Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 íslenska óperan: Fjölskylduóperan Örkin hans Nóa frumsýnd á morgun Dansað og sungið við örkina. Fjölskylduóperan Örkin hans Nóa eftir Benjamin Britten verður frumsýnd á morgun, laugardag, hjá íslensku óperunni i Gamla bíói. í kringum 130 manns taka þátt í hverri sýningu, að langmest- um hluta börn og unglingar, en þeim til aðstoðar eru fáir en reynd- ir atvinnumenn. Auk þess eru flest hlutverkin tvísetin, sem þýðir að hátt á þriðja hundrað börn koma við sögu í þessari uppfærslu. Tónlistaruppeldi barna er eitt af aðalsmerkjum verka Brittens, og er skemmst að minnast í því sambandi Litla sótarans, sem sýndur var í íslensku óperunni síðastliðinn vetur. Sjálfur var Britten mjög fljótur til; fimm ára gamall var hann farinn að semja og árið 1923, þegar hann var tíu ára, átti hann í poka- horninu sex verk fyrir strengja- sveit og tíu píanósónötur. Örkina hans Nóa samdi Britten árið 1957. Það er óþarfi að rekja söguna af syndaflóðinu og Örkinni hans Nóa, hana þekkja flestir, en þess má geta að Britten notar nær óbreyttan texta ensks undraleiks frá miðöldum, sem þá hét Noyes Fludde. Jón Stefánsson stjórnar hljómsveitinni, sem telur um 60 börn, en leikstjórn er í höndum Sigríðar Þorvaldsdóttur. Þau Jón og Sigríður sögðu að það hefði ekki reynst þeim mikið vandamál að stjórna krökkun- um, þau væru gífurlega áhuga- söm og ákveðin í að spjara sig. Hátt í 300 börn voru prófuð í aðalhlutverkin, sem eru synir Nóa og tengdadætur, ásamt fjór- um skrafskjóðum. í hlutverkin völdust Guðmundur Hafsteins- son, Lárus ísfeld og Júlíus Páls- son, sem synir Nóa, Hrafnhildur Morifunblaðið/ KÖE Örkin þéttskipuð dýrum jarðarinnar r\ ”o/ ' ■>f PUHBP STORMARKAÐSV Gerid verðsamanburð Wc pappír 12 rúllur Kr. 75.90 Elshúsrúllur Leni 2 stk. 36.70 Kellogs kornfleks 1. kg. 81.75 Juvel hveiti 2 kg. 24.90 Strásykur 2 kg. 29.00 Gevalía kaffi 24.90 Ritz kex 29.70 Þykkvabæjar franskar 750 gr. 48.50 Kjúklingar tilboösverð 1 kg. kr. 115.50. Þorramatur, þorrabakkar. Emmess ís 20% afsláttur þessa helgi. Qpiö: Mánudag— miövikudag 9—18 Fimmtudaga 9—-19 Föstudaga 9—21 Laugardaga 9—16 m^m STORMARKAÐURINN SKEMMUVEGI 4A KÓPAV0GI Vöruskiptajöfnuður óhag- stæður um 2 milljarða HAGSTOFAN hefur reiknað verðmæti út- og innflutnings á síðastliðnu ári. Niðurstaðan er sú að vöruskiptajöfnuður lands- manna er óhagstæður á árinu um tæpa 2 milljarða króna, en var á öllu árinu 1982 óhagstæður um 3,2 milljarði. í samanburði við þessar tölur verður að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris á árinu 1983 er 89,2% hærra en á árinu 1982, þannig að mismunurinn mllli ára ætti að vera mun meiri, en áður- nefndar milljarðatölur gefa til kynna. Útflutningurinn á árinu 1983 nam 18,6 milljörðum króna en inn- flutningurinn nam 20,6 milljörð- um. Stærstu liðir í útflutningi voru ál og álmelmi fyrir 3,3 millj- arða og kísiljárn fyrir 0,6 millj- arða. Af innflutningi voru stærstu liðir skip fyrir 0,5 milljarða, inn- flutningur til íslenzka járnblendi- féiagsins nam 0,2 milljörðum og til íslenzka álfélagsins var inn- flutningur 1,5 milljarðar króna. Selfoss: Þorrablót sjálfstæðis- félaganna Sjálfstæðisfélögin á Selfossi hafa nú ákveðið að taka upp þá nýjung í félagsstarfinu að halda þorrablót. Gr það þáttur í að auka fjölbreytni fé- lagsstarfsins að sögn forsvarsmanna félaganna. Þorrablótið verður haldið föstu- daginn 17. febrúar og þurfa þátt- tökutilkynningar að hafa borizt stjórnendum sjálfstæðisfélaganna fyrir 10. febrúar. Blótið verður opið öllu sjálfstæðisfólki og gestum þess, og verður það kynnt nánar í dreifi- bréfi um næstu helgi. Úts aia — Út r saia — Utsala vlv Gólfteppi — UIU VI - teppabútar - vUIU vlvUIU - veggstrigi — veggmyndir — veggdúkur- (Wkof - vinylkorkflísar Grensásvegi, sími 83500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.