Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Allur bærinn í eld- hafi, sfðan kom kveljandi hávadi og loks sprakk allt — segir Sigurjón Jóhannsson bóndi Borgarnesi, 27. desember. „ÞEGAR ÉG leit út úr fjárhúsinu, var að sjá sem allt væri í eldhafi, síðan kom kveljandi hávaði og loks sprakk allt,“ sagði Sigurjón Jó- hannsson, bóndi á Valbjarnarvöllum í Borgarhreppi, í samtali við Morgun- blaðið. Hann var með þessum orðum að lýsa því hvernig það hefði borið að þegar eldingu laust niður í bæinn í þrumuveðrinu sem gekk yfir héraðið á annan dag jóla, svo eldur varð laus í íbúðarhúsinu og stórskemmdi það. Sigurjón var ásamt Guðmundi syni sínum í fjárhúsum 100— 200 metrum frá íbúðarhúsinu, þegar eldingunni iaust niður. „Eg vissi ekki fyrr en það logaði út úr öllum raftenglum í fjárhúsinu, þar sem við vorum,“ sagði Sigurjón. „Við hlupum strax heim að íbúðarhús- inu og mættum þá Ingu, konunni minni, og Jóhönnu, dóttur okkar, þar sem þær komu svartar af sóti út úr húsinu. Inga hafði verið að tala í símann og fékk roknahögg og hellu fyrir eyrun þegar símatækið þeyttist af stað og þráðurinn frá símatækinu og út að vegg brann. Reykháfurinn splundraðist og valt á hlaðið og síðan sprakk út úr raf- magnsinntakinu og rafmagnstöfl- unni og brann út úr rofum og tenglum. Ég hljóp inn í húsið, um það allt og drap í smáglæðum sem ég fann á tveimur stöðum. Síðan ók ég út að næsta bæ til að láta vita um þetta, því að bæði sfminn og rafmagnið fór út en á meðan gaus eldurinn upp svo kalla varð allt slökkviliðið í Borgarnesi út.“ íbúðarhúsið á Valbjarnarvöllum er í eigu Heiðars, bróður Sigur- jóns, en hann er fluttur í Borgar- nes. Það er hlaðið úr steini og klætt að hluta. Efri hæðin, sem var rishæð með íbúðarherbergjum, brann alveg og allt sem þar var, en steypt plata var á milli hæða þann- ig að slökkviliðinu tókst að verja neðri hæðina að hluta. Eldur var þó laus f forstofu, kyndiklefa og eldhúsi og er það allt sviðið að inn- an og það sem þar var inni ónýtt. Sá hluti neðri hæðarinnar sem eld- ur komst í er þó meira og minna skemmdur af reyk og vatni. Auk þess eyðilagðist rafkerfi allra úti- húsanna og rafkerfi gamals íbúð- arhúss á bænum. Spennistöð bæj- arins, sem er í um 200 metra fjar- i Þannig leit rishæð íbúðarhússins á Valbjarnarstöðum á Mýrum út eftir að eldingin og eldurinn höfðu leikið um það. Á innfelldu myndinni er fjölskyldan: Sigurjón Jóhannsson og Inga Guðmundsdóttir ásamt börnum sínum Guðmundi og Jóhönnu Marfu. Morffu n blaðið/HBj. lægð frá íbúðarhúsinu, splundrað- ist og jarðstrengur sem liggur heim að bænum brann. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hvar eldingin hefur komið niður," sagði Sigurjón, „ég held helst að hún hafi leikið hér um allt svæðið. Maður hefur ekki getað ímyndað sér svona nokkuð fyrr en þetta kemur fyrir mann sjálfan, þetta skeður svo snöggt, alveg eins og maður gæti hugsað sér að yrði í loftárás. Annars verð ég að segja það að það var einstök heppni, að engin meiðsli skyldu verða á fólki við þetta, konan í símanum, en hún slapp alveg. Við gistum hjá bróður mínum í Borgarnesi fyrstu næturnar á meðan við erum að átta okkur á þessu, en síðan er það hugmyndin að reyna að koma gamla húsinu í stand til bráðabirgða, þvf við verð- um að vera hérna á bænum vegna skepnanna," sagði Sigurjón Jó- hannsson. — HBj. Fjallfoss, hið nýja skip Eimskips, á siglingu. Eimskipafélag íslands: Fjallfoss afhent- ur í næsta mánuði EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur fest kaup á þýsku flutningaskipi og verður það væntanlega afhent félaginu í næsta mánuði, að því er segir í frétt frá Eimskip, sem Morgunblaðinu barst í gær. Skipið mun bera nafnið ms. Fjallfoss. Skipið var smíðað í Vestur-Þýskalandi árið 1977, en kaupverð þess nú nemur um 45 milljónum íslenskra króna. Júlí — desember: Um 71% aukning farþega flutninga hjá Arnarflugi Vöruflutningar hafa aukizt verulega í frétt frá Eimskipafélaginu um hið nýja skip segir svo: Verkefni skipsins verða aðal- lega á sviði stórflutninga, enda er skipið með fjölhæfan útbúnað, sem gerir því kleift að flytja hinar ýmsu vörutegundir, s.s. sjávaraf- urðir til útflutnings, byggingavör- ur og vörur fyrir stóriðju. Burð- argeta ms. Fjallfoss er tæplega 1.700 tonn og lestarrými 77.000 rúmfet. Lestar skipsins eru box- laga með tvöfaldar hliðar og er skipið milliþilfarslaust. Þá getur ms. Fjallfoss jafnframt flutt um níutíu 20 feta gámaeiningar. Lengd skipsins er 73 metrar og breidd þess 11,8 metrar. Skipið er útbúið með aðalvél af gerðinni MAK, og er ganghraði þess um 12,5 sjómílur á klst. Fjölhæfni skipsins mun vænt- anlega gera félaginu kleift að tryggja góða nýtingu þess, enda er slíkt nauðsynlegt til að geta tryggt lágmarksflutningskostnað. Sem dæmi má nefna að á skipinu eru 2 þungabómur sem geta lyft allt að 25 tonnum, bógskrúfa og góður lyftibúnaður sem gerir alla lestun og losun skipsins við mis- jafnar aðstæður á íslensku strönd- inni auðveldari. „Farþegaflutningar félagsins í áætlunarflugi milli landa hafa stöðugt verið að aukast á þessu ári, sem sézt bezt á því, að á tíma- bilinu júlí—desember sl. fluttum við samtals 15.607 farþega, en til samanburðar 9.083 farþega á sama tímabili í fyrra. Aukningin milli ára er um 71%,“ sagði Magn- ús Oddsson, sölu- og markaðs- stjóri Arnarflugs, í samtali við Mbl. „Okkur hefur tekizt að fjölga farþegum erlendis frá á sama tíma og íslenzki markaðurinn hef- ur heldur dregizt saman vegna al- menns bágs efnahagsástands hér á landi. Þetta hefur fært okkur auknar tekjur, sem er auðvitað meginmarkmiðið," sagði Magnús Oddsson. Magnús Oddsson sagði, að far- þegaflutningar félagsins hefðu aukizt um 154% í júlímánuði, um 65,8% í ágústmánuði, um 57,5% í septembermánuði, farþegaflutn- ingar hefðu staðið í stað í október, aukizt um 33% í nóvembermánuði og nú væri fyrirsjáanlegt, að þeir myndu aukast um nær 35% í des- embermánuði. „Við flytjum um 880 farþega í desember milli landa, en í fyrra fluttum við 640 farþega. í nóvem- ber leit dæmið þannig út, að við fluttum í ár 1.027 farþega, en 770 farþega á sama tíma i fyrra," sagði Magnús Oddsson. „Þá hefur verið ótrúleg aukning í vöruflutningum okkar á þessu ári, þó sérstaklega síðari hluta ársins. Sem dæmi má nefna, að í nóvember og desember höfum við flutt liðlega 70 tonn af vörum, en á sama tíma í fyrra fluttum við um 13 tonn. Það er því um liðlega Flogið verður 18 sinnum yfir N-Atlants- haf á viku í sumar FLUGLEIÐIR hf. hafa samið við hollenska flugfélagið KLM um leigu á tveimur þotum af gerðinni DC-8 næsta suraar, að því er Sæmundur Guðvinsson, blaðafulltrúi Flugleiða, tjáði blaðamanni Morgunblaðsins í gær. Sagði Sæmundur fyrri vélina koma inn í áætlunarflug Flugleiða hinn 1. mars næstkomandi og hina síðari 1. aprfl og yrðu þær báðar á leigu til mánaðamótanna október/ nóvember 1984. Þoturnar verða not- aðar á flugleiðinni yfir Norður- Atlantshaf, milli Evrópu og Banda- ríkjanna. Sæmundur Guðvinsson sagði, að fimmföldun á vöruflutningum að ræða,“ sagði Magnús Oddsson. Magnús Oddsson sagði aðspurð- ur, að alls hefðu verið fluttir 23.000 farþegar milli landa á ár- inu. Samanburðartölur við síðasta ár væru ekki raunhæfar, þar sem félagið hóf áætlunarflug sitt milli landa í júlíbyrjun á síðasta ári, en 1982 voru fluttir 9.083 farþegar. þoturnar væru teknar á leigu til að mæta auknu álagi yfir sumar- mánuðina, líkt og gert hefði verið undanfarin ár, en fyrr hefðu verið leigðar bandarískar þotur. Þotur KLM sagði Sæmundur vera mjög góðar vélar, af sömu gerð og Flug- leiðaþoturnar, DC-8 63, sem taka 249 farþega, og væru hollensku þoturnar búnar svonefndum breiðþotuinnréttingum, sem gerði að að verkum að betur færi um farþega. A mesta annatíma í sumar sagði Sæmundur að farnar yrðu 18 ferðir á vegum Flugleiða hf. yfir Norður-Atlantshaf, sem er tveim- ur ferðum fleira en í fyrra, þegar mest var flogið 16 sinnum. Þessar 18 ferðir næsta sumar verða 7 til New York, 7 til Chicago, 3 til Baltimore og 1 til Detroit. Flugleiðir hf.: Taka á leigu tvær DC-8 þotur hjá KLM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.