Alþýðublaðið - 08.10.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.10.1931, Blaðsíða 3
AfcÞSÐUBbAÐIÐ 3 sen ritar um heiisufar sikólabama og hreinlæti. Sigurður skólastjóri Thioriacius á þarnia grein, er hiánn nefnir Barnið, kennarinn og heim- ilið. ísak lænnari Jónsson nefnir grein sína Háttprýði. Loks er þarnia útdráttur úr bráðabirgða- reglum fyrir nemendur barna- sikóla Reykjavíkur. Þeir, sem ritað hafa hefti þetta, snerta allir við málefnupi, er borgarbúa varðar og allian landslýð. Er foreldrum treyst til að lesa ritið og hagnýtla! sér bendingarnar. Hallgrímur Jónsson. Kanpgjaldsstríð atvinnarebend anna. Það hefir verið næsta hljótt um þá atburði, sem gerðust hér 30. sept. s. 1. Mun þó sumum finnast, sem ástæða væri til að ræða þá. Á ég hér við þegar útgerðarmenn togara og linubáta sögðu sjó- mönnum upp samningum þeim. er gilt hafa undanfarin ár og renna út nú um áramótin. í ýmsum kauptúinium úti um land hefir siama skeð; atvinnu- rekeindur hafa siagt upp gildandi 'samningum. Um leið og atvinnurekendur takia þessa ákvörðun er það full- ráðið bak við tjöldin af ráðá- mönniun íhaldsflokkanna að lækka verðgildi krónunnar um 20 af hundraði, sem þýðir auðvitiað að teikjur ailra, ,er vinna að eins fyrir launum, lækka að sama skapi. Margir höfðu því búist við að atvinnunekendur mundu gera sig ánægða með þessia lækkun, en svo virðist eigi vera. Kaupgjalds- samningum er sagt upp með það fyrir augum að lækka lauin verka- lýðslýðs á sjó og landi enn mieir. Stærri pústur hefir verkalýðurinn ekki fengið nú lengi. Þessar ráð- staf-anir munu leiða til stærri at- burða. Harðvítugri launadeila mun nú háð en nokkurn tíma áður. Verkalýðurinn stendur á þessum tímamótum í vamarstöðu. Hans eitt er að verjast óxnak- legum og hraðsnúnum árásuim at- vinnureikendanna og stjórnmála- tvaldsins í landinu. Ef hann ekki gerði það væri dauðinn vís. Á þessu ári hefir atvinnuleysi ríkt meira meðal vinnandi stétt- anna en dæmi em til áður. Aiilur þorri manna hefir alt að helmingi lægri tekjur en undanfarin ár. Þarfirnar em hinar sömu. Verð- lag á öllum voram m;un á næst- unni fara mjög hækkandi. Ný dýrtíð er að skella yfir. Atvinnu-, rekendur fá hærra verð fyrir af- urðir sínar með falli krónunnar. Almenningur fær að borga með dýrum vörum. Tvöfalda launa- lækkun á að knýja í gegn. Hér er því á uppsiglingu stríð á milli atvinnurekenda og alis verkalýðs, stríð, sem ekki er séð fyrir end- ann á. Verkalýðurinn sér nú orð- ið og skilur hvert stefnir. Hann 50 anra. 50 arara Elepliant - cinarettnr Ljúffengar og kaldar. Fást alls staðar, f heildsðlu h|á Tðhaksverzlun Islands h. i. Fyrlr skálabðrn: Nýkomið mikið úrval af ódýrum áteiknuðum dúkum, púðum og fleiru. Hannyrðaverzlnn HrjrkJavíknr, Bankastræti 14. ta 53 § Skólabjólar § ^ á börn og unglinga. — Mjög ódýrir. S » Guðrún HelDberg. Laugavegi B' ^ lætur ekki kúga sig hljóðalaust. Hann lætur ekki vinnulaun sín lækka. Þau þurfa að hækka, — Það verður herópið, sem verka- lýður landsins gengur með til bardagans. Á bak við atvinnurekendurna stendur landsstjórnin. Hennar heróp og þingflokks hennar er: „Launin verða að lækka!“ Jónas gefur tóninn í Tímanum: „40°/o“. Atvinnurekendur hlýða foringjanum. Atvinnurekendur heimta: „Krónan verður að lækka". Landsstjómin hlýðir, krónan er þegar feld um 20o/o. Atvinnurek- endur hætta að láta vinna, hætta að gera út nema að örlitlu leyti. Landsstjórnin fylgir með i bróð- urlegri einingu. Varðskip ríkis- ins virðist eiga iað binda við garðinn um áramót samhliða tog- urunum. Þannig er hugsiað og álýktað. Landsstjóm og atvinnurekend- ur eru eitt og hið sama, þeir ganga sameinaðir til orustu. Verkalýður landsins! Vertu á verði, kannaðu fylkingar þínar og búðu þig undir bardaganin! > Sjóinadur. Ólagið á síldarútveg- Inum. Aldrei síðan farið var að reka síldveiði hér við land hefir veiðst meiri síld en núna á þessu sumri, sem er að líða. Vel væri, ef afkoma sjómannanna, sem hafa dregið aflann að landi, væri eft- ir þvi, en það er nú öðm nær en svo sé. Sjald'an eða aldrei hefir afkoma þeirra verið verri en nú. Er þetta því tilfinnanlegra þegar þess er gætt, að hér bíður sjómannanna ekki annað en gat- an, atvinnuleysi, og eftir því, sem nú lítur út fyrir, neyð hjá mörg- um þeirra á komandi vetri. Ef síldarútvegurinn á ekki að leggjast í rústir á komandi ár- um, verða þeir, sem að honum standa, að sýna meiri viðleitni hér eftir en hingað til til þess að taka í taumana og bæta úr því • ólagi, sem nú er á þessum at- vinnuvegi. Eins og nú lítur út þá má fyllilega búast við að eng- inn sjómaður verði fáanlegur til að stunda síldveiðar á næsta sumri, sem og ekki er heldur vonlegt, þar se,m segja má, að mikill meiri hluti sjómanna þeirra, sem á síldveiðum voru á þessu sumri, hafa ekki annað úr býtum borið en að lieggja fram rnikla vinnu, án þess að fá sem sagt ineitt fyiir hana. Er slíkt ekki glæsilegt fyrir menn, sem hafa fylstu þörf fyrir að fá vinnu sína sæmilega borgaða. Síðastliðið haust skrifaði ég grein í Alþbl. og sýndi þar fram á hve lítii líkindi væru til þess, að flugvél gæti að nokkru veru- legu gagni komið við síldveið- arnar. Dr. A. J. svaraði mér nokkrum orðum og vildi haldia fram því gagnistæða. Þó hygg ég að þar hafi ráðið meiru um hjá bonum hræðsla við það, að styrk þeim, sem lögfestur var á þinginu 1929 (að mig minnir), yrði kipt í burtu, heldur en að hann hafi í raun og veru verið trúaður á gagnsemi þessarar ráðabreytni. Skattur sá, sem þingið lagði á síldarútveginn og sjómenn 1929 til handa Flugfé- laginu, er nú svo þungur og ó- réttlátur, að hann verður ski'l- yrðislaust að hverfa. Allir, bæði síldarútvegsmenn og sjómenn. verða að sameina sig um þá kröfu til alþingis í vetur, að skattur þessi verði þegar í stað afnuminn. Lögum samkvæmt á Flug- félagið að fá 10 aura af tunnu eða máli síldar. Með múverandi síldarverði, og CTgin líkindi eru til þess að það hækki á þessia árs framleiðslu, nemur þessi skattur því sem næst hlut 2 há- seta af hverju skipi. Hljöta allir, sem hafa heilbrigða skynsemi og nokkru réttlæti unna, að sjá, hve mikil fjarstæða slíkt er, að greiða þessa upphæð til Flugfélagsins fyrir ekkert, mér liggur við að segja verra en ekkert, starf í þágu atvinnuvegarins. Á medan sjómenn peir, sem strifa við áð koma veiðinni í land, leggja mikið erfiði og vökar á sig við pað, dregur Flugfélagiö til sín hlut' á við 2 peirra á skipi fyrir hreint ekki neitt starf. Myndi ekkj réttlátara að þessi hluti Flugfé- lagsins hefði skifzt á niiilli háset- anna, sem að síldveiðinni unnu? Starf flugvélarinjnar í þágu síld- veiðanna á undanförnum sumrum hefir alt af verið lélegt, en þó tekur út yfir í sumar. Því það er víst alveg óhætt að fullyrðia það, ao' ekki ein einasta síld hef- ir veiðst fyrir tilstilli síldarleitar flugvélarinnar og þar að auki er sannanlegt, að frá henni hafa komið beinlínis rangar tilkynning- ar, eins og ég nú skal sýna fram á, og skal ég í því sambandi til- færa ummæli eins skipstjóra á síldveiðiskipi. Honum farast orð á þessa leið: „Hinn 7. ág. byrjaði síld að vaða kl. 4 f. m. og kl. 12 á hád. höfðum við veitt um 1000 mál síldar, og lögðum við þá af stað til Siglufjiarðar. Við veiddum síldina út og inn af Kálfshamars- vík. Kl. 6—8 um morguninn fór e/s Esja fram hjá þar sem við vorum. Kallaði stýrimaður sá, sem vakt átti, til okkar og sagði, að alls staðar frá Skallarifi og þangað, sem við værum, væri fult af síld, torfa við torfu. Og þegar við fórum var alls staðar fult af síld á þessum slóðum, eiinis og bezt má sjá af því, að við mættum á innleiðinni „Noreg‘‘, „Grímsey“, „Atla“, „Fróða“, „Al- den“, „Papey“ og mörgum fleiri línuveiðurum, sem allir voru síld- arlausir, en komu inn um kvöld- ið og nóttina með meiri og minni síld, sem þeir fengu þarna. Um kvöldið kl. 6 kom flugvéliin til Siglufjarðar úr síldarleit og gaf tilkynningu þess efnis, að flogið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.