Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 43 • Charlie Nicholas lék af hreinni snilld gegn Tottenham, skoraði tvö mörk sjálfur og lagöi upp önnur tvö. Þessi mikli markaskorari hefur ekki skoraö fyrir Arsenal í langan tíma og þötti aödáendum liðsins tími til kominn aö hann færi almennilega í gang. Charlie Nicholas skoraöi 54 mörk á síðasta keppnistímabili fyrir Celtic og landsliö Skotlands. Flestir veöjuöu á aö hann myndi skora fleiri en 25 mörk fyrir Arsenal á keppnistímabilinu en allt útlit er fyrir aö sú spá standist ekki. Og þó, hver veit nema aö hann taki nú upp á því aö skora í hverjum leik. Arsenal vann sætan sigur á Tottenham Skoski knattspyrnumaöurinn Charlie Nicholas, sem keyptur var í upphfi keppnistímabilsins til Arsenal og miklar vonir voru bundnar viö, var öörum fremur maðurinn á bak viö 4—2 sigur Arsenal á móti Tottenham um helgina. Lániö hefur ekki leikiö viö Nicholas það sem af er keppnistímabilinu. Hann hefur ekki skorað mikiö af mörkum og ekki leikiö eins vel og áhangend- ur Arsenal áttu von á. En um helgina lifnaöi heldur hressilega yfir pilti og hann sýndi svo sann- arlega hvaö í honum býr. Hann skoraði tvö gullfalleg mörk sjálfur og lagöi upp önnur tvö er Arsenal vann sætan sigur yfir Tottenham í Lundúnum um helgina. Og það á heimavelli Tottenham. Nicholas skoraöi fyrsta mark leiksins á 26. mínútu, Graham Roberts jafnaöi fyrir Tottenham á 38. mín. Og þannig var staöan í hálfleik, 1—1. Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur og vel leikinn hjá báöum liöum. í síöari hálfleik var Nicholas aft- ur á feröinni. Hann vippaði boltan- um laglega yfir Clemence mark- vörö á 51. mín. en þaö var skamm- góöur vermir því aö Steve Archi- bald jafnaöi fyrir Tottenham aö- eins tveimur mínútum síöar. En Arsenal átti eftir aö skora tvívegis og í bæði skiptin var þaö Ralph Meade sem var aö verki. Hann skoraöi meö skalla á 78. mín. og aftur fimm mínútum fyrir leikslok eftir aö skot frá Nicholas haföi hrokkið af varnarmanni. Leikmenn Tottenham fóru illa meö góö tækifæri i leiknum. Alan Brasil átti þrjú góö marktækifæri en þau fóru öll í vaskinn. Þá átti Gary Stevens þrumuskot í þver- slána í tvígang, þannig aö mark Arsenal var oft í mikilli hættu, en heilladísirnar voru meö leik- mönnum Arsenal og þeir hrósuöu sigri í lokin. Þaö er greinilega fariö aö ganga betur. Áhorfendur voru 38.756. Liverpool með 3 stiga forystu LIÐ LIVERPOOL sigraði West Bromwich örugglega, 2—1, á úti- velli um helgina. Liverpool hefur nú þriggja stiga forystu í 1. deild ensku knattspyrnunnar. í hálfleik haföi Liverpool forystuna, 1—0. Þaö var Steve Nicol sem skoraöi eina mark hálfleiksins á 16. mín- útu. West Bromwich lék án margra fastra leikmanna og var ekki laust viö aö leikmenn Liverpool sýndu nokkurt kæruleysi í leik sínum. Tony Morley jafnaði metin, 1 — 1, á 59. mínútu meö góöu marki. Leikmenn Liverpool voru þó ekki á því aö láta stigin sér úr greipum ganga og eftir mjög laglega sókn sem tætti í sundur vörn WBA, aö- eins mínútu síöar, skoraöi sjálfur Souness sigurmark Liverpool. Áhorfendur voru 25.139. Síöastliöinn fimmtudag sigraöi svo lið Liverpool Birmingham 3—0 í mjólkurbikarnum. Síöastliöin þrjú- ár hefur Liverpool sigraö i mjólk- urbikarnum og má mikiö vera ef liöinu tekst ekki aö sigra fjóröa ár- iö í röö. Næst leikur liöiö gegn Sheff. Wed. á útivelli. Rush skoraöi tvö mörk í leiknum gegn Birming- ham og Steve Nichol eitt. Góð frammistaða hjá liði Luton LEIKMENN Luton láta ekki aö sér hæöa. Þeir sigruöu 3—0 á útivelli. Liöið er nú í þriöja sæti í 1. deild og þykir leika góða knattspyrnu og skeinuhætt hvaöa liöi sem er. Þetta var fjóröi útisigur Luton- liösins í röð. Eina mark fyrri hálfleiks skor- aði Trevor Aylott meö þrumu- skalla eftir hornspyrnu á 18. mín- útu. Ray Daniell skoraöi annað markið á 71. mínútu og Aylott þaö þriöja á 83. mínútu. 9.789 áhorf- endur mættu á leikinn. Liö Luton var nálægt því aö falla niöur I 2. deild á síöasta keppnistímabili. Coventry og Manchester United gerðu jafntefli, 1 — 1. Bæöi mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum. Leik- ur liöanna einkenndist af mikilli baráttu og nokkur harka var í hon- um. Hollendingurinn Arnold Muhr- en skoraöi mark Man. Utd. á 22. mínútu. Ekki voru allir á eitt sáttir um vítaspyrnudóminn á Coventry og leikmenn liösins mótmæltu mjög. En allt kom fyrir ekki. Terry Gibsson skoraöi fyrir Coventry úr víti á 45. mínútu. 21.453 áhorfend- ur voru á vellinum. Coventry þykir mjög erfitt heim aö sækja. Watford sigraöi Aston Villa 3—2 í sögulegum leik. í hálfleik haföi Watford forystuna, 2—0, og komst síðan í 3—0 í upphafi síöari hálf- leiks. En litlu munaöi samt aö Ast- on Villa tækist aö jafna metin. Bakveröi Villa, Eamonn Deacy, var vikiö af velli á 55. mínútu og þrátt fyrir aö vera tíu á vellinum tókst Aston Villa aö ná frumkvæöinu í leiknum og leikmenn Watford áttu í vök aö verjast. Alan Curbishley skoraöi fyrir Viila á 70. mínútu og Mark Walters á 79. mínútu. Eftir þaö áttu leik- menn Villa tvö dauöafæri á aö jafna metin en mistókst og Wat- ford slapp fyrir horn. Vörn Aston Villa geröi tvívegis mikil varnarmis- tök og framherjar Coventry not- færöu sér þau vel og skoruðu í bæði skiptin. Ipswich vann sinn fyrsta sigur í sex leikjum er liöiö vann Wolver- hampton 3—0. West Ham tapaöi á heimavelli fyrir Southampton, 0—1. Danny Wallace skoraöi eina mark leiksins. Frak Lampard, hinn sterki varnarmaður West Ham, meiddist á höföi í leiknum og varö aö fara útaf á 62. mínútu. Viö þaö riölaöist vörn West Ham nokkuö og Southampton skoraöi á 64. mínútu. Urslit og marka- skorar 1 2. deild ÚRSLIT leikja í 2. deild ensku knattspyrnunnar uröu þessí. Markaskor- arar eru innan sviga og þá áhorfendafjöldinn á leikjunum. Barnsley 2 (McGuire, Law) Cambridge 0. 7.486. CardiH 3 (Gibbins, Vaughan, Lee) Swansea 2 (Stanley, Toshack. 14.580. Crystal Palace 0 Brighton 2 (Wilson, Smillie). 13.781. Fulham 2 (Rosenior 2) Derby 2 (Wilson 2). 7.480. Grimsby 1 (Wilkinson) Sheffield Wednesday 0.16.197. Leeds 1 (Wright) Huddersfield 2 (Russell, Lillis). 23.619. Manchester City 2 (Kinsey, Parlane) Oldham 0. 35.898. Middlesbrough 0 Carlisle 1 (Ashurst). 11.147. Newcastle 1 (Waddle) Blackburn 1 (Barker). 33.802. Portsmouth 4 (Hateley, Biley, Morgan, Webb) Charlton 0. 15.331. Shrewsbury 2 (Brown, MaClaren) Chelsea 4 (Dikon, Speedie, Bum- stead 2). 7.582.________________________________ Rut bætti met sitt í hástökki RUT Stephens, KR, setti íslands- met í hástökki án atrennu á jóla- móti ÍR í gamla ÍR-húsinu viö Túngötu á annan jóladag, stökk 1,43 metra. Átti hún sjálf eldra metiö, sem var 1,40 og sett í hitt- eðfyrra. Á mótinu háöu Kári Jónsson, HSK, og Stefán Þór Stefánsson, iR, skemmtilega keppni í þrístökki án atrennu og fleiri greinum. Úr- slitin uröu annars sem hér segir: Hástökk án atrennu: 1. Rut Stephens KR 1,43 2. Bryndís Hólm ÍR 1,24 3. Guöbjörg Svansdóttir ÍR 1,20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.