Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 Úr Rauðasandshreppi um áramótin: „Svo gæti farið að einhverj- um fyndist þær nætur langar « — eftir Þórð Jónsson, Látrum Árið 1983 byrjaði hér á r.fleitum vetri, miklum snjó og ófærum veg- um, dögum, vikum og mánuðum saman. Til dæmis tók undirritað- ur upp á því að verða lasinn í byrj- un apríl og hafði samband við hér- aðslækni minn, sem sagði mér að koma á sinn fund án tafar, en allt var ófært og búið að vera það í lengri tíma. Kerfið gerði ráð fyrir að fyrst yrði ég að fara á heilsu- gæslustöðina til rannsóknar, svo mundi hún senda mig suður. Sjálf- ur vildi ég hringja í Slysavarnafé- lagið og biðja um að senda þyrlu beint að Látrum, þótt þetta væri ekki bráðdrepandi, en vitanlega varð að fara að fyrirmælum kerf- isins. Það þurfti því að moka stans- lausan mokstur frá Patreksfirði að Látrum, 60 km leið, svo það voru sendir af stað tveir heflar og sjúkrabíll með læknum og bíl- stjóra. Þetta gekk allt eftir áætl- un, ég var kominn í góðar hendur á heilsugæslustöðinni um kvöldið og leiðin, sem verið var að moka allan daginn, lokaðist sama kvöld- ið. Á heilsugæslustöðinni var ég í 9 daga við bestu aðhlynningu og eft- irlit, en var þá sendur með sjúkra- flugi ásamt öðrum sjúklingi og elskulegri hjúkrunarkonu til Reykjavíkur og beint á Landspít- alann, en félagi minn á Borgar- spítalann. Tveir bílar komu út á flugvöll til að sækja okkur sinn frá hvorum spítala. Við sjúkl- ingarnir mótmæltum því að láta flytja okkur á tveimur sjúkrabíl- um, þar sem aðeins annar okkar var í körfu, báðir vildu hafa með sér hjúkrunarkonuna á leiðar- enda, svo samkomulag varð um að nota bara annan bílinn, og féllust bílstjórar á það. Á Landspitalann kom ég 13. apríl og út þaðan eftir aðgerð 28. apríl. Ef kerfið hefði nú verið aðeins sveigjanlegra og þyrla tekið mig á Látrum, og skilað mér að Land- spítalanum eftir einn og hálfan tíma, hefði það verið allt annað fyrir mig. Þyrlan hefði sennilega ekkert kostað að vanda, en snjó- moksturinn, bílarnir og tíminn hafa kostað sitt. En síðan hefir mér verið gert að mæta á Land- spítalann á þriggja mánaða fresti og áfram. Þetta var í byrjun árs- ins sem byrjað var að spara, og fyrirbærið „sjúklingaskattur" — eftir Hjördísi Þorsteinsdóttur Nú nýlega hefur verið lagt fram frumvarp til laga á Alþingi, er fjallar um tóbaksvarnir og meng- un andrúmslofts. Án þess að draga í efa að frumvarpið verði samþykkt af öllum þorra alþing- ismanna, er vert að athuga hvað þarna er á ferðinni og hverjir eigi hagsmuna að gæta að svo verði. Reykingar hafa þótt sjálfsagðar á almannafæri, þar til nú hin allra síðustu ár, að athygli á skaðsemi þeirra á heilsu og almennt heil- brigði hefur verið vísindalega staðfest. Reykingar og sú mengun, sem þeim fylgja, hefur fengið umfjöll- un og gagnrýni fjölda einstaklinga og félagasamtaka, sem hafa eink- um beint athygli sinni að skað- semi tóbaksneyslu á heilsu manna, einkum þó á starfsemi lungna, hjarta og æðakerfisins. kom fyrst til umræðu, en heldur illa tekið og ekki vitað hvað verð- ur. Mannlífíð Það gekk sinn vanagang með svipuðum hætti og verið hefir í þessari sveit. Sumarið kom seint eða ekki, tíðin köld og sjaldan þetta fagra og ákjósanlega ferða- veður. Vegir voru góðir, komu vel undan vetri, svo þeir biðu eftir fólkinu. Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, með fríðu föruneyti, heiðraði þessa sveit með heimsókn sinni í för um Vestfirði, kom við á Látrum og drakk þar morgunkaffi í rólegheitum. Síðan var haldið á Látrabjarg og í Bjargtangavita ásamt Ásgeiri vitaverði. Þar var stansað nokkra stund, sitthvað að skoða. f bakaleiðinni þáðu forseti, fylgdarlið og fleiri hádegisverð að Fagrahvammi í boði hreppsnefnd- ar Rauðasandshrepps. Þaðan var haldið að Hnjóti þar sem forsetinn opnaði Minjasafn Egils ólafsson- ar, sem hann hafði safnað munum til, en Barðastrandarsýsla byggði yfir gott hús. Safnið var við þessa athöfn gefið V-Barðastrandar- sýslu af þeim hjónum frú Ragn- heiði Magnúsdóttur og Agli Ólafssyni, Hnjóti. Við safninu tók fyrir hönd sýslunnar Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Næst var komið við í Sauðlauksdal þar sem afi forsetans, séra Þor- valdur Jakobsson, þjónaði sem prestur í langa tíð, eða yfir 20 ár. Gengið var í hina fornu Sauð- iauksdalskirkju, þar sem prófast- urinn, séra Þórarinn Þór, tók á móti forsetanum með mikilli málsnilld og hlýhug í krafti hins forna staðar og forfeðra forsetans. Næst var haldið á sjávarkamb Skápadals, þar sem eista stálskip íslendinga í dag, Garðar BA 64, stendur fánum skreyttur stafna á milli, „hrófaður upp“ (= skurður gerður í sjávarkambinn um fjöru, en skipinu siglt í skurðinn um flóð og mölinni svo ýtt að því á næstu fjöru, þannig að landið verður sem næst sjólínu skipsins). Skipstjóri og eigandi Garðars, Jón Magnús- son Patreksfirði, tók þar á móti forseta og fylgdarliði. Gekk svo með forseta að síðu skipsins, lauk þar upp lúgu, svo út kom lítið borð með gestabók, þar sem Vigdís Finnbogadóttir ritaði nafn sitt og svo hver af öðrum viðstöddum. Stoppað var góða stund hjá þessu aldna en happasæla skipi sem á mikla sögu. Þar kvöddum við flestir sveitungar forseta og Um skaðsemi tóbaksreyksins sérstaklega hefur verið of lítið fjallað. Mæðrum hefur verið bent á skaðsemi reykinga á meðgöngu- tíma og skýrt frá skaðlegum áhrifum á heilsu hins ófædda barns. Minna hefur hins vegar verið rætt um skaðsemi tóbaks- reyksins á skólabörn og þau ung- börn, sem fæðast í oft mengaða tóbaksveröld, þ.e. reykingar í heimahúsum og bifreiðum. Flestum þykir það jafn sjálfsagt að geta andað að sér og frá sér, eins og það að geta opnað augu sín að morgni dags, eftir eðlilegan nætursvefn. Þvi miður eru ekki allir svo lánsamir að líkamsstarfsemi þeirra sé í svo fullkomnu lagi. Sá hópur, sem haldinn er önd- unarfærasjúkdómum og ofnæmi, er stærri en ætla mætti og innan hans er fólk á öllum aldri bæði börn og gamalmenni. Reykingar á almannafæri og einkum þó inni á opinberum stofn- fylgdarlið eftir mjög ánægjulegan dag, en hann hélt til Patreks- fjarðar undir fararstjórn sýslu- manns Barðstrendinga, Stefáns Skarphéðinssonar, svo sem verið hafði allan þennan ágæta og vel heppnaða dag, sem telja má ánægjulegasta viðburð ársins fyrir þessa sveit. Farfuglaheimili og ferðafólk Farfuglaheimili var opnað í Breiðavík af þeim hjónum frú Árnheiði Guðnadóttur og Jónasi H. Jónssyni, eigendum Breiðavík- ur. Var það góð byrjun sem lofaði góðu, og lét fólk ákaflega vel af að koma þar, sérstaklega fyrir hversu notalegt væri að koma þangað, og fólk gæti látið fara svo vel um sig. Mikið kom af fólki á Látrabjarg að vanda en áberandi mikið í stórum rútum, mun minna af einkabílum en verið hefir. Þó er nokkuð um útlenda einkabíla, sem koma til landsins með ferjunum, þeir búa í bílunum og með allt sem til þarf, mikið áhugafólk um fuglaskoðun og fleira sem ætti að vera eitthvað eftirlit með, en yfir- leitt er umgengni flests þessa fólks með ágætum, útlendra sem innlendra. Arnþór Garðarsson kom með hópinn sinn frá Háskólanum, og var það tíunda árið sem hann kemur til rannsókna á lífi og hátt- um svartfuglsins við Látrabjarg. Mikill fróðleikur um hann fæst við þær rannsóknir, þar á meðal um fæðuval, staðarval, fjölda og per- sónumál tegundanna, ef svo má að orði komast. Atvinnuhættir Veiðiskapur gekk vel hjá þeim sem hann stunduðu, einkum hrognkelsaveiði, miðað við mjög erfitt tíðarfar. Nokkuð var tekið af eggjum úr Látrabjargi, þó meira sportmennska en atvinnu- vegur. Ekki frétti ég af neinni selveiði til verðlaunasöfnunar, en nokkuð skotið af refum og mink. Ein stór rostungstönn, 63 sm, fannst í Breiðavík af einum gest- anna þar. Var hann að vonum lukkulegur mjög yfir fundinum, en í víkinni þeirri er skemmtileg fjara og ágæt baðströnd, en svolít- ið kalt. Landbúnaður gekk nokkuð vel miðað við tíðarfarið og gróður- leysi fram á sumar. En með þriðju sól eftir höfuðdag breyttist tíðar- farið úr ótíð í mjög hagkvæmt tíð- arfar, svo haustið fram á vetur var mjög hagstætt landbúnaði, en unum, t.d. í anddyrum og setustof- um sjúkrahúsa, er mjög hvimleið- ur og skaðiegur fyrir þann hóp einstaklinga, sem hefur ofnæmi fyrir tóbaksreyk, því hann getur framkallað sviða í augum, tára- flóð, ógleði, mígreni og getur kom- ið astmasjúklingum í það mjög hvimleiða ástand að þeir fái astmakast. Allt þetta eru ekki að- eins óþægindi fyrir þolendur held- ur er þessi hliðarverkun tóbaksins mjög fjárhagslega kostnaðarsöm fyrir íslenska ríkið. Því að sá astmasjúklingur, sem fær bráða- kast, verður í flestum tilfellum að leggjast inn á sjúkrahús og þar er hver dagurinn sannarlega ekki gefins fyrir utan lífsháska, vinnu- tap og önnur óþægindi sjúklings- ins. Það er meðal annars vegna tób- aksreykinga á vinnustöðum og annarstaðar, sem astma- og ofnæmissjúklingar einangrast oft félagslega, sem er svo önnur hlið á þessu stóra máli. Að teyga að sér súrefni úr and- rúmsloftinu, er eitt af því, sem er sameiginlegur réttur okkar allra. Enginn ætti með nokkrum rétti að geta spillt því dýrmæta andrúms- lofti, sem sá er honum næstur Sá lukkulegi með rostungstönnina sína. Tönnin á móti fannst í tíð Bergsveins Skúlasonar í Breiðavík og var 64 sentimetrar. það var of seint fyrir garðávexti, svo útkoman þar varð verri en fólk mundi eftir áður, svo slæm sums staðar að ekki fékkst í sáð. Afurð- ir búfjár urðu góðar, en kostuðu mikið í aðkeyptu fóðri og áburði, svo afkoman verður ekki eftir því góð, þó mjög misjöfn. Ótíðindi Þau ótíðindi gerðust í marsmán- uði á því herrans ári 1983 að næt- urvörslu á símstöðinni á Patreks- firði var hætt eftir margra ára ágæta þjónustu allan sólarhring- inn. Þessi skerðing símaþjónustu er öllum íbúum þessarar sveitar til mikils ama, óhagræðis og kostnaðar. Auk þess skerðir hún stórlega öll öryggismál íbúa sveit- arinnar, og gæti verið fleiri, því margir eiga leið hér um á nótt sem degi. Næturvarslan var færð, í sparn- aðarskyni, frá byggðakjarna sunnanverðra Vestfjarða, Pat- reksfirði, til ísafjarðar. Sími á Patreksfirði er nú aðeins opinn virka daga frá kl. 9 til 20 að kvöldi, en á sunnudögum og öðrum helgi- dögum aðeins opinn frá kl. 11 til kl. 18. Símasambandið gegnum ísa- fjörð er mjög slæmt og óábyggi- legt, heyrist þó stundum allvel, en oftast mjög illa eða ekkert, þegar þarf að tala gegnum Isafjörð milli lína hér í sveitnni. Og margar eru þær nætur sem ekkert símasam- band er við þessa sveit frá kl. 12 að kvöldi til kl. 9 að morgni að Patreksfjörður kemur inn. Svo lljördís Þorsteinsdóttir „Sá hópur, sem haldinn er öndunarfærasjúkdómum og ofnæmi, er stærri en ætla mætti, og innan hans er fólk á öllum aldri bæði börn og gamalmenni.“ gæti farið að einhverjum fyndist þær nætur langar, því þá er einnig útilokað að ná milli lína innan sveitar. En til að gera heilli sveit, þótt fámenn sé, þennan sem betur fer fáheyrða óleik, virðist ekki þurfa nema eitt pennastrik frá þá- verandi samgönguráðherra til Pósts og síma svo aðförin verði framkvæmd. Þó var þetta kannski góður und- irbúningur undir það ástand sem nú er hér í símamálum, sæsíma- kapallinn yfir Patreksfjörð slitinn síðan um jól, en von um viðgerð á þessu nýbyrjaða ári. En þar til það gerist er sveitin símasam- bandslaus við Patreksfjörð og ísa- fjörð, þar með við umheiminn. En nú er búið að koma upp neyðar- vörslu á sýsluskrifstofunni á Pat- reksfirði og í Kvígindisdal gegnum talstöð, sem kom sér vel í gær- kvöld þegar varð að sækja bónd- ann á Móbergi, J.R. fvarsson, fár- veikan, í sjúkrabíl og flytja til Patreksfjarðar eftir margra klukkustunda mokstur til að kom- ast þangað. Honum líður nú betur eftir atvikum. En við lifum þetta allt af og lifum vel og vonandi líð- ur háttvirtum þingmönnum okkar vestfirskum einnig vel yfir sparn- aðinum. Sjálfum finnst mér verst að geta ekki heilsað upp á kunn- ingja mína víðs vegar í síma um áramótin eins og að undanförnu, en nú vita þeir hvers vegna, ef þeir lesa Moggann. Ég bið hann hér með að bera þeim öllum mínar bestu áramótaóskir. Gód tíðindi Kirkjubrúðkaup var við Breiða- víkurkirkju messudag 2. nóvember 1983. Brúðhjón, frú Hólmfríður Sveinsdóttir, Reykjavík, og Hilm- ar Össurarson, Láganúpi, og í sömu viku kirkjubrúðkaup við Saurbæjarkirkju, brúðhjón frú Anna Kr. Jakobsdóttir og Ingvar Hjartarson, Stökkum. Prestur séra Þórarinn Þór, prófastur Pat- reksfirði. Þriðja brúðkaupið átti að fara fram héðan úr sveitinni á gamlársdag, á Patreksfirði, en þá lokaði veður öllum leiðum til sjós og lands svo því varð að fresta. LokaorÖ Heldur hallar undan fæti hjá þessari sveit sem stendur og nokk- uð óvíst um búsetu margra. Það mun hér sem annars staðar erfitt að stöðva flóttann eftir að hann byrjar. En þar vegur að mínu mati nokkuð þungt ef fólk finnur það, að fulltrúum þess á alþingi er nokkuð sama hvort það fer eða reynir að klóra í bakkann og standa meðan stætt er, áður en allt er komið í óefni og allt um seinan en þá gagna ekki „penna- strik" þótt feit séu, fólkið hoppar yfir þau og segir bless við sína sveit. En nýtt ár kemur með nýjar vonir sem við vonum að rætist. Gleðilegt nýtt ár. Þakka liðið. Látrum, 3. janúar 1984, Þórður Jónsson. stendur þarf til þess að geta andað að sér og frá ómælt og án nokk- urrar aukagreiðslu. Loftið kostar ekkert fé, en það kostar umtals- verða peninga og fjárútlát að bæta og hreinsa það andrúmsloft, sem búið er að eyðileggja með mengun. Það er mun fjárfrekara að hreinsa þau híbýli, veggi, gólf og gluggatjöld (fyrir nú utan alla öskubakkana), þar sem reykingar eru leyfðar, heldur en þar sem tóbaksreykingar eru ekki heimil- ar. Það er því einmitt þess vegna fjárhagslega hagkvæmt fyrir ís- lenska ríkið að gera hið sama og frændur vorir Finnar hafa gert, nefnilega að spyrna við fæti og reyna af öllu afli að koma þessum óþrifnaði og óhollustu út úr öllum sínum stofnunum. Það ætti að vera lögverndað í stjórnarskránni okkar, eins og frelsi til tjáningar og athafna, að geta andað frjálst og eðlilega hvar, sem er að okkur hreinu og ómenguðu andrúmslofti á Islandi. Því, hver getur lifað án lofts? Skrifað á Vífilsstöðum 21. jan. Hjördís Þorsteinsdóttir er fóstra og húsmóðir í Hafnarfirði. Hreint loft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.