Morgunblaðið - 24.01.1984, Page 22

Morgunblaðið - 24.01.1984, Page 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 Minnst látinna þingmanna: Magnús Jónsson / Guðbrandur Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, minntist f gær í Sameinuðu þingi, i fyrsta starfsdegi þess á nýju ári, tveggja fyrrverandi alþingismanna, Magn- úsar Jónssonar, bankastjóra, og Guðbrandar Isberg, fyrrv. sýslu- manns. Honum fórust orð sem hér segir: Föstudaginn 13. janúar létust tveir fyrrverandi alþingismenn. Magnús Jónsson, bankastjóri og fyrrverandi fjármálaráðherra andaðist á heimili sínu í Mos- fellssveit, aðfaranótt þess dags, 64 ára. Guðbrandur ísberg, fyrrverandi sýslumaður andað- ist miðdegis í Héraðshælinu á Blönduósi, á nítugasta og fyrsta aldursári. Magnús Jónsson var fæddur 7. september 1919 á Torfmýri í Akrahreppi. Foreldrar hans voru hjónin Jón Eyþór Jónasson, bóndi þar, síðar á Mel í Stað- arhreppi, og Ingibjörg Magnús- dóttir. Hann lauk stúdentsprófi I Menntaskólanum á Akureyri vorið 1940 og lögfræðiprófi í Há- skóla íslands 1946. A árunum 1946—1948 var hann ritsjóri ís- lendings, blaðs sjálfstæð- ismanna á Akureyri. Fulltrúi í fjármálaráðuneytinu var hann 1948—1953, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins 1953—1960 og bankastjóri Búnaðarbanka íslands 1%1—1965 og aftur frá 1971 til dánardags. Frá 8. maí 1965 til 14. júlf 1971 var hann fjármálaráðherra. Við alþingis- kosningarnar 1949 var hann kjörinn varaþingmaður Eyfirð- inga og tók sæti á Alþingi vegna forfalla aðalmanns i nóvember 1951 og var á þingi út kjörtíma- bilið. Síðan var hann þingmaður Eyfirðinga 1953—1959 og þing- maður Norðurlandskjördæmis eystra 1959—1974, er hann gaf ekki kost á þingsetu vegna heilsubrests. Alls sat hann á 24 þingum. Jafnframt aðalstarfi var Magnús Jónsson valinn til ým- issa starfa í félagsmálum og þjóðmálum. Hann var formaður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna 1949—1955, átti lengi sæti í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins og var varaformaður 1973—1974. Hann var formaður íslenzku þingmannanefndarinn- ar á stofnþingi Norðurlandaráðs 1952, átti síðan sæti í ráðinu sem varamaður til 1959 og aðalmaður til 1965. Hann sat þing Alþjóða- þingmannasambandsins 1961 og 1964 og var þá formaður ís- landsdeildarinnar. Árið 1949 var hann skipaður formaður nefndar til þess að rannsaka kaup og kjör starfsmanna rikisins, skipaður 1950 í stjórn skuldaskilasjóðs út- vegsmanna, skipaður 1954 og 1958 í nefnd til þess að athuga leiðir til sparnaðar í ríkisrekstr- inum. Hann var í raforkuráði, síðar orkuráði 1954—1975, for- maður þess frá 1962, í áfengis- varnarráði 1954—1965, kosinn í atvinnumálanefnd ríkisins 1955 og í miðlliliðagróðanefnd 1956. Hann var formaður úthlutunar- nefndar atvinnuaukningarfjár 1959—1962 og formaður stjórnar atvinnubótasjóðs, síðar atvinnu- jöfnunarsjóðs 1962—1971. í flugráði var hann 1961—1963. Árið 1961 var hann skipaður í endurskoðunarnefnd laga um stofnlán landbúnaðarins og 1962 í nefnd til þess að athuga um stofnun lífeyrissjóðs fyrir bænd- ur. Hann var í stóriðjunefnd 1963—1965, var kosinn í áfeng- ismálanefnd 1964 og varð for- maður hennar. I stjórn Kísiliðj- unnar var hann 1964—1983, var formaður stjórnarinnar, og í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972-1974. Árið 1972 var hann skipaður í nefnd til að endurskoða bankakerfið og í endurskoðunarnefnd laga um stofnlánadeild landbúnaðarins. Magnús Jónsson ólst upp við sveitastörf og vann oft síðar á ævinni í sumarleyfum við hey- skap á búi foreldra sinna i Skagafirði. Á námsárunum fékk hann í störfum sínum á sumrum nokkur kynni af atvinnuháttum við sjávarsíðuna. Hann var oft Guðbrandur ísberg valinn til forustustarfa við lausn vanda í atvinnu- og byggðamál- um og kom lífsreynsla hans og kunnugleiki að haldi þar og ekki sízt í því aðalstarfi sem hann gegndi lengst, bankastjórastarfi í Búnaðarbanka íslands. Magnús Jónsson var alla ævi bindindismaður og áhugasamur um bindindismál. Hann var á skólaárum i stjórn Sambands bindindisfélaga i skólum og 1955—1957 var hann formaður Landssambandsins gegn áfeng- isbölinu, auk þeirra starfa á því sviði, sem áður er getið. Magnús Jónsson hóf ungur af- skipti af stjórnmálum, og var, eins og áður er getið, valinn til forustu- og ábyrgðarstarfa af flokksbræðrum sínum. f fimm ár vann hann í fjármálaráðuneyt- inu og átti síðan sæti í fjárveit- inganefnd, þangað til hann tók við bankastjórastörfum og var formaður nefndarinnar á síðasta þinginu. Hann var þvi vel undir það búinn að taka við starfi fjár- málaráðherra. í því starfi beitti hann sér fyrir nýrri skipan við gerð fjárlaga og stýrði fjármál- um ríkisins af þekkingu og glöggskyggni bæði í góðu og óhagstæðu árferði. Magnús Jónsson vandaði til allra verka sinna. Hann vakti Magnús Jónsson ungur athygli í ræðustól fyrir mælsku og rökfestu. Hann var heilsteyptur, sanngjarn og ósérhlífinn og naut trausts sam- starfsmanna sinna á Alþingi og í öðrum stofnunum. Á góðum aldri varð hann fyrir alvarlegri heilsubilun og hlaut þá að létta af sér störfum. Með kjarki og þrautseigju og dyggum stuðn- ingi, komst hann fljótlega aftur til aðalstarfs síns, sem hann gegndi með eðlislægri samvizku- semi og árvekni til síðasta ævi- dags. Guðbrandur ísberg var fæddur 28. maí 1893 í Snóksdal í Mið- dalahreppi í Dalasýslu. Foreldr- ar hans voru hjónin Magnús bóndi þar Kristjánsson og Guð- rún Gísladóttir. Árið 1916 tók hann sér ættarnafnið ísberg. Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík 1916 eftir þriggja ára nám þar. Um haustið fór hann til Kaup- mannahafnar og tók að nema hagfræði í háskólanum þar. Á árunum 1917—1919 var hann jafnframt námi starfsmaður í ís- lenzku stjórnarráðsskrifstofunni í Kaupmannahöfn. Haustið 1919 hóf hann lögfræðinám í Háskóla íslands og lauk prófi 1923. Síðan rak hann málaflutningsskrif- ísberg stofu á Akureyri og stundaði jafnframt búskap á Möðrufelli í Hrafnagilshreppi. 1931—1932 var hann fulltrúi sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfóg- etans á Akureyri, bjó þá á nýbýl- inu Litla-Hvammi í Hrafnagils- hreppi. Haustið 1932 varð hann sýslumaður i Húnavatnssýslum og gegndi því embætti til 1960. Hann var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var kjör- inn þingmaður Akureyringa 1931 og átti sæti á Alþingi til 1937, sat á 8 þingum alls. For- maður yfirkjörstjórnar Norður- landskjördæmis vestra var hann 1959-1967. Guðbrandur Isberg var tveggja ára þegar móðir hans dó og sex ára missti hann föður sinn. Innan fermingaraldurs fór hann að sjá fyrir sér sjálfur og vann á unglingsárum í sveit og á sjó. Hugur hans stefndi til mennta þegar aðstæður leyfðu. Hann nam í unglingaskóla í Hjarðarholti í Dölum og settist í 4. bekk Menntaskólans í Reykja- vík tvítugur að aldri. Tæpa þrjá áratugi var hann sýslumaður og naut vinsælda í héraði. Hann stundaði lengi búskap jafnframt öðrum störfum, var áhugamaður um hestamennsku og átti góð- hesta til æviloka. Á Alþingi átti hann fyrst sæti í sjávarútvegs- og menntamálanefndum, síðar í landbúnaðar-, allsherjar- og iðn- aðarnefndum. Hann tók jafnan talsverðan þátt í umræðum á þingi, var vel máli farinn og gagnorður. Á síðasta þingi sínu flutti hann að tilstuðlan forráða- manna Akureyrarkaupstaðar frumvarp, sem varð að lögum, um virkjun Laxár 1 Suður- Þingeyjarsýslu. Nú er hátt í hálfa öld síðan hann sá sér ekki fært að vera í framboði lengur vegna embættisanna og hvarf af Alþingi. Ég vil biðja háttvirta alþing- ismenn að minnast Magnúsar Jónssonar og Guðbrands Is- bergs, með því að rísa úr sætum. Nokkrir fulltrúar í undirbúningsnefnd Samtaka um friðaruppeldi. Á myndinni eru frá vinstri: Helga Bachmann, María Jóhanna Lírusdóttir, Gunnar Karlsson, Bergljót Ingvadóttir, Anne Berit Mörch, Keneva Kunz, Sólveig Georgsdóttir og Ingibjörg Hafstað. Morgunblaðia/ KÖE. „Samtök um friðaruppeldiu stofnuð næsta laugardag „SAMTÖK um friðaruppeldi" verða stofnuð næstkomandi laugardag, en að samtökunum standa ýmsir þeir sem að uppeldismálum vinna, svo sem kennar- ar á ýmsum skólastigum og fóstrur og fleiri, ao því er fram kom á blaðamannafundi sem undirbúnings- nefnd um stofnun samtakanna hélt, en þar voru saman kemnir nokkrir full- trúar úr nefndinni. I fréttatilkynningu frá samtökun- um kemur m.a. fram að þau séu stofnuð til þess að vinna að alheims- friði og afvopnun, en einkum ætla samtökin að stuðla að því að nám og uppeldi rækti með fólki friðarvilja, veki skilning á öðrum þjóðum og um- burðarlyndi og hvetji til alþjóðlegrar samvinnu. Við það starf skuli hafa að leiðarljósi samþykkt Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, frá 1974 um fræðslu til skilnings á milli þjóða, samvinnu og friðar. Á stofnfundi samtakanna mun Eva Nordland, prófessor við Óslóar- háskóla, flytja erindi, en einnig talar þar Mange Askeland, kennari, full- trúi samtakanna „Lærer for fred“ í Noregi, og einnig mun söngkonan Birgitta Grimstad syngja. Einnig mun Jónas Pálsson, rektor Kennara- háskóla fslands, flytja ávarp, Nína Baldvinsdóttir kennari setur fundinn og nemendur í uppeldisfræði við Há- skóla Islands ræða verkefni, sem þeir hafa unnið, um „menntun f þágu frið- ar“. Stofnfundurinn verður í Nor- ræna húsinu á laugardag. Á laugardagskvöld verður opið hús í Þingholti á vegum Friðarhreyfingar ísl. kvenna, en þar verða jafnframt staddir hinir erlendu gestir. Á sunnudag verður loks dagskrá á vegum Friðarsamtaka listamanna í Norræna húsinu. Þar munu leikarar Leikfélags Reykjavíkur flytja atriði úr Gísl, Eva Nordland flytur erindi og Birgitta Grimstad syngur. Þá munu þeir Gísli Magnússon og Gunn- ar Kvaran leika á hljóðfæri, Anna Kristín Þórðardóttir les ljóð og loks syngur Karlakór Reykjavfkur. Fimmtudagskvöld á Hótel Loftleiðum: Opinn fundur um útflutning íslenskra undaneldishrossa ÚTFLUTNINGUR undaneldis- hrossa, skattlagning á undaneldis- hross til útflutnings og lágmarks- verð á útflutt hross, verða til um- ræðu á almennum fundi á Hótel Loftleiðum á fimmtudagskvöldið. Fundurinn er haldinn að frum- kvæði íþróttadeildar hestamanna- félagsins Fáks í Reykjavík, og er formaður deildarinnar, Ólafur Örn Pétursson, fundarstjóri. Meðal frummælenda á fundin- um verða þeir Gunnar Bjarnason hrossaútflutningsráðunautur, Þorkell Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur Búnaðarfélags Is- lands, Ragnar Tómasson lögfræð- ingur og Magnús Friðgeirsson starfsmaður SIS, en Sambandið hefur um árabii verið helsti hrossaútflytjandinn hér á landi. Svo sem fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins undan- farið, hafa staðið miklar deilur um hrossaútflutning, einkum í kjölfar umdeildrar ákvörðunar um lágmarksverð á útflutt undan- eldishross. Ragnar Tómasson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þessar umræður væru til- efni fundarins, og áhugamönnum um þessi mál þætti æskilegt að unnt væri að ræða þau af hrein- skilni á opnum fundi. liminn: Fundur með ritstjóra og framkvæmdastjóra í gær STU'ITUR fundur var haldinn í gær á dagblaðinu Tímanum, þar sem nýráðinn ritstjóri, Magnús Ólafsson og nýráðinn framkvæmdastjóri, Sig- urður Skagfjörð Sigurðsson, hittu starfsmenn blaðsins. Samkvæmt upplýsingum er Morgunblaðið fékk í gær, er búist við að unnið verði að endurráðn- ingu blaðamanna í dag og á morg- un, en öllum starfsmönnum blaðs- ins var sem kunnugt er sagt upp, þegar Nútíminn hf. yfirtók rekst- ur Tímans af Framsóknarflokkn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.