Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984 7 Sól og sumar í Kaliforníu Til leigu er 3ja herb. íbúö meö tveimur baöherbergjum og húsgögnum á besta staö í Los Angeles. Stutt á ströndina, mjög miösvæöis meö tilliti til Olympíuleikanna og annarra athafna t.d. 5 mín. frá stærstu verslunarmiðstöð í heimi. íbúöinni fylgir sundlaug, heitur pottur m/nuddi, sólbaös- aöstaöa, billiard o.fl. Leigutími 15. júlí — 1. sept. (hugsanlega frá 1. maí). Mjög hagstæö greiöslukjör, í heilu lagi eöa aö hluta. Nánarí upplýsingar í síma 52609 eftir kl. 17.00 eða um helgar. Geymiö auglýsinguna. Veriö velkomin. ópavossbúaT athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, lástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opiö fra kl. 9—18 á virkum dögum og kl. 9—12 á laugardögum. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. Húsgögn Heildverslun Kaupmenn — Kaupfélög um land allt Heildsölubirgöir af hverskonar húsgögnum. Hvergi lægra verö. Hvergi meiri gæöi. Hafiö samband viö sölumann. HDSCACNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410 Mazda 323 1.500 Saloon 1981 Blásanseraöur (1500 vél). 5 gíra, ekinn aö- eins 38 þús. km. Toppbíll. Verö kr. 225 þús. Nu er retti tíminn til bílakaupa Ymis k|ör koma til grema Kom- ið meö gamla bílinn og skiptið upp i nýrri og sem|ið um milli- giof. Bíiar á söluskrá sem fást fyrir skuldabrét. Kaffi ó könnunni allan daginn. Cherokee Pioneer 1983 Rauöur, ekinn 11 þús. 6 cyl., 5 gíra, aflstýri, útvarp. Sem nýr. Verö 1200 þús. AMC Concord Coupé 1979 Brúnsanseraöur m/vinyltopp. 6 cyl. meö öllu Bíll í sérflokki. Verö kr. 210 þús. Skipti á ódýrari bíl. Volvo, Saab 900 o.fl. Milligjöf staögreidd. Ath.: Vantar nýlega litla bíla á sýningarsvæðíö. Subaru 4x4, Golf, Daihatsu, Mazda 323, Saab o.fl. Saab 99 GL 1980 Drapplltaöur, 4ra dyra, eklnn 50 þús. Útvarp og segulband, 2 dekkjagangar. Dráttarkúla o.fl. Verð kr. 260 þús. Colt GL 1980 Rauösanseraöur, útvarp, 2 dekkjagangar. Ekinn 73 þús. Fallegur framdrifsbill. Verö 155 þús. Volvo 345 GLS 1982 Brúnsanz, eklnn 20 þús. Lltvarp, segulband. Verö 330 bús. Skiptl. Lada Sport 1982 Ljósgrænn, ekinn 16 þús. Útvarp, sílsallstar, dráttarkrókur. Verö 240 þús. Sklptl. VORHVÖT: vr. Noregi verði vísað úr NATO Opið bréf til Geirs Hall- i’rímssonar, utanríkisráðherra Sameiginlegir hagsmunir? Ætla mætti aö þeir sem ritstýra Alþýöublaöinu og Þjóðviljanum ættu sameiginlega hagsmuni aö verja í skrifum um Treholt-málið, svo margt er líkt meö því sem í blöðunum er sagt. Til dæmis hafa þau bæöi birt aulafyndið, opið bréf til utanríkisráðherra íslands um málið, bréf sem einkennist af því aö gera landráð í Noregi aö gamanmáli á íslandi. í Staksteinum í dag er meöal annars rætt um þetta misheppnaða bréf. Tvöfeldni Svavars Þjóöviljinn reynir í leiö- ara í gær að bera í bæti- fláka fyrir þá ákvörðun Svavars Cestssonar á með- an hann var heilbrigðis- og tryggingaráðherra að skylda gamla fólkið sem leggst inn á sjúkradeildir að greiða fyrir þá þjónustu. Á máli Þjóðviljans er þessi skattheimta Svavars Gests- sonar auðvitað réttlætis- mál. Blaðið segir: „í mis- heppnuðum gagnárásum á Svavar Gestsson afhjúpar formaður Sjálfstæðis- flokksins að hann vill við- halda misréttinu sem verið hefur á milli aldraðra á stofnunum eftir því hvort þeir hafa haft ferlivist eða veríð rúmliggjandi.“ Þegar Svavar var jafn- réttis- og félagsmálaráð- herra taldi hann eins og lesendur Staksteina muna vafalausL að brot hans sjálfs á jafnréttislögunum værí jafnréttisbaráttunni fyrír bestu. Lenti Svavar f þeirrí sérkennilegu aðstöðu sem jafnréttisráöherra að vera kærður fyrir brot á jafnréttislögunum. Nú þeg- ar á það er bent í umræð- um um gjaldtöku fyrir dvöl á sjúkrahúsum að Svavar hafi lagt slíkt gjald á gam- alt fólk þegar hann var heilbrigðis- og trygginga- ráðherra er skattheimta Svavars að sjálfsögðu leið- rétting á „misrétti". Með hliðsjón af stóryrð- um Svavars Gestssonar núna um mannvonsku þeirra sem velta legugjöld- um sjúkra fyrir sér hefði mátt ætla að hann hefði talið heppilegast að leið- rétta „mLsréttið" hjá gamla fólkinu raeð því að fella niður gjöld í stað þess að fjölga þeim sem þurfa að greiða þau. Treholt í flimtingum Einkennileg er sú árátta ýmissa vinstrisinna hér á landi að hafa landráð Arne Treholts i flimtingum. Lík- lega er þetta gert til að draga úr kveinstöfum þess- ara aðila undan því að á það skuli bent hér í Morg- unblaðinu og annars staöar að Treholt var áhrifamaður í hópi vinstrísinna í Noregi og á Norðurlöndunum. í bjóðviljanum á þriðjudag mátti lesa þessa klausu: „Þannig hefur Morgun- blaðið verið iðið við að klína þeim landráöum, sem Arne Treholt hefur orðið uppvís að, upp á alla vinstrimenn og friðarsinna og fariö í þeim efnum slík- um hamforum að vart get- ur cðlilegt tallst.“(!) í Þjóðviljanum í gær birtist svo opið skopbréf til Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra, um Tre- holt-málið þar sem þess er farið á leit aö Noregi verði vikið úr Atlantshafsbanda- laginu vegna þess að Tre- holt gerðist sekur um land- ráð. Allt frá stúdentsárum barðist Arne Treholt fyrir því að Noregur færi úr NATO og flest bendir til að þessi hugsjón hans hafi orðið til þess að hann gekk f þjónustu KGB og gerðist þar með landráðamaöur. <)g svo koma hinir „fyndnu" vinstrisinnar hér á landi sem vilja bæði ís- land og Noreg úr NATO og leggja til að afhjúpunin á landráðamanninum leiöi til þess að helsta baráttumál hans komist í höfn svo að Sovétstjórnin geti örugg- lega sett Norðmönnum úr- slitakosti. Aulafyndni vinstrisinna á íslandi og þá ekki síst þeirra sem skrifa í Þjóðvilj- ann er af stofukommúnist- um talin heLsta sönnunin fyrir því að hinir misheppn- uðu brandarasmiðir séu hátt yfir aðra hafnir að gáf- um og andlegu atgervi aö öllu leyti. iH-tta fólk á vafa- laust eftir að hlægja lengi og innilega vegna landráöa Arne Treholts. Að vera gjaldgengur Ýmsir ungkratar bæði hér á landi og erlendis eiga þann draum æðstan að vera gjaldgengir í þann hóp vinstrisinna sem stofu- kommúnistum er að skapi. Þetta er ein skýringin á því að ungliðahreyfing norskra jafnaðarmanna var og er jafn vinstrisinnuð og raun ber vitni. Dæmi um slíka ungkrata eru mörg og má þá sérstaklega nefna tvo, þá bræðurna Guðmund Arna Stefánsson, sem nú ritstýrir Alþýðublaðinu, og Gunnlaug Stefánsson, presL sem um tíma sat á þingi fyrír Alþýöuflokkinn. Skríf Guðmundar Árna og málfhitningur Gunnlaugs bera þess glögg merki að þeim er sérstakt kappsmál að teljast til vinstri og rót- tæka armsins í jafnaðar- mannahreyfingunni. Guðmundur Árni reyndi að snúa sig út úr spurning- um Morgunblaðsins um það hvað hann ætti við í leiðara Alþýðublaösins fimmtudaginn 26. janúar þegar hann sagði að „nokkrir íslendingar" hefðu haft „samskipti og samvinnu" við Arne Tre- holt „um árabil". Astæðu- laust er að Guðmundur Árni komist upp með slík- an útúrsnúning, hann sæmir síst af öllu ritstjóra blaðs sem ætla mætti að vildi láta taka mark á orð- um sínum. Skorað er á rit- stjórann að upplýsa hvað fyrír honum vakti i raun I með þessum orðum. HLgÓMPLÖTUR - KASSETTUR STORKOSTLEG RÝMINGARSALA Leggjum niöur hljómplötuverslun okkar og höfum um leiö innkallaö allar okkar plötur og kassettur frá öörum verslunum og seljum nú á rýmingarsölunni nokkra tugi titla af plötum og kassettum meö 80% afslætti. Eftirleiö- is veröur ekkert af þessum titlum á sölumarkaöi. Eitt verð á öllu: Plata eða kassetta á aðeins kr. 70.- UM LEIÐ BJÓÐUM VIÐ NÝJAR PLÖTUR Á 25% AFSLÁTTAR-KYNNINGARVERÐI Opiö alla daga 9—18 SG-Hljómplötur, Ármúla 38. Sími 84549.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.