Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 37 fólk í fréttum Hver vill fá J.R. í veisluna fyrir IV2 milljón? + Ef einhver ung, íslensk hjónaleysi skyldu hafa áhuga á því aó ganga í þaó heilaga í „Southfork“, búgaröinum þar sem Dallas-þættirnir eru teknir upp, þá er ekkert því til fyrir- stöðu. Reyndar kostar það nærri hundrað þúsund krónur en margír láta það ekki aftra sér því að þá daga, sem ekki er verið aö kvikmynda þar, eru aö jafnaði gefin saman þar tíu brúöhjón. Og ekki nóg með það, þau, sem vilja hafa sjálfan J.R. sem gest í brúðkaupinu, geta líka fengiö þaö en þá verða þau líka að borga honum fyrir vikið um hálfa aðra mílljón króna. Lucy í Dallas ætlar að skilja + Charlene Tilton, sem leikur Lucy í Dallas, segist nú ákveöin í að skilja viö manninn sinn, Johnny Lee. Segist vera búin aö fá nóg af þvi aö sitja fyrir framan sjónvarpiö alein meöan hann er á endalausum hljómleikaferöa- lögum en hann er nokkuö vinsæll sem kúrekasöngvari vestan hafs. Þau Charlene og Johnny eiga eina dóttur saman, Cherish, rúmlega árs gamla, og eru þau sammála um, aö hún fylgi móöur sinni. Charlene ætlar ekki aö fara fram á lífeyri frá manninum sínum en krefst hins vegar ríflegs framfærslueyris meö dótturinni og svo vill hún fá húsiö þeirra í Hollywood og helminginn af öllu, sem Johnny hefur tekist aö öngla saman um ævina. Kinski á von á sér + Kvikmyndaleikkonan Nast- assia Kinski, sem er búin aö geta sér heimsfrægð aðeins 22 ára gömul, hefur upplýst, aö hún sé meö barni en vill hins vegar ekki segja neitt um hver faðir þess er. Umboösmaöur hennar gefur raunar í skyn, aö hún viti þaö ekki sjálf enn sem komið er enda hafi hún aö undanförnu veriö í nánu sambandi viö þrjá leik- stjóra. COSPER + Nick Nolte, sem kunnur er hér fyrir leik einn í sjónvarps- myndinni „Gæfa og gjörvileiki", ætlar nú aö fara aö skilja viö konu sína, Sharon, eða kannski öllu heldur hún viö hann. Nick, sem er 42ja ára gamall, er kom- inn á þann hættulega aldur þegar karlmenn þurfa aö sanna fyrir sér að þeir geti enn gengið í augun á ungum stúlkum og hann gerir það svo hraustlega, að Sharon er búin aö fá nóg. Þess vegna vill hún fá skilnaö eftir fimm ára hjúskap og svona eins og 200 milljónir ísl. kr. í skaöabætur. PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN óskar aö ráöa sendil til starfa allan daginn sem fyrst. Nánari upplýsingar veröa veittar hjá starfsmanna- deild. SIGLFIRDINGAFÉLAGID í Reykjavík og nágrenni. Jólatrésfagnaður Siglfiröingafélagsins í Reykjavík og nágrenni veröur haldinn aö Hótel Sögu fimmtudaginn 29. desember kl. 15. Miöaverö kr. 230. Fjölmennið. Stjórnin. Eigendur spariskírteina ríkissjóðs athugið! Óskum eftir spariskírteinum ríkissjóðs í umboðssölu. Sérstaklega flokkana 1972— 1974 og 1980-1983. Sölugengi verðbréfa 28. desember 1983. SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS: sölugengi miiai vii 5,5% vexti umtram veritr. pr. 100 kr. 1. FLOKKUR 2. FLOKKUR Útg. boiugengi pr. 100kr. 5,5% vextirgildatil Sölugengi pr. 100kr. 5,5% vextirgildatil 1970 1971 14.382 15.09 1985 16.616 05 02 1984 1972 13.114 25.01.1986 10.678 15.09 1986 1973 8 104 15.09.1987 7.782 25.01 1988 1974 5.079 15.09.1988 - _ 1975 3.924 10.01.1984 2.914 25.01 1984 1976 2.654 10.03.1984 2.201 25.01 1984 1977 1.925 25.03.1984 1.617 10.09 1984 1978 1.305 25.03.1984 1.033 10.09 1984 1979 892 25.02.1984 670 15 09 1984 1980 588 15.04.1985 453 25 10 1985 1981 388 25.01.1986 287 15.10 1986 1982 272 01.03.1985 201 01 10. 1985 1983 155 01.03.1986 102' ' 4,16% ávöxtun umfram verðtryggingu. Kaupþing hf. reiknar gengi verdbréfa daglega KAUPÞING HF Husi Verztunarinnar, 3. hæð simi 86988 s.86988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.