Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 21 Stjórnun botnfiskveiða: Ný skip fá ekki veiðileyfi hafi kaupsamningur ekki legið fyrir um áramótin - nema skip af svipaðri stærð hafi horfið varanlega úr rekstri Sjávarútvegsráðuneytið hefur gef- ið út reglugerð um stjórn botnfísk- veiða 1984. Efni reglugerðarinnar er að mestu leyti byggt á ábendingum þeim, sem ráðgjafarnefnd um sjáv- arútvegsmál skilaði til ráðuneytisins 24. janúar sl. varðandi aflamarksleið með valkosti um sóknarmark fyrir ný skip og skip sem skipt hafa um eigendur eða skipstjóraskipti hafa orðið á árið 1983. Eftir að ráðgjafarnefndin skil- aði ábendingum sínum hefur sjáv- arútvegsráðherra haldið fundi með hagsmunaaðilum og sjávar- útvegsnefndum Alþingis og hafa í þeim umræðum komið fram nokkrar breytingatillögur, sem ráðherra hefur fallist á. Markmið með setningu þessara nýju reglna er að tryggja að hæfi- legt aflamagn verði veitt úr ein- stökum fiskstofnum á sem hag- kvæmastan hátt, enda er slíkt óhjákvæmilegt þar sem fyrir- sjáanlegur er mikill aflasamdrátt- ur í þorski á árinu 1984, og hagur útgerðar þröngur við ríkjandi skil- yrði. Hér á eftir verða rakin helstu atriði reglugerðar þessarar: 1. Sett er heildaraflamark á sjö helstu botnfisktegundirnar m.a. 220 þús. lestir á þorsk fyrir árið 1984. 2. Botnfiskveiðar allra báta yfir 10 brl. eru háðar almennum leyfum sjávarútvegsráðuneytis- ins. 3. Við úthlutun almennra veiði- leyfa koma aðeins til greina út- gerðir skipa er stunduðu veiðar á tímabilinu 1. nóvember 1982 til 31. október 1983, auk nýrra skipa, sem kaupsamningur hef- ur verið gerður um fyrir 31. desember 1983. Önnur skip koma aðeins til greina við út- hlutun að skip af svipaðri stærð hafi horfið varanlega úr rekstri. 4. Almenn veiðileyfi eru veitt með því skilyrði, að afli hvers skips fari ekki fram úr því afla- marki, sem tilgreint er i leyf- isbréfi. Fiskur undir lág- marksmörkum reiknast ekki með í aflamarki skips. 5. Botnfiskveiðar skipa undir 10 brl. hafa sameiginlegt heildar- aflamark sem skiptist á fjögur tímabil. 6. Við ákvörðun aflamagns hvers skips fyrir árið 1984 er lagður til grundvallar botnfiskafli skipsins á tímabilinu 1. nóv- ember 1980 til 31. október 1983, samkvæmt skýrslum Fiskifé- lags íslands. 7. Við útreikning aflamagns er tekið tillit til aflatekna af sér- leyfisveiðum eins og rækjuveið- um, skelveiðum, síldveiðum og loðnuveiðum og er aflamagn hvers skips af hverri botnfisk- tegund lækkað samkvæmt ákveðnum reglum. 8. Við útreikning aflamagns er tekið tillit til frátafa frá veið- um, sem varað hafa lengur en tvær vikur samfellt og hafa hlotist af meiriháttar bilunum eða endurbótum. 9. Afli sem siglt er með til sölu erlendis á árinu 1984 reiknast með 25% álagi þegar metið er hversu mikið skip hefur náð af aflamarki sínu. 10. Ný skip og skip sem verið hafa skemur en tólf mánuði að veið- um á tímabilinu 1. nóvember 1980 — 31. október 1983 geta valið um að fá sóknarmark, sem svari til 70% af meðalúthaldi skipa í ákveðnum stærðarflokki og veiðisvæði á ákveðnum tíma- bilum. Skip sem velur sóknar- mark fær þó ekki leyfi til að veiða meira en svarar til meðal- þorskaflamarks miðað við ákveðinn stærðarflokk og veiði- svæði að viðbættum 15%. 11. Skipum sem verið hafa lengur en tólf mánuði en skemur en þrjátíu og sex mánuði á veiðum á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. október 1983 skal áætlað- ur afli og úthald samkvæmt ákveðnum reglum. 12. Skip sem eigendaskipti hafa orðið á árið 1983 eða skipstjóra- skipti geta valið um þrjá kosti: 1. meðalaflamagn, 2. sóknar- mark, 3. aflamark, sem skipið hefði fengið miðað við fyrri afla þess tímabilið 1. nóvember til 31. október 1983. 13. Þær útgerðir sem eiga fleiri en einn kost skulu fyrir 10. febrúar gefa sig fram við ráðuneytið og kynna sér kosti sem þær hafa varðandi sóknarmark eða afla- mark. Þær skulu eigi síðar en 17. febrúar ákveða hvorn kost þær velji með fyrirvara um breytingu við endanlega úthlut- un. 14. Skip sem velja sóknarmark skulu samkvæmt ákveðnum reglum tilkynna ráðuneytinu hvenær þau hyggjast nota sóknarheimild sína í hverjum mánuði eða tímabili. 15. Sérstök samráðsnefnd, skipuð einum fulltrúa frá samtökum sjómanna, einum frá samtökum útvegsmanna og einum frá ráðuneytinu, fjallar um öll álita- og ágreiningsmál varð- andi veiðileyfi, aflamark og sóknarmark. 16. Tilkynna skal útvegsmönnum um úthlutun aflamarks og sóknarmarks eigi síðar en 20. febrúar og eiga þeir kost á að gera athugasemdir við úthlut- unina fram til 5. mars. 17. Heimilt er að færa aflamark milli skipa sömu útgerðar eða skipa gerð út innan sömu ver- stöðvar. Sama gildir um skipti á aflamarki milli skipa, sem ekki eru gerð út frá sömu ver- stöð, enda séu skipti jöfn miðaf við gildandi fiskverð. Tilkynna þarf flutning á aflamarki fyrir- fram til ráðuneytisins og öðlast hann ekki gildi fyrr en ráðu- neytið hefpr staðfest móttöku tilkynningar um flutning. Ann- ar flutningur er óheimill nema að fengnu samþykki ráðuneyt- isins, að fenginni umsögn sveit- arstjórnar og stjórnar sjó- mannafélags í viðkomandi ver- stöð. \ \——' Aitft UT. 495 Kt* 0\pur 2^9 KT* peVsur 295 Kí. Ga\\atou%ur A95 Kí. 990 Kí- 1450 Kr- 1450 Kt. Barnas\^óf y^veosKóí ^erras^ó^ 595 Kr« Siöas^ daSut 272U ;\ustuv rstVéPt'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.