Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Muldoon í mótbyr á Nýja Sjálandi UPPREISN hefur verið gerð gegn Robert Muldoon, forsætisráðherra Nýja Sjálands, í flokki hans, 1‘jóðarflokknum, vegna óánægju með mikil ríkisafskipti í efnahagsmálum. Óánægðir þingmenn flokksins hafa greitt atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum og vafi leikur á aö stjórnin geti setið út kjörtímabilið, sem er þrjú ár. tjórn Muldoons hefur aðeins eins atkvæðis meirihluta í þinginu, sem er skipað 92 full- trúum, og í atkvæðagreiðslu í húsnæðismálum nýlega varð Muldoon að styðjast við atkvæði tveggja þingmanna Social Cred- it-flokksins og tveggja óháðra þingmanna til að halda velli. Eftir þennan sigur bar Mul- doon fram frumvarp, sem kvað á um að ekki mætti neyða menn til að vera í verkalýðsfélögum, þótt vinnuveitendur og verkalýðsfé- lög væru sammála um að aðild að verkalýðsfélagi væri forsenda ráðningar. Einn þingmanna stjórnarflokksins neitaði að styðja stjórnina, tveir þingmenn Social Credit greiddu atkvæði gegn henni og sömuleiðis annar hinna tveggja óháðu þingmanna. Hinn óháði þingmaðurinn, John Kirk, sem áður var í Verka- mannaflokknum, bjargaði stjórninni með því að greiða henni atkvæði og hún sigraði með eins atkvæðis mun. Mul- doon neitaði að verða við kröfu David Lange, leiðtoga Verka- mannaflokksins, um að ríkis- stjórnin færi frá, en kjörtímabili hennar lýkur í nóvember 1984. Muldoon hefur ekki getað leyst mikinn efnahagsvanda Nýsjálendinga, þrátt fyrir víð- tæk höft, sem hann hefur inn- leitt. Efnahagsástandið stofnar sigurmöguleikum hans í næstu kosningum í hættu. Viðskipta- hallinn nemur um tveimur millj- örðum Bandaríkjadala, fimm til sjö af hundraði vinnufærra manna, eða tæplega 100.000, eru atvinnulausir og hagvöxtur verður líklega ekki meiri en 3,5% af hundraði út áratuginn. Hins vegar hefur Muldoon minnkað verðbólgu úr rúmlega 17 í tæplega 8% á rúmu ári. Það getur hann þakkað strangri verð- og kaupbindingu, sem gild- ir fram í febrúar. Stjórnarand- staðan og ýmsir fjármálamenn spá því að við taki mikil spreng- ing, sem leiði til nýrrar verð- bólguskriðu, þótt Muldoon neiti því. En von um árangur í verð- bólgumálum eftir þann tíma er háð samkomulagi við verka- lýðshreyfinguna. Ef honum tekst ekki að halda í horfinu mun það draga úr sigurlíkum hans í kosn- ingunum. Muldoon hefur látið fyrir róða grundvallarhugmyndir Þjóðar- flokksins um frjálst einkafram- tak og flokkurinn hefur færzt svo langt til vinstri að það hefur valdið miklu umróti í nýsjá- lenzkum stjórnmálum. Umrótið hefur leitt til stofnunar nýs og þróttmikils hægriflokks, Nýja Sjálandsflokksins undir forystu Bob Jones, auðugs verktaka og fyrrverandi stuðningsmanns Þjóðarflokksins. Nýr klofningur hefur jafnframt risið í Verka- mannaflokknum og veikt stöðu hans. Muldoon hefur sigrað í þrenn- um kosningum síðan 1975 og mótað stjórnarstefnuna í svo ríkum mæli að hann hefur verið Robert Muldoon: Gagnrýndur fyrir of mikil ríkisafskipti. Ilavid Lange: Innanflokksátök í Verkamannaflokknum. sakaður um ráðríki og afskipta- semi. Hann hefur svarað gagn- rýnendum með ásökunum um að þeir láti stjórnast af eigin- hagsmunasjónarmiðum og hefur sett lög eða gefið út reglugerðir gegn mönnum, sem hafa breytt gegn vilja hans. Stuðningsmenn hans segja að við ríkjandi að- stæður jafngildi það pólitísku sjálfsmorði að ríghalda í kenn- ingar einkaframtakssinna og auk þess væri það óhyggilegt frá efnahagslegu sjónarmiði. Erlendir sérfræðingar hafa varað við ofstjórn og hömlum í efnahagsmálum. Ritstjóri ástr- aisks fjármálarits talaði um „óttahagkerfi", hagkerfi sem mótaðist af ótta um hefndarráð- stafanir stjórnarinnar, ef banka- stjórar, kaupsýslumenn og fjár- málamenn lýstu opinberlega áhyggjum sínum af því hvert þjóðin stefndi. Samkvæmt nýlegri könnun er meira um reglur og höft í efna- hagsmálum Nýja Sjálands en Ungverjalands. Stjórnin hefur sett afturvirk lögs þegar gildandi lög hafa ekki dugað til að hefta þróun, sem hún hefur talið óæskilega, eða komið í veg fyrir framkvæmdir, sein hún hefur talið nauðsynlegar. Deilur hafa risið um það í Verkamannaflokknum hvort fylgja skuii hófsamri eða rót- tækari stefnu. Hófsamari arm- urinn undir forystu David Lange flokksleiðtoga virðist sigur- stranglegri og mun móta stefnu flokksins í baráttunni fyrir næstu kosningar. Bjartsýni á sigur í næstu kosningum hefur aukizt í Verkamannaflokknum, en ef hann tapar má búast við að vinstri armurinn undir forystu Jim Anderson reyni að ná völd- unum í flokknum og þá yrðu straumhvörf í nýsjálenzkum stjórnmálum. Lange tók við starfi leiðtoga Verkamannaflokksins af Sir Wallace Rowling í febrúar og mannaskiptin virtust í fyrstu treysta stöðu flokksins. En við tóku innanflokksátök, sem síðan hafa dregið úr vinsældum hans. Á síðasta þingi fiokksins tókst ekki að leysa deilumálin, þótt reynt væri að breiða yfir þau til að stofna ekki sigurlíkum flokks- ins í hættu. Síðan hefur einn þingmaður verið rekinn og ann- ar þingmaður hefur hlaupizt undan merkjum (þeir hlutu ekki tilnefningu í framboð og sitja nú á þingi sem óháðir). Þrátt fyrir óánægjuna með efnahagsstefnu Muldoons, yfir- gang hans og hroka og alla gagn- rýnina á hann dást margir að því hvernig honum hefur tekizt að halda völdunum með sáralitlum meirihluta. Þótt mótsagnakennt sé er hann vinsælasti stjórn- málaleiðtogi landsins sam- kvæmt skoðanakönnunum. Hann nýtur almennra vinsælda fýrir eiginleika sína, þótt þeir veki reiði og stundum áhyggjur og jafnvel ugg meðal minni- hlutahópa. Muldoon sniðgengur gagnrýn- endur sína með því að skjóta máli sínu til þjóðarinnar og kall- ar sig baráttumann hins „venju- lega manns", sem eigi sér enga forsvarsmenn í voldugum sam- tökum sérhagsmunahópa í kerf- inu. Hann ver ríkisafskipta- stefnu sína með því að vara markaðssinna í flokki sínum við því að ef þjóðfélagslegar afleið- ingar efnahagsstefnunnar séu virtar að vettugi muni það leiða til kosningaósigurs. Þrátt fyrir gagnrýnina hafði hann tögl og hagldir á síðasta þingi Þjóðar- flokksins í júní, bæði vegna þess að ekki var völ á öðrum flokks- leiðtoga og sigurlíkur flokksins í næstu kosningum hafa minnkað. En fæstir draga í efa að Muldoon hefur verið óvandur að meðulum og ýmsar aðferðir hans feta skapað hættulegt fordæmi. hlutunarstefna hans hefur vak- ið svo megna óanægju andstæð- inga ríkisafskipta í Þjóðar- flokknum að nú virðast þeir ekki lengur geta sætt sig við mála- miðlanir til að halda stjórninni við völd. Staða þeirra hefur styrkzt við skoðanakannanir, sem sýna að á síðustu þremur mánuðum hefur Nýja Sjálandsflokkurinn aflað sér fylgis 15% kjósenda. Þjóðar- flokkurinn nýtur stuðnings 41% kjósenda og 37% styðja Verka- mannaflokkinn. Ekki er hægt að útiloka þann möguleika að geng- ið verði til kosninga áður en kjörtímabilinu lýkur í nóvember. RONALD REAGAN YURI ANDROPOV Andropov og Reagan — kjörnir menn ársins af Time New York, London, 27. desember. AP. FJÖLMIÐLAR víða um heim hafa þann háttinn á að velja menn og konur ársins þegar líður að áramótum og hafa bandaríska tímaritið Time og BBC, breska ríkisútvarpiö, þegar tilkynnt val sitt. Time valdi Reagan og Andropov menn ársins en BBC valdi Thatcher konu ársins en kjarnorkuandstæðinginn Bruce Kent mann ársins. Time segir um Ronald Reagan, að honum hafi tekist það betur en flestum öðrum að koma skoðunum sínum á framfæri í sjónvarpi, en um Andropov, leiðtoga Sovétríkj- anna, er sagt, að hann sé hinn dæmigerði, kommúníski kerfis- karl, sem í 15 ár hafi stjórnað KGB og loksins borið sigur úr být- um í valdataflinu í Kreml. Segir Time, að leiðtogarnir séu um flest ólíkir. Þeir séu að vísu á áþekkum aldri og báðir hafa þeir fingurinn á kjarnorkugikknum en þar með sé það líka upptalið. BBC valdi Margaret Thatcher forsætisráðherra Breta konu árs- ins annað árið í röð, en maður árs- ins var kosinn Bruce Kent, róm- versk-kaþólskur prestur og aðal- maðurinn í baráttunni fyrir kjarnorkuvopnaafvopnun. Það voru breskir útvarpshlustendur, sem réðu kjörinu, og í annað sæti á eftir Thatcher settu þeir Joan Ruddock, sem er framarlega í frið- arbaráttunni eins og Bruce Kent, en í annað sæti á eftir Bruce Kent kom Selim „Eddie" Shah, prent- smiðjueigandinn, sem neitaði að verða við kröfum prentarasam- bandsins með mjög svo alvarleg- um afleiðingum fyrir það. Hyalavaða hljóp á land á Tasmaníu Sydney, Astralíu, 26. desember. AP. AÐ MINNSTA kosti 70 hvalir drápust í fyrradag er 120 hvalir hlupu á land á eyjunni Tasmaniu við suðurströnd Ástralíu. Allt að 40 manns, sjálfboðaliðar og löggæslumenn, hömuðust myrkranna á milli að ýta dýrunum á flot á ný. Atburðurinn var raunar tví- skiptur, fyrst óð vaðan á land og þá drápust 32 hvalir, en hinum tókst að bjarga. Ekki liðu nema nokkrar klukkustundir uns hvala- torfan, sem lónaði skammt frá landi eftir fyrsta strandið, æddi á land á nýjan leik og í báðum til- vikum strituðu tugir manna við björgunarstörf. Var það kapp- hlaup við tímann, því með útfall- inu var sýnt að fleiri dýrum yrði ekki bjargað. Tókst því ekki að bjarga eins mörgum dýrum og kosið hefði verið. Slík hegðun hvala er ekki ný af nálinni og eru uppi ýmsar getgát- ur um hvað valdi muni. Er það skoðun margra að hvalatorfur strandi oft vegna þess að þeir fylgi allir sem einn foringja sem rugl- ast í ríminu. Síðara áhlaup hval- anna á Tasmaniu hefur valdið enn meiri heilabrotum en það fyrra. Einn sérfræðingur sagði ekki úti- lokað að í síðara tilvikinu hefðu eftirlifandi hvalirnir ætlað sér að bjarga félögum sínum sem strand- aðir voru og deyjandi eða dauðir. „Fjölskyldubönd hvala eru geysilega sterk og það er mín skoðun og fleiri að það eitt að vita af skyldhvelum sínum á strönd- inni hafi verið nóg til að þeir gripu til þeirra örþrifaráða sem raun var,“ sagði umræddur sérfræðing- ur, Laurie Levi. Þess má geta, að hér var um tegund grindhvala að ræða og þeir stærstu 3—4 metrar á lengd. Sumarylur í M-Evrópu Frankfurt, 27. denember. AP. EIGI VAR sérstaklega jólalegt í Mió-Evrópu þar sem veður hefur ekki verið mildara svo vitað sé. A sama tíma hrella heimskautavindar íbúa Norður- Ameríku. Regnský huldu meginland Evr- ópu að mestu um jólin en inn á milli glitti þó til sólar á stórum svæðum. Á annan dag jóla komst hitinn í 17 gráður í Freiburg í Rín- ardalnum í suðvesturhluta V-Þýzkalands, villirósir blómguð- ust í Ölpunum og runnar í Munch- en. Þá mældist hitinn 14 gráður í Frankfurt á jóladag og hefur ekki verið hlýrra þar á þeim degi í 58 ár. óvenjuleg hlýindi voru í öðrum evrópskum stórborgum. Þannig voru 10 gráður bæði í Genf, Vínar- borg og Varsjá, og sjö gráður í Kaupmannahöfn um jólin. Þá var 14 stiga hiti í París, 18 stig í Belgrad og meira að segja fór hitinn upp fyrir frostmark í Helsinki þar sem mældist fjög- urra stiga hiti. Lítill snjór er á skíðaslóðum í Evrópu þar sem þýða er upp í 2ja kílómetra hæð. Ferðamálafrömuð- ir og skíðastaðaeigendur eru í öng- um sínum vegna hlýindanna, en spáð er áframhaldi á þeim fram yfir áramót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.