Morgunblaðið - 24.01.1984, Page 14

Morgunblaðið - 24.01.1984, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 Góði dátinn í Þjóðleikhúsinu „Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni“ eftir B. Brecht sett á svið Góði dátinn Sveyk — eftir Hafliða Arngrímsson Þjóðleikhúsið frumsýnir í byrj- un febrúar leikrit Bertold Brechts, „Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni". Til gamans munum við fylgjast með því, hvernig leikrit er sett á svið. Við munum fylgjast með starfi leikaranna og leikstjórans á æfingum. Kynnast starfi leik- mynda- og búningahönnuðar einn- ig. Gefa lesendum blaðsins og væntanlegum leikhúsgestum ein- hverja hugmynd um þá um- fangsmiklu vinnu, sem fram fer í leikhúsinu í stuttum greinaflokki. Sveyk, góði dátinn úr heims- frægri skáldsögu Tékkans Jaro- slav Haseks. Hver kannast ekki við gripinn? Hann lifði fyrri heimsstyrjöldina af, sem alkunna er. Hvernig skyldi honum reiða af í þeirri síðari? Hvernig ætli „litl- um manni“ takist að bjarga sér? Hugmyndir hinna nýju valdhafa eru hrikalegar. Vitanlega er hann í erfiðri aðstöðu. Engu að síður iánast honum með vissum klók- indum að lifa síðari heimsstyrj- öldina nokkurn veginn af. „Ef þú ætlar að Iifa stríðið af, skaltu halda fast við þinn hóp og fara troðnar slóðir, engar hundakúnst- ir, bara hlýða, þangað til þú getur bitið frá þér. Stríðið stendur ekki til eilífðarnóns frekar en friður- inn,“ segir Sveyk. Bertold Brecht, einn fremsti leikhúsmaður þessarar aldar, lýsir því hvernig Sveyk tekst að bjarga sér. Með sérstæðri kímni gerir hann harðstjóra og grimmdar- seggi síðari heimsstyrjaldarinnar miskunnarlaust að aðhlátursefni. Allir koma þeir fram á sviðið: Hitler, Göring, Himmler, Göbbels. SS og Gestapó. Brecht samdi þetta kostulega leikrit 1941—1944 í útlegð í Amer- íku, en átti þess aldrei kost að sjá það á sviði. Hann lést í Berlín árið 1956. Verkið var frumflutt í Varsjá 17. janúar 1957. Æfing Við lítum inn á eina af fyrstu æfingum í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar. Að nokkru leyti erum við framandi gestir en erum boðin hlýlega velkomin af öllum við- stöddum. Til að byrja með læð- umst við með veggjum og skoðum íþróttahúsið: Tveir stórir æfinga- salir, setustofa, bókasafn, skrif- stofa leikhúsritara og samlestrar- herbergi. Vítt til veggja og víða hátt til lofts. Gerbreyting á allri aðstöðu til æfinga og mikill skipu- lagsvandi úr sögunni. Vinnutími leiksviðsmanna nýtist betur og mikill sparnaður í yfirvinnu. Hugurinn reikar — næstum stjórnlaust: Hérna í þessum mátu- lega stóra sal uppi á efri hæð íþróttahússins væri tilvalið að innrétta með fremur litlum til- kostnaði annað leiksvið Þjóðleik- hússins. Eins konar tilraunasvið, með breytilegu sniði og ýmiss kon- ar sætaskipan. Þetta er einmitt eitt af því, sem okkur skortir hér í Reykjavík. Tilraunasvið myndi lífga upp á leikhúslífið í borginni, — og reyndar Þjóðleikhúsið sjálft. Og rekstrarkostnaður yrði trúlega sáralítill. Brecht var þýskur En enginn friður gefst til drauma af þessu tagi þennan des- embermorgun. Við höfum tekið eftir brosmildu fólki — leikurum, tínast inn, en hrökkvum upp er inn gustar maður með kunnuglegt andlit: „Guten Tag, allseits," þýtur um salinn. „Ég þarf nefniega að tala tungu höfundar dálítið," segir Gunnar Eyjólfsson. („Guði sé lof að Brecht var ekki Kínverji," hvíslar hlédrægur statisti.) Gunn- ar sest við eitt borðanna og rýnir í textann. Að læra textann Skyldi ekki vera erfitt að læra allan þennan texta? „Mér hefur alltaf gengið tiltölulega vel að læra textann minn,“ segir Þóra Friðriksdóttir. „Sennilega kemur þar til gott sjónminni." Bessi segir að þetta komi svona af sjálfu sér. Aðalatriðið sé að læra hann í sam- hengi, en ekki eins og páfagaukur. Áætlað er að hvíslarinn komi á æfingar strax í janúar og þá geta leikarar lagt handritið til hliðar. Hér í salnum eru hvorki leik- munir né leikmynd. Notast er við borð og stóla og útlínur leikmynd- arinnar eru strik á gólfinu. Æf- ingar á aðalsviði leikhússins i leikmynd hefjast ekki fyrr en í janúar. Gætið að ykkur! Allt verður að vera komið í eðlilegt horf áður en SS-menn koma inn. Gleymið ekki þessu yfirþyrmandi hemámi og ógn nasismans. Fyrir nokkrum dögum komu leikarar, leikstjóri og leikmynda- hönnuður saman í samlestrar- herbergi, skoðuðu líkan af leik- myndinni og lásu textann. Menn gerðu örfáar athugasemdir við nákvæma og ágæta þýðingu Þor- steins Þorsteinssonar og Þórarins Eldjárn. Þar er engin flatneskja á ferðinni. Einstaka orði var þó sleppt og fáeinum breytt eins og gengur. Leikstjórinn Þórhildur leikstjóri er sest í leikstjórastólinn. Æfing hefst. „Þetta er mikil vinna. Æfingatimi er fremur skammur og verkið stórt. Lítill tími gefst til meiri- háttar tilrauna. Raunar eru æf- ingar tilraunir — tilraunir með textann og persónur. Ég hef ekk- ert ákveðið fyrirfram þótt ég hafi ákveðnar hugmyndir, og ákveð ekkert ein. Þetta er hópvinna og við þreifum okkur áfram og leitum lausna." Gunnar hefur vippað sér í hlut- verk Balóns ljósmyndara: „Ekkert nema kartöflustappa, rétt einu sinni enn!“ Hver er þessi Balón? „Hann er náinn vinur Sveyk. Hann er átvagl, sísvangur og þráir kjöt, helst gullas eða þá hakkað." Aðstoðarleikstjórinn Edda Þórarinsdóttir, aðstoðar- maður leikstjórans, er á sífelldum þönum. Það fer ekki framhjá nein- um. Einn höfuðverkurinn, nú í upphafi, er að raða niður æfing- um. Ekki er hægt að æfa öll at- riðið leiksins hvenær sem vera skal. Þetta er óttalegt púsluspil. Stór verk í æfingu: Tyrkja-Gudda, söngleikurinn „Gæjar og píur“ og nýtt barnaleikrit eftir Olgu Guð- rúnu, „Amma þó“. Margir leikar- anna eru í fieiru en einu leikriti. Allir verða að hafa hæfileg verk- efni og engum má ofgera. Edda fær upplýsingar hjá skipulags- stjóra og sýningarstjórum og vél- ritar æfingaboð í snatri. Þórhildur samþykkir. „En Edda mín, það vantar ölkollur og einhverjar tuskur og þess háttar á barinn hjá Önnu. Og, elsku besta, svo sem eins og einn kaffibolla handa Helgi Skúlason — Kjartan Bjargmundsson. Þetta er svartamarkaðsvara frá Ijósmóður, sem fékk það ofan úr sveit. Anna Kopetska veitingakona — Þóra Friðriksdóttir, Sveyk — Bessi Bjarnason. mér.“ Þarmeð er Edda rokin eina ferðina enn. Við sitjum eftir. Sveyk Æfingin er komin vel á veg og allra augu beinast að Bessa Bjarnasyni — Sveyk — þar sem hann kemur inn á krána „Bikaí- inn“. Hann lítur í kringum sig, á Balón og Önnu veitingakonu og brosir sínu blíðasta. Óg enginn brosir eins og Sveyk. Ekki líður á löngu áður en við fáum að heyra eina af sögunum hans Sveyk. Sveik er mikill sögumaður og hann hermir dálítið eftir eins og allir góðir sögumenn. Litar og kryddar söguþráðinn. Hann á það til að vera býsna ósvífinn en hagar ósvífninni þannig, að enginn fær neitt sannað á hann. Nasistafor- ingjarnir vita ekki sitt rjúkandi ráð og hafa ekki annað til mál- anna að leggja en æpa í fáti: „Hæl Hitler!" Hafflði Arngrímsson er leikhús- fræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.