Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 15 Stóriðjumögu- leikar á íslandi - eftir Birgi Isl. Gunnarsson Svo virðist sem nú ríki meiri samstaða hér á landi um nauðsyn aukinnar stóriðju en oftast áður. Augu æ fleiri opnast fyrir því, að fiskurinn einn geti ekki tryggt okkur þau lífskjör, sem við höfum búið við að undanförnu. Þess vegna beri okkur að nýta í aukn- um mæli orkuna í fallvötnum okkar og í iðrum jarðar til að renna fleiri stoðum undir efna- hags- og atvinnulíf landsmanna. Attum okkur á stööunni Það er ljóst, að slíkur iðnaður verður ekki byggður upp hér á landi nema í samvinnu við erlenda aðila. Allur orkufrekur iðnaður í heiminum er mjög alþjóðlegur. Hráefni og afurðir eru flutt heimshornanna á milli, en þó eru að sjálfsögðu takmörk fyrir því hversu hagkvæmir slíkir flutn- ingar eru. Það færist og í vöxt að fleiri fyrirtæki en eitt séu eigend- ur nýrra verksmiðja. Brýna nauðsyn ber til að við ís- lendingar áttum okkur mjög vel á því, hvaða stöðu við erum í, þegar rætt er um að koma upp stóriðn- aði á íslandi. Oft heyrist því fleygt að við þurfum ekki annað en að veifa hendi til að fá erlenda aðila í samstarf um orkufrekan iðnað hér á landi. Það er mikill misskilning- ur. Enginn vafi er á því að við þurfum mikið fyrir því að hafa og í rauninni stöndum við nú í upp- hafssporum þess starfs, því að öll viðieitni í þá átt lá niðri í fimm ár vegna íhaldssemi og sérvisku Al- þýðubandalagsins. En hver er staða okkar nú? Hvaða atriði eru það, sem helst koma til álita, þegar taka þarf ákvörðun um það, hvort hér eigi að staðsetja stóriðjufyrirtæki? I þessari grein verður fjallað um nokkur þau mikilvægustu og er þá einkum áliðnaður hafður í huga. Orkan Einn allra mikiivægasti þáttur- inn er orkan, bæði verð hennar og trygging fyrir stöðugri orku í langan tíma. Við getum auðveld- lega gert langtímasamninga um orku, en hitt er meiri spurning, hvort við getum boðið verð, sem er samkeppnisfært á alþjóðlegum markaði. Mikil samkeppni ríkir nú meðal þjóða, sem hafa yfir orku að ráða. T.d. má nefna að Quebec- fylki í Kanada býður raforku á 6,5 mills á kílóvattstund og er ljóst að engan veginn getum við keppt við það verð. Ástralía og Brasilía reyna mjög að laða til sín orku- Birgir ísl. Gunnarsson frekan iðnað, en geta alls ekki boðið eins lágt verð og Kanada. Greinilega eru þessar þrjár þjóðir okkur skeinuhættastar í sam- keppninni. Zaire í Afríku hefur góða möguleika á að framleiða ódýra orku, en virkjunarstigin eru það stór, að takast þarf samvinna mjög margra aðila, t.d. í áliðnaði, til að nýta þá miklu orku sem þannig yrði virkjuð, og sannast sagna er ekki líklegt að sú sam- vinna takist. Þó að ýmsar blikur virðist á lofti um framleiðslu- kostnað raforku hér á landi, hef ég trú á að við ættum að geta staðist samkeppnina að þessu leyti, m.a. vegna þess að fleiri atriði koma inn í myndina, þegar meta á sam- keppnisaðstöðuna. Staðsetning Staðsetning slíks iðnaðar skipt- ir miklu máli. Ljóst er að þeir eru best settir, sem hafa bæði hráefni og markaði nálægt verksmiðjun- um. Þá sparast mikið í flutnings- kostnaði. Næstbest standa þeir að vígi, sem eru annað hvort nálægt hráefni eða markaði. Verksmiðja sem er staðsett í miðri Evrópu eða í miðjum Bandaríkjunum, þar sem markaðurinn er við hliðina, getur t.d. auðveldlega borgað hærra rafmagnsverð en verksmiðja, sem t.d. er staðsett á íslandi. Astralía á hinn bóginn hefur hráefnið ná- lægt sér, en þarf að flytja afurð- irnar á nokkuð fjarlæga markaði, t-d. til Japan. Við'íslendingar er- um langt frá hráefnisnámum ál- iðnaðar, en hins vegar er tiltölu- lega stutt á mikilvæga markaði afurðanna, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá njótum við tollfríðinda á Evrópumarkaðinum og er það kostur í þessum saman- burði. Þó að ísland liggi þannig nokkuð langt frá öðrum löndum, fylgja staðsetningunni vissir kost- ir, sem hægt er að nýta í þessu sambandi. Aðstaða Eitt af því sem mjög kemur til athugunar, þegar stóriðjufyrir- tækjum er valinn staður, er að- staða nálægt verksmiðjusvæði. Við fslendingar höfum alla að- stöðu til að taka við slíkum verk- smiðjum. Skólar, sjúkrahús, fé- lagsleg aðstaða — allt er þetta með besta móti hér á landi. f sum- um þeim löndum, sem keppa eftir stóriðju, þarf nánast að byggja allt frá grunni. Sumar þessar þjóðir eru þegar skuldum vafðar og í erfiðu efnahagsástandi, þann- ig að öll aðstöðusköpun er þeim erfið og dýr og stundum lendir hún á stóriðjufyrirtækjunum sjálfum. Að þessu leyti stöndum við því vel að vígi. Menntaö starfsfólk Eitt er það atriði enn, sem er okkur til gildis í þessu efni, en það er vel menntað og hæft starfsfóik. Það skiptir mjög miklu máli, þeg- ar slík staðsetning er metin. í mörgum þróunarlöndunum vantar allan aga og sjálfsgagnrýni hjá starfsfólki auk þess sem engin iðnaðarhefð er þar fyrir hendi og því erfitt að kenna fólki m,eðferð flókinna véla og tækja. f þessu efni höfum við vinning fram yfir marga. Pólitískur stöðugleiki Stjórnmálaástand og almennt efnahagsástand skiptir hér einnig máli. Pólitískur stöðugleiki er eitt þeirra atriða sem líta verður til. Lönd þar sem tíðar byltingar eru eða þar sem einræðisstjórnir ráða ríkjum eru síður fýsileg til að staðsetja stóriðju, en þar sem rík- ir löng lýðræðishefð og stöðugleiki er í stjórnmálum. í því efni stönd- um við fslendingar vel að vígi, þó að Kanada og Astralía t.d. séu í svipuðum sporum og við að þessu leyti. f þessari grein hefur til upplýs- ingar verið rakið, hvaða almenn atriði koma helst til álita, þegar erlendir aðilar meta, hvort rétt sé að fjárfesta í stóriðjufyrirtæki í einu landi umfram annað. Nauð- synlegt er að við íslendingar átt- um okkur vel á stöðu okkar í þess- um efnum og að við höldum uppi kynningarstarfsemi um þá mögu- leika sem hér eru. Að því hefur verið unnið að undanförnu á veg- um stóriðjunefndar. á Philco W451 þvottavél. Verö aðeins kr. 16.100- Staðgreitt Við bjóðum nú Philco þvottavélarnar á stórlækkuðu verði. Philco W 451 tekur 5 kg af þurrþvotti, hún hefur mjög stóran þvottabelg og vindur með allt að 800 snúninga hraða á mínútu. Hún tekur inn á sig bæði heitt ogkalt vatn og sparar þannig verulega orku. Pjónustan hjá Heimilistækjum er sú traustasta í bænum og það hefur ekki lítið að segja við val á þvottavél. Vertu öruggur - veldu Philco. Við erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.