Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI ^ TIL FÖSTUDAGS Khufu Árni L. Jónsson skrifar: „Velvakandi. f Morgunblaðinu 7. des. sl. getur að líta frétt um niðurstöð- ur „þekkts" Egyptalandsfræð- ings um pýramítana miklu í Eg- yptalandi, undir fyrirsögninni „Voru pýramítarnir m.a. afleið- ing mikilmennskubrjálæðis?". Egyptalandsfræðingur þessi er nefndur Hans Gödicke og er samkvæmt fréttinni munstrað- ur við John Hopkins-háskólann, og á að hafa legið í rannsóknum á pýramítum í 11 ár. Eg verð að segja eins og er, að sólar gætti, til þess að undir- strika brotthvarf sitt úr heimin- um.“ Svona þvætting lætur pró- fessor ekki frá sér fara. Heliop- olis (ON) er borg, ekki hof; Khufu var ekki konungur, held- ur Faraó. Já, og svo má draga línu á milli allra hluta og draga af því alls konar ályktanir. Nú hafa pýramítarnir í Eg- yptalandi verið áhugamál mitt um þó nokkurn tíma og því leið- ist mér svona bull eins og Göd- icke prófessor er skrifaður fyrir. Sennilega hefur hann fengið sól- sting, þegar hann var að róta í eftir að hafa lesið þessa frétt, þá sótti á mig sú tilfinning, að þetta væri eitthvert heima- brugg, — en ef fréttin er sönn, þá standa prófessorar við John Hopkins-háskólann ekki undir nafni. Greinin endar með þessum orðum: „Prófessor Gödicke kveðst hafa tekið eftir því við uppgröft á vegum John Hopkins háskólans, að draga mætti línu á milli suðvesturhorna pýramít- anna þriggja á E1 Giza-svæðinu. Lína þessi lægi síðan áfram til Helioplis, hofs sóldýrkenda í austurhluta Egyptalands. Strax árið 3000 f. Kr. hafi svokallaður „ben ben“ steinn markað stað er geislar komu inn í heim manns- ins. Gödicke telur, að Khufu kon- ungur hafi látið reisa pýramít- ann við vesturodd umræddrar línu, þ.e. þar sem síðustu geisla sandinum suður í Egyptalandi. Pýramítafræðin hefur verið til síðan 1638. Það ár fór 36 ára gamall Englendingur, John Graves prófessor við Oxford, til Egyptalands til að rannsaka og mæla pýramítana og gaf síðan út smákver um niðurstöður sín- ar (Pyromidagraphia or a De- scription of the Pyramids in Eg- ipt). Þetta var byrjunin og síðan hefur heill her af alls konar sér- fræðingum gefið út heilu skips- farmana um þetta efni. (Hve margir fengu sólsting veit ég ekki.) Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta efni sjálfir get ég bent á bókina Secrets of the Great Pyramid eftir Peter Tomkins (Penguin Books). Þetta er mjög ítarleg og nákvæm bók og svo er aldrei að vita; það gæti losnað prófessorsstaða við John Hopkins-háskólann!" Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til ad skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þcgið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann getur hafa komið í gær. Rétt væri: Hann hefur getað komið í gær, Eða: Hann kann að hafa komið í gær. Nú eru þau komin aftur, kínversku húsgögnin; skápar í mörgum stæröum, sjón- varpsskápar, stólar, sófaborö, skilrúm og standklukkur. Kínversku húsgögnin eru lökkuð, handmáluö meö sápusteinum og innlögöum perluskeljum. rSA Ný komín ** kínversku ullar- og silkiteppin Stæröir 61x122, 69x137, 69x274, 69x320, 91x152, 122x183, 152x244, 183x274, 244x305, 274x366, 305x396 og hringlaga teppi 91, 122 og 183 cm í þvermál. Verö t.d. 183x274 cm kr. 16.127. Sérverslun með kínverskar vörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.