Morgunblaðið - 24.01.1984, Side 26

Morgunblaðið - 24.01.1984, Side 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 Versta veður austan hafs og vestan Nokkrir bflar á kafi í sköflum skammt frá Inverness í Skotlandi um helgina. I Tugir létu lífíð — en veðurspá er hagstæð Edinborg, Lundúnum, New York og víðar, 23. janúar. AP. AFLEITT VEÐUR var vída vestan hafs og austan um helgina, snjó- koma mikil, skafrenningur og mikill kuldi. Stórhríð var í Skotlandi öllu og náöi hún niður um allar Bret- landseyjar þó verst hafi veðrið verið í Skotlandi. Manntjón varö í óveðr- inu, 9 manns létu lífið, 6 í Skotlandi, 3 sunnar. í Bandaríkjunum létu 43 lífið beint eöa óbeint vegna mikils kuldakasts sem þar gekk yfir og varð kuldinn sums staðar enn meiri en í hinu mikla kuldakasti sem þar var fyrr í vetur. f Skotlandi lamaðisl allt at- hafnalíf vegna mikillar fannkomu og kulda. Þar létu 3 fjallgöngu- garpar lífið og tveggja var enn saknað er síðast fréttist. Símvirki einn lét lífið er staur, sem hann var að vinna uppi í, brast og tvö gamalmenni fundust látin, höfðu orðið úti. í Miðlöndunum í Eng- landi lét 19 ára piltur lífið. Bifreið sem hann ók rakst á tré og lagði hann fótgangandi af stað til bæja. Eftir að hafa gengið 5 km gafst hann upp og varð úti. Tveir til viðbótar, einn á Englandi og ann- ar á Norður-írlandi, létust í um- ferðaróhöppum vegna veðursins. f Bandaríkjunum var frostið sums staðar ógnvænlegt, allt að 40 stig á celsíus. Alls staðar var kalt, Átök í Santiago: Tólf manns handteknir Santiago, Chile, 23. jan. AP. UM FIMM hundruð félagar í Kristi- lega demókrataflokknum efndu á laugardaginn til mótmælaaðgerða gegn herforingjastjórninni, en þá voru liðin tvö ár frá því leiðtogi flokksins, Eduardo Frei, lést. Aðgerðirnar fóru friðsamlega fram í fyrstu, en til átaka kom þegar óeirðalögreglan hóf afskipti af nokkrum mótmælenda sem brugðust hart við. Tólf manns voru þá handteknir. Frei var forseti Chile um sex ára skeið, frá 1964—1970, en þá var Salvador Allende kjörinn for- seti. miskalt þó, og víða var mikil úr- koma í líki snjókomu. Fjöldi um- ferðaróhappa varð vegna hinna slæmu skilyrða, í einu tilviki rakst strætisvagn fyrir skólabörn á vörubíl og létu 9 manns lífið. Þá lét einn maður lífið í New York er Moskvu, 23. janúar. AP. NÝ SOVÉSK kvikmynd eftir skáldið Yevgeny Yevtusenko, þar sem sýndar eru tvær sérstæðar nektarsenur svo og langur þáttur um rabbí sem situr í járnbrautarlest og les hebresku, hef- ur verið frumsýnd í Moskvu og vakið verulega eftirtekt. Yevtusenko sagði í dag, að hann efaðist um að myndin færi víða. Kvikmyndin hefur þegar fengið bæði lof og last og fyrir utan þau tvö atriði sem ofar er vikið að, vakti einnig athygli ítarleg lýsing á síbersku þorpi í síðari heimsstyrjöld- inni. Ekkert þessara þriggja efna hef- ur átt upp á pallborðið í sovézkum kvikmyndum. Kvikmyndin heitir „Barnaheim- ilið“ og mun segja í stórum drátt- um söguna af því þegar Yevtusenko var fluttur frá Moskvu til Síberíu meðan heimsstyrjöldin síðari stóð yfir, svo og bernsku hans þar. Síðar í myndinni er síðan sena þar sem nakin rússnesk kona kemur hlaup- andi út úr gufubaði og striplast um í snjónum fyrir utan, hin kátasta. Síðari nektarsenan sýnir svo unga brúði, sem fagnar bónda sínum á hann reyndi drukkinn að komast inn á heimili vinar síns. Ekki tókst það og sofnaði maðurinn úti í gaddinum. Þannig mætti áfram telja, enda létust 43 sem fyrr segir í þeim 14 ríkjum sem verst urðu úti. brúðkaupsnóttinni. „Sovézkt fólk er ekki vant því að sjá nektarsen- ur,“ sagði Yevtusenko. „Ef menn íhuga rússneskar bókmenntir munu menn átta sig á að þar er lítið um ástleitni hvað þá opinská- ar ástarfarslýsingar." Ekki vekur þó síður eftirtekt járnbrautarlest- arkaflinn, þar sem rabbíinn er að- alpersónan og fólk leitar til hans af Beirút, 23. janúar. AP. DRÚSAR héldu áfram skotárásurn á bækistöðvar stjórnarhersins í Beirút í dag. Ekki er vitað hvort stjórnar- herinn hefur svarað í sömu mynt. Sólarhringur er síðan leiðtogi drúsa, Walid Jumblatt, lýsti því yfir að bardögum yrði haldið áfram þar til ný ríkisstjórn hefði Veðurspáin var bærileg bæði vestan hafs og austan. f Banda- ríkjunum var frostið þegar byrjað að minnka talsvert í gærmorgun og þó spáð væri köldu veðri á Bretlandseyjum átti veður þó að vera kyrrt. aðdáun og hrifningu. Slíkt hefur naumast nokkru sinni sézt í sov- ézkum myndum, enda eiga gyð- ingar ekki upp á pallborið í því vísa landi eins og alkunna er. Yevtus- enko sagði að yfirvöld hefðu ráð- lagt honum að klippa nektarsen- urnar og rabbísenuna út, en hann hefði ákveðið að gera það ekki. „Ef maður réttir ritskoðuninni litla puttann gleypir hún alla höndina áður en við er litið,“ sagði skáldið að lokinni frumsýningu. verið mynduð í Líbanon. Jumblatt staðhæfir að stjórnin sé ófær um að finna lausn á vandamálum landsins. Alla síðustu viku hafa geisað harðir bardagar í Beirút, og hefur fjöldi óbreyttra borgara fallið og særst. Mitterrand Frakklandsforseti og Thatcher forsætisráðherra Bretlands, áttu með sér óvæntan fund í París í dag í boði forsetans. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli. Raungóður rabbí og berar konur —Ný mynd Yevtusenko vekur umtal Drúsar reyna að knýja stjórnina frá OFSA- VEÐUR í FÆR- EYJUM Þórshöfii, 23. jan. Frá Jogvan Arge, fréttaritara Mbl. AFTAKAVEÐUR gekk yfir Færeyjar aðfaranótt sunnudags og urðu tals- verðar skemmdir á hafnargörðum víðs vegar um eyjarnar og bryggjan í Þórshöfn eyðilagðist. Um eitt hundrað smábátar sukku. Þetta er mesta óveður sem Fær- eyingar muna í mörg ár. Enginn slasaðist en minniháttar skemmdir urðu á ýmsum mannvirkjum í landi þegar suðvestanáttin lét sem ófrið- legast. Mesti veðrahamurinn var frá því kl. 11 á laugardagskvöld og fram til 10 á sunnudagsmorgun, en þá létti til, og er veður nú skaplegt í Fær- eyjum. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Berlín BrUssel Chicago Dublin Feneyjar Qenf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhanneaarborg Laa Palmas Liaaabon London Loa Angelea Madrid Majorka Malaga Miami Moakva New York Nýja Delhi Oaló Paria Peking Perth Reykjavík Rió de Janeiró Róm San Franciaco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg +4 anjóól 2 akýjaó +1 akýjaö 7 anjókoma +5 snjókoma 4 heióskírt 5 mistur 8 skýjaó +10 heióskírt 13 skýjaó 14 heióakírt 24 heiöskirt 17 alskýjaó 16 rigning 6 rigning 20 heióskfrt 16 skýjaó 17 akýjaó 18 skýjaó 25 skýjaó +2 skýjaó +4 skýjaó 21 heióskirt -9 skýjaó 10 skýjað 5 heióskírt 23 heiöskirt +4 úrk.i grennd 32 skýjaó 16 rigning 12 heióskfrt -2 heióskírt 24 heiðskirt 16 heióskirt 8 skýjaó 9 skýjaó +2 snjókoma Hassan hætt- ir við verð- hækkanir Rabat, 23. janúar. AP. HASSAN konungur Marokkó hefur fyrirskipað ríkisstjórn sinni að hætta við þær verðhækkanir á matvörum sem fyrirhugaðar voru og hafa að undanfornu valdið blóðugum óeirð- um í landinu. í ávarpi sem Hassan flutti í út- varpi og sjónvarpi á sunnudags- kvöld sakaði hann leyniþjónustu ísraela og írana um að skipu- leggja óeirðirnar, og sagði að röð og reglu yrði komið á á ný. Hassan sagði að könnun, sem hann hefði látið gera á áhrifum verðhækkana, hefði leitt í ljós að þær kæmu illa við stóran hluta þjóðarinnar, og því hefði hann ákveðið að fallið skyldi frá þeim. Konungur fjallaði ekki um mannfall í óeirðunum að undan- förnu, en heimildir meðal erlendra sendifulltrúa í Marokkó segja, að tugir manna hafi týnt lífinu. Spænsk blöð tala um allt að 200 manns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.