Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 29
trausta og góða vini, hann gerðist félagi í kórnum og var á tímabili formaður hans. María Þorsteins- dóttir, núverandi formaður kórs- ins, og Ester Finnbogadóttir sýndu hug sinn og vináttu til Geirs er þær komu að sjúkrabeði hans fyrir fáum dögum og kvöddu hann þar hinstu kveðju. Á árinu 1964 verða þáttaskil hjá Geir að því leyti, að nú hættir hann að syngja með Kór Keflavík- urkirkju. Friðrik Þorsteinsson lét nú af störfum sem organisti. Frið- rik var mjög góður organisti og sæti hans var því vandskipað. Geir tók við þessu erfiða hlutverki sem var vandasamt að tvennu leyti. í fyrsta lagi að taka við af Friðrik og í öðru lagi að eiga að stjórna sínum gömlu söngfélögum. Geir sigraðist fljótlega á byrjunarörð- ugleikunum og fór ört vaxandi bæði sem kórstjóri og organisti. Geir tók upp þá nýbreytni að æfa einu sinni í viku, áður hafði kórinn aðeins æft fyrir hátíðir. Geir varð fljótlega mjög góður leiðbeinandi og sérlega laginn við raddkennslu. Það gefur augaleið að Geir þurfti sjálfur á leiðbeiningu að halda. Hann hafði þegar hann var um tvítugt fengið smávægilega til- sögn í orgelleik þegar hann var í Reykjavík. En nú þegar hann var orðinn organleikari við tvær kirkjur þurfti hann að bæta veru- lega við sig. Hann sótti kennslu í orgelleik á námskeið, sem haldin voru á vegum þjóðkirkjunnar hjá dr. Róbert A. Ottóssyni og náði undragóðum árangri. Eftir að Geir var orðinn organisti hjá áð- urnefndum kirkjum gerðist hann aðalhvatamaður að því að fá pípu- orgel í þær báðar. Þegar séra Björn Jónsson lét af störfum og Keflavík var gjörð að einu prestakalli og Njarðvíkurnar að öðru, þá lét Geir af starfi sem organisti hjá Njarðvíkursöfnuð- unum, en hann spilaði fyrir báða stöfnuðina um tíma auk Keflavík- ur. Eftir það var hann eingöngu organisti í Keflavík. Það var mikið starf að vera organisti við þrjá söfnuði og auð- vitað hefði Geir ekki getað það með sinni vinnu í hraðfrystihús- inu ef hann hefði ekki átt skiln- ingsgóða menn að sem gáfu hann eftir og samstarfsmenn sem vökt- uðu vélarnar á meðan hann sinnti ýmiskonar athöfnum. Geir spilaði svo af eldmóði við Keflavíkurkirkju þar til árið 1977 að Siguróli sonur hans leysir hann af hólmi. Geir hafði mikinn áhuga á dulspeki og hygg ég að hann hafi verið félagi í sálarrannsóknafé- lagi. Geir var mjög félagslyndur og hafi yndi af þægilegum samræð- um. Hann var formaður í sínu eig- in stéttarfélagi, Vélstjórafélagi MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 29 Keflavíkur, á árunum 1958—62. Geir var safnaðarfulltrúi Kefla- víkurkirkjusóknar í mörg ár en lét af því starfi haustið 1981 og var ég sem þetta rita kjörinn í hans stað. Hann var gagnkunnugur öllum málum kirkjunnar og þótti sókn- arnefndarmönnum oft gott að leita til hans bæði með upplýs- ingar og ráðleggingar. Ég vil fyrir hönd allra þeirra mörgu sem starfað hafa með honum að söngmálum í karlakór, í karla- kvartett og í kirkjukórunum öllum þakka samfylgdina og ljúfar endurminningar og segja að leið- arlokum: Varla mun á voru landi verða betri drengur fundinn. Því undir Drottins boðorð bljúgur, breytti hann æ með vilja hreinum, ráðhollur og ráðadrjúgur reyndist ávallt hverjum einum. Geir elskaði og virti eiginkonu sína og börn þeirra hjóna. Eitt er það sem lyftir honum upp í hærra veldi, en það er umhyggjan sem hann bar fyrir fötluðum sonarsyni sínum, Ragnari Ingiþórssyni. Þeir tveir voru nær óaðskiljanlegir. Raggi litli, sem var bæði andlega og líkamlega fatlaður, setti sig ekki úr færi að fá að vera með afa sínum í bílnum, í frystihúsinu, í kirkjunni. Þessum blessaða litla dreng, sem lést fyrr á þessu ári, leið svo vel í nærveru afa síns. Geir kunni þessar ljóðlínur Ein- ars Ben. og hann skildi þær líka: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Að leiðarlokum kveð ég svo vin minn Geir Þórarinsson með þess- um orðum: Hverju sem ár og ókomnir dag- ar að mér víkja er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. Við hjónin sendum börnum Geirs okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Böðvar Þ. Pálsson Leiðrétting í heillaóskagrein til demants- brúðkaupshjónanna Sigríðar Guð- mundsdóttur og Ingimars Finn- björnssonar í Mbl. 23. des. urðu mér á þau mistök að segja Einar Steindórsson frá Hnífsdal fyrsta framkvæmdastjóra hraðfrysti- húss Hnífsdælinga. Rétt er hins- vegar að Elías heitinn Ingi- marsson var framkvæmdastjóri fyrstu árin og þá helsti frumkvöð- ull í öllum framkvæmdum fyrir- tækisins. Þetta leiðréttist hér með. Baldvin Þ. Kristjánsson 1 í ió og næði Á söluskrifstofum Flugleiöa eru ekki eingöngu seldir farseðlar. Sérþjálfaö starfsfólk Flugleiða sér þar einnig um að veita þér góð ráð og leiðbeiningar varðandi hvers konar ferðatilhögun, hvort sem um er að ræða framhaldsflug erlendis, viðskiptaferðir, hótel, flug og bíl, skíðaferðir, sólarferðir, hópferðir, helgarpakka o.s.frv. í Lækjargötu2bjóðumviðþéraðpantaviðtalstíma þegar þér hentar best og komasvoog ræða málin. Starfsfólk allra söluskrifstofa Flugleiða er auðvitað alltaf reiðubúið að miðla sér af sérþekkingu sinni. Komdu, - og við ræðum málin í ró og næði ! FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi Nýársfágnaður í Súlnasal á fyrsta degi ársins Hefst með borðhaldi kl. 19,00. Samkvæmisklæðnaður. Upplýsingar hjá yfirþjóni kl. 17 til 19 i dag Indiret'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.