Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 35 Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, gekkst fyrir fundi á mánudagskvöld- ið um borgarmálin. Davíð Oddsson, borgarstjóri, og Ingibjörg Rafnar, borgar- ráðsmaður, voru framsögu- menn og svöruöu fyrirspurn- um og var fundurinn mjög fjölsóttur. í upphafi ræðu sinnar sagði Davíð Oddsson að nú þegar kjör- tímabil núverandi borgarstjórn- ar væri bráðum hálfnað væri ástæða til að líta yfir farinn veg og til framtíðarinnar. Sagði hann m.a. að fyrir kosn- ingarnar 1982 hefðu sjálfstæð- ismenn engu lofað sem þeir hefðu ekki fylgt fram. Söðlað hefði verið um í skipulagsmálum borgarinnar og úthlutunarregl- um lóða í borginni hefði verið breytt frá duiarfullu punkta- kerfi vinstri meirihlutans. Nú veldu menn þær lóðir sem þeir hefðu hug á og gengið væri frá þeim málum með eðlilegum hætti. Á hverjum fundi borgar- ráðs væri 1—3 lóðum úthlutað og umframlóðum borgarinnar mætti líkja við banka, sem ávaxtar sig vel. Ákvörðun hefði verið tekin um fækkun borgar- fulltrúa í 15 og framkvæmdaráð borgarinnar lagt niður. Aukið svarið. A síðasta ári hefðu fast- eignagjöldin verið lækkuð og í ár útsvarið úr 11,88% í 11%. Því hefði verið haldið fram að um enga raunverulega lækkun væri að ræða vegna áhrifa frá lækk- andi verðbólgu, en þegar vinstri meirihlutinn hækkaði útsvarið í 11,88% hefði þáverandi ríkis- stjórn nýlega boðað efnahagsað- gerðir með niðurtalningu, sem hún batt vonir við til lækkunar verðbólgunni. Viðhorfin hefðu verið önnur þá en nú. f lokin gerði Davíð fjárhag sveitarfélaga að umræðuefni og sagði að ekki mætti mikið fara úrskeiðis á þessu ári til þess að taka þyrfti áætlanÍT borgarinnar til endurskoðunar. Ingibjörg Rafnar fjallaði um dagvistarmál og málefni aldr- aðra og kostnaðinn af uppbygg- ingu allrar þjónustu sem veitt væri af borginni. Varðandi dagvistarmálin sagði hún að meirihlutinn nú hefði síður en svo staðið sig verr en vinstri menn á sínum tíma eins og þeir reyndu að slá fram. Frá því að sjálfstæðismenn tóku aftur við borginni 1982 hefðu 222 Davíð Oddsson, borgarstjóri á borgarmálafundi Hvatar sem nemur 16%, í hendur ann- arra. Hvað aðra eignaraðila að þessu fyrirtæki varðaði þá hefði samstaða ekki náðst með þeim um stofnun fyrirtækisins ef borgin hefði ekki komið þar inn í. Með þátttöku svo fjársterkra aðila væri áhætta borgarinnar minni, auk þess sem svo öflugir aðilar væru nauðsynlegt vægi einokun ríkisins á sjónvarps- og útvarpsrekstri. Kvað hann það einkennilegt hvað ríkisfjölmiðl- arnir hefðu gert sér mikinn mat úr þessum samningum og t.d. hefði nýlega í umræðuþætti í sjónvarpinu verið fjallað um hann og stjórnendur þáttarins þá berlega látið í ljósi neikvæða skoðun sína á málinu. Spurning var borin fram um afstöðu kvennaframboðsins til mála í borgarstjórn, sérstaklega varðandi þá málaflokka sem þær fengu fylgi sitt að mestu úr vorið 1982. Ingibjörg svaraði því til að í kosningunum 1982 hefði Kvennaframboðið gefið sig út fyrir að vera þverpólitískt fram- boð. Þá hefði því verið haldið fram af sjálfstæðismönnum að 99 Lofuðum engu sem ekki hefur verið fylgt fram“ sjónarmið þeirra tækju mið af þröngum sósíalískum viðhorfum. Það hefði líka komið á daginn og ætti Alþýðubandalagið oft í harðri samkeppni við þær að þessu leyti. hefði verið við land borgarinnar með kaupunum á Viðey og Eng- ey, sem væru borgarbúum mikils virði. Nýi miðbærinn, sem frem- ur bæri að kalla Kringlumýri væri nú í uppbyggingu og nýtt skipulag við Skúlagötu í sjón- máli. Þá gerði hann þjónustufyrir- tæki borgarinnar að umræðu- efni, en almennt viðhald við þau og uppbygging þeirra hefði verið látin reka á reiðanum í tíð vinstri meirihlutans. Væri nú útlit fyrir að koma mætti stöðu þeirra í viðunandi horf. Starfsemi Bæjarútgerðar Reykjavíkur hefði verið endur- skipulögð og reksturinn færður í nútímalegra horf. En staða fyrirtækisins væri slík að í ár greiddi borgarsjóður 60 milljón- ir króna beint til BÚR, sem væri um 1 milljón króna á viku. Það gerði það að verkum m.a. að ekki var unnt að lækka útsvarspró- sentuna enn frekar í ár eða í 10,5%. Eðlilegt væri að sínu mati að gera fyrirtækið að hlutafélagi, með batnandi stöðu þess, en borgin ætti eftir sem áð- ur aðild að því. í tíð vinstri meirihlutans hefðu allir skattstuðlar borgar- innar verið hækkaðir til hins ítr- asta, m.a. fasteignagjöldin og út- ný rými fyrir börn á dagvistar- stofnunum verið tekin í notkun, á tveimur dagheimilum, einum leikskóla og tveimur skóladag- heimilum, en þriðja skóladag- heimilið yrði fljótlega opnað. Þá hefði borgin séð um rekstur Grænuborgar frá því í apríl 1983, en Sumargjöf byggði heim- ilið. í ár yrðu tvær dagvistar- stofnanir teknar í notkun í Breiðholti fyrir samtals um 150 börn og í athugun væri dagvist- arrekstur á Fornhaganum. Um málefni aldraðra í Reykjavík sagði Ingibjörg m.a. að brýnasta úrlausnarefnið fyrir borgina væri að leysa vanda þeirra sem þurfa á langtímavist- un að halda á hjúkrunar- eða sjúkradeildum. Á síðasta ári hefði 6. hæð B-álmu Borgarspít- alans verið tekin í notkun og væri ráð fyrir því gert í ár að taka 5. hæðina í notkun. Dvalar- heimilið við Seljahlíð í Breið- holti yrði væntanlega tekið í notkun í árslok 1985. Á þessu kjörtímabili hefði ver- ið farið inn á nýja braut í öldr- unarmálum með áætlunum um byggingar söluíbúða fyrir aldr- aða á vegum einkaaðila og verkalýðsfélaga. Hér væru fleiri virkjaðir til uppbyggingar í þágu aldraðra en áður, í samvinnu við Reykjavíkurborg. I lokin sagði Ingibjörg að sí- fellt hærra hlutfall heildartekna sveitarfélaga og ríkisins færi í rekstur á því kerfi sem byggt hefði verið upp á síðustu áratug- um. Ef áfram yrði haldið á sömu braut væri skammt í það að allar tekjurnar rynnu til þess að halda kerfinu gangandi og ekk- ert yrði eftir til nýframkvæmda. Tveir kostir væru vænlegir í þessu efni, annars vegar að virkja einkaaðila í ríkari mæli en nú er gert með t.d. samvinnu við sveitarfélögin eins og borgin er nú að gera í sambandi við söluíbúðir aldraðra og hins veg- ar með því að auka þátttöku þeirra sem þjónustunnar njóta í rekstrarkostnaði, þ.e. að láta þjónustugjöld standa undir kostnaði í ríkari mæli en gert hefur verið. Fjölmörgum fyrirspurnum var beint til Davíðs og Ingibjargar á fundinum og verða nokkrar þeirra raktar hér á eftir. Spurt var að því hvort þeirri spurningu yrði beint til borg- arbúa hvort þeir vildu aflétta hundahaldsbanni nú eða ekki. Sagði Davíð að hundahald hefði verið bannað í Reykjavík í 60 ár, en mönnum hefði haldist uppi að brjóta það í miklum mæli. Betra væri að setja ákveðnar reglur sem fælu í sér eftirlit með hundum í borginni, sem hingað til hefði ekkert verið. Til greina kæmi því að leyfa hunda með ákveðnum ströngum skilyrðum og bera reynsluna af því undir kjósendur í næstu kosningum. Spurningu um ástæður þess að borgin gerðist aðili að fyrirtæk- inu ísfilm, ásamt fleirum, svar- aði Davíð á þá leið að ljóst væri að það væri ekki í anda sjálf- stæðisstefnunnar að opinberir aðilar stofnuðu og rækju fyrir- tæki sem aðrir gætu hæglega sinnt. Öðru máli gegndi um þátttöku opinberra aðila í að stofna ný fyrirtæki. Borgin ætti hlut í mörgum fyrirtækjum, bæði í eign ríkisins og einkaað- ila, eins og t.d. í Eimskip. Þróun- in í fjölmiðlum væri hraðstíg og með þátttöku borgarinnar í ís- film hf. hefði hún stigið heppi- legt skref í þá átt að færa fjöl- miðlun, eins og fyrirtækið hyggst vinna að, frá einokun ríkisrekstrar í einkarekstur. Fordæmi fyrir því væri að finna í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Þegar fyrirtækið verður komið á laggirnar væri eðlilegt að borgin léti eignarhluta sinn, Fyrirspurn um endurreisn miðbæjarins svaraði Davíð þannig, að framtíð Fjalakattar- ins væri óráðin, þ.e. hvort húsið yrði rifið eða það keypt af borg- inni og endurnýjað. Lágmarks- kostnaður borgarinnar yrði þá á bilinu 70—80 milljónir króna. Þetta mál þyrfti að leysast sem fyrst vegna hagsmuna eigenda þess fyrst og fremst. Ef húsið hefur byggingarfræðilegt og al- mennt sögulegt gildi bæri að varðveita það. En fyrir 70 til 80 milljónir mætti gera mikið fyrir þetta svæði í heild. Það væri ekki óeðlilegt að með fram- kvæmd á nýju skipulagi þessa svæðis beitti borgin sér fyrir stofnun framkvæmdasjóðs sem ynni að málefnum þess. Verðandi húsbyggjandi í Graf- arvogi spurðist fyrir um hvenær framkvæmdir hefðust við skól- ann í Grafarvogi og dagvistar- heimili þar. Svaraði Ingibjörg því til að framkvæmdir við skólann hefð- ust strax á næsta ári, en nokkur bið yrði á byggingu dagvistar- heimilis þar sem dagvistarheim- ili í Árbæ og á Eiðisgranda væru þegar á framkvæmdaáætlun næsta árs, en þar væru biðlist- arnir lengstir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.