Morgunblaðið - 24.01.1984, Side 43

Morgunblaðið - 24.01.1984, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 23 Heimsmet í langstökki AUSTUR-þýska stúlkan Heike Daute stökk 6.99 metra í lang- stökki innanhúss á sunnudaginn og setti þar meö nýtt heimsmet. Daute, sem er frá Jena, er aöeins 19 ára. Gamla metið átti Anisoara Cusmir frá Rúmeníu — 6.94 metr- ar. Daute, sigurvegari á heims- meistaramótinu og Evrópumeist- aramótinu í fyrra, náöi heimsmet- inu í þriöja stökki sínu — áöur hafði hún stokkiö 6.84 og 6.88 metra. Tvöfaldur sigur Wells Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi, Alan Wells frá Skotlandi, sigraði í 100 og 200 metra hlaupi á miklu frjálsíþróttamóti í Sydney í Ástralíu á sunnudag. Tímar hans voru 10.50 sek. og 20.89 sek. „100 metra hlaupiö var mjög jafnt,“ sagöi Wells, sem var ekki fyllilega ánaegður meö frammi- stööu sína þar. „En ég bætti þaö upp í 200 metra hlaupinu," sagöi Skotinn kraftmikli, sem orðinn er 31 árs. Bandaríkjamaöurinn Marty Krulee varö annar í 100 metra hlaupinu á 10.57 og Ástralíubúinn Peter Van Miltenberg þriöji á 10.67. Van Miltenberg nældi svo í ann- aö sætiö í 200 metra hlaupinu á 21.00 sek. en Krulee þriöji á 21.16 sek. Bandaríkjamaðurinn Don Paige sigraöi öllum á óvart í 800 metra hlaupinu á sama mótí. „Ég vonast eftir aö fá aö keppa í bæði 800 og 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleik- unum í Los Angeles í sumar en þaö er enn langt þar til þaö kemur í Ijós. Þaö fer allt eftir því hvort óg held mér í jafn góöu formi," sagöi Paige eftir sigurinn á sunnudag. Mótherjar Paige á mótinu voru sterkir. Peter Elliot, Englandi, sem varö fjóröi á heimsmeistaramótinu í Helsinki í sumar, varö annar á sunnudag; hljóö á 1:46.97 mín. og þriöji varö landi hans Billy Ikem, Evrópumeistari unglinga á 1:47.05. Sigurtíma Paige var því miður ekki getiö á fréttaskeytum. Ástralinn Andy Lloyd sigraði í 3.000 metra hlaupi á 7:57.90 mín. Annar varö Boguslaw Maminski, Póllandi, og þriöji Colin Reitz Eng- landi, á 7:59.46. ■ ' Morgunblaðið/Simamyndir AP. • Maria Valliser og Franz Klammer sigruöu i brunkeppnum heimsbikarsins um helgina. Hér sjást þau á fullri ferö í þeim keppnum- Marie (t.v.) í Verbier í Sviss og Klammer (t.h.) í KitzbUhl í Austurríki. 25. brunsigur Klammer AUSTURRÍSKI „brunkóngurinn“ rentu um helgina; hann sigraöi þ bikarsins en Klammer hefur veri keppandinn í heimsbikarnum í v< „ Þetta var stórkostlegt; allir þessir áhorfendur höföu góö áhrif á mig,“ sagöi Klammer eftir sigurinn en áhorfendurnir 20.000 hvöttu hann dyggilega. Tími Klammer var 2:02.82 mín., í ööru sæti var landi hans Erwin Resch á 2:03.39 mín. og Austurríkis- maöur var einnig í þriöja sæti: Anton Steiner á 2:03.43 mín. Rásnúmer Steiner var 55, en í síðustu viku varö hann í ööru sæti í Wengen og startaði þá númer 59. Fjóröi var Pirmin Zurbriggen, Sviss, á 2:03.44 mín. Fimm Austurríkismenn voru meöal þeirra tíu efstu og tveir til viöbótar náöu sér í stig; frábær árangur austurrísku kappanna. Klammer hefur fjórum sinnum unniö brunkeppni í Kitzbúhl; hann vann þar einmitt 1976 og Franz Klammer bar nafn meö í í 25. skipti í brunkeppni heims- i í eldlínunni í tíu ár, og er elsti lur, þrítugur aö aldri. vann siöan gull á Ólympíuleikun- um í Innsbruck þaö ár. Girardelli vann svigiö Marc Girardelii, Austurríkis- maöurinn sem keppir fyrir Lux- emborg, sigraöi svo í svigi í Kitz- buhl á sunnudag. Hann var fjóröi eftir fyrri feröina; forystuna þá haföi Franz Gruber. Girardelli keyröi síöari brautina síöan frá- bærlega vel — fékk langbesta tímann og sigraöi glæsilega. Samanlagöur tími hans 1:38.24 mín. Gruber varö annar á 1:38.91 og Bojan Krizaj varö þriöji á 1:28.93. Phil Mahre frá Banda- ríkjunum varö fjóröi á 1:39.20 og Svíinn Ingemar Stenmark fimmti á 1:39.25. „Þaö var mér mikill léttir aö Stenmark skyldi vera meö lakari tíma en ég í fyrri ferö- inni. Ég keyrði alveg eins og ég gat í þeirri síöari; ég gat ekki far- iö aö keyra rólega og vanda mig,“ sagöi Girardelli. Pirmin Zurbriggen, Sviss, er enn meö forystu í stigakeppni heimsbikarsins meö 154 stig, Andreaz Wenzel, Liechtenstein, annar meö 132 og Ingemar Stenmark meö 120 í þriöja sæti. Walliser vann bruniö Svissneska stúlkan Maria Walliser, sem er aöeins tvítug aö aldri, sigraöi í brunkeppni kvenna í Verbier í Sviss á laug- ardag. Sigurtími hennar var 1:39.84 mín. Önnur varö banda- ríska stúlkan Holly Flanders á 1:39.99. og þriöja var Olga Charvatova frá Tékkóslóvakíu á 1:40.01 mín. „Ég vil ekki nota Ijótt oröbragö svo þaö er best aö ég segi ekki neitt um keppnina,“ sagöi Hanni Wenzel, Liechten- stein, sem hefur forystu í stiga- keppni heimsbikarsins, en hún varö í 34. sæti. Brautin var mjög erfið og kom það niður á mörg- um keppendum. „Aðstæöurnar komu jafnt niöur á okkur öllum,“ sagöi sigurvegarinn Walliser. Kronbíchler best í svigínu Anni Kronbichler, Austurríki, sigraöi í svigi í Verbier í Sviss á sunnudag. Samanlagöur tími hennar var (45.83 og 45.14 sek.) 1:30.97 mín. Maria Epple, Vest- ur-Þýskalandi, varö önnur á 1:31.07 mín. og þriöja Erika Hess á 1:31.67 mín. Fjóröa varö pólska stúlkan Dorota Tlalka á 1:31.69 mín. Hanni Wenzel tók forystu í stigakeppninni eftir keppni helgarinnar; hefur 189 stig, Erika Hess er önnur meö 179 stig og þriöja er Irene Epple með 173 stig. Þróttur með 6 stiga forystu — í 1. deild Allt bendir nú til þess aö Þróttarar veröi íslandsmeistarar í blaki fjórða árið í röö, en þeir sigruðu HK um helgina fremur auöveldlega 3—0 og hafa nú sex stiga forskot í deildinni. í 1. deild kvenna lóku UBK og ÍS og sigruöu stúdínur 3—1 og í 2. deild karla sigraöi HK-2 liö UBK 3—0. Leikur Þróttar og HK var ekki eins spennandi og búist var viö því Þróttarar mættu ákveönir til leiks og sigruöu 15—5 í fyrstu hrinunni en í tveimur næstu 15—12 og 17—15. Þaö var aldr- ei spurning hvort liöiö væri sterkara í þessum leik, HK-menn náöu sér aldrei á strik og er nú von þeirra um aö stööva sigur- göngu Þróttar svo til horfin. Liöin hafa leikiö þrjá leiki núna í janúar og hafa Þróttarar fariö með sigur af hólmi í þeim öllum þó litlu karla i blaki munaöi í bikarleiknum og nú þurfa einhver undur og stórmerki aö gerast ef koma í veg fyrir aö Þróttur sigri í fjóröa skiptiö í röö. Stúdínur komu ákveönar tii leiks gegn Breiöabliki og áttu ekki í neinum vandræöum, 15—10, 15—6, 13—15 og 15—5 uröu úrslit leiksins. Breiöabliksliöiö var aö þessu sinni óvenju dauft og engin leikgleöi ríkti hjá stúlkunum en þaö er óvenjulegt á þeim bæ. Stúdínur meö Ursulu í broddi fytkingar áttu ágætisdag og eru þær nú eina liöiö sem gæti ógnaö Völsungum í kvennablak- inu. Kópavogsliöin HK-2 og Breiöablik áttust viö í 2. deildinni og sigruöu HK-menn lótt 15—5, 15—7 og 15—3. Leikurinn var frekar slakur enda yfirburðir HK miklir meö þá Pál Ólafsson og Harald Geir sem sterkustu menn. Feyenoord á toppnum • Michel Platini FEYENOORD hélt uppteknum hætti um helgina í hollensku knattspyrnunni þegar þeir sigr- uöu neðsta liðiö í deildinni, Hel- mond, á útivelli, 5—0. Johan Cruyff var maðurinn á bak viö þennan sigur, lagöi upp öll fimm mörkin, en tókst ekki aö skora sjálfum. Veöriö setti svip sinn á leiki helgarinnar og þaö varö aö fresta fjórum leikjum og þar sem leikiö var voru skilyröi öll hin verstu. Ajax sigraöi einnig á útivelli þegar þeir heimsóttu Willem í Tilford, 0—2, og þeir eru nú í ööru sæti deildar- innar meö 30 stig, en Feyenoord er meö 33 stig, hefur aöeins tapaö einum leik í vetur. Úrslit annarra leikja uröu þessi: riwolle — FC Groningen 0—2 FC Volendam — Haarlem 1—0 FC Utrecht — Deventer 2—0 Staöan er nú þannig, aö Feye- noord er efst meö 33 stig, síðan kemur Ajax meö 30 stig, þá PSV með 26 stig og í fjóröa sæti er FC Utrecht meö 23 stig og Groningen og Zwolle eru í fimmta til sjötta sæti meö 20 stig hvort félag. Stórleikur Platini PLATINI og félagar í Juventus unnu sætan sigur um helgina þegar þeir mættu Pisa. Rossi skoraði fyrsta markiö, eftir góöa sendingu frá Platini og Boniek sá um aö skora annað markiö einnig eftir frábæran undirbúning Plat- inis, og þessi frábæri Frakki sá síöan sjálfur um aö skora þriöja markið og var það góöur endir á frábærum leik hans meö liði sínu um helgina. Meö þessum sigri sínum juku þeir forustu sína í deildínní þar sem Torino, liðiö sem er í öðru sæti, tapaöi á úti- velli fyrir Fiorentina, 4—1, og meö þessum sigri komust strákarnir í Fiorentina í þriöja til fjóröa sæti ásamt Roma, því þeir náöu aö- eins jafntefli, 1—1, gegn Samp- doria á sínum eigin heimavelli, þrátt fyrir aö Trevor Francis og Liam Brady lékju ekki meö vegna meiösla. Nýliöarnir í deildinni, Udinese, meö Zico í broddi fylkingar eru nú í fimmta til sjötta sæti eftir aö þeir sigruöu Catania á útivelli, 2—0. Verona og Milano geröu jafntefli, 1 — 1, og átti Eric Gerets góöan leik meö Milano, en hann hefur veriö lengi frá keppni vegna meiösla. Lazio fékk sitt fyrsta stig á úti- velli siöan í október þegar liöiö geröi jafntefli, 1 — 1, viö Inter Mil- ano. Heimamenn tóku forustu í leiknum strax á 10. mín. eftir aö skot frá Hansi Muller lenti í einum varnarmanni Lazio og þaöan í net- inu, en leikmönnum Leizio tókst aö jafna snemma í síöari hálfleik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.