Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 Jöfnun húshitunarkostnaðar: Stjórnarfrumvarp í burðarliðnum Alþýðubandalagiö gerði ekkert í málinu sl. fimm og hálft ár, sögðu þingmenn úr öðrum flokkum býr að húshitum margfaldri að kostnaði fólks á höfuðstaðarsvæð- inu. Ákvörðun hefur verið tekin um hækkun niðurgreiðslu á þess- um kostnaði. Jafnframt vinna iðn- aðarráðherra og félagsmála- ráðherra að undirbúningi „orku- sparandi aðgerða". I>etta kom fram í máli Alberts Guðmunds- sonar, fjármálaráðherra, og Alex- anders Stefánssonar, félagsmála- ráðherra, er húshitunarkostnaður á „köldum svæðum“ kom á dag- skrá Alþingis í gær. HJÖRLEIFUR GUTTORMS- SON (Abl.) mælti fyrir tillögu til þingsályktunar, sem felur ríkisstjórninni, ef samþykkt verður, að „gera nú þegar ráð- stafanir til að lækka og jafna upphitunarkostnað húsnæðis í landinu". EIÐUR GUÐNASON og KARVEL PÁLMASON, þing- menn Alþýðuflokks, minntu á, að Hjörleifur Guttormsson hefði farið með og borið stjórn- arfarslega ábyrgð á þessum málaflokki sl. fimm og hálft ár. Það ástand, sem hann segi rétti- lega sýna ranglæti í dag, sé arf- leifð hans sjálfs. Hjörleifur og Alþýðubandalagið hafi á ráð- herraárum hans fellt tillögur frá Alþýðuflokki til úrbota í málinu. Karvel sagði að kjaraleg staða launamanna úti á landi, sem greiddi þrefaldan húshitun- arkostnað miðað við Reykvík- inga, væri önnur og verri. Hér þyrfti leiðréttingar við. Alþýðu- bandalagið hafi ekki fram- lönaðarráðherra leggur nú síð- sem gengur til móts við hagsmuni ustu hönd á stjórnarfrumvarp, fólks á „köldu svæðunum", sem Gosolía til húshitunar, innflutninqsverð 1982 1700 milljónir kr 130 milljónir US $ Ef ont núknmði van Ef samo hkitfollvari Rounvoruloqur k^it moð oliu kynt moð olíuogl973 innflutningur kvæmt slíka leiðréttingu meðan það hafði vald og aðstöðu til. ÓLAFUR ÞÓRÐARSON (F) sagði fyrrverandi iðnaðarráð- herra hafa gert úttekt á eigin verkum á fimm og hálfs árs ráðherraferli. Hann sagði fólk heldur vilja búa atvinnulaust í Reykjavík, þar sem húshitunar- kostnaður væri mun lægri en úti á landi á svokölluðum „köldum svæðum", enda þyrfti þar að flytja inn fiskverkunarfólk. Fleiri tóku til máls í umræð- unni þó ekki verði frekar rakið hér. Engin fundur í efri deild í fyrradag: Eitt mál rætt í neðri deild — en ekki útrætt Alþýðubandalag með málþóf um flugstöðvarbyggingu Það var aðeins eitt dagskrármál af þrettán sem fékk umfjöllun á Alþingi í'gær. Þrjú mál, sem vóru á dagskrá efri deildar, vóru öll tekin út af dagskrá. Af tíu málum á dagskrá neðri deildar var eitt tekið fyrir, ián vegna flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli (komið frá efri deild). Þar hélt Alþýðubandalag uppi málþófi, svo þetta eina dagskrármál tók allan fundar- tímann, án þess að umræðu lyki. TAKA I»ARF UFF VINNUSKIPULAG ALMNGIS EIÐUR GUÐNASON, formað- ur þingflokks Alþýðuflokksins, kvaddi sér hljóðs um fundarsköp í efri deild Alþingis í gær, er for- seti tók öll þrjú dagskrármálin út af dagskrá og sleit fundi, sem var naumast hafinn. Ég beini að- finnslum mínum ekki að forseta þingdeildarinnar, sagði Eiður efnislega, en það sem hefur nú gerzt sýnir enn og aftur, að taka þarf allt vinnuskipulag Alþingis til endurskoðunar. Þessi vinnu- brögð eru ekki til sóma. Starfs- kraftar og starfstími er ekki nýttur sem skyldi. SALOME ÞORKELSDÓTTIR, forseti þingdeildarinnar, tók undir orð Eiðs, hér væri þörf úr- bóta. En sérstaklega stæði á. Frummælandi frumvarps um fæðingarorlof, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Kvl.), hefði fjarvistarleyfi. Menntamála- ráðherra hefði ekki getað sótt þennan fund, af óviðráðanlegum ástæðum, en hún væri frummæl- andi stjórnarfrumvarps um höf- undalög. Þriðja málið, frumvarp að stjórnskipunarlögum, tefðist af því að þingflokkar hefðu ekki ráðið við sig nefndarskipan, er því tengdist. LÁN TIL FLUG- STÖÐVARBYGGINGAR Frumvarp um lánsheimild vegna flugstöðvarbyggingar á Keflavikurflugvelli hefur þegar farið gegn um efri deild Alþingis og fengið fréttalega afgreiðslu hér á síðum Mbl. Meirihluti stjórnarandstöðu, þ.e. Alþýðu- bandalag, Kvennalisti og Banda- lag jafnaðarmanna, tóku afstöðu gegn frumvarpinu. Talsmenn þeirra, einkum Álþýðubandalags, héldu uppi málþófi. Talsmenn Alþýðuflokks vóru málinu hlynntir en vildu huga að inn- lendum lánsfjármarkaði fremur en erlendum til að mæta kostn- aðarhiut íslendinga. Forsætisráðherra og fjármála- ráðherra höfðu orð fyrir ríkis- stjórninni í þessu máli. Bentu þeir m.a. á að minni flugstöðv- arbygging, sem reist yrði án kostnaðarþátttöku Bandaríkja- manna, yrði okkur mun dýrari en þessi, þar sem Bandaríkjamenn bæru verulegan hluta kostnaðar og allan hluta kostnaðar við hlið- arframkvæmdir, flughlað og fleira. Umræðunni lauk ekki. OPINBERAR FRAM- KVÆMDIR BOÐNAR ÍJT BIRGIR ÍSLEIFUR GUNN- ARSSON og FRIÐRIK SOPH- USSON, þingmenn Sjálfstæðis- flokks, flytja frumvarp um skip- an opinberra framkvæmda. Þeir leggja til að 3. mgr. 21. gr. við- komandi laga hljóði svo: „Heim- ilt er að fela einstökum ríkis- stofnunum umsjón nánar skil- greindra flokka opinberra fram- kvæmda, enda hafi þessar stofn- anir aðstöðu til að annast þetta verkefni. Engu að síður skal verk að jafnaði unnið skv. tilboði á grundvelli útboðs, skv. 13. gr. laganna." Þeir leggja til að ákvæði til bráðbirgða hljóði svo: „Ráðherra er heimilt að gefa ríkisstofnun- um, sem aðallega hafa fram- kvæmt verk sín sjálfar, þrátt fyrir ákvæði þessara laga, ákveð- inn umþóttunartíma til að laga sig að framkvæmd þessara laga. I greinargerð segir að frum- varpið sé flutt til að taka af öll tvímæli um það að útboð skuli vera aðalstefnan..." FJARVISTIR FOR- ELDRA VEGNA VEIK- INDA BARNA RAGNAR ARNALDS (Abl.) flytur frumvarp til laga sem kveður á um að foreldri sé heim- ilt að „ráðstafa allt að einni viku árlega af áunnum rétti sínum til fjarvistar vegna veikinda til að vera frá vinnu vegna veikinda barna sinna uddir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. í þessum veikindafor- föllum greiðast starfsmanni dag- vinnulaun og vaktaálag sam- kvæmt reglubundinni verðskrá". ÞINGMENN SPYRJA RÁÐHERRA EIÐUR GUÐNASON (A) spyr dómsmálaráðherra: „Hvað líður framkvæmd þingsályktunar frá 8. marz 1983 um gæða- og örygg- isreglur varðandi notkun og inn- flutning hjólbarða, svo og veru- lega lækkun innflutningsgjalda af hjólbörðum?" HELGI SELJAN (Abl.) spyr heilbrigðisráðherra: „Hvenær má vænta þess að lögbundin staða við H2-stöð á Eskifirði verði auglýst og annar læknir ráðinn til stöðvarinnar með bú- setu á Reyðarfirði?" SIGRlÐUR DÚNA KRIST- MUNDSDÓTTIR (Kvl.) spyr utanríkisráðherra: 1) „Hvernig er fylgst með og hvaða upplýs- ingar eru fyrir hendi í utanríkis- ráðuneytinu um losun geislavirks úrgangs í Norður—Atlantshaf og mengun sjávar af þeim sökum?" — 2) „Hafa stjórnvöld beitt sér fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir geislavirka mengun í haf- inu kringum ísland?" HELGI SELJAN (Abl.) spyr menntamálaráðherra: 1) „Hver er afstaða menntamálaráðherra til innheimtu svokallaðs náms- vistargjalds?" — 2) Telur ráð- herra að þessi innheimta eigi sér lagastoð og ef svo er ekki, hvað hyggst ráðuneytið aðhafast 1 málinu?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.