Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 47 Nær uppselt á leik Diisseldorf og Bayern í kvöld: „Mig dreymdi að við sigruðum Bayern 2—1“ - sagði fltli Eðvaldsson sem bíður spenntur eftir leiknum í KVÖLD leika Fortuna DUss- eldorf og Bayern MUnchen, þekktasta knattspyrnuliö V-Þýskalands, á „Rhein- stadion" í DUsseldorf. Geysi- legur áhugi er á leiknum ytra og í gær höföu selst 63 þúsund miðar á leikinn aö sögn Atla Eðvaldssonar, en hann reikn- aöi meö því aö uppselt yröi. Samvinnuferöir-Landsýn efna til hópferöar héðan á leik- inn og buöu uppá 25 sæti og seldust þau upp á svipstundu. Fengu greinilega færri en vildu miöa í þessa ferð á leikinn. En þetta sýnir betur en margt ann- aö hversu mikill áhugi er hér •Á síðasta heimaleik Fortuna voru 62.000 manns — en búist er við enn fleirum í kvöld. Fortuna sigradi þá Gladbach 4:1 — og lék frábærlega vel. Hér má sjá fyrir- sögn úr einu þýsku blaöanna eftir þann leik. heima á v-þýsku knattspyrnu- liöunum, sem íslensku leik- mennirnir spila með. Fortuna Dusseldorf átti stórleik siöast á heimavelli, sigraöi þá B-Mönch- engladbach 4—1 og þá voru 62 þúsund áhorfendur á leiknum. Metaösókn. — Mig dreymdi aö við myndum sigra Bayern-liöið 2—1. Ég vona aö draumurinn rætist, sagöi Atli er viö ræddum við hann í gærkvöldi. — Það var gífurleg stemming hjá okkur á æfingunni í dag. Allir leikmenn iiösins eru heilir heilsu og eru staðráðnir í því aö veita Bayern ráöningu. Slíkt yrði mikill sigur fyrir okkur og alla þá áhorfend- ur sem mæta munu á völlinn. En viö vitum mæta vel aö leikmenn Bayern eru bæöi mjög leik- reyndir og klókir. Þeir eru sko engin lömb að leika sér við og takist okkur ekki vel upp í leikn- um þá er það borin von að sigra. Ég vona bara aö þetta verði góöur leikur. Hvað sjálfan mig snertir þá er ég tilbúinn í slaginn. Mig kitlar í fæturna og tel mínúturnar þar til leikurinn hefst. — Völlurinn okkar er í mjög góðu ásigkomulagi. Rennislétt- ur og fínn. Ég segi að hann sé besti völlur í heimi, sagöi Atli. — ÞR íþróttir eru á þremur síðum í dag: 45, 46 og 47 [Rekordkulisse im Rheinstadion: 62 000 IFortunen bieten beimj 14:1 Traum-Fuí3ball Sigurður T. og Gísli til V-Þýzkalands Frjálsíþróttamennirnir Sigurö- ur T. Sigurösson KR og Gísli Sig- urösson ÍR eru um þessar mundir á förum til Vestur-Þýzkalands, þar sem þeir munu dveljast viö æfingar og keppni fram á sumar. Siguröur og Gísli dveljast hjá frjálsíþróttafélaginu í St. Augustin, sem er borg skammt frá höfuö- borginni, Bonn. Hópur íþrótta- manna úr þessu félagi dvaldi hér á landi í fyrrasumar. Siguröur er Islandsmethafi í stangarstökki og Gísli náöi góöum árangri í tugþraut í fyrrasumar. Kristján Arason kjörinn íþróttamaður Hafnarfjarðar: Hafnarf jarðarbær heiðrar íþróttafólk BÆJARSTJÓRN Hafnarfjaröar heiðraöi í fyrradag hafnfirskt íþrótta- fólk fyrir góða frammistööu á undanförnum árum. Bæjarstjórnin telur aö íþróttaiökanir í bænum séu mjög mikilvægar hvort sem þær séu á sviöi keppnis- eöa almenningsíþrótta. Því vill bæjar- stjórnin stuöla aö öflugri íþróttastarfsemi og mun nú árlega gang- ast fyrir samsæti þar sem íþróttafólk veröur heiörað með viður- kenningarskjölum fyrir góöa frammistööu. Þaö er íþróttaráö Hafn- arfjaröar sem gerir tillögur um viöurkenningarnar í desember ár hvert. Eftirtaldir aöilar voru heiðraöir aö þessu sinni: Þorgeröur M. Gísladóttir, íþróttakennari, fékk viöurkenn- ingu fyrir mikil og góö störf aö íþróttamálum og eflingu fimleika í Hafnarfiröi. Hún hefur kennt fimleika í Hafnarfiröi óslitiö síöan 1944. Hún var í fimleikaflokki FH á ár- unum 1939—1941 og í fimleika- flokki Glimufélagsins Ármanns um árabil. Sá flokkur sýndi fim- leika bæöi innanlands og utan viö góöan oröstír. Hún var um árabil í meistaraflokki FH í hand- knattleik kvenna og Sunddrottn- ing Hafnarfjaröar árin 1945 og 1946. Hún sat í stjórn ÍBH í 14 ár og í stjórn Fimleikasambands ís- lands í 5 ár. Fimleikafélagiö Björk var stofnaö árið 1951. Þorgeröur var aöalhvatamaður aö stofnun fé- lagsins, fyrsti formaöur þess og aöalþjálfari allt til ársins 1970. Hlín Árnadóttir, íþróttakenn- ari, hlaut viöurkenningu fyrir störf sín aö eflingu fimleika í Hafnarfiröi. Fimleikafélagiö Björk hefur notiö ágætra starfa hennar und- anfarin 13 ár. Fyrst sem aðal- þjálfara fétagsins frá árinu 1970—1979 og síöan hefur hún kennt yngri flokkum félagsins. Ragnheiöur Ólafsdóttir, FH, fékk viöurkenningu fyrir frábær- an árangur í frjálsum íþróttum. Hún hefur tekiö þátt í fjölda landsleikja í frjálsum íþróttum, aöallega í 800 m og 1500 m hlaupi og oftast veriö sigurveg- ari. Hún á islandsmet í 800 m, 1000 m, 1500 m og 3000 m hlaupi kvenna. Hún stundar nú nám viö Háskólann í Alabama, USA. Rannveig D. Guömunds- dóttir, Fimleikafélaginu Björk, hlaut viöurkenningu fyrir góöan árangur í fimleikum. Rannveig er meö bestu fim- leikakonum hér á landi og Bjark- armeistari í fimleikum. Hún hefur tekiö þátt í Noröurlandamóti sem fram fór í Finnlandi og lands- keppni í fimleikum milli íslands og Skotlands, bæöi hér heima og erlendis. Hún er nú þjálfari meistaraflokks félagsins. Viðar Halldórsson, FH, fékk viöurkenningu fyrir góöan árang- ur í knattspyrnu. Hann er einn af máttarstólpum meistaraflokks FH i knattspyrnu og hefur leikið 327 leiki fyrir fé- lagiö. Einnig hefur hann leikið 27 landsleiki í knattspyrnu. Úlfar Jónsson, Golfklúbbnum Keili, fékk viðurkenningu fyrir frábæran árangur og sigursæld í golfi á undanförnum árum. Úlfar Jónsson Viöar Halldórsson Ragnheiöur Ólafsdóttir Pálmar Sigurösson Hann varö Islandsmeistari i drengjaflokki árin 1982 og 1983 og í 2. sæti í meistaraflokki karla sl. ár. Hann varö sigurvegari í 7 opnum mótum á árinu 1983 og er þaö stórkostlegur árangur svo ungs íþróttamanns. Hann á vall- armet á golfvellinum á Hvaleyri, fór allan völlinn á 66 höggum. Pálmar Sigurðsson, Haukum, fékk viöurkenningu fyrir góöan árangur í körfuknattleik. Hann hefur verið Islands- og bikarmeistari meö félagi sínu, í yngri flokkum undanfarin ár. Hann hefur leikiö með unglinga- landsliöi í körfubolta undanfarin ár og 3 leiki meö A-landsliöi. Kristján Arason, FH, hlaut viö- urkenningu og var kjörinn íþróttamaður Hafnarfjaröar áriö 1983 fyrir frábæra frammistööu í handknattleik. Hann hefur æft handknattleik frá 10 ára aldri. íslandsmeistari hefur hann oröiö nokkrum sinn- um meö yngri flokkum FH og leikiö 180 leiki meö meistara- flokki FH. Hann hefur nú þegar leikiö 56 landsleiki i handknatt- leik. Árin 1982 og 1983 hefur hann veriö tilnefndur sem einn af 10 bestu íþróttamönnum lands- ins. íDróiiir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.