Alþýðublaðið - 10.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.10.1931, Blaðsíða 2
ALPÝÐUBLAÐIÐ Ihðldin samelnast : < móti verkalýðnum. í öUum mermmgarlönd um er viðurkendur réttur verkamanna til fress að hafa félagsiskap með sér til þess að koma fram fyrir sína íhönd í kaupdeilumálum, og hér í Reykjavík mun vera komið hátt á an.nan áratug, sem auðvaldinu hefir ekki komið í hug að segja annað en að það sé sjálfsagt að verkamenn hafi með sér félags- skap. En sums staðiar úti um liand sitja enn kaupfélagsstjórar og ein- o|tunarkaupmenn, sem skoða siig sem 'eins konar kónga í sínu hér- aði og ætla af göflum að ganga, þegar verkamenn gerast svo djárfir að mynda félag rneð sér. Einn af þessum smákóngum er Hannes Jónsson, Framsóknarþing- maðurinn, sem er kaupfélagsstjóri á Hvammstanga. Hann hefir áruim saman neitað að hafa noikkur mök við verkamannafélagið á Hvamms- tanga og sniðgengið félagsmenn hvað atvinnu snertir, með öðr- um orðum neitað verkamönnum um þann rétt, sem r ölluim menm- ingarlöndum er talinn þeim sjálf- sagður. Nú hefir eins og kunnugt er Lengi verið grunt á því góða milli Morgunblaðsins og Framsóknar- flokksmanna og Morgunblaðið oft valið Hannesi Jónssyni frá Hvammstanga háðuleg orð. En undir eins og blað íhaldsins heyr- i ir að Hannes sé að reyna að kúga verkamenn á Hvammstanga undir ólög sín, rýkur Morgun- ! blaðið upp með hamaganigi til þess að taka málstað Hanniesar. Og Eimskipafélagsstjórnin, sem ekki þarf annað en segja við af- greiðslumann sinn á Hvamms- tanga, Hannes Jónsson, að hann verði að koma sér saman við verkamiennina, svo Eimskipafélag- ið þurfi ekki að gjalda, flýtir sér að gefa yfirlýsiogu um að deilan sé sér óviðkomandi, þó hver maður sjái, að tiltæki Ha'nniesar skaðar bæði Eimskipafélagið og einstaklinga, sem senda þurfa með skipum þess, En hér er ekki verið að hugsia um hag Eim- skipaféLagsins af hálfu stjórnar þess, heldur er stjórnin dð hug.sa um, hvernig hún getur bezt nofu? Eimskipafélagið í baráttunni gegn verkalýðninn, og eru það viðlíka heilindi og að Jón Þorlákssotr, ;sem er í Eirnslripaféliagsstjórninni, s/kuli sjálfur lieigja skip, og keppa við Eimskipafélagið, en það gerir hann eins og menn vita. Út yfir tekur þó, að Rílrisskipiaútgerðin skuli hér elta Eimskipafélagið og láta eins og sér sé deilan á Hvammstanga óviðkomandi. En alt þetta sýnir hið nána samband, sem nú er orðið milli Framsókn- arflokksins og gamla íhaldsins. Ætti þessi deila að verða til þess að margir verkamenn skildu bet- ur eftir en. áður hið sanna eðli Framsöknarflokksins, það er að hið rétta nafn hans er: Litla í- haldið. Sídosstw freegmir: Deilunn! lokið. 11 ;,.3 i\ sji r .ar 'S % ,> v Sanmingar um Hvamimstanga- > deiluna voru undirritaðir í morg- ! un kl. 11 af Verkamálaráði AI- þýðusambandsins fyrir hönd Verkamiannafélagsins á Hvamms- tanga og Sigurði Kristinssyni forstjóra fyrir hön.d Kaupfélags Vestur-Húnvetninga. — Hefir það orðið að samkomulagi, að kaup , verkamiamna verði kr. 1,00 mú hverja klst. í dagvinnu, en kr. 1,25 í eftirvinnu og vinnutími sé 10 st. Félagajr í Verkamannafélag- inu ganga fyrir öðrum í allri vinnu. Ep fjví hér með öllnm bönnum aflétt. líe^amannflokkunnn brezkf. Á kosningastefnuskrá Verka- mannaflokksins brezka er, að brezkir bankar og aðrar láns- stofnanir verði þjóðnýtt og að kallaður verði saman alþjóða- fundur til þess að komia á sam- ræmi og sameiginiLegri stefnu í peningamálum. Óháði verkalýðsfliokkurinn vill einnig þjóðnýta bankana. (FB.- fregn.) Hlutveltu heldur skátafélagið í„Erni:r“ í „K. R.“-húsinu á morg- un frá kl. 4. Bókmentaverðlann Nobels. Khöfn, 9. okt. (Frá fréttaritara FB.) Sænska vísindafélagið veitti í gær Svíanum Erik Axel Karle- feldt bókmentaverðlaun Nobels. Karlefeldt andaðist í laprítenánuði. Forsetakosninn i Austnrriki. Miklas hefir verið endurkosinn forseti austurríska lýðveldisins með 109 atkvæðum gegn 93. (UP.—FB.) Atvinnnbætm*. ll'11ðft lH sef Atvinnubótaniefnd ríkisins út- hlutaði 8. þ. m. ísafjárðarkaup- stað til atvinnubóta kr. 12 000,00 til bráðabirgðá. Fyrirhuguð at- vinnubótávinnia á ísafirði er rækt- !pin í sambandi við kúiabú bæjar- iins, vegagerð í nágrenni kaup- staðarins og grjótnám;. Isfirðing- ar létu skrá atvinnulausa mienm nú nýverið og gera rækilegar skýrslur um hag þeirra. Voru þeir um 260, og reyndist meðal- atvinnia þeirra síðustu 3 mámuði tæplega 26 dagar. Fulltrúi Isafjarðar í atvinnu- bótanefndinni í stað fulltrúa Reykjavíkurbæjiar, er þá vék sæti, var Vilmundur Jónsson landlæknir. Nýit leikrit eftir Bjornstjerne Bjornson. Khöfn, 9. okt. (Frá fréttaritara FB.) Norska bliaðið „Aftenposten“ skýrir frá því, að áður óþekt, fullgert sögulegt leikrit eftir Björnstjerne Björnson hafi fund- ist á meðal handrita hans. Leikrit- ið er skrifað kringum 1860. Fra Mzkalanði. Briining hefir myndað stjórn. Peningavanðræðiní Baiidaríkj- unnm. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að komia á fót sjóði, er hafi einm milljarð dqllara að stofni, til hjálpar traustum bönkum, er ekki hafa handbært fé. Sjóðnum er afl- að fjár með sölu skuldabréfa, ér hann hefir fengið heimild til að gefa út. Hringlið með krónima Nú er enginn dagur svo, að ekki sé hringlað með gildi krón- iunnar. 1 fyrradag var hún í 65,49 gullaurum, í gær í 64,36 og í dag er hún k 64,70 gullaurúm. Stærsta hús heimsins og elðingarnar. Hið mikla nýja stórhýsi i New Yiork, „Empire State Building", sem er 1250 fet á hæð, mun vera stærsti „skrugguleiðari“ heiimsins. Nýliega bar það við í ofviðri í New Yorik, að eldingu sló niður í byggingu þessa, og um leið sást stórkostleg- ur blár logi Leika um alt húsiö, en hann hvarf svd niður í jörð- ina. Þétta endurtók sig þrisvar sinnurn. „Empire State Building“ er að mestu úr stáli. Benzí>nbíllmn. 16. september síðast liðiom’ voru 100 ár liðin síðan benzín- bifreiðin var fundin upp. Það v,ar Þjóðverjinn Sigfried Markus, er fann hana upp. Úr herbúðnm verkalíðsios. Verklýðsfélag Akraness hefir þegar hafið vetmrstarfsemi sína og starfar nú af hinu mesta ikappi. Félagið er í 3 deildum, en með sameiginliegri stjóm,. — Deild sjó- og verka-manna hefir meðal annarar starfsemi sinnar haldið úti nú um nokkra hríð skrifuðu blaði, sem heitir „Sjó- maður“. Er það eiingöngu skrifað af meðlimum verikiýðsféLagsins Og lesið upp á fundium þessí Að blaðið sé meira ein nafnið tómt má sjá á því, að t. d. blað þa'ö, sem lesið var upp á síðasta fiundi, var tólf „folíó“-síður. Hin ný- stofnaðia deild verkiakvenna hefir einnig komið sér upp blaði innan. sinna vébanda. Það blað heitir „Veiíkakonan“ og hafa þegar birzt í því frumsamin ljóð, sögur og ritgerðir, alt eftir verkakonurnar sjálfar. Frá þessu er sagt hér félögun- um á Akranesi til verðugs lofs og öðrum félögum, sem enn ekki hafa komið slíkri starfsemi á fót hjá sér, til hvatningar og fyrir- myndar. Tamning hugans við að framsetja vel og skipulega hugs- anir sínar og sú ritleikni, semi hægt er að öðlast með slíku starfi, getur seinna meir orðið drýgri til gagns og ánægjuauka en nokk- um grunar. Og sá aukni menn- ingarblær og félagslega sam- heldni, sem upp af slíku starfi getur sprottið, er áreiðanlega ekki of dýru verði keypt, þótt varið sé til hennar nokkrum kvöldstund- um. Málverh asýning Grétu Björnsson. Vert er að hvetja þá, sem máÞ aratist unna, og ekki hafa þegar séð málverkasýningu Grétu Björnsson, að láta það ékki undir höfuð leggjast. Sýningin er á Vesturgötu 10. Er húm opin allan daginn, frá kl. 10 að morgni til kl. 10 að kvöldi, en nú eru að eins örfáir dagar eftir, því að næsti þriðjudagur verður að lík- indum síðasti sýningardiagurinn. ,En langbezt njóta málverkin sín í dagsbirtu, einkum þegar sól- s,kin er. Fegurst málverkanna þykja mér nr. 9, af Vífilfelli og nágrenmj. þess, nr. 12, af Baulu, og nr. 24, af Skarðsheiði. I þeirri mynd birt- ist fegurð samræmisins aðdáan- lega vel. Auk Landslagsmynda eru á sýningunni myndir ,a£ börn.um, blómum og hestum o. fl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.