Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 Formaður Norræna gerir athugasemd í nafni þriggja framkvæmdaráðsmanna: Formaðurinn ger- ir þetta í algeru heimildarleysi — segir einn framkvæmdaráðsmanna. Hinir afneita einnig athugasemdinni „ÞETTA var kynnt á fundi í gær, en ekki einu sinni borið undir at- kvæði, þannig að það er alls ekki hægt að birta þetta í nafni fram- kvæmdaráðsins. Hjálmar Ólafs- son, formaður stjórnar Norræna félagsins, sagði á fundi í gær, að ef við vildum ekki samþykkja þetta, þá færi hann með þessa yfirlýsingu einn og ég get ekki svarað fyrir hann, hann gerir þetta í algeru heimildarleysi og þetta nær ekki nokkurri átt,“ sagði Kristín Stef- ánsdóttir, sem sæti á í fram- kvæmdaráði Norræna félagsins, í samtali við Mbl. í gær, þegar hún var spurð um athugasemd sem blaðinu barst frá framkvæmdaráði Norræna félagsins og birt er hér að neðan. Athugasemdina sendi Hjálmar Ólafsson, formaður stjórnar Norræna félaginu, blað- inu. Þorvaldur Þorvaldsson, sem einnig á sæti í framkvæmdaráð- inu, sagði í gær að hann hefði aldrei samþykkt yfirlýsinguna. Kristín sagðist telja að allir menn í sambandsstjórn Nor- ræna félagsins hefðu verið þeirr- ar skoðunar að um leið og þeir greiddu atkvæði á sambands- stjórnarfundi um umsækjendur væri þar með frá því gengið hver hlyti starfið. Kristín sagði að hún teldi að formaður stjórnar- innar, Hjálmar ólafsson, væri sá eini sem teldi að ekki hafi verið formlega gengið frá ráðn- ingu framkvæmdastjóra, enda hafi hann verið svo reiður á fundinum og stjórnað honum það illa, að engin formleg bókun hefi verið gerð, og það bæri hann fyrir sig. Karl Jeppesen, stjórnarmaður í Norræna félaginu og fram- kvæmdaráðsmaður, sagði í gærkvöldi að athugasemdin hefði aldrei verið samþykkt. „Athugasemdin var aldrei tekin til atkvæða í framkvæmdaráð- inu, þannig að Hjálmar Ólafsson verður einn að standa að henni," sagði Karl Jeppesen. Hér birtist athugasemd sú sem Hjálmar Ólafsson, formað- ur stjórnar Norræna félagsins, sendi fjölmiðlum í gær. Eins og sést eru framkvæmdaráðsmenn skrifaðir fyrir athugasemdinni, en nú hafa þeir þrír fyrstnefndu sagt að þeir hafi þar hvergi kom- ið nærri. Athugasemdin er svo- hljóðandi: „Vegna endurtekinna ummæla í blöðum vill framkvæmdaráð Norræna félagsins taka fram, að í lögum þess, sem samþykkt voru á síðasta sambandsþingi á liðnu hausti, segir í 23. grein: „Sam- bandsstjórn skal ráða fram- kvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur Norræna fé- lagsins." Sambandsstjórn hefur ekki ennþá komið saman til þess að ganga frá ráðningu fram- kvæmdastjóra eins og mælir fyrir í nefndri lagagrein. 8. febrúar 1984, með þökk fyrir birtinguna, Þorvaldur Þorvalds- son, Karl Jeppesen, Kristín Stef- ánsdóttir, Hjálmar ólafsson." Ekki náðist samband við Hjálmar Ólafsson í gærkveldi vegna þessa máls. Yfirlýsing frá Sighvati Björgvinssyni: Formaðurinn andvígur ráðningu framkvæmda- stjóra frá upphafi „Á FUNDI sambandsstjórnar Norræna félagsins, sem haldinn var 7. janúar sl., var gengið til at- kvæða um umsækjendur um stöðu framkvæmdastjóra. í þeirri at- kvæðagreiðslu fékk ég sem svaraði 6 atkvæðum, annar umsækjandi fékk 1 atkvæði, en formaður stjórnarinnar mun engum umsækj- anda hafa greitt atkvæði. í sam- bandsstjórninni sitja 8 menn,“ segir í yfirlýsingu Sighvats Björg- vinssonar um þetta mál. „Framkvæmdaráði félagsins var síðan falið að leita samkomulags um launakjör og ganga frá ráðningarsamningi. Formaður og gjaldkeri félagsins ræddu við mig þremur vikum síðar, föstudaginn 27. janúar. Daginn eftir, þann 28. janúar, gekk framkvæmdaráð svo form- lega frá ráðningarsamningi með 3 samhljóða atkvæðum, en for- maður greiddi ekki atkvæði. Af- greiðsla framkvæmdaráðsins var bókuð í fundargerðarbók skilmálalaust og þess jafnframt óskað í bókuninni að ég hæfi störf sem fyrst. Framkvæmdar- áðsmenn, bæði varaformaður og gjaldkeri, tjáðu mér þessa af- greiðslu og gjaldkeri staðfesti hana í símtali við mig eftir helg- ina. Blöð og útvarp birtu síðan fréttir um afgreiðsluna, sam- kvæmt heimildum fram- kvæmdaráðsmanna. Yfirlýsing sú sem send hefur verið út í nafni framkvæmdaráðsins kem- ur mér því í opna skjöldu. Þrír framkvæmdaráðsmenn, þau Kristín Stefánsdóttir, Karl Jeppesen og, Þorvaldur Þor- valdsson, hafa tjáð mér að engin slík samþykkt hafi verið gerð í framkvæmdaráðinu og nöfn þeirra séu sett undir yfirlýsing- una í heimildarleysi og án þeirr- ar vitundar. Formaður félagsins virðist hins vegar frá upphafi hafa ver- ið ákaflega andvígur ráðningu framkvæmdastjóra og þar er skýringarinnar að leita, meðal annars á þeim langa drætti sem orðið hefur á afgreiðslu málsins. Ég hef ekkert við það að athuga að sambandsstjórn félagsins taki mál þetta fyrir að nýju til afgreiðslu. Mín eina ósk er sú, að sú afgreiðsla geti orðið endanleg, hver sem hún verður, svo þessum ljóta leik sé þar með lokið." Morgunblaftift/KÖE. Tíðindalítill viðræðufundur ASÍ og VSÍ Viðræðunefndir Vinnuveitendasam- var tíðindalítill, en að sögn Magnús- sem erfiðast eiga. Annar fundur hef- bands íslands og Alþýðusambands ar Gunnarssonar, framkvæmda- ur ekki verið boðaður, en búist er íslands áttu fund með sér í gær- stjóra VSÍ, var haldið áfram viðræð- við að hann verði fljótlega. morgun um kjaramál. Fundurinn um um leiðir til að rétta hlut þeirra Fiskverðsákvörðun í dag: Kaupendur og oddamaður sameinast um 4% hækkun Sú hækkun allsendis ófullnægjandi segir fulltrúi sjómanna í yfirnefnd YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávar- útvegsins mun koma saman til fund- ar í dag, og verður þar ákveðin 4% fiskverðshækkun með atkvæðum kaupenda og oddamanns gegn at- kvæðum seljenda, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Óskar Vig- fússon, fulltrúi sjómannna í yfir- nefndinni, segir að fiskverð þurfi að hækka mun meira. „Mitt sjónarmið varðandi fisk- verðsákvörðunina er það, að 4% hækkun sé allsendis ófullnægj- andi fyrir sjómannastéttina í dag, en við verðum víst ekki spurðir að því frekar en fyrri daginn. Við teljum okkur þurfa miklu miklu meira án þess ég bendi á nokkra tölu í því sambandi. Það nægir að geta þess, að sjómannastéttin hef- ur orðið fyrir miklu miklu meiri kjaraskerðingum á undanförnum árum en launþegar i landi, sér- staklega á undanförnum tveimur árum. Þar sem við stöndum frammi fyrir þeirri gífurlegu skerðingu, sem fylgir aflasam- drætti og aflamarkinu í ár, eru rök okkar um verulega hækkun fiskverðs fyllilega gild. Enda vil ég meina að það halli nokkuð mikið á merinni í dag miðað við það, sem við höfum fengið frá landsfeðrum á hverjum tíma þegar vel gengur. Þá sé okkur óhætt að láta af verð- bótavísitölunni í fiskverðinu, en mér sýnist ekki nokkur tilraun vera gerð til þess að rétta þann halla við nú þegar illa gengur. Þá getum við étið það, sem úti frýs,“ sagði Óskar Vigfússon. Skákmót Búnaðarbankans: Skák Helga og Jóhanns í bið FJÓRAR skákir fóru í bið í 10. og næsbsíðustu umferð á skákmóti Búnaðarbankans í gærkvöldi, þar með talin æsispennandi skák Jó- hanns Hjartarsonar og Helga Ólafssonar. Skákirnar voru tefldar fram á nótt og lágu úrslit ekki fyrir þegar Mbl. fór í prentun. Jóhann Hjartarson hafði ívið betri stöðu gegn Helga Ólafssyni. Hann hafði biskup, drottningu og fimm peð á móti riddara, drottningu og fimm peðum Helga. En Helgi hafði tvípeð á c-línunni og Jóhann frelsingja á á a-línunni. Aðeins tveimur skákum lauk fyrir bið og báðum lyktaði með jafntefli. Jón L. Árnason og Jón Helgi Jóhann Kristinsson sömdu jafntefli, svo og Knezevic og Guðmundur Sig- urjónsson. Skákir Sævars Bjarnasonar og deFirmians, Al- burts og Shamkovic og Piu Cramling og Margeirs Péturs- sonar fóru í bið. Alburt og Mar- geir þóttu hafa betra tafl. Helgi Ólafsson og Shamkovic settust í þriðja sinn að tafli í há- deginu í gær, en skák þeirra úr 9. umferð fór í bið á þriðjudag og eftir að hafa setið fram á nótt á miðvikudag var skákin aftur sett í bið. Kapparnir sömdu svo fljót- lega jafntefli eftir að þeir settust niður í gær. Jóhann Hjartarson hafði því einn forustu á mótinu fyrir 10. umferð með 6V2 vinning. Helgi Ólafsson var í 2. sæti með 6 vinn- inga og þeir Margeir Pétursson og Guðmundur Sigurjónsson höfðu hlotið 5‘/i vinning. Aðrir eiga ekki möguleika á sigri í mót- inu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri um helgina: Formaður og ráðherrar sitja fyrir svörum á almennum fundi ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- flokksins heldur til Akureyrar ár- degis, en þar heldur hann þing- flokksfund, heimsækir fyrirtæki, tekur þátt í árshátíð Sjálfstæðisfé- laganna, fer í leikhúsferð og gengst fyrir almennum fundi, þar sem formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteinn Pálsson, flytur ræðu og hann og ráðherrar flokksins sitja síðan fyrir svönim. Fundur þessi verður haldinn í Sjallanum og hefst hann kl. 14 á morgun, laugardag. Þingmennirnir fljúga norður árdegis, en kl. 10.15 heimsækja þeir Menntaskólann á Akureyri. Kl. 13 fara þingmennirnir í heimsókn í þrjú stærstu fyrir- tæki Akureyrar, þ.e. Útgerðarfé- lagið, Slippstöðina og Heklu. Síðan skiptir hópurinn sér til heimsókna á minni vinnustaði. í kvöld taka þingmennirnir þátt í árshátíð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri, en þegar hafa á þriðja hundrað manns tilkynnt þátt- töku. Á laugardag verður haldinn þingflokksfundur kl. 10.15 i Kaupangi, húsnæði Sjálfstæðis- félaganna, en kl. 11 verður hús Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi heimsótt með sögumanni. í hádeginu situr þingflokkurinn fund með bæjarstjórn Akureyr- ar í Sjallanum. Almenni fundur- inn hefst síðan kl. 14 í Sjallan- um, en að lokinni framsöguræðu Þorsteins Pálssonar sitja hann og ráðherrar flokksins fyrir svörum. Fundurinn er öllum opinn, fundarstjóri verður Gunnar Ragnars, bæjarfulltrúi. Annað kvöld sitja þingmenn síð- an sýningu Leikfélags Akureyr- ar á My fair lady. Þingmenn halda síðan heim á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.