökulsson: í léttum moll, ekki yfirborðskennt brandarasafn. gangurinn með bókinni, að „hnippa í fólk“? „Nei, nei. Það er enginn annar tilgangur en að búa til skemmti- bók.“ — Ertu sjálfur Stuðmannafrík? „Já, og alltaf verið það. Ég var meira að segja svo mikið Stuð- mannafrík um áramótin 1976—77, þegar ég var í fjórða bekk í MH, að ég seldi Stuðmannaplöturnar mín- ar til að eiga fyrir miða á jólaball í Sigtúni þar sem Stuðmenn spil- uðu. Svo hef ég ekki átt plöturnar fyrr en núna. En þetta var góð fjárfesting þá, ég efast um að ég hafi farið á annað eins ball. Það var ekki hægt annað en að vera Stuðmannafrík — það var ómögu- legt annað en að grípa plötu eins og Sumar á Sýrlandi." — Hvernig var það á hljóm- leikaferðalaginu í haust — varðstu mikið var við hljómsveita- skvísur, grúpís, í kringum Stuð- menn? „Nei, það held ég ekki.“ Það var eins og Illugi hefði aldrei leitt hugann að þessum mikilvæga þætti rokks og róls. „Ég tók að minnsta kosti ekki eftir því,“ bætti hann svo við, „en það gæti náttúrlega verið mér að kenna. Þeir segjast sjálfir vera einhver skírlífasta hljómsveit landsins. Það mætti kannski kalla tvo vini þeirra frá Akureyri grúpís — þeir voru gjarnan þar sem Stuðmenn voru staddir hverju sinni." — Þessi hljómsveit er á margan hátt merkilegt fyrirbrigði og hef- ur höfðað til fólks á annan og skýrari hátt en flestir aðrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.