Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 Geraldine O’Leary De Macias fyrrum nunna og aðstoðarráö- herrafrú í Nicaragua um núverandi valdhafa þar treysta Geraldine O’Leary De Macias ásamt Kennert A. Yates forstöðumanni Menningarstofnunar Bandaríkjanna (t.v.) og Henrik Frehen biskupi kaþólsku kirkjunnar á íslandi (t.h.). „íbúar Nicaragua ekki kommúnistum hann yrði ráðinn af dögum. Og þeg- ar hann frétti af því að út hefði verið gefin handtökutilskipun tók hann þann kostinn að biðja um hæli í sendiráði Venezuela, en síðar fékk hann hæli í Bandaríkjunum, þar sem pau hjón búa nú. Geraldine sagði þau hjónin hafa stefnt tímariti sandinista fyrir meiðyrði vegna ásökunarinnar um að þau hefðu þegið fé af CIA. Sagði hún ríkisstjórnina hafa stöðvað réttarhöldin, enda aðförinni að Edgar stjórnað úr æðstu stöðum, því er þau gengu eftir máli sínu kvaðst dómarinn hafa týnt blöðum sínum varðandi mál þeirra, og er þau reyndu að hreinsa sig með hjálp fjölmiðla var allt ritskoðað. I máli Geraldine kom fram að barátta gegn sandinistum harðnaði stöðugt í Nicaragua og nú tækju fimm andspyrnusamtök með um 15 þúsund menn þátt í uppreisninni. Fyrrum liðsmenn sandinista væru þar fjölmennir, enda hafa þeim smátt og smátt orðið ljós svik Sandinista við æðstu sjónarmið þeirra, lýðræðið. Sagði hún um 300 þúsund Nicaraguabúa hafa hrökkl- ast úr landi og vera í útlegð í E1 Salvador, Costa Rica og Banda- ríkjunum vegna framgangs sandin- ista. Kvað hún þetta fólk eiga það „ÉG GET ómögulega skilið hvers vegna beðið er með að afhjúpa sandinista. I‘eir hafa smám saman verið að ryðja úr vegi eða einangra önnur öfl, sem þátt tóku í því að hrinda Sómosa frá. Því er nú við völd harðstjórn marxista, sem hafa sterk tengsl við Sovétríkin, stjórn sem skeytir engu um lýðræði, heldur mun kappkosta að halda fengnum hlut. í raun og veru er núverandi stjórnkerfi og allt skipulag aðeins spegilmynd af því sem var í tíð Sómosa og allar harðstjórnir eru jafnvondar, hvort sem þær eru til hægri eða vinstri." Þannig komst Geraldine O’Leary De Macias, eiginkona fyrrum aðstoðarráð- herra í samsteypustjórn byltingarsinna í Nicaragua, að máli á fundi í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna. Hún er fyrrum nunna og starfaði sem slík í Mið-Amerfku, en sagði skilið við reglu sína og gekk að eiga Nicaragúamann- inn Edgar De Macias, sem var um skeið leiðtogi flokks kristinna sósíalista (PPSC), og aðstoðarráðherra í stjórninni, sem tók við völdum eftir fall Sómosa. Geraldine lýsti ástandinu í Nic- aragua og hvernig þróunin hefði verið frá því sumarið 1979 er Sóm- osa hrökklaðist frá. Sagði hún sandinista smám saman hafa rutt öðrum áhrifaöflum úr vegi og beitt öllum hugsanlegum ráðum í þeim efnum. Hefðu þeir frá upphafi stefnt að því að uppræta pólitíska flokka, en ekki Íátið til skarar skríða fyrr en 1981. Hefðu þeir byrjað á að losa sig við maóista, sem sýndi betur en annað hvert hugur valdherranna stefndi. Væri nú svo komið að flestir ráðherr- anna í upphaflegri samsteypu- stjórn byltingaraflanna væru nú í útlegð. Réðu sandinistar nú nánast öllum fjölmiðlum og beittu aðra hörkulegri ritskoðun. Sagði hún mann sinn hafa ákveðið að reyna að vinna gegn þessum aðgerðum sandinista innan frá, þ.e. á vett- vangi stjórnarinnar, en sumarið 1982 gerðist það að rit sandinista sakaði þau hjónin um að vera á mála hjá bandarísku leyniþjónust- unni, CIA, en verra getur ekki komið fyrir nokkurn í Nicaragua við núverandi aðstæður. Um það leyti sagði og kunningi þeirra í ör- yggislögreglunni að Edgar væri kominn á skrá lögreglunnar yfir hættulega menn, en það þýddi að Frá bækistöð andspyrnuafla í fjallahéruðum norðurhluta Nicaragua. Kaupmannahöfn: Prófessor Pétur M. Jónasson flytur erindi um Þingvallavatn Jónshúsi, 3. febr. NÝLEGA hélt I)ansk-íslenzka félagið hér í Höfn fræðslufund í Domus Technica. Þar flutti Dr. phil Pétur M. Jónasson afar fróðlegt erindi um Þingvelli og Þingvallavatn og sýndi margar litskyggnur máli sínu til glöggvunar. Formaður Dansk-íslenzka fé- lagsins, Soren Langvad verkfræð- ingur og forstjóri bauð gesti vel- komna og kynnti fyrirlesarann. Prófessor Pétur ræddi í erindi sínu ítarlega um sjálft Þingvallavatnið og líffræði þess, og einnig um Þing- velli sefn sögustað og merkilegt náttúruvætti. Geysimargir áheyr- endur voru saman komnir á þess- um fundi félagsins, miklu fleiri en venjulega sækja fundi þess eða alls um 150 talsins, langflestir Danir. Gerðu fundarmenn mjög góðan róm að erindinu, sýndu áhuga sinn með því að koma með margar fyrir- spurnir, sem greiðlega var svarað. Var þetta eftirminnilegt kvöld og hin bezta íslandskynning. Pétur Mikkel Jónasson er fæddur í Reykjavík 1920 og uppalinn í Vesturbænum við þá fallegu götu Stýrimannastíg. Ahugi hans á vötnum og vatnalíffræði vaknaði þegar í æsku í nálægð Þingvalla- vatns, er hann var smali í 12 sumur hjá móðurafa sínum, Guðmundi Jónssyni Ottensen í Þingvallasveit. Faðir hans, Jónas H. Guðmunds- son, bjargaði og gerði við skip um allt Suður- og Vesturland, og er því vatn í báðar ættir eins og Pétur M. kemst að orði. Hefur hann átt heima í Danmörku síðan 1939, er hann fluttist hingað að afloknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Eftir langt nám og margháttuð trúnaðarstöf í vísindagrein sinni varði Pétur M. Jónasson doktors- ritgerð sína 1972 og fjallar hún um líffræði Esrum-vatns á Norður- Sjálandi. Þá varð hann prófessor í vatnalíffræði við háskólann í Kaupmannahöfn 1977, og er eini prófessorinn í þeirri grein hér í landi. Löng er sú leið frá smala- mennskunni við Þingvallavatn í eina prófessorsembætti í vísinda- grein hjá milljónaþjóð. — Vataa- líffræðideild Kaupmannahafnar- háskóla er staðsett í Hillerod, þar sem Pétur M. býr með eiginkonu sinni, Dóru Gunnarsdóttur, og tveimur dætrum þeirra. Árið 1970 hófust alhliða vist- fræðilegar rannsóknir við Mývatn undir stjórn prófessors Péturs í samstarfi við iðnaðarráðuneytið og Pétur M. Jónasson rómar hann mjög það samstarf, ekki sízt við Árna Árnason skrif- stofustjóra. Rannsóknum þessum, sem margir aðilar stóðu að, lauk 1979 og kom þá út Mývatnsbók, Lake Mývatn, og var Pétur M. Jón- asson ritstjóri hennar. Er bókin hin vandaðasta, prýdd mörgum litmyndum, en alls eru myndir 180, og er hún rúmlega 300 blaðsíður. Eru höfundar Mývatnsbókar alls tíu talsins og er hún ein heild engu að síður, gefin út af Hinu íslenzka fræðafélagi í Kaupmannahöfn. Svipaðar líffræði- og vistfræði- rannsóknir hafa verið gerðar við Þingvallavatn síðan 1975 á vegum Alþingis undir stjórn Péturs M. og er í ráði að gefa út bók um þær að þeim loknum. Eru þegar margar ritgerðir fyrir hendi, þ.á m. 4 til doktorsvarnar. Vantar nú aðeins síðasta átak til að sambærileg bók og Mývatnsbók verði tilbúin og mun Hið íslenzka fræðafélag einn- ig annast útgáfu hennar. í bréfi sínu til Þingvallanefndar í upphafi rannsóknanna segir Pétur M. Jónasson, að eftir fjölmargar vatnaskoðanaferðir víða um heim, sé reynsla hans, að Þingvalla- vatnssvæðið sé eitt fegursta vatna- svæði veraldar, sem beri að nátt- úruvernda allt strax, og varar við auknum sumarbústaðabyggingum á hinu viðkvæma landi. Hið sama gerir prófessorinn í nýrri greinar- gerð um Þingvallavatnsrannsóknir og lýsir þar framgangi þeirra og samstarfi vatnalíffræðideildar Kaupmannahafnarháskóla og Al- þingis. Má nefna m.a. að í ljós hef- ur komið, að lífið í vatninu er miklu frjósamara en álitið hefur verið. Margt fleira mikilvægt hefur að sjálfsögðu komið fram í hinni viðamiklu rannsókn og mun marga fýsa að sjá Þingvallavatnsbók, er hún kemur út. Kannski hún og rannsóknirnar í heild leiði til frið- unar á Þingvallasvæði lík og raun- in varð á við Mývatn? G.L.Ásg. Miklir kuld- ar skapa vanda á Grænlandi Kaupmannahofn, 8. feb. frá Niels J«rg- en Bruun, Gra nlandsfréttaritara Mbl. KIILDI hefur aldrei mælst meiri í janúar í Godhaah á Grænlandi en á þessu ári. Með- alhitinn var 19,1 stigs frost. Öld er liðin síðan skipulegar veður- athuganir hófust þar og hefur kuldametið fram að þessu verið 18,7 stiga frost. Ekkert lát er á kuldunum í febrúarmánuði. í fyrstu viku mánaðarins hefur kuldinn í landinu að jafnaði verið 24 stiga frost á Celcíus. ísinn sem leggur að strönd landsins vegna kuldans veldur vand- ræðum í vöruflutningum og veiðum. Stórir fletir á haf- svæðinu milli Grænlands og Kanada eru ísi lagðir. Fulltrúar Grænlendinga á danska þinginu tóku til máls á fyrsta samkomudegi þess í gær og hvöttu þingmenn allra flokka til að veita athygli þeim vandamálum sem blasa við á Grænlandi vegna kuld- ans þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.