Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins veröa til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö við hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið aö notfæra sér viðtals- tíma þessa. Laugardaginn 4. febrúar verða til viðtals Ingibjörg Rafnar og Guðmundur Hallvarösson. Kynnist töfratónum kristalsins... Heimsþekktur tékkneskur kristall Glös fleiri gerðir, skálar og vasar Greiðsluskilmálar. ,,Grand“línan í kristal frá Bohemia Opiö til kl. 12 á morgun laugardag. ^ijörtur^ <~Vlielóen<=,k/l KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR TEMPLARASUNDI 3 SI'MI 19935 Sérverslun með áratuga þekkingu. — í hjarta borgarinnar. Flugstöövarbygging á Keflavíkurflugvelli Aðstaða starfsfólks og farþega í úreltri flugstöð á Keflavíkur- flugvelli er fyrir neðan allar hellur. Sá trékumbaldi, sem nú er nýttur, fullnægir hvergi nærri öryggisreglum. Ný flugstöð er og forsenda þess að hægt sé að skilja að varnarliðsstarf og almenn- ar flugsamgöngur sem mjög er æskilegt. Flugstöðin er andlit íslands út á við, gagnvart hundruðum þúsunda útlendinga sem viðkomu eiga á vellinum milli hins gamla og nýja heims. Það skiptir máli, hvort þetta andlit ber íslandi aðlaðandi eða fráhrind- andi vott. Bygging flugstöðvar og tilheyrandi framkvæmdir fela í sér drjúga viðbót atvinnutækifæra á Suðurnesjum. Málþóf Al- þýðubandalags Frumvarp til laga um lán vegna flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli kom til um- ræðu í neðri deild Alþingis sl. miðvikudag. llmræðan lciddi í Ijós að bygging nýs flugstöðvarhúss þjónar margþættum tilgangi: • Að skapa viðunandi skilyrði fyrir farþega og starfsfólk á þessum eina millilandaflugvelli fslands. • Að flugstöðin fullnægi settum öryggisreglum. • Að tryggja forsendur til að skilja að varnarliðsstarf og almennar flugsamgöng- ur, sem allir eru sammála um að nauðsynlegt sé. • Að gera aðstöðu á þess- um millilandaflugvelli, sem er andlit íslands út á við gagnvart hundruðum þús- unda fólks sem hefur við- komu á vellinum á leið milli hins gamla og nýja heims, eins aðlaðandi og jákvæða og unnt er. • Samkomulag hefur tek- izt um að Bandaríkjamcnn beri drjúgan hluta kostnað- ar við flugstöðvarbygging- una og allan kostnað við hliðarframkvæmdir, flug- hlað o.fl. Alþýðubandalag og tagl- hnýtingar héldu uppi mál- þófi í þingdeildinni, svo lyrstu umræðu um málið lauk ekki, en það er þegar afgreitt frá efri deild. Mótrök l»að vakti nokkra athygli að þingmenn Itandalags jafnaðarmanna og Kvenna- lista gengu í fótspor Al- þýðubandalagsins í andófi gegn flugstöðvarbygging- unni. Kngum kemur á óvart þó krónískt Kreml- arkvef Alþýðubandalags framkalli kjöltur þá mál eru rædd er tengjast varn- arsamstarfi lýðræðisþjóða. Hitt vekur furðu nokkra að smáflokkaþingmenn sem hér koma við sögu tala helzt ekki nema undan væng Alþýðubandalagsins, þá þeir láta í sér heyra. Jafnvel Guðmundur fein- arsson (BJ), þingmaður Reyknesinga, leggst gcgn málinu, þó umbjóðendur hans hafi þar margskonar hagsmuna að gæta, um- fram aöra landsmenn, þ.á m. atvinnulega. Helzta mótbáran var sú að byggingin verði of stór og of dýr. Byggingin hefur verið minnkuð verulega frá upphaflegum hugmyndum. Forsætisráðherra tók skýrt fram í umræðunni, að þótt byggingin yrði enn minnk- uð, og þá byggð án kostn- aöarþátttöku Bandaríkja- manna, yrði kostnaðarhlut- ur íslcndinga mun meiri en nú er ráðgerður. Slíkt myndi því draga enn frek- ar úr getu til umbóta á flugvöllum er þjóna innan- landsflugi. Annar málefnalegur gagnrýnispunktur varðaði erlendar lántökur, sem raunar vóru hafnar til þess- arar framkvæmdar meðan Alþýðubandalagið var enn innan ríkisstjórnar. Stöku þingmaður vildi kreista lánsfjármagn, sem til þarf, út úr eigin lánakerfi lands- manna. I*að eru rök, út af fyrir sig, þó þar sé að vísu fátt um fína drætti, eins og nú árar. Tréhestar Al- þýðubanda- lagsins Hvar scm framfaramál stingur upp kolli í þjóófé- laginu mætir það andstöðu Aljtýöubandalagsins. • Alþýðubandalagið berst gegn byggingu flugstöðvar á Kenavíkurflugvelli af sjúklegri þráhyggju. • l*að hamast af einstök- um þvergirðingshætti gegn þvf að breyta orku faíl- vatna okkar — um orku- iðnað — í atvinnu. verð- mæti og batnandi lífskjör. • l*egar fram koma stjórnarfrumvörp um að stuöla að innlendum sparn- aði með skattalagabreyt- ingum og stýringu slíks sparnaöar í áhætturekstur, með því að gera slíkan sparnað skattalega jafn- réttháan öðrum sparnaði, t.d. kaupum á ríkisskulda- bréfum, fer þingflokkur Al- þýðubandaiags á hvolf. • t*egar tekizt hefur að ná verðbólgu, helztu mein- semd atvinnu- og efna- hagslífs okkar. niður um hvorki meira né minna en rúm hundraö prósentustig, lcggur Alþýöubandalagið ekki meira kapp á annað en að vekja upp verðbólgu- drauginn á ný. I'annig mætti lengi telja. Steingervingum marxism- ans á íslandi. sem kúra í meira en aldargömlum hagfræðikenningum, sett- um fram við löngu liðnar aðstæður, eru svo sam- runnir forneskjunni að þar veröur ekki hnífsblaöi á milli komið. HLvjÓMPLÖTUR - KASSETTUR STORKOSTLEG RÝMINGARSALA Leggjum niöur hljómplötuverslun okkar og höfum um leiö innkallaö allar okkar plötur og kassettur frá öörum verslunum og seljum nú á rýmingarsölunni nokkra tugi titla af plötum og kassettum meö 80% afslætti. EftirleiÖ- is veröur ekkert af þessum titlum á sölumarkaöi. SÍÐASTI DAGUR Eitt verö á öllu: Plata eða kassetta á aöeins kr. 70.- Opiö kl. 9—19 SG-Hljómplötur, Ármúla 38. Sími 84549.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.