Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 Geir Þórarinsson vélstjóri - Minning Fæddur 3. febrúar 1906 Dáinn 17. desember 1983 í dag veröur til moldar borinn frá Keflavíkurkirkju fyrrverandi organisti kirkjunnar, Geir Þórar- insson. Geir fæddist í Gerðiskoti, Sand- víkurhreppi í Flóa, þar sem for- eldrar hans bjuggu í nokkur ár. Býlið var nálægt Eyrarbakka, neð- arlega í Sandvíkurhreppi, en er nú komið í eyði. Foreldrar hans fluttust búferl- um að Bjarnastöðum í Selvogi þegar Geir var tæplega ársgamall. Faðir hans var Þórarinn Snorra- son frá Læk í Flóa, en móðir hans, Gíslína Ingibjörg Helgadóttir, var frá Eyrarbakka. hún lést þegar Geir var á öðru ári. Geir ólst upp í Selvogi til 16—17 ára aldurs ásamt tveimur systkin- um, Snorra og Helgu. Hann hélt tryggð við Selvoginn og var vel kunnugur staðháttum og þeim þjóðsögum sem tengdust byggð- arlaginu. Fyrir tvítugt fór hann til Reykjavikur, að loknu vélstjóra- námi á Eyrarbakka, sem hann lauk kornungur. Geir var síðan til sjós sem vélstjóri á ýmsum skip- um allt til ársins 1941. 1929 lá leiðin til Grindavíkur og þaðan sótti hann sjóinn. Þar kynntist hann konu sinni Mar- gréti Eyjólfsdóttur, Jónssonar frá Buðlungu í Grindavík og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur, sem bæði voru ættuð undan Eyjafjöll- um. Þau giftu sig í Grindavík hjá sr. Brynjólfi Magnússyni og bjuggu þar í 10 ár, til ársins 1939. Þá fluttust þau búferlum til Keflavíkur og áttu þar heimili upp frá því. Geir reri frá Keflavík um þriggja ára skeið, en hóf þá störf í landi sem vélstjóri í Hraðfrysti- húsi Keflavíkur. Þar hefur hann starfað við góðan orðstír, enda hvers manns hugljúfi hvar sem hann fór. Hann byggði húsið að Hafnar- götu 69 árið 1940. Það var með fyrstu húsunum á þeim slóðum og sýnir það hve Keflavík hefur tekið miklum stakkaskiptum á æviárum Geirs. Geir var frá fyrstu tíð unnandi tónlistar. Hún var honum í blóð borin, enda var hann af hinni kunnu Bergsætt. Hann lærði á orgel þegar hann var í Reykjavík, heillaðist ungur af því htjóðfæri. Þann tíma sem hann hafði aflögu notaði hann til þess að sinna þessu áhugamáli sínu. Vinnan tók þó bróðurpartinn og frístundirnar voru fáar. Geir var alla tíð mikill vinnuþjarkur og einstaklega natinn við vélar og tæki sem halda þurfti gangandi. En hann hefði gjarnan viljað gefa sig meira að tónlistinni. ÖU þau ár sem hann var í Grindavík söng hann í kór kirkjunnar og eftir að hann kom til Keflavíkur gekk hann í kirkjukórinn og var einn af stofnendum Karlakórs Keflavíkur. Þegar Geir hóf störf í landi eignaðist hann hljóðfæri og rifjaði þá upp það sem hann hafði áður numið. Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Ingiþór, slökkviliðsstjóri í Keflavík, er elstur, kvæntur Lauf- eyju Jóhannesdóttur frá Hlíðar- húsum í Sandgerði, Eyjólfur Ingi- berg, sem alltaf er kallaður Ey- berg, en hann starfar við útgerðarfyrirtækið Baldur hf. og er kvæntur Elínu Þorleifsdóttur, sem ættuð er úr Helgafellssveit, þá kemur Sigurlaug, sem er gift Jóni Steinbergssyni, bátasmið á Akureyri, Karl kvæntur Guðrúnu Júlíusdóttur og vinnur við þunga- vinnuvélar hjá Keflavíkurbæ og loks Siguróli, tónlistarkennari og organisti Keflavíkurkirkju. Bræðurnir eru allir búsettir í Keflavík, en systir þeirra á Akur- eyri og þangað leitaði Geir í sumarleyfum þegar tækifæri gafst til. Geir missti Margréti konu sína þann 8. sept. 1968 eftir langvinna sjúkdómsbaráttu. Geir hafði stundum orð á því við mig að honum hefði ekki komið til hugar að hann ætti eftir að verða organisti Keflavíkurkirkju. Hann ætlaði sér aldrei það hlutskipti. Af sinni eðlislægu hógværð taldi hann sig ekki vera það mikið menntaðan á tónlistarsviðinu að hann ætti erindi í kirkjurnar. En söngurinn og tónlistin áttu mikil ítök í honum og að því kom að hann tók við af Friðrik Þor- steinssyni, sem gegnt hafði organ- istastörfum í 40 ár. Starf sitt sem organisti leysti Geir af hendi af smekkvísi, samviskusemi og mik- illi prýði í alla staði. Þetta atvikaðist á þann hátt að sr. Björn Jónsson á Akranesi, for- veri minn, var eitt sinn að fara að messa í Innri-Njarðvík, en organ- istinn hafði forfallast. Þá kom hann við hjá Geir og fékk hann með sér. Segja má að það hafi verið upp- hafið, en Friðrik hafði auk þess Bladburöarfólk óskast! Austurbær ýthverfi Miðbær I Grettisgata 36—38 Ármúli 1 —11 Artúnsholt Árbær I Kópavogur Hlíðarvegur 30—57 hvatt hann til að taka við starfinu og Geir hafði áður leikið á orgel Kirkjuvogskirkju í Höfnum á ár- unum um og eftir 1960. Á þessum árum var 6 radda rafmagnsorgel í Keflavíkurkirkju með pedalaspili og tveimur hljómborðum, hálfgerður vand- ræðagripur, sem Geir gat með lagni haldið gangandi í nokkur ár til viðbótar. Orgelkaup í kirkjurnar hafa jafnan verið mikið átak fyrir söfn- uðina, en nú er í kirkjunni 16 radda orgel, sem Geir tók fyrstur í notkun á sínum tíma, eftir viða- miklar endurbætur á kirkjunni. Tónar þess munu hljóma viö útför hans í dag. Geir átti sinn þátt í að skapa það góða andrúmsloft, sem enn ríkir á kirkjuloftinu í Keflavík- urkirkju. Það var mér mikils virði að hefja prestsstarfið með þessum hógværa og hljóðláta manni, sem þekkti vel sálmahefð kirkjunnar og vann allt af lítillæti. Ég minn- ist þess með þakklæti hvernig hann uppörvaði mig í prestsstarf- inu. Einhverju sinni þegar ég var miður mín út af embættisverki, þá sagði hann við mig: „Mér finnst nú aldrei neinn viðvaningsbragur á þér." Þannig var Geir og aldrei brást hann þótt vinnuálagið væri mjog mikið. Geir vann vélstjórastörfin leng- ur en stætt var. En undir það síð- asta hafði hann þó dregið saman seglin, enda þótt fæstir dagar liðu án þess að tekið væri til hendi við hitt og þetta. Hann hefur nú þökk sóknar- nefndar Keflavíkur, kórs kirkj- unnar og alls samstarfsfólks fyrir störf sín að tónlistarmálum í Keflavík. Auk þess eru honum þökkuð störf sem safnaðarfulltrúi Keflavíkursafnaðar. Það var Geir gleðiefni að Sigur- óli, sonur hans, tók við organista- starfinu. Ánægjulegir aðventu- tónleikar, sem sonur hans bar hit- ann og þungann af, daginn eftir að Geir lést, voru í mínum huga helg- aðir minningu hans. Það sem lýsir Geir Þórarinssyni hvað best sem manni var um- hyggja hans fyrir fjölfötluðum sonarsyni, Ragnari, sem lést 10. okt. sl. Ragnar var fastur gestur á kirkjuloftinu við guðsþjónustur meðan afi hans lék á orgelið. Kærleiksböndin við afa voru sterk. Þegar ég var að ljúka við pre- dikanir á sunnudagsmorgnum kom Ragnar stundum og bankaði upp á hjá mér. Þá var hann á leið til afa og vildi fá mig til að aka sér þangað, enda var hann fljótur að þreytast. Það var mér kært og til- vist þessa drengs fékk mig til þess að hugsa meira um málefni þroskaheftra og svo var án efa um fleiri. Geir og Ragnar voru tengdir þeim böndum sem verða ekki rof- in. Gagnvart þessum dreng var Geir stærstur. Það er trú mín að þeir fylgist nú að inn í himneskt kærleiksríki Guðs, þar sem eilíf lofgjörð hljóm- ar, sú lofgjörð sem endurómar í kirkjum landsins öld fram af öld, kynslóð eftir kynslóð. Guði séu þakkir að lífs og liðin megum við vera þátttakendur í þeirri lofgjörð. Ólafur Oddur Jónsson Undir Drottins boðorð bljúgur breytti hann æ með vilja hreinum, ráðhollur og ráðadrjúgur reyndist ávallt hverjum einum. Við það bezt hann ætíð undi, sem öðrum bætti heill í garði, og farsælasta fróðleiks pundi fyrir aðra helst hann varði. Viðmótsprúður geði glöðu gekk hann fram í blíðu og stríðu, hæfur fyrir hærri stöðu, hann var sinnar stéttar prýði. Hög var hönd og hagur andi, hógvær lund og reglubundin, varla mun á voru landi verða betri drengur fundinn. Hver einasta setning í þessum Ijóðlínum Gríms Thomsen er eins og sögð um nýlátinn vin minn, Geir Þórarinsson, en hann verður kvaddur í dag hinstu kveðju frá Keflavíkurkikju. Geir fæddist í Gerðiskoti í Sandvíkurhreppi í Flóa 3. feb. 1906. Foreldrar hans voru hjónin Þórarinn Snorrason og Gíslína Ingibjörg Helgadóttir. Geir flutt- ist með foreldrum sínum á fyrsta ári að Bjarnarstöðum í Selvogi. Þegar Geir var 6 ára missti hann móður sína, hann var þá yngstur þriggja systkina. Faðir hans kvæntist síðar Ragnhildi Jóns- dóttur frá Stíflisdal í Þingvalla- sveit. Börn þeirra urðu 9. Meðferð véla kynntist Geir að- eins 16 ára gamall í bátum á Eyr- arbakka. Um það leyti eða 1922 kom fyrsta vélin í bát í Selvogi. Geir setti vélina í bátinn og þótti takast vel af svo ungum manni. Innan við tvítugt flytur Geir til Reykjavíkur, var hann þá á togur- um og á síldveiðibátum á sumrin, auk annarra starfa. 1926 flytur hann til Grindavíkur og var um tíma bifreiðastjóri hjá Einari í Garðhúsum. Einar var þar hálf- gerður einræðisherra og rak bæði stórútgerð og verzlun. Geir flutti allar vörur til verzlunarinnar. í Grindavík kynntist Geir konu sinni, Margréti Eyjólfsdóttur frá Buðlungu, þau voru gefin saman í hjónaband 1931. Fyrstu árin þjuggu þau í Grindavík. Þau eign- uðust 5 börn. Þau eru: Ingiþór vél- stjóri kvæntur Laufeyju Jóhann- esdóttur, Eyjólfur Eyberg vél- stjóri kvæntur Elínu Þorleifsdótt- ur, Sigurlaug húsfrú á Akureyri gift Jóni Steinbergssyni, Karl Heiðar bifreiðarstjóri kvæntur Guðrúnu Júlíusdóttur og yngstur er Siguróli organisti við Keflavík- urkirkju. Synirnir búa allir í Keflavík. 1940 flytur fjölskyldan til Keflavíkur og þar átti Geir heima síðan, lengst af í húsi nr. 69 við Hafnargötu. Það hús byggði hann sjálfur á fyrstu árum sínum í Keflavík. Eiginkonu sína, Mar- gréti, missti Geir fyrir allmörgum arum. Eins og áður segir ólst Geir upp í Selvogi. Selvogur er afskekkt sveit sem hefur Ölfusið og Suður- landsundirlendið á aðra hönd, en hrjóstrugan Reykjanesskagann á hina, og Atlantshafið gnauðar við ströndina. Öldur hafsins hafa oft farið óblíðum höndum um æsku- stöðvar Geirs. Á Selvogsströnd reistu þeir kirkjuna frægu, sem forðum björguðust úr sjávar- háska, eftir að hafa heitið á Drott- in Guð sinn. Geir bar djúpa virð- ingu fyrir Strandarkirkju og hann var kirkjunnar maður alla tíð. Það var á söngloftinu í Kefla- víkurkirkju sem okkar fundum bar fyrst saman, haustið 1942. Við vorum báðir nýlega sestir að í Keflavík, ég var þá lögregluþjónn en hann vélstjóri. Þá voru tvö hraðfrystihús í smíðum á Vatns- nesinu og áður en þessum húsum var gefið endanlegt nafn voru þau af gárungunum kölluð litla og stóra miljón. Litla miljón hét síð- an Hraðfrystistöð Keflavíkur en stóra miljón Hraðfrystihús Kefla- víkur. Þetta nafn, stóra miljón, hefur haldist við húsið fram á þennan dag, og Geir okkar var í daglegu tali nefndur Geiri í miljón og hafði hann lúmskt gaman af þessari nafngift. Geir starfaði óslitið við þetta frystihús í 40 ár, hann lét alfarið af störfum á sl. ári. Við svona fyrirtæki verða annars oft manna- skipti, og eru þeir orðnir ærið margir sem Geir hefur haft kynni af á sínum langa starfsaldri og allir sem kynntust honum gefa honum sömu einkunn og stendur í fyrrnefndu ljóði, viðmótsprúður og sinnar stéttar prýði. Hög var hönd og hagur andi, hógvær lund og reglubundin. Geir var mjög verklaginn og ihugull, hann gaf sér góðan tíma til að sjá út verkið áður en gengið var að því. Þegar olíukyndingartækin voru að byrja að ryðja sér til rúms á árunum 1947—50 og þar yfir, var hann ásamt fleirum frumkvöðull í að smíða sjálftrekkjandi olíukatla. Þessir katlar Geirs reyndust mjög vel og entust lengi. Geir smíðaði þessa katla aðeins fyrir kunningja sína og án nokkurs hagnaðar. Hann var sannkölluð hjálparhella. Við það bezt hann ætíð undi sem öðrum bætti heill í garði. Ég byrjaði að vinna hjá Hrað- frystihúsi Keflavíkur vorið 1971, þá kynntist ég Geir sem verk- manni, áður hafði ég kynnst hon- um sem söng- og listamanni. Hjá hraðfrystihúsinu dvöldu sumir stutt við, eins og áður segir, en aðrir lengur. Þeir sem lengur störfuðu kynntust Geir og hans mannkostum auðvitað bezt. Ég fékk leyfi hjá Eyjólfi Lárussyni yfirverkstjóra til að skrifa þessi kveðjuorð í vinnutíma og í húsi fyrirtækisins sem Geir starfaði svo lengi við. Þessi kveðjuorð eru því ekki eingöngu frá mér, heldur og frá þeim mörgu konum og körl- um sem svo lengi störfuðu með þessum hógværa geðstillingar- manni. Ég gat um það að við Geir hefð- um fyrst hist á kirkjuloftinu. Við gengum nefnilega í kirkjukórinn um svipað leyti. Ég man enn í dag hvað ég hreifst af þessu ágæta söngfólki og hvað mér þótti gott að vera kominn í þennan félags- skap. Nú eru þeir allir farnir yfir móðuna miklu félagarnir 3 sem höfðu svo glæsilegar tenórraddir, Vilhelm Ellefsen fyrst, siðan Bergsteinn 0. Sigurðsson og nú Geir Þórarinsson. Ég lít í anda liðna tíð, því nú rifjast upp unaðs- stundirnar hver af annarri í gleði og söng og í nær öll skiptin er Geir með á minningaskerminum. Friðrik Þorsteinsson, sá ágæti organisti, stjórnaði kórnum um þetta leyti og gerði það í áratuga- raðir. Karlar úr kirkjukórnum stofnuðu með sér kvartett sem Friðrik æfði og stjórnaði. Geir söng lengi í þessum kvartett og alltaf 1. tenór. Kvartett þessi kom á tímabili fram á næstum hverri einustu árshátíð sem haldin var í Keflavík. Nokkur mannaskipti urðu í þessum kvartett og svo fór að Friðrik hafði ekki lengur tíma tíl æfinga. Þá tóku þeir Geir og Bergsteinn bara við stjórn og enn var lengi sungið. Þegar Karlakór Keflavíkur var stofnaður haustið 1953 var Geir einn af stofnendunum. Það var mikill fengur fyrir þennan unga kór að hafa svo góðar máttarstoð- ir sem þeir voru félagarnir Geir og Bergsteinn, að sjálfsögðu voru þeir leiðandi hvor í sinni rödd. Á tímabili sungum við í karlakvart- ett undir stjórn Friðriks Þor- steinssonar við flestar jarðarfarir sem fram fóru í Keflavíkurkirkju. Eftir að Friðrik lét af störfum sem organisti stjórnaði Geir þess- um kvartett. Geir hafði ungur lært að leika á orgel, aðallega lék hann fyrir sjálfan sig og sína nánustu, en á árunum kringum 1960 varð organ- istalaust í Innri-Njarðvíkurkirkju. Geir lét tilleiðast að reyna við þetta göfuga en vandasama starf. Ekki er að orðlengja það að mað- urinn með sáralitla leikreynslu náði undraverðum árangri. Við þessa litlu fögru kirkju starfaði Geir sem organisti og söngstjóri þar til Njarðvíkurnar urðu sér prestakall. Þarna eignaðist hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.