Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 41 fclk í (Si fréttum ... Á. Arftakar Prúðuleikaranna kjörnir besta barnaefnið + í sjónvarpi víða erlendis er nú veriö aó sýna barnaþœtti, sem um margt minna á Prúöuleikarana, enda er höfundur þeirra sá sami, Jim Henson. Aö vísu koma ekki við sögu froskurinn Kermit eöa hún Svínka, en persónurnar koma þó dálítiö kunnuglega fyrir sjónir. í þáttunum er sögö saga eða ævintýri úr undirheimum og þar er margur furöufuglinn á ferli. Um sumt minna undirheimarnir á mannheima og stundum rekast þessir tveir heimar á. Fyrir rúmum tveimur mánuöum voru þessir þættir kjörnir „Besta barnaefniö í sjónvarpi áriö 1983“ og fengu Emmy-verölaunin aö auki. Danir ætla aö taka þættina til sýningar í haust og þótt þeir þyki ekki almennt neinir hreintungumenn, frændur vorir í Danmörku, bjóöa þeir ekki börnunum sínum upp á sjónvarpsefni á erlendu máli. Þess vegna veröur danska í þáttunum og hafa margir leikarar og aörir vel mæltir menn verið fengnir til aö leggja þar hönd á plóginn. Duncan Kenworthy, framleióandi þéttanna, ásamt einum aöalleikaranum. Þjóðverjar berjast um beinagrind + Sumir eru frasgir og umdeildir jafnt í lifanda lífi sem handan grafar og dauða, en þaö er hins vegar óalgengt, aö slegist sé um skrokkinn eöa þaó sem eftir er af honum, bæöi lifandi og dauöan. Þannig er þetta þó meö leifarn- ar af frægasta ræningja sem uppi hefur veriö í Þýskalandi, Johannes Buckler, sem kallaöur var „Schinderhannes". Hann hólt sig mest i skógunum viö Rín og al- menningur haföi hann í svipuöu uppáhaldi og ensk alþýöa Hróa hött. Yfirvöldin höfðu hendur í hárí Schinderhannesar áriö 1803 og sama ár var hann leiddur undir fallöxina í Mainz. Fallöxin batt ekki endl á oröstír- inn, sem Schinderhannes haföi getiö sér, og eftir dauöa hans voru fjöldamörg gistihús og krár nefnd eftir honum. Nú nýlega kom hins vegar í Ijós, aö beinagrind hans er enn í „fullu fjöri“ í háskólanum í Heidelberg og notuö þar sem kennslutæki í líffærafræöi. Þegar þaö vitnaöist, var stofnaöur fé- iagsskapur um beinagrindina og er þaö markmiðiö aö fá hana flutta til Mainz. i því skyni efndu félags- menn fyrir skemmstu til mikillar blysfarar um borgina og afhentu aö lokum borgarstjóranum kröfur sínar. I Heidelberg vilja menn hins vegar ekki missa þessa sögulegu beinagrind og raunar hafa sumir dregiö í efa, aö hún sé af Shind- erhannes. Forssmann prófessor viö háskólann er þó ekki í neinum vafa og segir, aö Schinderhannes hafi veriö einstaklega myndarlegur maöur. Beinagrindin er auk þess vel fallin til kennslu í réttarlæknis- fræöi vegna ummerkjanna eftir fallöxina og eftir hnífsstungu sem sjá má á einu bringubeinanna. ^Dale . Carneeie námskeiðið rv.ynningartundur veröur i kvöld kl. 21.00 aó Síöumúla 35, uppi. Allir velkomnir. Námskeiöiö getur hjálpaö þér: • Að öólast meiri trú á sjálfan þig og hæfileika þína. • Aö byggja upp jákvsaöara vióhorf gagnvart lífinu. • Aö ná betri samvinnu vió starfsfélaga, fjölskyldu og vini. • Aö þjálfa minnið á nöfn, andlit og staóreyndir. • Aó læra aö skipuleggja og nota tímann betur. • Aö byggja upp meira öryggi viö ákvaröanatöku og lausn vandamála. • Að skilja betur sjálfan þig og aöra. • Að auka hæfileika þína, aó tjá þig betur og meó meiri árangrí. • Aó ná betra valdi á sjálfum þér í ræóumennsku. • Að öólast meiri viöurkenningu og viróingu sem einstaklingur. • Aö byggja upp meira öryggi og hæfni til leiötogastarta. • Aó eiga auóveldara meó aó hitta nýtt fólk og mæta nýjum verkefnum. • Aó veróa hæfari í því, aó fá örvandi samvinnu frá öórum. • Aö ná meira valdi yfir áhyggjum og kvíöa í daglegu lífi. • Aö meta eigin hæfileika og setja þér ný persónuleg markmiö. 82411 Einkaleyfi á Islandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson MetsöluNaóá hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.