Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 Arne Treholt „Andsovéskur skrípa- leikur með góðri aðstoð frá CIA“ — sagði Tass um Treholt-málið Örió, 9. rebrúar. Frá Jan-Erik Laure, frétUriUr* Mbl. SOVÉTMENN hafa nú loks látið í sér heyra vegna brottvísunar fímm sovéskra sendiráðsmanna í kjölfar Treholts-málsins. í Noregi eru við- brögð Sovétstjórnarinnar talin frem- ur væg. Það var fyrst í gærkvöldi, 19 dögum eftir að Treholt var hand- tekinn, að Tass skýrði frá brott- vísun sendiráðsmannanna. Þar voru aðgerðir norskra stjórnvalda kallaðar „andsovéskur skrípaleik- ur“, sem norska leyniþjónustan hefði sviðsett með aðstoð banda- rískra starfsbræðra sinna í CIA. Sagði Tass, að norska stjórnin væri þátttakandi í hugmynda- fræðilegri herferð á hendur Sovét- mönnum. Treholts-málinu voru ekki gerð bein skil og hafði Tass að yfirvarpi fyrir viðbrögðin grein þar sem minnst var 60 ára stjórn- málasambands Noregs og Sovét- ríkjanna. Það afmæli er þó ekki fyrr en 10. mars. Yfirheyrslurnar yfir Treholt halda enn áfram af fullum krafti en ríkissaksóknarinn hefur ekki sent frá sér nýja fréttatilkynningu. um málið. Lögfræðingur Treholts segir hins vegar, að hann hafi ver- ið einn um njósnirnar og ekki haft neina hjálparmenn norska. Það þykir nú ljóst, að Arne Tre- holt kunni að hafa haft aðgang að mikilvægum skjölum þegar hann var í háskóla norska hersins. Hann var fulltrúi nemendanna í tvo mánuði og fylgdi það embætt- inu, að hann hafði lykil að örygg- isskáp með ýmsum skjölum, sem notuð voru við kennsluna. Á stundum voru þar skjöl um skipu- lag norskra hervarna í stríði. Persaflóastríðid: Júgóslavnesk „Róbinson Krúsó“-fjölskylda: „Dádýrin eftirsóttari en Tommi og Jenni“ Kelgrad, 7. febrúar. AP. FIMM MANNA fjölskylda í Júgó- slavíu, Bozidar Mandic, 32 ára gamall, kona hans og þrjú börn, búa út af fyrir sig í óbyggðum Júgóslavíu og eru sjálfum sér næg. Þau eru nokkurs konar „Robinson Kruso-fjölskylda nútímans", eins og tímarit nokkuð í Belgrad kemst að orði. Bosco, eins og hann er jafnan kallaður, og fjölskylda hans fluttu til óbyggðanna af fúsum og frjálsum vilja, þau voru búin að fá sig fullsödd af menningunni. Næsti nágranni þeirra býr fjóra kflómetra í burtu. Belgrad-tímaritið segir að einu sinni hafi Bosco verið „ósköp venjulegur Júgóslavi", hann var bifvélavirki og „alltaf að flýta sér“. Kona hans nam hagfræði, en þegar hún sagði við hann einn góðan veðurdag að hún þráði að eiga heimili úti í náttúrunni og lifa eins og þeir í villta vestrinu forðum, var Bosco fljótur að fallast á hugmyndina. Þau skoðuðu 40 eyðibýli uns þau komu að eyðibýli nokkru í Rud- nik-fjöllunum. „Þegar ég sá tær- an fjallalækinn vissi ég að hér vildi ég búa,“ sagði Bosco við fréttamenn. Húsin voru í niðurníðslu, en Bosco lappaði sjálfur upp á það sem aflaga hafði farið. Fjöl- skyldan hefur ekki rafmagn, því hvorki ljós, rafmagnshita eða sjónvarp og þess háttar fylgi- fiska nútímafjölskyldu. „Við viljum vera frjáls og erum það nú loks,“ segir Bosco og bætir við að það að sjá dádýr út um eld- húsgluggann sé eftirsóknarverð- ara en hinn daglegi skammtur af Tomma og Jenna í sjónvarpinu. Þau vilja ekki bíla, ekki vinnu- vélar og eru grænmetisætur. Þau geta því nokkurn veginn séð fyrir sér sjálf og hafa reiknað út að það sem vantar á geti þau fengið fyrir svo sem andvirði 30 Bandaríkjadollara á mánuði. Það hefst, því þau selja sveppi og tilfallandi grænmeti. Og Bosco þrælar vélalaus og fjölskyldan öll hámar í sig grænmetið með tréskeiðum þar sem gafflar „eru tákn árásargirni", eins og Bosco kemst að orði. Jörðin er aðeins 1,5 hektari, en Bosco hefur einn- ig haft ofan af fyrir fjölskyld- unni með kveðskap, tvær ljóða- bækur hafa komið út eftir hann og fyrir höfundalaunin keypti hann meðal annars kotið sem enginn annar hafði áhuga á og seldist því ódýrt. Börnin þrjú heita öll sérkenni- legum nöfnum. Elsta dóttirin, sjö ára, heitir Ista (sannleikur). Síðan kemur Aya, en hún er fimm ára. Loks er sonurinn, þriggja ára, og nafn hans er fornt orð, Serba, fyrir sólina. Bosco segir: „Stórborgarfeður eru að jafnaði svona klukku- stund á sólarhring með börnum sínum. Öðru máli gildir nú um mig. Hví skyldu börn mín vilja skipta á mér og kannski raf- magnslest? Nei takk. Mín börn vita ekki deili á Tomma og Jenna, en þau vita ýmislegt um sveppi, íkorna, refi, dádýr og fleira sem tengist umhverfi okkar. Þau þekkja sólina, mán- ann, vakna við fuglasöng og sofna út frá hjali lækjarins." Þrátt fyrir allt afneitar Bosco ekki menningu, það myndi lítið þýða. Elsta dóttirin er byrjuð í skóla og fjölskyldan aðstoðar næstu nágranna við uppskeruna, þiggur aðstoð á móti. Þá læða nágrannarnir gömlum fatalörf- um að Bosco og fjölskyldu, en með fullri virðingu fyrir gefend- um þiggja þau aðeins það sem er úr náttúrulegum efnum. Engin gerviefni. Friðarviðræður í deiglunni í Japan Tókýó, 9. febrúar. AP. ERLENT, EFTIR margar áskoranir frá jap- önsku stjórninni hafa íranir loks fallizt á að senda utanríkisráð- herra sinn, Ali-Akbar Velayati, til Japans til viðræðna um að binda enda á styrjöld þeirra við íraka. Skýrði talsmaður japanska utan- ríkisráðuneytisins frá þessu í dag. Hafa Japanir einnig lagt hart að írökum að senda utanrík- isráðherra þeirra til Tókýó til við- ræðna um vopnahlé í styrjöld- inni, sem nú hefur staðið í 40 mánuði. írakar hafa hins vegar Nýjasta bók Goldings fær hörmulega útreið London, 9. febrúar. NÝJASTA bók Nóbelsverðlauna- höfundarins Williams Goldings, „The Papermen", hefur vægast sagt fengið slæma dóma hjá gagn- rýnendum, sem gera hvort tveggja í senn aö hakka hana í sig og aumka sig yfír höfundinn. Sumir gagnrýnendanna taka þannig til orða, að bókin sé slys og líklega því að kenna, að Gold- ing hafi í langan tima ekki haft frið fyrir fjölmiðlum og alls kyns standi í kringum persónu hans. í bókinni segir Golding frá rit- höfundinum Wilfred Barclay, manni lítilla sanda og lítilla sæva, sem auk þess er á góðri leið með að fara í hundana. Fjöl- miðlaforvitninni eru líka gerð skil, þessari óseðjandi umfjöll- unarástríðu, sem linnir ekki lát- unum fyrr en rithöfundurinn hefur liðið nokkurs konar skil- greiningardauða. Janice Elliot segir í Sunday Telegraph, að rithöfundurinn Barclay nái því stundum að vekja dálítinn áhuga hjá lesand- anum en aldrei samúð hans. Rit- höfundurinn Anthony Burgess er ekki að skafa utan af því í Observer. Segir hann söguna vera „eftirverðlaunasögu", sem stingi í stúf við öll fagnaðarlæt- in. „Þegar virtur og viðurkenndur rithöfundur lætur frá sér fara lágkúrulegt verk finnst lesand- anum hann nauðbeygður til að lesa það aftur og jafnvel í þriðja sinn,“ skrifar Burgess. „Hann er tilbúinn til að trúa því, að lág- kúran sé einhvers konar dulmál eða höfundurinn svo djúpúðgur að ekki sé á allra færi að skilja hann.“ Burgess segir, að ef um hefði verið að ræða fyrstu bók höfund- ar mætti segja, að hún lofaði góðu og þá ekki ástæða til að taka undir með ritdómara Sunday Express, sem sagði sög- una vera „óþolandi hroðvirknis- Iega“. ekki enn gefíð svar um, hvort þeir séu reiðubúnir til friðarvið- ræðna við írani né heldur hefur tími til slíkra viðræðna verið ákveðinn. Shintaro Abe, utanríkisráð- herra Japans, heimsótti íran og írak í ágúst sl. og bauð þá utanríkisráðherrum beggja ríkjanna í heimsókn til Japans. Er haft eftir talsmanni jap- anska utanríkisráðuneytisins, að Abe hafi lagt fyrir bæði rík- in afstöðu sína varðandi frið- arskilmála. Forsætisráðherra Japans, Yasuhmiro Nakasone, sagði hins vegar í þingræðu í dag, að Japanir væru ekki í neinni að- stöðu til þess að koma á sáttum milli ríkjanna, enda þótt þeir vildu allt til vinna til þess að koma á friði og hindra, að stríðið breiddist út. Nakasone minnti á, að Jap- anir, sem teldu sig í hópi vest- rænna þjóða, væru þeir einu á meðal þeirra, sem hefðu stjórn- málatengsl við bæði íran og ír- ak. Af þessum sökum hefði jap- anska stjórnin verið hvött til þess að leita sátta milli þeirra. Með demant í framtönninni (>sló, 9. febrúar. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Jan Erik Lauré. SJÓMAÐURINN Finn Enger hefur nú skínandi bros. Hann er eini Norðmaðurinn, sem látið hefur bora demant inn í hægri framtönnina. Venjulega eru það vellauðugir olíufurstar frá Arabaríkjunum, sem ganga svo langt að setja demanta og eð- alsteina í tennur sínar til þess að miklast af í kvennabúri sínu. Norski sjómaðurinn, sem er ókvæntur, dregur heldur enga dul á, að demantsbrosi hans er ætlað að tendra bál hjá veikara kyninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.