Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 Markús Ulfar Skær- ingsson — minning Fæddur 6. ágúst 1962. Dáinn 28. janúar 1984. Árið 1959 fluttu þau Hjördís Braga systir mín ásamt eigin- manni sínum Úlfari Skæringssyni og Áslaugu dóttur þeirra, sem þá var þriggja ára, vestur til Banda- ríkjanna og settust að í bænum Aspen í Colorado-fylki. Eftir hér heima varð sonur Hjördísar, Sig- urður Einarsson, sem ber nafn afa síns í Holti. Aspen er vinsæll og eftirsóttur bær til iðkunar vetrar- íþrótta, en líka bær menningar, fornrar sögu og mikilla hefða. Það er skemmst af að segja að þau höfðu sitthvað að leggja af mörkum í þessu samfélagi margra og ólíkra þjóða í litla bænum. Bæði voru vel gefin, dugleg og góð- ir íþróttamenn. Þau hófu fljótlega vinnu við Skíðaskóla Aspen og hafa unnið þar nær óslitið til þessa dags. Úlfar við kennslu og stjórnun, en Hjördís við kennslu. Þau settu saman fallegt heimili fyrir vestan, enda bæði þekkt sem fagurkerar og unnendur fallegra hluta. Heimili þeirra var rómað fyrir gestrisni og skemmtilegheit og hefur margur íslendingurinn, sem hefur gist heimili þeirra fyrir vestan orðið til þess að bera hróð- ur þeirra heim. Fyrir vestan fæddust þeim tvö börn. Fyrst Markús Úlfar og svo Edda nokkrum árum seinna. Þau voru samhent um það Hjördís og Úlfar að veita börnum sínum að- eins það besta, sem þau sjálf og nýja landið gat boðið upp á. Við hér heima fylgdumst með litlu íslensku frændbörnunum fyrir vestan og það gladdi okkur alltaf innilega, þegar þeirra var getið til góðra hluta. Það var gam- an, þegar við fengum myndir og blaðaúrklippur, sem sögðu frá litl- um íslenskum dreng, sem flaug um fjöllin háu á skíðunum sínum, úrræðagóður, kjarkaður og út- sjónarsamur. Ljóshærður, frekn- óttur og bláeygur kútur, sem aldr- ei var hægt að festa almennilega á mynd, því hann gat aldrei verið kyrr, slík var atorkan. Árin liðu og Markús Úlfar var ekki lengur lítill kútur, heldur ungur maður, sem lífið blasti við og miklar vonir voru bundnar við. En hér hefur orðið á skjótur og hörmulegur endir, er okkur bárust þau ótíðindi að vestan um síðustu helgi, að Markús Úlfar hefði orðið fyrir slysaskoti og látist af sárum sínum í sjúkrahúsi í Denver laug- ardaginn 28. janúar. Ég veit að margir gamlir vinir þeirra Hjördísar og Úlfars hugsa til þeirra í djúpri samúð á þessari miklu sorgarstund í lífi þeirra. Það hefur verið fagurt til fjalla hér á fslandi þessa síðustu daga. Síðvetrarsólin gyllir snæviþakta fjallatinda og gæðir ægifegurð. Hinstu kveðju og þökk fyrir kynnin við góðan dreng sendum við vestur um haf að kistunni hans. Við biðjum þess að geislar góðra minninga bregði birtu og yl umhverfis legstaðinn hans, sem nú mun varðveita líkama hans við rætur hinna fögru Klettafjalla. Elsku Hjördís og Úlfar, mér er svo átakanlega ljós vanmáttur minn á þessari stundu, orðvana bænir, máttvana hendur. En + * Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUOMUNDUR R. ODDSSON, fyrrverandi forstjóri, | lést í Borgarspitalanum 1. febrúar. + Maöurinn minn og faöir okkar, GUÐVARÐUR VILMUNDARSON, skipstjóri, lézt þriöjudaginn 31. janúar í Borgarspítalanum. Höröur Guðmundsson, Steinunn Kristjánsdóttir, Helgi Ágústsson, Hervör Jónasdóttir og barnabörn. Gyöa Oddsdóttir og börn. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓN G. BENEDIKTSSON, Suöurgötu 7, Vogum, lést í Landakotsspítala aöfaranótt 1. febrúar. Helga Þorvaldsdóttir, Sigríöur S. Jónsdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Særún Jónsdóttir. + Móöir mín, tengdamóöir, systir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR ÓLADÓTTIR BALDVINSSON, kaupkona, Freyjugötu 36, veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Hallgríms- kirkju eða líknarstofnanir. Elín Geira Óladóttir, + Systir mín. Gylfi H.S. Gunnarsson, Júlíana Magnúsdóttir, Geir H. Gunnarsson, Ragnheiöur Sveinsdóttir, Hólmfríður Gunnarsdóttir, Sigríöur S. Gunnarsdóttir og barnabarnabörn. SIGRÚN GÍSLADÓTTIR, fyrrverandi tóniistarfulltrúi Ríkisútvarpsins, Sólvallagötu 33, Reykjavík, er látin. Fyrir hönd ættingja, Theodór Gíslason. + Faöir minn, tengdafaöir og afi, ÓLAFUR FRIÐRIKSSON, Grænumörk 1, Selfossi, veröur jarösunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 11.00. + GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, Stórholti 28, Alda Ólafsdóttir Wessman, Ragnar Wessman og barnabörn. ðndðöist i Landakotsspítala 31. jaiiúar. Börn og tengdabörn. + + Bróöir okkar, BORGÞÓR EINAR ODDSSON, andaöist í Landspítalanum þriöjudaginn 31. janúar. Jarðarförin fer fram frá Kapellunni i Fossvogi miövikudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Nina Oddsdóttir, Helgi Scheving Jóhannesson. Eiginmaöur minn og faöir okkar, MAGNÚS PÉTURSSON, fyrrverandi lögreglumaöur, veröur jarösunginn frá Eyrarbakkakirkju, laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Bílferö veröur frá Hátúni 12 (Sjálfsbjargarhúsinu) kl. 12.30. Vilborg Eiríksdóttir, Andrés, Björn og Pétur Magnússynir. ■ + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, HALLDÓR M. ÁSMUNDSSON, Snorrabraut 33 A, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 26. janúar 1984. Jaröarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 6. febrúar 1984 kl. 13.30. Jarðsett veröur i Keflavíkurkirkjugaröi. Guöríöur Siguröardóttir, Guöríóur Halldórsdóttir, Vilhjálmur Sv. Arngrimsson, Erla Hrönn Vilhjálmsdóttir, Arngrímur Vilhjálmsson. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, SIGURÐUR ORMSSON, Hólmaseli, veröur jarösunginn frá Villingaholtskirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 15.00. Guórún Siguröardóttir, Pélína Siguröardóttir, Sigrún Siguróardóttir, Guömundur Sigurösson, Jósep Sigurósson, tengdabörn og barnabörn. hjarta mitt grætur með ykkur þessa skelfingarstund. Guð al- máttugur styðji ykkur og huggi. Gunnvör Braga í dag verður kvaddur hinztu kveðju vestur í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum, hann litli bróðir minn. Hann var sonur móður minnar, Hjördísar B. Sigurðar- dóttur og manns hennar, Úlfars Skæringssonar, en þau hafa búið vestur þar frá árinu 1961. Þar fæddist Markús, en hann átti þá fyrir systur, Áslaugu, sem fæddist 1956, og aðra eignaðist hann 1966 sem heitir Edda. Aðeins einu sinni á sinni stuttu ævi kom Markús til fslands, árið 1964, og dvaldi þá sumarlangt á heimili okkar hjón- anna. Það var löngum gaman sumarið það, og oftlega skemmt- um við okkur konunglega í návist Markúsar litla og dóttur okkar á sama aldri. Seinna áttum við mörg tækifæri til að vera með Markúsi og fjölskyldunni í lengri og skemmri tíma í Bandaríkjun- um. Þar fylgdumst við með honum verða að unglingi, með þeim fyrir- gangi sem því tilheyrir, og síðar að ungum glæsilegum manni, sem á allt lífið fyrir sér. Markús varð snemma frábær íþróttamaður, sem þó lagði mesta rækt við skíða- íþróttina. í þeirri íþrótt varð hann fljótt liðtækur og góður keppnis- maður á unglingsaldri, þó að ekki yrði hann einn hinna örfáu, sem útvaldir eru á því sviði. En allt til hinztu stundar naut hann þess ríkulega að líða niður erfiðar skíðabrekkur, einn og með sjálfum sér. Skíðaíþróttin er engri annarri lík, köld, þögul og krefjandi, og þeir sem hafa stundað hana af al- vöru, finna oft til þessarar kennd- ar. Markús tefldi oft á tvær hætt- ur því að öðruvísi komast ungir djarfhugar ekki að því hvar mörk- in liggja. En þrátt fyrir þá hörku sem keppnismanninum er nauð- synleg, var hann blíður, sannur og auðsærður. Hann hafði sterka réttlætiskennd, sem hann vildi að aðrir í kringum hann hefðu einnig, en það vildi bregðast eins og geng- ur. Það var fjör í Markúsi, en það kom ekki í veg fyrir það að endir var bundinn á hans fjör, í hörmu- legu slysi 28. janúar sl. Þegar manni berast slíkar fréttir, stöðv- ast allt, tíminn og skilningurinn og enginn botn fæst í tilganginn. Það eitt er þó ljóst að gagnvart tilverunni erum við magnlaus, nánast leiksoppar atburðanna. Ekkert bætir sáran og djúpan missi ástvina, en tíminn græðir þó flest sár. Minningin ein lifir og vermir, og að henni ber okkur að hlúa. Ég bið guð að styrkja ykkur, mömmu, Úlfar og Eddu, Áslaugu, Philip og Kristínu Björgu, og bið hann að gefa ykkur styrk til að brosa í gegnum tárin og vona. Sigurður Einarsson Nú þegar sólin hefir ögn þokast upp á himininn til að þíða freðna jörð og skammdegismyrkrið er að víkja fyrir geislum hækkandi sól- ar, sem ylja hjörtum og sinni okkar, hér norður á íslandi, hafa þau sorglegu tíðindi borist okkur að ungur frændi, Markús Skær- ingsson, hafi látist af slysförum vestur í Ameríku. Orð eru lítils megnug og van- máttur manns verður alger. Vinir, systir, mágur og systkini hins látna, megi Drottins útrétta hönd leiða ykkur og styrkja á þessari sorgarstund. Markús var sonur hjónanna Hjördísar B. Sigurðardóttur og Úlfars Skæringssonar skíðakenn- ara, hann var fæddur og uppalinn í Aspen í Colorado á heimili ást- ríkra foreldra þar sem vegur og velgengni barnanna er sett ofar öllu öðru. Megi hann hvíla í faðmi Drottins. Áslaug Sigurðardóttir Um sólarris er siglt frá æskuströndum, um sólarlag mun öllum skilað heim. Vér hefjum för í leit að nýjum löndum, með lífsþrá, gleði og byr í skautum tveim. Og djarft er vonað, hvar sem hendir voði er heitum bundin tryggð og bræðralag. En fyrr en varir brestur feigðarboði og bróðir hnígur fyrir miðjan dag. (S. Einars.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.