Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 Dæmdur vegna játn- ingar í bók KtUdelfíu, 2. febrúar. AP. MAÐUR að nafni Joseph Kall- inger hefur verið dæmdur fyrir morð eftir að hannr játaði í bókinni „The Shoemaker" að hafa orðið ungum syni sínum og tíu ára vini hans að bana. Kallinger segist hafa myrt drengina að skipan Guðs. Fjöldi deyr í rútuslysi Deií. Indl.ndi, 2. febni.r, AP. TALIÐ er að a.m.k. 48 manns hafi látið lífið er þéttsetin fólksflutningabifeið ók fram af brú í NA-hluta Indlands í morgun. Þá létu 7 manns lífið í nærliggjandi héraði er eldur kom upp í járnbrautarlest. Fellibylur veldur miklu manntjóni Mbabane, Swazilandi, 2. febrúar. AP. Fellibylurinn „Domoina" skildi eftir sig slóð eyðilegg- ingar og manntjóns er hann gekk loks niður eftir að hafa farið um Swaziland. Alls létu 49 manns lífið af völdum felli- bylsins og tjón varð gífurlegt af völdum flóða. Rafmagns- og símalínur slitnuðu vfða og i einum kirkjugarði var nánast allur jarðvegur horfinn ofan af kistunum, sem sumar hverjar hrifust með ofviðrinu. Skaðabætur vegna lífstíð- ardóms Ediaborx. 2. febrúar. AP. PATRICK Meehan, 56 ára gömlum Skota, hafa verið boðnar rúmlega 2 milljónir ísl. króna í skaðabætur vegna rangs dóms yfir honum fyrir 14 árum. Meehan var þá dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á gamalli konu í Ayr. Hann var náðaður eftir 7 ára fangelsisvist og þá var jafnframt fyrirskipað, að mál hans skyldi tekið upp að nýju. Kom þá í ljós, að hann hafði verið hafður fyrir rangri sök. Mistök á forsíðunni V.rsjá, 2. febrú.r. AP. MÁLGAGN pólska hersins, Zolnierz Wolnosci, viðurkenndi í gær, að mistök hefðu orðið á forsíðu blaðsins í gær, þar sem skýrt var frá því að viðræður Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um fækkun kjarnorku- vopna í Genf væru hafnar að nýju. Hið rétta er, að stórveld- in hafa fallist á að hefja við- ræður um gagnkvæma fækkun í herjum í Vínarborg. Metatvinnu- leysi í Noregi Osló, 2. febrúar. Frá Jan Krik Lauré, fréttaritara Mbl. NÆR 80.000 Norðmenn voru atvinnulausir í janúar. AIls er )að 4,7% allra vinnufærra manna og hefur atvinnuleysið ekki verið svo mikið í landinu frá því á kreppuárunum á fjórða áratugnum. Talan f janúar í ár er tæpum fimmt- ungi hærri en á sama tíma í fyrra. Weinberger um 47 milljarða dollara viðbótarframlag til varnarmála: „Við verðum að fá aukningu“ þessa Washington, 2. febrúar. AP. CASPAR Weinberger, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag, að hvergi yrði hvikað frá þeirri stefnu forsetans að auka útgjöld til varnar- mála um 18,1%. Þessi aukning er tal- in munu verða helsta bitbeinið á milli stjórnar og stjórnarandstöðu þegar rætt verður um niðurskurð á fjárlaga- frumvarpi Reagans, sem hann kynnti þinginu í gær. Weinberger átti í dag að mæla fyrir 47 milljarða dollara aukningu til varnarmála við varnarmála- nefnd Bandaríkjaþings. Verði þessi aukning að veruleika munu alls 305 milljarðar dollara fara til varnar- mála. Niðurstöðutölur fjárlaga- frumvarpsins eru 925,5 milljarðar dollara. Útgjöld til varnarmála nema því tæpum þriðjungi heildar- upphæðarinnar fáist 47 milljaröa dollara aukningin samþykkt. „Við þurfum nauðsynlega á þess- ari aukningu að halda og við verð- um að fá hana,“ sagði Weinberger á fundi fjárveitinganefndar öldunga- deildar Bandaríkjaþings. „Okkur dugar ekkert minna," bætti hann við. í ljósi þessarar einarðlegu af- stöðu varnarmálaráðherrans er tal- ið fullvíst, að hann eigi þungan róð- ur fyrir höndum. Þingið hefur þeg- ar hvatt til þess, að meira hófs verði gætt í útgjöldum til varnar- mála. Á undanförnum þremur ár- um hafa útgjöld Reagans til varn- armála verið skorin niður um 40 milljarða dollara í meóförum þings- ins. Þegar að því er gætt, að gert er ráð fyrir 180 milljarða dollara halla á bandarísku fjárlögunum á yfir- standandi fjárhagsári er talið óumflýjanlegt að útgjöld til varn- Weinberger armála verði skorin niður. Wein- berger sagði í gær, að hann teldi ekki sanngjarnt að segja hallann á fjárlögunum alfarið afleiðingu út- gjalda til varnarmála, fleiri þættir lékju þar stórt hlutverk. Benti hann t.d. á, að mikið vantaði á að útgjöld til varnarmála væru í svipuðu hlut- falli á fjárlögunum og t.d. árið 1957. Þá fór helmingur allra tekna ríkis- ins til varnarmála. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg: „Með allt á hreinu“ ein 40 langra mynda á hátíðinni GauUborg, 2. febrúar. Frá Leif Sörman hjá Media Pool. ROKKKVIKMYNDIN „Með allt á hreinu“ í leikstjórn Ágústs Guð- mundssonar er framlag íslendinga til sjöttu kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg, sem formlega var sett í fyrrakvöld. Að þessu sinni eru um 40 lang- ar kvikmyndir á hátíðinni og um 100 styttri myndir af ýmsu tagi. Þótt löngu kvikmyndirnar séu 40 talsins er aðeins ein þeirra splunkuný. Sú heitir „Medan vi ennu lever" og er sænsk. Auk þessarar myndar verða þrjár lengri stuttmyndir frumsýndar. Þær eru reyndar allar heimild- armyndir. Að sögn forvígismanna þessar- ar kvikmyndahátíðar er hug- myndin með henni ekki sú að reyna að skáka hinum stóru og þekktu kvikmyndahátíðum víða um heim, heldur að reyna að gefa innsýn í hvernig myndir það eru, sem dreift er í Svíþjóð. Þessari kvikmyndahátíð hefur engu að síður vaxið mjög fiskur um hrygg "Tl Stuðmenn í myndinni „Með allt á hreinu". frá því hún hóf göngu sína 1979. Að sögn forráðamanna hátíð- arinnar, Gunnar Carlsson og Göran Bjelkendal, er markmiðið með henni einnig að vekja þá að- ila, sem sjá um kvikmyndadreif- ingu í Svíþjóð svo og sænska sjónvarpið til umhugsunar. 1 mörgum tilvikum segja þeir það hafa tekist. Upphaflega var ætl- unin að leggja megináherslu á kvikmyndir frá Austur-Asíu, en þær áætlanir urðu nánast að engu. Aðeins ein japönsk kvik- mynd er á hátíðinni og önnur frá Suður-Kóreu. Flestar kvikmyndanna eru því frá Bandaríkjunum að þessu sinni, en flestar þeirra eru unnar af aðilum, sem ekki eru í tengsl- um við risafyrirtækin. Auk mynda frá áðurnefndum löndum má nefna framlög frá fjórum A-Evrópulöndum, fjórum Norð- urlandanna, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Bretlandi og V-Þýska- landi. Hátíðinni verður slitið á sunnudagskvöld. Deilum vegna jólaboðskapar í danska sjónvarpinu loks lokið: Ráðherrann laut í lægra haldi fyrir biskupunum Kaupmannahorn, 2. febrúar. Frá Ib Björnbak, fréttaritara Mbl. ÞAÐ ER EKKI fyrr en nú, ad friður jólahátíðarinnar hefur náð til kirkju- málaráðherra Danmerkur, Elsebeth Kock-Petersen. Hún hefur undanfarinn mánuð verið umfjöllunarefni í blöðum og sjónvarpi eftir jólaboðskap, sem fluttur var 1 sjonvarpi. Nokkrar setningar í þeim boðskap, sem m.a. fjölluðu um spillt siðgæði í Bandaríkjunum og léleg laun danskra presta, ollu mikilli hneykslun. Kirkjuyfirvöld sem og stjórnmálaflokkar mót- mæltu boðskapnum harðlega. Erhard Jakobsen úr flokki Mið- demókrata var einn þeirra, sem vakti athygli á þessu, og reyndi að færa sér þetta í nyt í kosningabar- áttunni en án arangurs. Jakobsen hefur alla tíð verið álitinn ein- dreginn stuðningsmaður Banda- ríkjanna. Kock-Petersen, kirkjumálaráð- herra, boðaði Ole Bertelsen, bisk- up yfir Kaupmannahöfn, á sinn fund og krafðist þess að hann gæfi skýringu á innihaldi ræðunnar. Biskupinn neitaði að verða við beiðni ráðherrans og sagði boð- skap prestanna á ábyrgð biskup- anna en ekki ráðherra. Mál þetta hefur vakið mikla at- hygli í Danmörku. Biskupinn skrifaði bréf til ráðherrans, sem hann leit á sem formlega neitun við beiðni hans. Ráðherrann lýsti sig hins vegar ánægðan með bréf biskupsins og það varð til þess, að biskupinn sagði hann segja ósatt, þar sem ráðherrann hefði alls ekki fengið það svar, sem hann vænti. Allri þessari rekistefnu lauk með því að efnt var til fundar með ráðherra og biskupunum 10 í land- inu. Eftir þriggja klukkustunda fund komst hópurinn að sam- komulagi og gaf út yfirlýsingu, sem allir gátu sætt sig við. Þó vildi biskupinn yfir Kaupmannahöfn ekki undirrita samkomulagið. Inn- tak samkomulagsins er á þá leið, að það séu biskuparnir einir, sem hafi leyfi til þess að skipta sér af boðskap presta landsins. Elsebeth Kock-Petersen, kirkjumálaráðherra, og Johannes Jacobsen, biskup frá Viborg, tilkynna fjölmiðlum niðurstöðu fundar ráðherrans og biskupa landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.