Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 25 Sjötugsafmæli: Egill Þorfinns- son skipasmiður Jæja, Egill, nú verður þú sjötug- ur. Blessaður vertu, þetta er eng- inn aldur — bara að muna ekki eftir aldrinum. Til hamingju með daginn, 27. desember. Þegar við kynntumst varst þú orðinn frægur skipa-arkitekt, teiknari og skipasmiður. Bátar eftir þinni teikningu báru af, vegna sjóhæfni og stöðugleika. Allir vildu eiga bát eftir þinni teikningu. Meira en það, þú þurft- ir að fara margar ferðir erlendis, til að fylgjast með að erlendu skipasmíðastöðvarnar, sem smíð- uðu eftir þínum teikningum gerðu ekki fjölda skyssa og þú þurftir oft að leiðrétta þá, bæði smiðina og arkitektana. Á undan þessu varstu búinn að vera verkstjóri í skipasmíðastöð og hafðir kennt mörgum ungum mönnum skipasmíði. Ég hef hitt nokkra þeirra og segja þeir að þú hafir verið mjög góður kennari, mátulega strangur, en þeir hefðu líka kunnað sitt fag á eftir. Ég átti eitt sinn tal við góðan smið, ekki skipasmið, hann taldi skipasmíðar eitt erfiðasta fagið innan trésmíða. Og nú ertu fyrir löngu búinn að setja allt þetta á hilluna og hefur tekið að þér forstjórn fyrir Vél- bátatryggingu Reykjaness. — Þar er kunnáttumaðurinn á réttum stað. Sem „hobby“ hefurðu laxveiði, enda alinn upp á góðum veiðistað silunga og laxa. Þó ég hafi engan áhuga á laxveiðum, lenti ég nokkr- um sinnum með þér í þeim og fisk- aði lítið, eða í samræmi við áhug- ann, en þú fékkst alltaf einn og einn. Það var eins og þú þekktir árnar, hvern einasta stein og strauminn lastu eins og opna bók. Mér þótti gaman að fylgjast með þér, þó áhugi minn á veiðinni væri lítill. Manstu kvöldin í Köln. Á hótel- inu þar sem við bjuggum var spilabanki. Við fórum þar inn, Skipulag miðbæjarkvosarinnar: Uppbygging á Hótel íslandstorginu og Steindórsplaninu „MEGINATRIÐI þessara hug mynda er að byggja upp á Hótel ís- lands-planinu og á Steindórsplaninu og gera Austurstræti, Aðalstræti og Pósthússtræti að göngugötu, en jafn- framt er gert ráð fyrir því i tillögun- um að byggja upp verulega mikið vestan Aðalstrætis," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við Morgunblaðið, en Davíð var spurður um tillögur sem arkitektarnir Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson hafa lagt fram um skipulag miðbæjar- kvosarinnar. Varðandi uppbygginguna vestan Aðalstrætis sagði Davíð að þar væri ekki síst um að ræða upp- byggingu norðvestan götunnar og einnig væri gert ráð fyrir veru- legri uppbyggingu suðvestan Að- alstrætis, þó að í hugmyndunum væri gert ráð fyrir að Fjalaköttur- inn og hús á borð við hann myndu standa. Þá sagði Davíð að í tillög- unum væri gert ráð fyrir byggingu á lóð Isafoldar, og einnig væri ráð fyrir því gert að opna á milli Hótel íslands-torgsins og Austurvallar og hafa greiða gönguleið þar á milli. „Rétt er að taka fram varðandi þá hugmynd arkitektanna að Morgunblaðshúsið verði ráðhús borgarinnar, er ekki frá borgaryf- irvöldum komin og sýnist mér persónulega að sú hugmynd hafi ýmsa annmarka," sagði Davíð. Davíð sagði að mjög hefði verið rætt um að borgin ætti að hafa sérstakt ráðhús í miðbænum, en hann sagði, að hugmyndin um að þar kæmi Morgunblaðshúsið til álita, hefði ýmsa annmarka. Menn yrðu að athuga það að hér væri um tillögu arkitektanna að ræða og ekki sett fram í samráði við borgaryfirvöld. Sagði Davíð að endin afstaða hefði verið tekin til hugmyndarinnar. „Ég geri ráð fyrir því að hug- myndir arkitektanna verði kynnt- ar opinberlega upp úr áramótum og við stefnum að því að afgreiða þær frá skipulagsyfirvöldum inn- an þriggja mánaða,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. Þessar vinstúlkur, Melkorka Ágústsdóttir og Pálína Sigurðardóttir, söfnuðu 200 kr. til Hjálparstofnunar kirkjunnar með því að selja jólaróndur. svona af forvitni. Allt í einu varstu búinn að kaupa spilapen- inga og farinn að spila á einu borðinu og viti menn, þú fékkst vinning eins og skot. Þú hélst áfram nokkra stund, þá hættir þú, enda búinn að fá nægilegt fyrir hótelkostnaði. Við fórum aftur næsta kvöld, ég spilaði líka eftir þínu kerfi, fékk nægilegt fyrir næturgistingunni, en þú fékkst svipað og kvöldið áður. Það var spilað lágt og aðeins stutta stund. Eg sá að margir borðsitjarar horfðu einkennilega á þig og voru farnir að spila líkt og þú. Það er margs að minnast, ég fer ekki að rekja það hér. Eitt þykir mér skemmtilegt hjá þér, Egill, þú hefur svo sterkt sjónminni. Ég vissi til þess, þegar þú fórst ökuferð um Evrópu, fyrir nokkrum árum. Ég var ekki með, heldur hefi ég þetta eftir farþega. Þú hafðir góð vegakort og góð kort yfir bæina. Þú hafðir aldrei komið þarna fyrr en áður en þú ókst inn í bæinn, stórar borgir, skoðaðir þú götukortið vel, lagðir það frá þér en ókst svo að þeim stað, sem þið höfðuð ákveðið að fara til, og allt- af stöðvaðir þú á réttum stað, án þess að líta aftur á kortið. Þetta kalla ég gott sjónminni. Jæja, nú hætti ég þessu bréfi. Ég vil að lok- um segja: Það er ánægjulegt að umgangast þig, þú ert víðlesinn, ættfróður, segir vel frá, gaman- samur á köflum og alhliða viska þín er frábær. Ég óska Ástu, hinni ágætu konu þinni, og báðum börnunum ykkar og barnabörnum til hamingju með afmæli unga mannsins og auðvit- að óska ég og kona mín afmælis- barninu sjálfu velsældar og ham- ingju. Huxley Olafsson Reykjavík: Skátabúðin, Snorrabraut Volvosalurinn, Suðurlandsbraut Fordhúsið, Skeifunni Alaska, Breiðholti Seglagerðin Ægir, Grandagarði Við Miklagarð í Austurstræti Garðabær: í Hjálparsveitahúsinu v/Bæjarbraut Njarðvík: Nýbygging Sparisjóðsins v/Reykjanesbraut Netaverkstæðið v/Reykjanesbraut Vestmannaeyjar: Hótel Lundinn v/Heiðarveg Gamli Oddurinn v/Hilmisgötu Strandberg v/Strandveg Akureyri: Alþýðuhúsið Söluskúr v/Hrísalund Söluskúr v/Hagkaup Söluskúr v/Sunnuhlíð Kópavogur: Toyota, Nýbýlaveg 8 Blómabúðin Iris v/Kaupgarð Skátaheimilið Borgarholtsbraut 7 Hamraborg 1 -3 kjallari, gengið inn að neðanverðu Hveragerði: f Hjálparsveitahúsinu Aðaldalur: Hjálparsveit skáta Aðaldal ísafjörður: Skátahúsið, ísafirði Blönduós: Björgunarstöðin v/Efstubraut Fljótsdalshérað: Verslun Kjartans Ingavrssonar v/Lyngás, Egilsstöðum Flúðir: Hjálparsveitin Snækollur Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM FLUGELDAMARKAÐIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.