Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984 39 fclk í fréttum Barnið hennar Söru + Fyrir fjórum vikum leit dags- ins Ijós í Englandi jarphærö og bláeyg stúlka, sem hlotiö hefur nafnið Flora Elisabeth Keays. Flora litla veit þaö að sjálfsögðu ekki enn en hún er af frægu fólki komin, móóir hennar er Sara Keays og faðir hennar heitir Cecil Parkinson, fyrrum ráðherra í bresku ríkisstjórn- inni. Parkinson varð að segja af sér þegar uppvíst varð, að Sara, einkaritari hans, var með barni, sem hún kenndi honum og sagði að auki, að hann hefði veriö bú- inn að lofa sér eiginoröi aö frá- gengnum skilnaöi við konu sína. Parkinson var efnilegur stjórn- málamaður og haföi veriö spáö miklum frama í Ihaldsflokknum en nú er óvíst, að hann eigi aft- urkvæmt í pólitíkina. Flora er fallegt barn og verður kannski föður sínum til meiri gleöi í framtíðinni en nokkur ráðherradómur. Þorstlátir blaðamenn kvíða flrabíuferðinni + Margrét Þórhildur Dana- drottning mun brátt leggja leiö sína til sólbakaöra sandanna í Saudi Arabíu og er undirbún- ingur ferðarinnar þegar í fullum gangi. Þrátt fyrir sólarbreiskj- una á þessum slóðum verða engir sumarkjólar meö í far- angrinum heldur verður Mar- grét mjög hlýlega klædd. Heil- erma kjólar og ökklasíðir en blæjulaus má drottninginn þó vera. Arabar eru nefnilega komnir skammt á veg í kven- frelsismálunum og finnst það æriö kynlegt, aö kona skuli vera þjóðhöfðingi. Þrjátíu blaðamenn verða í för með Margréti og segjast sumir þeirra kvíða ferðinni nokkuö. Danir eru miklir bjórunnendur eins og kunnugt er, en í Saudi Arabíu fá þeir hvorki öl né ann- að áfengi. Það er bannaö og þeir, sem út af því brjóta, eru ekki teknir neinum vettlinga- tökum. COSPER — Slökktu strax á sjónvarpinu. + Charlene Tilton, Lucy í Dall- as, fór í síöasta mánuöi fram á skilnað við mann sinn, Johnny Lee, og þess vegna kom það vinum hennar dálitiö á óvart þegar sagði, aö hún væri að leggja upp í brúökaupsferö. Það kom í Ijós, aö í ferðina ætl- aði hún að fara meö manninum sínum, þeim sama og hún vildi skilja viö. Þau hjónin hafa leikið þennan leik þrisvar eða fjórum sinnum, skiliö og síöan fundið hvort annað og brugöið sér í brúökaupsferö. + Alan Alda, sem margir kann- ast við úr MASH, var nýlega kosinn „þekktasti og vinsælasti skemmtikraftur“ í Bandaríkjun- um. Warren Beatty, sem áður haföi haft þennan titil, lenti nú í ööru sæti, en aðrir, sem börö- ust um fyrstu sætin, voru t.d. Burt Reynolds og Lucille Ball. skiði Toppskíði í öllum verðflokkum fyrir alla, konur og karla. Hér á eftir eru nokkur verð og tegundasýnishorn. Fyrir unglinga og byrjendur: Racer 90—130 cm. Verö 1.795,- Racer 140—165 cm. Verð 2.289,- Racing Star 140—175 cm. Verð 3.608,- Red Star 160—165 cm. Verð 2.481,- Cup Star Mid og RS 170—190 cm. Verð 3.218,- Fyrir þá sem eru lengra komnir í kunnáttu: Cup Star Team 170—190 cm. Verö 3.985,- Cup Star Mid, nýtt, 170—190 cm. Verð 3.672,- Blue Star Mid 170—190 cm. Verð 4.514,- Blue Star Sportive 175—195 cm. Verð 4,925,- Blue Star Pro. 170—190 cm. Verð 4.712,- Keppnisskíði: White Star Pro SL 180—200 cm. Verð 7.772,- White Star Pro Junior 140—175 cm. Verð 5.228,- Gönguskíði: Touring HC þarf ekki áburö 180—215 cm. Verö 2.397,- Touring fyrir áburð 180—215 cm. Verð 2.247,- Red Star HC þarf ekki áburö 180—215 cm. Verö 2.856,- Okkar tilboð fyrir gönguskíðafólk. Við vitum hvað ganga er holl hreyfing. Því er okkar tilboð skíöi, skór, bindingar, stafir og ásetning fyrir aöeins 4.000,- Geri aðrir betur. Jafnframt eigum við alltaf nóg af skíöaskóm, göngufatnaði, stretsbuxum, skíðagleraugum, skíöabindingum, skíðaúlpum, o.fl., o.fl., o.fl. Ásetning á meöan beðiö er. Eurocard, Visa. Febrúar- tilboð á vestur-þýskum skíðagöllum á konur og karla. Margir litir. Margar stærðir. Verð kr. 1.500,- m vt'- Opið til kl. 2 laugardag PÓSTSENDUM - GREIÐSLUKJÖR « hummel I KREDITKORT Ármúla 38 — sími 83555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.