Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 spurt og svarad I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI Hér birUsl spurningar lesenda urr skaltamál og svör ríkisskatLstjóra. Sigurbjarnar Þorbjörnssonar. Ökutækja- styrkur og vaxtagreiðslur Heimir Loftsson, Hlégeröi 29, Kópavogi, spyr: 1) Ég fæ greitt andvirði 100 lítra af bensíni á mánuði, á launa- seðli eru þessar greiðslur tald- ar fram sem laun, en ekki tekið fram um hvers konar greiðslu sé að ræða. Því spyr ég hvort ekki sé rangt að telja þetta fram sem laun, þar sem þetta eru greiðslur upp í kostnað vegna aksturs í starfi? 2) Ég er að kaupa íbúð og greiði tæp 60 þúsund í vexti og vísi- töluhækkanir á árinu. Sambýl- iskona mín fær greiddar 38 þúsund krónur í vexti á árinu vegna sölu íbúðar hennar. Á að færa mismun þessara tveggja upphæða í reit 60 á sameigin- legu skattframtali okkar? Svan 1) í reit 22 á framtali skal færa ökutækjastyrki sem launþegar fá greidda. Skiptir ekki máli f hvaða formi ökutækjastyrkur- inn er greiddur, t.d. greiðsla á tilteknum kostnaði eins og bensíni. í reit 32 skal hins veg- ar færa til frádráttar á móti ökutækjastyrk sannanlegan kostnað vegna rekstrar öku- tækisins við öflun þessara tekna sem nánar er tiltekið í Leiðbeiningum ríkisskattstjóra 1984 - Reitur 32, bls. 10 —,! enda sé bifreiðin sannanlega notuð í þágu vinnuveitandans. Meðal þeirra atriða sem leggja skal fram er greinargerð frá vinnuveitanda um ástæður fyrir greiðslu ökutækjastyrks- ins og hvernig greiðslan hefur verið ákvörðuð. Ökutækjastyrk skal vinnuveitandi jafnframt gefa upp sérstaklega á launa- miða í reit 16. 2) Þar sem talið er fram sameig- inlega skal fyrirspyrjandi greina frá skuldum sínum ásamt greiðslu vaxta og verð- bóta á árinu 1983 i lið S 1, en vaxtatekjur, sem sambýliskona hans hefur, ásamt verðbréfum færast í lið E 6 og koma vaxta- tekjur til frádráttar vaxta- gjöldum. Mismunurinn færist f reit 60 hjá þeim aðila sem hærri hefur tekjur skv. lið T 9. Náms- og sjómanna- frádráttur Bragi Ragnarsson, Bergholti 5, Mosfellssveit, spyr: 1) Ég stunda vinnu vestur á fjörðum og ferðast á milli með flugvél u.þ.b. mánaðar- lega. Á ég rétt á frádrætti samkvæmt 30. gr. skattalaga? 2) Ég fæ 365 daga sjómannafrá- drátt á ári samkvæmt reit 48 á skattframtali. Hins vegar sat ég í útgerðardeild Tækni- skóla íslands frá áramótum til 30. maf sl. ár. Get ég fengið námsfrádrátt vegna skólaset- unnar auk sjómannafrádrátt- arins? Svar: 1) Launþegi, sem starfar fjarri heimili sínu óslitið i a.m.k. 3 mánuði að jafnaði, má draga frá tekjum sínum fargjald fram og til baka með áætlun- arbifreið eða samsvarandi fjárhæð sé annað farartæki notað, enda sé fjarlægð milli heimilis og vinnustaðar a.m.k. 100 km. Frádráttar- fjárhæðin færist f reit 33 á framtali. 2) Maður, sem lögskráður er á íslenskt skip, má draga frá tekjum sfnum sjómannafrá- drátt, 140 kr., fyrir hvern dag sem hann er lögskráður á skipið að viðbættum þeim dögum þegar hann þiggur laun eða aflahlut sem sjó- maður, t.d. þá er skip liggur í höfn vegna timabundinna tafa frá veiðum vegna við- gerða, enda sé hann háður ráðningarsamningi og á laun- um sem sjómaður við útgerð- ina á því tímabili. Varla getur fyrirspyrjandi verið háður ráðningarsamningi og á laun- um sem sjómaður við útgerð- ina meðan hann er í námi i fimm mánuði á árinu. Náms- frádráttur fyrir fimm mán- aða nám á árinu er V6 hlutar af 25.500 kr. eða 21.250 kr. Hverfafélög sjálfstæðismanna í Reykjavfk 10 ára: Opið hús í Valhöll í TILEFNI 10 ára afmælis hverfafé- laga sjálfstæðismanna í Reykjavík verður efnt til opins húss í Valhöll á morgun, laugardaginn 11. febrúar, kl. 17—19. Það eru Landsmálafélag- ið Vörður og hverfafélögin sem gangast fyrir móttökunni. Undirbúningur að breytingum á hverfasamtökum sjálfstæðis- manna yfir í hverfafélög hófst snemma vetrar 1971, er stjórn Fulltrúaráðsins skipaði nefnd til þess að vinna að endurskipulagn- ingu félagsstarfsins. Snemma þótti nefndinni ljóst að helsta breytingin er stuðlað gæti að efl- ingu flokksstarfs væri að gera hverfasamtökin að hverfafélögum með full réttindi innan flokksins. Síðla árs 1973 var undirbúning- ur kominn vel á veg og á aðalfundi Landsmálafélagsins Varðar í des- ember sama ár var samþykkt að gera félagið að sambandi félaga sjálfstæðismanna í hverfum Reykjavíkur. Hinn 7. janúar 1974 var breytingin staðfest af Full- trúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Hverfafélögin eru 12 talsins, í öllum hverfum borgarinnar. Þau eiga öll fulltrúa í stjórn Varðar en formenn félaganna eiga sæti í stjórn Fulltrúaráðsins. Formenn félaga sjálfstæð- ismanna í hverfum Reykjavíkur eru: Egill Snorrason, formaður Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi, Brynhildur K. And- ersen, formaður Félags sjálfstæð- ismanna í Vestur- og Miðbæjar- hverfi, Bogi Ingimarsson, formað- ur Félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, Garðar Ingvarsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Laugarnes- hverfi, Finnbjörn Hjartarson, for- maður Félags sjálfstæðismanna í Langholti, Ásgeir Hallsson, for- maður Félags sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi, örn Valdimars- son, formaður Félags sjálfstæð- ismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi, Ásta Gunnars- dóttir, formaður Félags sjálfstæð- ismanna í Árbæjar- og Selás- hverfi, Kári Jónsson, formaður Félags sjálfstæðismanna ! Bakka- og Stekkjahverfi, Helgi Árnason, formaður Félags sjálfstæð- ismanna í Hóla- og Fellahverfi og Rúnar G. Sigmarsson, formaður Félags sjálfstæðismanna i Skóga- og Seljahverfi. Formaður Lands- málafélagsins Varðar er Gunnar Hauksson. Jóhann Hjartarson — nýjasta stjarnan á ísl. skákhimninum JÓHANN Hjartarson tók forystu á skákmóti Búnaðarbankans í 9. um- feró með sigri á Bandaríkjamann- inum deFirmian. í glæsilegri skák tókst Jóhanni að vinna skiptamun og síðan sigra örugglega eftir að skákin fór f bið. A miðvikudag vann hann svo biðskákina og tryggði sér alþjóðlegan meistaratit- il í skák. Það eru orð að sönnu, að hann er nýja stjarnan á íslenzka skákhimninum. Að loknum 9. umferðum hefur hann forystu, hefur 6% vinning og var hálfum vinningi á undan Helga Ólafs- syni. Hér á eftir fer skák Jó- hanns og deFirmian, sem stýrir hvítu mönnunum. Hvítt: Nick deFirmian Svart: Jóhann Hjartarson Spænski leikurinn I. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. (M) — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 - d6,8. c3 - 9-0, 9. h3 - Bb7, 10. d4 - He8 Karpov hefur gert þessa leik- aðferð vinsæla siðustu árin. deFirmian svarar með fremur óvenjulegri leið. II. a4! - h6, 12. Rbd2 - Bf8, 13. Bc2 — exd4 Torre lék 13. - Rb8, 14. Rh4 — Rbd7,15. Rf5 — g6 gegn Zait- sev í Bakú 1980. Jóhann velur mikiu hvassari áætlun. 14. cxd4 — Rb4!, 15. Bbl — c5,16. d5 — g6, 17. a5 Með þessu hyggst hvítur not- færa sér það að riddarinn á b4 á sér enga undankomuleið. En þessi riddari er þó fremur styrk- leiki en veikleiki því hann hindr- ar að hvítur geti komið liði sínu á drottningarvæng á framfæri. 17. Bg7,18. Rfl - Rd7,19. Rg3 - Hc8, 20. Db3 — Df6! Nauðsynlegur leikur, því hvít- ur hótaði 21. Bd2. Svartur hefur nú jafnað taflið og vel það. 21. Rfl — Re5, 22. Rxe5 — Dxe5, 23. Hdl — Hc7, 24. f4?! — Df6, 25. Ha3 — h5,26. Dg3 — c4, 27. f5 — Rd3! Knýr fram hagstæð viðskipti. 28. Bxd3 — exd3, 29. Haxd3 — Hxe4 Svartur hefur fengið opnar línur fyrir hrókana og biskupa- parið, en betur má ef duga skal því Bb7 er máttlaus. 30. fxg6 30. h4! Hvítur vonaðist eftir 30. — fxg6?, 31. Hf3 og peðið á g6 fell- ur, en nú hrekst hvíta drottning- in á verri reit. Sálræn áhrif þessa snjalla millileiks voru líka mikil því Bandaríkjamaðurinn hugsaði nú lengi án þess að finna viðunandi leið og var orðinn naumur á tíma. 31. gxf7+? — Hxf7 er nú mjög slæmt, t.d. 31. Df3? — Dg6 og hvíta drottningin fellur. Þá er 31. Dg5 - Dxg5, 32. Bxg5 — Bxb2 einnig ófullnægj- andi. 31. Df3 — I)xg6, 32. Re3 — Bc8, 33. b3 — f5, 34. Rfl — b4,35. Bd2 Það er enga haldgóða áætlun að finna fyrir hvítan og tafl- mennska Jóhanns i siðustu leikj- unum fyrir bið er afar kraftmik- il. Þegar upp er staðið eftir 40 leiki liggur skiptamunur í valn- um, enda fær deFirmian ekki við neitt ráðið í tímahrakinu. 35. — Bd7, 36. Be3 — Bb5, 37. Bb6 — Hc2, 38. H3d2 — Be2!, 39. Df2 — Bxdl, 40. Hxc2 — Bxc2,41. Dxc2 — Df7 Biðleikur svarts. Þrátt fyrir liðsmuninn er verkefni svarts ekki svo auðvelt því hann hefur mörg veik peð og hvíti kóngur- inn er sæmilega óhultur. 42. Dd3 42. — Bd4+, 43. Khl 43. Bxd4 — Dxd5 leiðir til svipaðrar niðurstöðu. 43. — I)xd5, 44. Dxa6 — Dc6, 45. I)d.3 — Bxb6, 46. axb6 — Dxb6, 47. Dd5+ — Kg7, 48. Dxf5 - Dd4 Eina von hvíts í þessari stöðu er fólgin í þráskákarmöguleikum hans. En skákirnar hljóta fyrr eða siðar að taka enda og smátt og smátt bætir Jóhann stöðuna og vinnur. 49. Dg5+ — Kf7, 50. Dh5+ — Ke7, 51. Dh7+ — Kd8, 52. Dg8+ — Kc7, 53. Df7+ — Kc6, 54. Df8 - Hf4!, 55. Dc8+ — Kd5, 56. Da8+ - Ke5, 57. De8+ — Kf6, 58. Re3 — Dal+, 59 Kh2 - De5, 60. Df8+ — Kg6, 61. Dg8+ — Kh6, 62. Khl — Dxe3, 63. Dh8+ - Kg6, 64. Dg8+ - Kf5, 65. Df7+ — Ke5, 66. De7+ — Kd4, 67. Dxd6+ — Kc3, 68. Ddl — Kb2, 69. Kh2 — He4 og hvítur gafst upp. Hluti stjórnarmanna í sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík, ásamt stjórn Fulltrúaráðsins. Myndin er tekin í Valhöll í desember 1983, þegar nýjar stjórnir fyrir starfsárið 1984 höfðu tekið við. Stjórnarmenn í sjálfstæðisfélögunum eru yfir 150 talsins frá 16 félögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.