Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 Pú getur ljósritað á hvítan pappír, mislitan pappír og glærur, sjálf- límandi miða, bækur og bréfspjöld. Örtölva stýrir lýsingu sjálfvirkt, sér um að myndgæði séu alltaf fyrsta flokks og gildir þá einu hvort um er að ræða ljósmynd, teikningu eða vélritað bréf. Stillingu og síjórnun er haganlega komið fyrir og stjórnað af örtölvu. Þú getur stillt vélina á 99 ljósrit eða færri ,gert hlé í miðju verki og séð á svipstundu hve mörg ljósrit hafa verið tekin. Sparnaðartakki minnkar rafmagns- notkun um 33%. Að öðru jöfnu slekkur vélin á sér þegar ljósritun er lokið, en er þó tafarlaust tilbúin til notkunar. 3 Vinsæll vinnufélagi 4 Ljósritun á allar pappírs- stærðir, allt frá B 4 niður í 75 x 125 mm. spjaldskrárspjöld, sem er einstakur sveigjan- leiki. Hraðvirkur, hlj óðlátur og alltaf upplagður Sharp SF 755 er virkilega vinsæll vinnufélagi, því hún er einföld í notkun og fyrirferóarlítil, en býöur engu aö síöur upp á möguleika sem hingaö til hafa eingöngu fylgt stórum Ijósritunarvélum. BETRI BÚNAÐUR BÆTT ÞJÓNUSTA HLJÐMBÆR HLJOM'HEIMIUS'SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 — S(MI 91 -25999 Heimilislæknar í Reykjavík: Hugmyndir um breyt- ingar á 56 ára gömlu vaktakerfi „SÍÐASTLIÐIN 56 ár hefur vakt- þjónustu heimilislækna verið sinnt á sama hátt. Einn læknir hefur farið í vitjanir í bfl með bflstjóra, en síma- stúlka tekið niður vitjanabeiðnir. Þetta kerfi hefur fyrir löngu gengið sér til húðar og því var það að Læknafélag Reykjavíkur skipaði nefnd fyrr á árinu til að leggja fram tillögur til úrbóta. Þessi endurskoð- un á vakt- og vitjunarþjónustunni helst í hendur við kerfisbreytingu sem stendur til að gera á læknis- þjónustu höfuöborgarinnar, það er að segja, breytingu úr kerfi númera- lækna yfir í kerfi heilsugæslu- stöðva,“ sagöi Gunnar Helgi Guð- mundsson læknir, einn fjögurra manna í ofannefndri nefnd. Tillögur nefndarinnar liggja nú fyrir og eru þær í meginatriðum sem hér segir: Smám saman verði komið upp vaktþjónustu á hverri heilsu- gæslustöð fram eftir kvöldi og um helgar, frá fimm til tíu á kvöldin á virkum dögum og á milli átta og tíu um helgar og á helgidögum. Vísir að þessu er vaktþjónusta heilsugæslustöðvanna í Asparfelli og í Fossvogi, en í framtíðarskipu- laginu er gert ráð fyrir að á Reykjavíkursvæðinu verði 10 til 14 heilsugæslustöðvar. Slík vaktþjónusta hefjist með hverri nýrri heilsugæslustöð í Reykjavík, enda starfi þar þrír læknar, hið minnsta, og skipti með sér vöktum. Hin eiginlega bæjar- vakt hefjist síðan klukkan tíu að kvöldi og standi til átta að morgni alla daga. Eins og málum er háttað í dag eru tvískiptar vaktir á virkum dögum, frá fimm til tólf á kvöldin og frá miðnætti til átta að morgni, en þrískiptar vaktir um helgar og á helgidögum. Þrjátíu heimilis- læknar hafa skipt með sér þessum vöktum og er aðeins einn á vakt í senn. Ennfremur hefur verið í gangi vakt á vegum heimilislækna á Landspítalanum, göngudeild- arstarfsemi, þar sem tekið hefur verið á móti fólki, auk þess sem hægt hefur verið að fá upplýs- ingar í síma á milli átta og níu á kvöldin á virkum dögum og frá tvö til fjögur á laugardögum. Þessi göngudeildarþjónusta kæmi til með að leggjast niður með tilkomu nýja kerfisins. Það er töluvert langt í land með að koma upp þeim fjölda heilsu- gæslustöðva sem framtíðarskipu- lagið gerir ráð fyrir. Aðeins fimm eru þegar til reiðu, í Asparfelli, Árbæ, Fossvogi, heilsugæslustöðin í miðbæ og heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi. Því lögðu nefnd- armenn til að í náinni framtíð verði ein vakt fyrir allan bæinn, eins og verið hefur, en gerðu jafn- framt tillögur um breytingar á skipulagi hennar. „Við leggjum í fyrsta lagi til að vaktin fái samastað, það er að segja aðstöðu til að taka á móti sjúklingum," sagði Gunnar Helgi. „Það hefur verið rætt um húsnæði í Heilsuverndarstöðinni í því sam- bandi. Þá lögðum við til að tveir læknar séu á vakt í einu, nema að nóttu og að morgni :*m helgar. Sé annar læknirinn á staðnum og annist þar sjúklinga, en svari einnig í síma þegar tilefni gefst til. Hinn læknirinn fari í vitjanir þegar þörf er á, en vinni að öðru leyti eins og sá sem er fastur á stöðinni. Þá teljum við brýnt að ráða hjúkrunarfræðinga á vaktina og sé einn hjúkrunarfræðingur á vakt í senn, sem beri ábyrgð á símavörslu, annist ráðgjöf í sam- ráði við lækni og aðstoði lækna eftir því sem tilefni gefst. Ófaglært fólk hefur svarað í síma og tekið niður vitjanabeiðnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.