Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 7 Bladburðarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Þingholtsstræti Tjarnargata 39— Úthverffi Sæviöarsund Kynnist töfratónum kristalsins... Heimsþekktur tékkneskur kristall Glös fleiri gerðir, skálar og vasar. Greiðsluskilmálar. „Matta rósin“ Þetta gullfallega mynstur komið. Mikið úrval. Opið til kl. 12 á morgun laugardag. cH.)&rtur* k/\ KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR TEMPLARASUNDI 3 SfMI 19935 Sérverslun með áratuga þekkingu. — í hjarta borgarinnar. 20%1tninnkun á þremwj^m /CL hálfur annar miHjarður t , uwi **"•<- “““ tssm ts Sáásg SSS'S: SSSr £S‘ém ‘ÉSr-— s Þjóöartekjur og lífskjör Þjóðarfjölskyldan hefur ekki úr öðru að spila, hverju sinni, en nettóþjóðartekjum, þ.e. þjóðartekjum að frádregnum þeim kostnaði sem til fellur við öflun þeirra. Það skiptir því meginmáli að halda þann veg á stjórn þjóðarbúskaparins að þjóðartekjur, sem lífskjörum ráöa í raun, geti fariö vaxandi — í staö þess aö rýrna stööugt eins og verið hefur næstliðin ár. Þjóðar- framleiðsla Botnfískani dróst saman um 14% á sl. ári, 1983, frá því sem hann var 1982. Aflamörk, sem sett hafa verið, standa enn til 14% samdráttar 1984. Þannig hefur verið staðið að fisk- veiðistefnu og framkvæmd hennar næstliðin ár, að veiðisókn hefur ekki verið löguð að veiðiþoli. Því er komið sem komið er. Sam- tímis stóðu stjórnvöld á öll- um hremsum í stórvirkjun- ar- og orkuiðnaðarmálum; byggðu hvers konar tálma gegn því að breyta orku fallvatna í vinnu, verðmæti og bætt lífskjör. Þann veg var búið að hvers konar atvinnurekstri 1978—1983 að hann sætti taprekstri og safnaði skuld- um. Taprekstri undirstöðu- atvinnuvega (og raunar einnig ýmissa opinberra stofnana) og þjóðareyðslu umfram þjóðartekjur var haldið uppi með erlendri skuldasöfnun, sem hlóðst upp í 60% af þjóðartekjum. Viðskiptajöfnuður 1983 var, svo dæmi sé tekið, óhagstæður um 1.300— 1.400 m.kr., eða 5% af út- flutningstekjum og 2'/2% af þjóðarframleiðslu. Árið 1982 — á síðasta heila ári fráfarinnar stjórnar — nam viðskiptahallinn 24% af útflutningstekjum og 10% af þjóðarframleiðslu. Nærri fjórðungur útflutn- ingstekna gengur til greiðslu afborgana og vaxta af þessari skulda- súpu — og rýrir ráðstöfun- artekjur þjóðarinnar að sama skapi. Samansafnaður vandi fyrri ára er enn í veiga- miklum atriðum óleystur. Þannig segir í „Ágripi úr þjóðarbúskapnum", sem Þjóðhagsstofnun gefur út, aö „rekstrarafkoma út- gerðar sé afleit við ríkjandi aðstæður“. — „Botnfísk- veiðar í heild eru reknar með tapi sem nemur a.m.k. 7—10% af tekjum ... Kekstrarhallinn er þó að- eins hluti vandans. Út- gerðin er í vanskilum með l. 100 m.kr. vegna stofn- lána í árslok 1983, en 500 m. kr. vegna viðskipta- skulda.“ Snúa verður við blaði Það skiptir mestu máli að þjóðin sem heild snúi við blaði í afstöðu til at- vinnustarfsemi. Reka verð- ur þjóðarbúið á þá lund, að það skili allnokkrum hagn- aði umfram tilkostnað, því lífskjörin í landinu grund- vallast á nettóþjóðartekj- um og engu öðru, þegar grannt er gáð. Kinkaneyzla, samneyzla, félagslegur kostnaöur hverskonar, heilbrigðis- kerfi, tryggingakerfi og aðrir lífskjaraþættir sækja allir kostnaðarlega undir- stöðu til þeirra verðmæta sem til veröa í landinu, þ.e. til andviröis þeirra að frá- dregnum tilkostnaði. l*ess vegna veltur á miklu að atvinnuvegum séu búin viðunandi rekstr- arskilyrði. Þar vegur máske þyngst að tryggja stöðugleika ■ efnahagslífi; hliöstæða tilkostnaðar þróun (verðbólgu) og hjá samkeppnisþjóðum, sem framleiða og selja sams konar vöru. Atvinnufyrir- tæki þurfa að hafa hagnað til að mæta nauösynlegri tæknivæðingu, eðlilegum vexti og æskilegri launa- þróun. Setja þarf nýjar stoðir undir atvinnu og af- komu landsmanna, við hlið hefðbundinna atvinnu- greina, ef tryggja á framtíð- aratvinnuöryggi og framtíð- arlífskjör landsmanna, þ. á m. þeirra 30.000 ís- lendinga, sem vaxa úr grasi inn á vinnumarkað á næstu 2 áratugum. Þetta unga fólk þarf að mæta störfum við hæfi og af- komulíkum ekki lakari en nágrannaþjóðir búa við. I framfarasókn þjóðar- innar þarf að leggja áherzlu á að auka menntun og þekkingu þjóðarinnar, svo hún nái að virkja hug- vit og hæfni, sem er henn- ar mesta auðlind. Þar þarf ekki sízt að huga að bylt- ingu tölvunnar og sjálf- virkninnar til að styrkja samkeppnishæfni íslenzkr- ar fraraleiðslu. Við höfum glatað fimm/ sex árum í íslenzkri at- vinnuupphyggingu. Dýr- mætum tækifærum hefur verið fórnað á altari marx- ískrar þráhyggju. Áhrifa- staða sú, sem Alþýðu- bandalag var í 1978—1983, hefur skaðað íslenzk lífs- kjör meira en nokkuð ann- að næstliðin ár. Fjórtán verðbótaskeröingar launa, sem Alþýðubandalagið stóð að, segja sitt, en þó smátt í samanburði við þá dauðu hönd, sem það lagði á eðlilega atvinnuþróun í landinu. Verðbólgan, skattaþróun, viðskiptahalli, erlend skuldasöfnun og röng fiskveiðistefna vega þungt í þeirri helfor, en þó máske enn þyngra sú af- staða til atvinnustarfsemi, að fyrirtæki megi aldrei skila árangri umfram það að hanga á horrim, því „gróði“ sé „kapitalísk“ vUla. Metsölublad á hverjum degi! ST0RMARKAÐSV Gerið verðsamanburð Kr. Wc pappír 12 rúllur Elshúsrúllur Leni 2 stk. Kellogs kornfleks 1. kg. Juvel hveiti 2 kg. Strásykur 2 kg. Gevalía kaffi Ritz kex Þykkvabæjar franskar 750 gr. Kjúklingar tilboðsverð 1 kg. kr. 125.- Þorramatur, þorrabakkar. Emmess ís 20% afsláttur þessa helgi. 75.90 36.70 81.75 22.40 29.00 24.90 29.70 48.50 Opið: Mánudag— miðvikudag 9—18 Fimmtudaga 9—19 Föstudaga 9—21 Laugardaga 9—16 KREOITKQRT _H_!É STÓRMARKAÐURINN SKEMMUVEGI4A KÓPAV0GI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.