Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 17 Kirkjubæjarklaustur: Dvalarheimili aldr- aðra tekið í notkun Kirkjubæjarklauslri. 7. febrúar. í JANIIAR sl. var sett á stofn dval- arheimili fyrir aldraða á Kirkjubæj- arklaustri, þar sem þjónusta verður allan sólarhringinn. Það er starfrækt í einbýlishúsi sem 5 sveitarfélög eiga og er þar rúm fyrir 6 vistmenn. Reksturinn er með þeim hætti að sveitarfélögin láta í té, auk húsnæðis- ins, rafmagn til Ijósa og hita en að öðru leyti er það rekið á vegum ein- staklinga. Það eru hjónin Salóme Ragnarsdóttir og Hörður Davíðsson, Efri-Vík, Kirkjubæjarhreppi, sem sjá um reksturinn. í tilefni stofnunarinnar var „opið hús“ í dvalarheimilinu nokkru eftir að fyrstu íbúarnir fluttu inn og fólki gefinn kostur á að skoða húsa- kynni og húsbúnað. Allur stofn- kostnaður var gefinn af félög einstaklingum og voru f gjafirnar formlega afhen þetta tækifæri. Fáskrúðsfjörður: Afli skuttog- ara í fyrra var svipað- ur og 1982 AFLI skuttogaranna á Fáskrúðsfirði á árinu 1983 var svipaður og árið áður. Heildarafli Ljósafells var 3.100 lestir, en var árið 1982 3.220 lestir. Afli Hoffells árið 1983 var 3.255 lest- ir en árið 1982 var aflinn 3.202 lestir. Bæði skipin fóru þremur veiðiferðum fleira í fyrra en árið áður. Heildarverð Ljósafells 1983 var 31,383 milljón kr. en árið 1982 var verðmætið 17,107 milijónir. Heild- arverðmæti Hoffells 1983 var 33,062 milljónir, en árið áður var það 16,919 milljónir. Frá áramótum hafa skipin aflað 473 lesta sem skiptast þannig að Hoffell hefur landað 242 lestum, en Ljósafell hefur landað 231 lest. Vélbáturinn Þorri hóf róðra með línu strax 2. janúar og hefur aflað 80 lesta. Er hann nú að taka net. Sólborg Su hefur hafið veiðar með net og hefur landað tvisvar, sam- tals 72 lestum. Auk þess hefur Sæ- björg stundað togveiðar og hefur hún landað 56 lestum. Atvinnuástandið á Fáskrúðsfirði hefur verið þokkalegt frá áramót- um, þó einhverjir hafi verið skráð- ir atvinnulausir, einkum um ára- mótin. Engin loðna hefur borist hingað enn, en verið er að vinna að lagfæringum í verksmiðjunni og eru hugmyndir uppi um að taka á móti loðnu fljótlega. Tíðarfar hefur verið rysjótt það sem af er vetri, skipst á frost og þíða. Hér er tiltölulega lítill snjór en mikill klaki. — Albert V erslu nar manna- félag Árnessýslu: 79,3% félags- manna með minna en 15 þús. á mánuði 79,3% félagsmanna í Verzlunar- mannafélagi Arnessýslu hafa 15.000 krónur eða lægri dagvinnutekjur á mánuði, samkvæmt upplýsingum sem blm. Mbl. fékk á skrifstofu fé- lagsins. Þá eru 35,5% félagsmanna sem hafa undir 12.000 krónum í mán- aðarlaun, en 6% félagsmanna eru með 18.000 krónur eða meira í mánaðarlaun, samkvæmt upplýs- ingum skrifstofunnar. Einnig eru á Kirkjubæjar- klaustri 8 íbúðir fyrir aldraða sem byggðar hafa verið á síðustu árum. Á meðfylgjandi mynd sést Júlíus Oddsson, form. Lionsklúbbsins Fylkis, afhenda Þorsteini Gísla- syni, form. stjórnar dvalarheimil- isins, gjafabréf fyrir útvarpi og sjónvarpi sem klúbburinn gaf heimilinu. HSH órgerð 1984 Á síðasta ári setti ÍSFUGL rúllettur (úrbeinaða holdakjúklinga) á íslenskan matvælamarkað í fyrsta sinn. Rúlletturnar slógu þegar í gegn, enda afar Ijúffengar og sérstakar. Nú bjóðum við árgerð 1984 af Rúllettum og eins og árgerð 1983 eru þær unnar úr úrvals holdakjúklingum, fylltar ýmsu góðgæti t.d. sveskjum eða bacon. RÚLLETTUR — veislumaturinn 1984 ísfugl Fuglasláturhusid að Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Simar: 91-66103 og 66766

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.