Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 15 Helgi Þ. Frið- þjófsson í List- munahúsinu Myndlist Valtýr Pétursson Einn af frammámönnum í hinu nýja málverki sýnir nú verk sín í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Það er Helgi Þorgils Friðjónsson sem hér er á ferð og auðsjáanlega hefur hann vandað vel til sýningar þessarar. Um það verður ekki deilt, að hér er á ferð afar fram- sækinn og dugmikill málari, sem vinnur í anda samtíðar sinnar, sveiflar penslinum af miklum móð og virðist hafa mikið á herðum sér. Heimsins angist er finnanleg í sumum þessara verka, önnur eru byggð á kynlegum verum og penis kemur þarna nokkuð við sögu. Þarna eru málverk í meirihluta, og einnig eru þarna smærri mynd- ir, handlituð grafík, ef ég hef séð rétt, og einmitt af þeim myndum má ráða, að hér er hæfileikamað- ur á ferð. Máiverkin eru sum í stærra lagi og nokkuð hrá á köfl- um, en stundum bregður fyrir myndrænum æðum, ef svo mætti að orði kveða. Ég hef séð sum af verkum Helga Þorgils áður á sýn- ingum, og ég held, að fullyrða megi, að hér sé hann meir í essinu sínu en áður hefur verið. Þarna á sýningu Helga eru einnig bækur, en margir af myndlistarmönnum úr yngri hópnum hafa lagt nokkra stund á slíka bókagerð. Ekki get ég fullyrt, að þessi bókagerð hafi sagt mér eitt eða annað, en þar er við mig sjálfan að sakast en ekki hina ungu listamenn. Þá eru þarna nokkrir SKúlptúrar, sem ég set ekki í sama flokk og það besta af málverkunum. Það má því með sanni segja, að þessi ungi lista- maður leggi gerva hönd á margt, en það er einkennandi fyrir unga listamenn í dag, að allt er virkjað til listsköpunar hvort heldur um liti er að ræða, teikningu, skúlptúr eða jafnvel hreyfingar. En það er engu líkara en að málverkið sé að ryðja sumu þessu til hliðar og hertaka hugi manna, eins og hér áður fyrr á árunum. Þetta er dálítið merkileg sýning hja Helga Þorgils, og hann má vel við una hvað framvindu mála snertir. Hann hefur stundað listgrein sína af miklum móð, og þessi sýning ber því sannarlega vitni. Helgi er auðsjáanlega í hraðri mótun, og ekki skal ég spá neinu um hvað verður á næstunni í myndlist hans, en það má vel hafa auga með þessum unga manni, og vonandi fær hann tæki- færi til að helga sig list sinni, svo að árangur náist í samræmi við þá augljósu hæfileika, sem þarna eru á ferðinni. Svo hef ég ekki þetta skrif lengra að sinni, en óska Helga Þorgils til hamingju með þann áfanga, er þessi sýning hans markar á ferli hans sem mynd- listarmanns. bragðsstöðu albúnir að setja í gang vígvél sem engu eirir. En hrikalegri er sú staðreynd að tveir einstaklingar — sem sök- um aldurs gætu hæglega verið farnir að kalka — haldi fjöregg- inu mikla í hendi sér. Það skyldi þó aldrei vera að þriðja heims- styrjöldin teldist elliglöp? Fáránleg staðhæfing kunna menn að segja, en vita þeir hinir söpiu að 9. nóvember 1979 og þann 3. júní 1980 komu óvina- eldflaugar fram á sjónvarps- skermum í stjórnstöðvum bandaríska hersins? Þær reynd- ust til allrar hamingju vera til- búningur tölvukerfis þess hins sama og stýrir hinum vestræna kjarnabúnaði. Við skulum bara vona að næst þegar slíkar flaug- ar birtast á skermi atómráðenda verði þær tilbúningur misviturra rafheila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.