Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984 Útgefandi nfrXðfrifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið. Láglaunafólk og betur settir Mikil umræða hefur farið fram í þjóðfélaginu um stöðu hinna verst settu, lág- launafólks, og nauðsyn þess að takmarkað svigrúm til launa- breytinga á krepputímum verði fyrst og fremst nýtt í þess þágu. Formenn þeirra stéttarfélaga sem flest láglaunafólk telst til, Iðju og Sóknar, hafa sett fram hugmyndir um, hvern veg skuli að þessu staðið, án þess að breytingin hlaði utan á sig upp allan launastigann og setji verð- bólguhjólin á snarsnúning á ný, með þeim ósköpum sem slíku myndi fylgja. Stjórnvöld hafa nú sett fram nýtt tilboð í kjaradeilu BSRB og ríkisvaldsins. Tilboðið felur það í sér að lægstu laun skuli hækka um 13,3% en laun almennt um 3,5%, sem er innan þeirra marka sem staðreyndir í þjóðar- búskapnum og efnahagsmark- mið stjórnvalda setja. Samið verði um sérstakar færslur milli launaflokka við þá sem skipa 6. launaflokk eða lægri. Þetta tilboð stjórnvalda er stefnumarkandi að því leyti, að það tekur annan veg á lægri launum en hærri, eða á þann hátt, sem almenn umræða hefur staðið til síðustu vikur og mán- uði. Það er ljóst að nú eiga for- ystumenn verkalýðshreyfingar leikinn, ekki aðeins forysta BSRB, því þessir samningar hljóta að verða leiðandi um framhaldið, ef til þeirra verður stofnað sem undanfara al- mennra kjarasamninga í land- inu. Ef einhver alvara er hjá þessum forystumönnum, þegar þeir tala um forgang láglauna- fólks í þröngri stöðu þjóðarbús- ins, þá hljóta þeir að virða þær meginlínur sem fram koma í til- boði stjórnvalda til BSRB. Hitt er svo alveg ljóst, að ef sú prósentuhækkun, sem ríkið hef- ur nú boðið hinum lægst laun- uðu, fer út í launakerfið al- mennt er grundvöllur efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar brostinn. Þjóðartekjur rýrna fyrir- sjáanlega þriðja árið í röð, m.a. vegna stöðunnar í sjávarútvegi og helmingi minni þorskafla, sem veiðiheimildir standa til, en á land barst fyrir aðeins tveim- ur árum. Það sem til skiptanna er, þ.e. þjóðartekjur að frá- dregnum þeim kostnaði sem fylgir öflun þeirra, leyfir ekki launaskrið að ráði. Hvaðeina sem um semst umfram sameig- inlégan skiptahlut, sem í hendi er, brennur á báli nýrrar verð- bólgu eða hrannast upp í er- lendum skuldum. Rekstrarstaða atvinnuvega og samkeppnis- staða íslenzkrar framleiðslu skekkist enn meir með tilheyr- andi áhrifum á atvinnuöryggi í landinu, sem er ekki of beysið fyrir. Á hinn bóginn er almennt við- urkennt að rétta þurfi hlut hinna verst settu, sem herkostn- aður gegn verðbólgunni bitnar harðast á. Afstaða verkalýðsfor- ystunnar til þess máls hefur á stundum verið lítt trúverðug, enda styðst hún einnig við hags- munahópa, sem hafa allt önnur viðhorf á kjaravettvangi. Gagn- rýni láglaunafólks beinist því engu síður gegn verkalýðsfor- ystunni en viðsemjendum hin- um megin við borðið. Aðstæður í þjóðarþúskapnum gera þó öllum viðkomandi erfiðara um vik en oft áður að ganga á svig við réttmæta leiðréttingu á hlut hinna lægst launuðu. Með framangreint í huga verður fróðlegt að fylgjast með hræringum í viðræðum aðila vinnumarkaðarins, bæði í ríkis- búskapnum og á almennum vinnumarkaði. Vonandi verða lyktir þær að hvorttveggja verð- ur virt: Staðreyndir sem við blasa í þjóðarbúskapnum og for- gangur þeirra sem verst eru settir. Nýskipan í mennta- málaráðuneyti Verulegar breytingar eru fyr- irhugaðar í menntamála- ráðuneytinu. Ríkisstjórnin féllst á tillögur Ragnhildar Helga- dóttur, menntamálaráðherra, þar um í fyrradag. Hinu nýja skipulagi er ætlað að afnema margþætta skipulagslega van- kanta á starfsemi ráðuneytisins. í stað tíu deilda, sem fyrir vóru, verður ráðuneytinu nú skipt upp í þrjár meginskrifstofur, þ.e. fjármálaskrifstofu, skólamála- skrifstofu og háskóla- og menn- ingarmálaskrifstofu, með af- mörkuð starfssvið. Jafnframt verður starfandi almenn deild í ráðuneytinu, til hliðar við skrifstofurnar. Þessi skipu- lagsbreyting er reist á tillögum rekstrarverkfræðings, sem unn- ar vóru í nánu samstarfi við ráðuneytisskrifstofu- og deild- arstjóra ráðuneytisins. Skipulagsbreytingin hefur það m.a. í för með sér að skóla- rannsóknadeild verður lögð niður í núverandi mynd, verk- efni hennar færð til Náms- gagnastofnunar, fjármálaskrif- stofu og Rannsóknarstofnunar uppeldismála. I forsendum að þessari breyt- ingu segir m.a. að skortur hafi verið á samnýtingu þekkingar, reynslu og tækja. Auk þess hafi verið „innan ráðuneytisins verk- efni, sem ekki eiga heima í ráðu- neyti, s.s. námsgagnagerð sú, sem fram fer í skólarannsókna- deild. Þetta verk er þess eðlis að engin ástæða er til að vinna það í ráðuneyti". Umræddar breytingar horfa til hins betra og þeim ber að fagna. íslensk uppfinning slær í gegn erlendis Ný gerð af „klappstól" eða stól, sem fella má saman milli þess sem hann er notað- ur, vakti mikla athygli á ný- afstaðinni húsgagnasýningu í Köln í Vestur-Þýskalandi, sem er hin stærsta í heimi. Er þegar hafin fjöldafram- leiðsla á hinum nýja stól. Hönnuður stólsins er Valdi- mar Harðarson arkitekt, og hitti blaðamaður hann að máli nú í vikunni til að for- vitnast um uppfinningu hans og þá athygli, sem stóllinn hefur vakið. Margra ára vinna aö baki „Já, það er rétt,“ sagði Valdimar, „að framleiðsla á þessum stól er nú að hefjast, og ég get ekki annað en verið ánægður með þær móttökur sem hann hefur fengið. Ég er búinn að vera í mörg ár með þennan stól í vinnslu, og því er það óneitanlega gleðilegt, að svo virðist sem nú hilli undir einhvern árangur erfiðisins. Ég held að ég hafi unnið að þessari hugmynd í ein þrjú ár, áður en ég taldi tímabært að sýna hana hús- gagnaframleiðendum. Fyrst fór ég með hana til innlendra framleiðenda, en þegar þar reyndist ekki vera fyrir hendi skilningur eða áhugi, var ekki annað að gera en leita fyrir sér er- lendis. Ég komst í kynni við eitt af þekktustu og stærstu fyrirtækjum Þýskalands á þessu sviði, húsgagna- framleiðslu KUSCH, sem hefur yfir 400 starfsmenn í þjónustu sinni í afar fullkomnum verksmiðjum. Þeir hjá KUSCH tóku mér vel og sýndu hugmyndinni strax mikinn áhuga, og nú um eins árs skeið hefur stóllinn verið í þróun á þróunarverk- stæði fyrirtækisins, samhliða því hafa verið gerðar á honum styrk- leikatilraunir. Hef ég á þessum tíma farið tvívegis út til að vinna að endanlegri útfærslu. Þetta hefur því verið nokkuð langur meðgöngutími, en í þessu efni má maður ekki láta óþolinmæðina hlaupa með sig í gön- ur, þá lætur verulegur árangur enn frekar á sér standa." Ný uppbygging klappstóls — f hverju felast eiginleikar þessa nýja stóls, á hvern hátt er hann frábrugðinn eldri gerðum klappstóla? „Hér er nú líklega auðveldara að skýra út með mynd en orðum, og von- andi gefa meðfylgjandi myndir nokk- uð glögga mynd af því, sem um ræðir. En munurinn á þessum stól og eldri gerðum er fyrst og fremst sá, að hér stendur stóllinn á fjórum fótum, sem tengjast í krossi, og þrýstingurinn af þyngd þess, sem í stólnum er, leitar beint niður, en myndar ekki þrýsting í aðrar áttir eða gerir stólinn valtan og ótraustan. Fólk á því að geta setið í stólnum, án þess að hafa það á til- finningunni að það sitji í klappstól, hvorki á að bera á óstöðugleika né marri og ískri, sem eins og allir vita hefur löngum fylgt klappstólum. Þá skiptir það einnig miklu máli, að stóllinn fellur ekki saman eða sporð- reisist, þótt einhver setjist skakkt á hann, eða þótt börn sitji í honum. — Stóllinn er lagður saman með sér- stakri aðferð, þar sem þrýsta þarf einum fæti að öðrum á sérstakan hátt. Þetta er einfalt og þarf aðeins eitt handtak til, en þó er engin hætta á að þetta gerist fyrir tilviljun eða vegna þess að sá sem í stólnum situr rétti úr bakinu eða teygi úr fótunum. í þessu felst nýjungin, sem ég hef verið að þróa í þessi ár, ótrúlega ein- falt mál, svona eftir á að hyggja! Það sem gerir stólinn eflaust mest frábrugðinn er form hans eða útlit. Eins og einn góður arkitekt sagði við mig á sýningunni: „Þessi stóll er meira en stóll, hann er mynd.““ Einkaleyfi í heiminum — En hvað með einkaleyfi á upp- finningu eða hönnun sem þessari,. Sýningarstúlka sýnir stól Valdim; niður og setja hann upp, og þegar þann eiginleika heldur ekki með Stóll Valdimars Harðars< leiddur í tugþúsundum e geta aðrir ekki komið og stolið hug- myndinni? „Sjálfsagt er aldrei unnt að koma í veg fyrir slíkt, en þó hef ég nú fengið viðurkennt að hugmyndin sé mín, og þýski framleiðandinn hefur látið skrá einkaleyfi á uppfinningunni, hvar sem er í heiminum. Það ætti að tryggja rétt minn, að minnsta kosti í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Við aðra heimshluta er hins vegar erfiðara að eiga, svo sem Asíu, og einnig er mér tjáð að varla sé raun- hæft að ætla að einkaleyfi sem þetta „haldi“ lengur en tíu ár.“ FramleiÖsla — Framleiðsla er að hefjast um þessar mundir. Hvað kemur stóllinn til með að verða framleiddur í miklu magni á ári? „Það eru nú ekki nema 2 vikur síð- an stóllinn kom fyrir almennings- sjónir á sýningunni í Köln. Undir- tektir þar voru mjög góðar og fram- leiðandinn leggur nú allt kapp á að markaðsfæra stólinn hratt. Um miðj- an mars ætlar hann að vera búinn að dreifa þeim þúsundum, sem pöntuð voru, til dreifingaraðila í hinum ýmsu löndum. Of snemmt er að spá í sölumagn, því að sögn framleiðanda tekur um tvö ár að ná sölunni í há- mark. Ef allt gengur að óskum verður þessi stóll framleiddur í tugum þús- unda á ári.“ — Er markaðurinn bundinn við Þýskaland, eða verður stóllinn flutt- ur til fleiri landa? . „Stóllinn verður væntanlega flutt- ur hvert þangað, sem kaupendur fyrirfinnast, og núna mun vera í gangi sölu- og kynningarherferð víða um lönd. Pantanir höfðu borist frá fimmtán löndum þegar ég frétti síð- ast, svo sem frá Bandaríkjunum, Jap- an, Bretlandi, Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Sviss, Austurríki, Lúxemborg, öllum Norðurlöndunum Valdimar Harðarson arkitekt. og fleiri löndum. Einnig er ætlunin að stóllinn verði til sölu hér á ís- landi." Miklir framtíðar- möguleikar opnast — Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir þig sem arkitekt? „Þetta opnar mér ýmsar dyr sem voru mér lokaðar áður. Hingað til hef ég eingöngu fengist við hönnun á íbúðarhúsum, skrifstofum, verslun- um og opinberum byggingum, en ég mun að sjálfsögðu halda því áfram, þetta mun gera mér fjárhagslega kleift að sinna húsgögnunum meira. Fram að þeim tíma að ég gerði samn- ing við KUSCH þurfti ég að bera all- an kostnað af tilraunum sjálfur, sem var æði mikill. Ég dundaði við þetta á kvöldin og um helgar. Ætli það Iiggi ekki svona 8—10 tilraunastólar í geymslunni heima. Hefði ekki komið til hjálp frænda míns úr Firðinum, Böðvars Sigurðssonar þúsundþjala- smiðs, með tréverkið og föður míns ■*- spurt og svarad I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI Tekjuskipting hjóna Magnús Jónsson, Torfufelli 35, Reykjavík, spyr: Mega hjón helmingaskipta tekjum, ef annar makinn vinnur eingöngu fyrir þeim? • Sé svo ekki, hvernig deilist skatt- byrðin á hjón með tvö börn undir 16 ára aldri, sem vinna fyrir misháum tekjum. Ef t.d. annað hjóna hefur kr. 250.000 í árslaun og hitt kr. 100.000 og hins vegar ef um eina fyrirvinnu er að ræða með 350.000 í árslaun og gengið er út frá 10% frádráttarregl- unni. Hver er skattbyrðin í hvoru dæminu fyrir sig? Svar: Tekjum má ekki skipta milli hjóna. Hvoru hjóna um sig ber að telja fram séraflatekjur sínar, en tekjur hjóna af eignum skal leggja saman og telja til tekna hjá því hjóna sem ! hærri hefur hreinar tekjur skv. lið T9 á skattframtali. Hvoru hjóna er i ákveðinn tekjuskattur skv. tekju- ] skattsstofni hvors um sig samkvæmt i framansögðu. - Þar sem Alþingi hefur ekki afgreitt ] frumvarp er kveður á um skattstiga, i persónuafslátt og barnabætur, er i ekki hægt að svara síðari lið spurn- i ingarinnar. (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.