Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 Stúdentaleikhúsið frumsýnir 29. desember í Tjarnarbæ leikverkið „Svívirtir áhorfendur“ (Publikums beschimpfung) eftir Peter Handke. Leikstjóri er Kristín Jó- hannesdóttir og þýðingu annaðist Bergljót Kristjánsdóttir. Peter Handke er rúmlega fer- tugur Austurríkismaður og hef- ur vakið mikla athygli sem rit- höfundur, ljóð- og leikritaskáld. „Svívirtir áhorfendur" var frum- sýnt í Berlín 1966 og vakti stór- kostlegt umtal og jafnvel hneyksli. P. Handke fjallar í þessu verki sínu um leikhúsið, enda telur hann hugmyndina að baki leikritum sínum vera þá að vekja athygli fólks á heimi leik- hússins — ekki heiminum fyrir utan. — Hann vill fá fólk til að verða meðvitað þegar það horfir á leikrit. í sýningu Stúdentaleikhússins koma fram fjórir leikarar, And- rés Sigurvinsson, Edda Arnljóts- dóttir, Soffía Karlsdóttir og Stefán Jónsson. Leikmynd og búr.inga gerðu Haraldur Jóns- son, Kristín Jóhannesdóttir, Ástríður Helga Ingólfsdóttir, Halla Helgadóttir og Magnús Loftsson. Lýsing er í höndum Egils Árnasonar og hljóð annast Sveinn Óskarsson. Önnur sýning á „Svívirtir áhorfendur" verður föstudaginn 30. desember kl. 20.00. Miðapant- anir eru í síma 18017 og 22590. FrétUtilkynninK Ferðafélag íslands: Aramótaferð í Þórsmörk NÍUNDA áramótaferð Ferðafé- lagsins í Þórsmörk hefst 30. des- ember kl. 8.00 og er þetta þriggja daga ferð, komið í bæinn á sunnudag, 1. janúar 1984. Gist er í Skagfjörðsskála, þar sem kvöldvökur verða haldnar. Ekki verður unnt að hýsa aðra en þá sem eru á vegum Ferðafélagsins í Þórsmörk. Áramótaferð Útivistar FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer í áramótaferð í Þórsmörk 30. des. Verður farið frá Reykjavík kl. 09.00 þann 30. og komið aftur til baka á nýársdag. Gist verður í skála Útivistar í Básum og verð- ur fjöldi þátttakenda takmark- aður við skálarýmið. Kvöldvök- ur verða haldnar bæði kvöldin, álfabrenna og blysför farin í Álfakirkjuna. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Útivistar. Smáörkin seld til 31. des. EINS OG þegar hefur verið r tilkynnt, hefur verið ákveðið, að smáörkin eða blokkin, út- gáfa nr. 224, söluverð 30 kr., sem gefin var út 6. október 1983, verði ekki höfð til sölu nema til 31. desember 1983. Minnt er á, að smáörk, út- gáfa nr. 215, og ennfremur smáörk, útgáfa nr. 224, verða áfram gildar til greiðslu burð- argjalda. Frétutilkynning. Jólafagnaður þroska- heftra í Tónabæ JÓLAFAGNAÐUR fyrir þroskahefta veróur haldinn þann 29. desember nk. kl. 20.00—23.30. Skólahljómsveit Kópavogs leikur. Leiksýning verdur frá Sólheimum og hljómsveitin Alfa Beta leikur. Skjótt skipast veður í lofti: Mannekla á Patreksfirði Patreksfirói, 22. desember. HRAÐFRYSTIHÚS Patreksfjarðar hóf starfsemi sína að nýju 13. des- ember eftir tveggja mánaða hlé. Að sögn Jens Valdimarssonar, stjórn- arformanns frystihússins og kaupfé- lagsstjóra, mun rekstur hússins nú vera kominn í fullan gang. Skjótt skiptast því veður í lofti hér, atvinnuleysi er úr sögunni og helsti vandi hraðfrystihússins er mann- ekla, sagði Jens. Hann kvað rekstrarhorfur hús- sins vera í góðu lagi miðað við al- menna stöðu útgerðarinnar í land- inu. Togari fyrirtækisins hefur lít- ið stoppað að undanförnu. Afli hans hefur verið ágætur og hefur mest verið landað á Isafirði og að undanförnu á Patreksfirði. Vb. Þrymur, sem HP gerir einn- ig út, hefur einnig fiskað ágætlega á línu, landaði t.d. um 120 tonnum á Bíldudal í síðasta mánuði. Afli annarra línubáta hér hefur glæðst mikið að undanförnu og verið allt upp í níu tonn í róðri. Jens Valdimarsson sagði að ver- ið væri að vinna að því að fá að- komufólk til Patreksfjarðar. Nóg væri nú að gera hjá Hraðfrysti- húsinu og bjart framundan. Fréttaritari Kirkjukvöld í Á AFMÆLISDEGI Ingimundar Guðjónssonar í dag, 28. des., verður samkoma í Þorlákskirkju. Þar flytja Jónas Ingimundarson og Sigrún Björnsdóttir „Óð stcinsins" eftir Kristján frá Djúpalæk og Atla Heimi Sveinsson. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum Þorlákskirkju ráðhcrra, flytur ræðu og söngfélag Þorlákshafnar syngur. Listamennirnir koma fram endurgjaldslaust og er aðgangur ókeypis, en tekið verður á móti framlögum sem renna til kaupa á bekkjum í kirkjuna. Úr fréttatilkynningu. Stúdentaleikhúsið: Svívirtir áhorfendur Leikklúbbur Skagastrandar: Lilja Þórisdóttir leikkona dró út vinningana í happdrætti Krabbameinsfé- lagsins, að viðstöddum Þorkeli Gíslasyni borgarfógeta. Vinningar í happdrætti Krabbameinsfélagsins Á AÐFANGADAG jóla var dregið í hausthappdrætti Krabbameins- félagsins. Fyrsti vinningurinn, Volvo 244 GL fólksbifreið, kom á miða nr. 102.094. Annar vinning- urinn, Daihatsu Charade CX fólksbifreið, kom á miða nr. 54.709. Þriðji og fjórði vinningur voru bifreiðir að eigin vali fyrir 250.000 krónur hvor vinningur og komu þeir á miða nr. 10.753 og 32.700. Auk þess voru sextán aðrir vinnmgar, allt heimilistæki að eigin vali fyrir 50.000 krónur hver vinningur. Þeir komu á eftirtalda miða: 6.208, 9.099, 10.465, 33.854, 35.773, 44.882, 46.906, 47.425, 72.032, 74.315, 76.578, 89.966, 107.173, 143.567, 146.996 og 166.511. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning, segir í frétt frá félaginu. (Vinn- ingsnúmer birt án ábyrgðar.) Þið munið hann Jónas LEIKKLÚBBUR Skagastrandar heldur kynningu á verkum Jónas- ar Árnasonar í tilefni 60 ára af- mælis hans fyrr á þessu ári í dag, 28. des. Til skemmtunar verður m.a. leikur, söngur og upplestur. Jón- as Árnason er sérstaklega boð- inn á þessa kynningu og lætur hann að sjálfsögðu í sér heyra. Kynningin verður aðeins í þetta eina sinn. FréttatilkynninK. Leiðrétting SÚ VILLA slæddist inn í frétt blaðsins um gjaldeyrisviðskipti sparisjóða, að Hallgrímur Jóns- son, sparisjóðsstjóri í Sparisjóði vélstjóra, var sagður Sigurðsson. Biðst Mbl. velvirðingar á þessum mistökum. Mezzoforte á Broadway EFTIR vel heppnaða tónleika í Háskólabíói fyrir jólln hafa Mezzoforte-félagarnir ákveðið að spila i Broadway nk. fimmtu- dagskvöld. „Þetta verða stuttir og laggóð- ir tónleikar. Ekki eins miklir um sig og tónleikarnir í Háskóla- bíói, enda ekki aðstaða til þess í Broadway," sagði Jóhann Ás- mundsson, bassaleikari Mezzo- forte, í samtali við Morgunblað- ið. Að sögn Péturs Kristjánsson- ar hjá Steinum hf. var ákveðið að „kýla á tónleikana", m.a. vegna þess að gott söngkerfi er í húsinu, og ágæt reynsla væri af tónleikaflutningi þar. Verða þetta líklega síðustu tónleikar Mezzoforte hérlendis að þessu sinni. Gunnlaugur Briem, trommuleikari Mezzoforte, spilar hér af IiTi og sál. Slíkt hið sama verður örugglega upp á teningnum í Broadway. Morgunblaðið/ Gunnlaugur z I MiA oNim flnttip z z =fty/ wlU Cllllll llUtlll =fty/ DIESEL ENGINES BARÓNSSTÍGUR 5 DIESEL ENGINES -zAlvka —Abha mZZer MAN-B&W dísilvélar sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.