Morgunblaðið - 01.02.1984, Side 11

Morgunblaðið - 01.02.1984, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 Ráðstefna BHM um undirbúning háskólanáms og aögang aó háskóla: Morgunblaóió Kristján Einarsson. Bandalag háskólamanna (BHM) hélt 26. nóvember sl. ráðstefnu um undirbúning há- skólanáms og aðgang að háskóla, og var ráðstefnan vel sótt. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra ávarpaði fundarmenn, en framsögumenn voru þeir Guðni Guð- mundsson rektor Menntaskólans í Reykja- vík, Guðmundur Arnlaugsson fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Guð- mundur Magnússon rektor Háskóla íslands og Halldór Guðjónsson kennslustjóri Háskól- ans. Framsögumenn svöruðu fyrirspurnum, umræður urðu miklar og ráðstefnunni lauk með pallborðsumræðum undir stjórn Þóris Einarssonar prófessors. Fundarstjóri á ráð- stefnunni var Gunnlaugur Astgeirsson menntaskólakennari. Morgunblaðið sat ráðstefnuna og birtir í dag frásögn af því helzta, er þar fór fram. Ragnheiður Torfadóttir varaformaður BHM setti ráðstefnuna. Hún bauð ráð- stefnugesti velkomna og gat þess, að Bandalag háskólamanna væri 25 ára um þessar mundir. Það hefði á þessum árum gengizt fyrir ýmsum ráðstefnum um menntun á íslandi og önnur hugðarefni háskólamanna. Ragnheiður sagði síðan: „Þessar ráðstefnur eru þáttur í baráttu bandalagsins fyrir aukinni þekkingu, betri menntun og bættri afkomu íslenzku þjóð- arinnar bæði andlegri og veraldlegri. Til þess að þjóðinni megi vel farnast, þurfum við að vanda til allra hluta og ekki sízt menntunar þess unga fólks, sem tekur við af okkur. Hver maður hefur til síns ágætis nokkuð, en hæfileikarnir eru mis- munandi, og ekki hentar öllum hið sama, en við verðum að reyna að þroska hæfi- leika hvers manns. Við þurfum að veita mönnum starfsmenntun við hæfi, svo að þeir valdi því hlutverki, sem þeir velja sér. Við þurfum að hjálpa þeim að vita, kunna og skilja þannig, að þeir vilji vita meira, kunna meira og skilja meira. Við þurfum að gefa hverjum manni þann auð, sem í menntun er fólginn. Þetta er að vísu hæg- ara sagt en gert, og ýmsum okkar finnst við sjálfsagt ekki vandanum vaxin. Við megum þó ekki láta vandann vaxa okkur svo í augum, að við leggjum árar í bát og látum reka á reiðanum." „Qualité, diversité, responsabilité“ Undir lok setningarræðu sinnar sagði Ragnheiður: „Menn hafa haft á orði, að á íslandi vanti menntastefnu og löggjöf um menntun. Bandalag háskólamanna vill ekki liggja á liði sínu við mótun íslenzkrar menntastefnu. Þess vegna hefur það enn boðið til ráðstefnu og fengið til liðs við sig suma þá menn, sem gerst mega þekkja þau mál, sem til umræðu eru. f vikunni sem leið barst mér í hendur nýútkomin bók eftir Laurent Schwartz, frægan franskan stærðfræðing, bók, sem hann kveðst skrifa til bjargar frönskum háskóla. Hann ræðir þar m.a. lög um æðri menntun og segir, að við eigum ekki að bíða þess aðgerðalaus, að lög falli af himn- um. Þó að lög séu sett og þau fullkomin, sé árangurinn samt undir okkur kominn. Séu lög ófullkomin, velti enn meira á okkur. í lokaorðum bókarinnar segist Laurent Schwartz gera að sínum, boðskap, sem sé í þremur orðum sagt: „Qualité, diversité, responsabilité", þ.e. ágæti, fjölbreytni, ábyrgð. Ég er Schwartz svo hjartanlega sammála, að ég gat ekki stillt mig um að vitna til hans. Bandalag háskólamanna fagnar því, að hér er mikið saman komið af ágæti, fjöl- breytni og ábyrgð, og vonar, að við eigum hér ánægjulegar og árangursríkar sam- ræður í dag.“ Þá ávarpaði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra ráð- stefnugesti. Háskóli Islands er vígi í lífsstríði þjóðarinnar Menntamálaráðherra sagðist vera há- skólamönnum þakklátur fyrir þessa ráð- stefnu: „Viðfangsefni Háskóla íslands er viðfangsefni, sem varðar framtíð okkar þjóðar, ekki aðeins í nútíð, heldur einnig í framtíð. Háskóli fslands er mikið vígi í lífsstríði þessarar litlu, sjálfstæðu þjóðar, og það verður að treysta hvern stein í því vígi.“ Að þessum orðum sögðum, vék ráð- herrann að vaxandi fjölda háskólastúd- enta og sagði m.a.: „Málefni Háskóla fs- lands snúast nú um þessar mundir fyrst og fremst um það, hvar á að stöðva vöxt Há- skólans. Þetta þykir mér vera alvarlegt viðfangsefni og sýnir okkur það, að til eru þeir, sem telja þ&ð bót og lausn vandamála að draga úr vexti Háskóla íslands. Svo einfalt er þetta ekki. Við vitum það að vísu, að það hafa stundum komið fram alvarlegar hugmyndir um það að tak- marka fjölda kennara, jafnvel að leggja niður tilteknar fræðigreinar, sem kennslu- efni í Háskólanum. Eg er þeirrar skoðun- ar, að þetta sé engin lausn. Vissulega er það rétt, að það er áhyggjuefni, að það fá ekki allir, sem hæfileika hafa og fullnægja skilyrðum til inngöngu í Háskóla íslands, þá menntun, sem þeir vilja og þar ætti að standa til boða. Ég hygg, að ástæðan fyrir þessu liggi ekki fyrst og fremst í því, hvað Háskólinn gerir, heldur í því, hvað gert er á menntunarstigunum, áður en Háskóli ís- lands kemur til. Á framhaldsskólastiginu hefur um nokkurt skeið verið stefnt að því, að hver sem þangað kæmi, gæti lokið þaðan námi. Mér finnst of þung áherzla hafa ver- ið iögð á þetta, þar sem svo virðist, að ekki hafi verið gætt sem skyldi, hverjum kröf- um bæri að sinna ... Spurningin er með öðrum orðum ekki sú: A að veita öllum sem vilja aðgang að Háskóla íslands? Hún er öllu fremur sú, á hvaða skólastigi eigi að ákvarða hvort nemandi fái inngöngu í Háskólann eða ekki.“ í lok ávarpsins kvað menntamálaráð- herra ósk sína vera þá, að Háskóli íslands mætti verða þess umkominn að bjóða upp á sem víðtækast, almennt grunnnám, svo að „þeir, sem stúdentsprófi ná og hafa grundvallarþekkingu til þess að takast á við háskólanám, eigi kost á almennu há- skólanámi." Hinum betur gefnu er varla sinnt Guðni Guðmundsson rektor Mennta- skólans í Reykjavík flutti fyrsta framsögu- erindi ráðstefnunnar. Hann sagði í upp- hafi, að öll umræða um vanda Háskólans, aukna aðsókn stúdenta, misjafnan undir- búning þeirra og fall, sem af honum leiddi, og kostnað, sem virtist ævinlega meiri en ríkisvaldið væri reiðubúið að greiða fyrir þá þjónustu við þegnanna, sem þar væri veitt, væri tilgangslaus, nema menn hefðu kjark til að tala af hreinskilni um það, sem mestu máli skipti varðandi háskólanám, nefnilega öll menntunarmál landsins, frá SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.