Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 sagbl \pcra/5 i loahinu S'/onci Len^i / " ttCE/1/\nfl /lsí er ... að óska þess sama. ser TM Rag. U.S Pat. Off. —aH rights reserved ©1983 Los Aogeies Times Syndicate Með morgunkaffinu Ég sæki garmana mína og svo förum viA bara saman? HÖGNI HREKKVÍSI „HAnn ERAP HANNA NýjA A*£>A X KAllAAIArS- OÓSiK." Frá þingsetningu í október 1983. Vigdís klæðist skautbúningi Guðrún Jósteinsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: - Ég tel að ef forsetinn okkar, sem svo vel vill til að er nú kona, klæddist skautbún- ingi við þingsetningu, væri það miklu þjóðlegra og á allan hátt virðulegra, auk þess sem það hefði góð áhrif á alþing- ismenn. Þingsetning er mjög hátíð- leg og mér fyndist einnig mjög viðeigandi að hún klæddist skautbúningi þegar hún flytur sitt árlega nýársávarp. Þjóð- búningurinn okkar er með virðulegustu þjóðbúningum og mér finnst mjög við hæfi að hún klæðist honum við virð- ulegar og hátíðlegar athafnir. Svona menn þarf þjóð- in að heyra oftar Einn þakklátur skrifar 11. janúar: „Mikið lifandi skelfing var gott að hlusta á Gunnar Björnsson, formann Meistar- asambands byggingarmanna, í fréttaauka útvarpsins í kvöld. Þar var hvorki víl né harmagrátur, en fréttamenn reyna allt hvað af tekur að hrópa yfir alþjóð: „tJlfur, úlf- ur! Atvinnuleysi! Basl! Hörm- ungar!" Maður er óskaplega leiður á að heyra hvernig fjölmiðlar reyna að gera alla óánægða með hlutskipti sitt og það er alveg sama þó menn taki sæmilega undir: „Er nú ekki útlit fyrir atvinnuleysi og samdrátt?" er spurt aftur og aftur og „er nú ekki útlit fyrir atvinnuleysi og samdrátt?" Aldrei reyna þessir blessuðu menn að vera jákvæðir og spyrja jákvætt: „Heldurðu ekki að úr muni rætast?" Þannig er aldrei spurt, en af- tur á móti reynt að draga niður og mála sem dekksta mynd af ástandi, sem vonandi er tímabundið og horfir til bætts lífs í þessu landi. Þakkir til Gunnars Björnss- onar fyrir að taka jákvætt undir harmagrát fréttam- annsins, sem komst ekkert áfram með að mála fjandann á vegginn. Svona mönnum þarf þjóðin að heyra oftar í og svona menn ættu að koma fram í blöðum og útvarpi og láta landslýð heyra að ástand- ið er ekki eins hörmulegt og fréttamenn lýsa því.“ Þcssir hringdu . . . Hreppaflutningar skóla- stjórans á Þingeyri: Vonandi flytur Morgunblaðið hann ekki í Skálholt næst! Hulda Sigfúsdóttir hringdi frá Þingeyri og hafði eftirfarandi að segja: — „Við Þingeyringar erum að verða leiðir á þessum eilífa hreppaflutningi skólastjórans okkar, Hallgríms Sveinssonar, að minnsta kosti við sem kenn- um með honum. f grein, sem hann skrifar í Velvakanda í des- ember um uppbyggingu nýrra fjallvega á Vestfjörðum, er hann sagður skólastjóri á Hrafnseyri og í Morgunblaðinu í gær (fimmtudaginn 19. janúar), þar sem hann skýrir frá samanburði á kunnáttu nemenda í Ameríku og grunnskólanum á Þingeyri, hvort þeir geti fundið landið sitt á hnattlíkani, er hann sagður skólastjóri grunnskólans á Ak- ureyri. Síðan er fréttin náttúru- lega frá Þingeyri ... Við Þingeyringar vonum bara fastlega að Morgunblaðið fiytji hann ekki í Skálholt næst, því við viljum halda honum hérna á Þingeyri! Noti heita vatnið — í stað þess að kaupa olíu fyrir 600.000 kr. á sólarhring Nestor hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mér finnst alveg út í bláinn að það sé verið að kynda með olíu hér í Reykjavík, þegar nóg er af heitu vatni til að kynda með. Ég hef bent á það áður að úti í Örfirisey er alveg nóg af sjóð- andi heitu vatni nokkra metra ofan í jörðinni. Það er alveg út í bláinn, að menn skuli kaupa olíu fyrir 600.000 krónur á sólar- hring, þegar heita vatnið er þarna rétt fyrir neðan, alveg ókeypis. Psycho II sýnd lengur! Flosi Þorgeirsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að fara fram á það við Laugarásbíó að það haldi áfram að sýna kvikmynd- ina Psycho 2. Hin kvikmynda- húsin halda áfram að sýna jóla- myndir sínar, en ekki Laugar- ásbíó. Ég ætlaði að fara að sjá myndina Psycho 2, því hún var auglýst í dagblaðinu Tímanum, en þegar ég kom ásamt vinum mínum í Laugarásbíó, var okkur tilkynnt að sýningum á þessari mynd væri lokið. Eg vil sem sagt að Psycho 2 verði sýnd lengur. Hefur ekkert gert af sér Friðborg Jónsdóttir 12 ára hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Kæri Velvakandi. Mér finnst asnalegt að ætlast til þess að Albert Guðmundsson losi sig við hundinn sinn, sem hefur ekkert gert af sér. Ég á sjálf hund sem er sex ára. Við fengum hann þegar ég var sex ára og aldrei í lífinu myndi ég losa mig við hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.