Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 23 Andropov yngri sagður farinn heim til Moskvu Ástæðan talin versnandi heilsufar föður hans Stukkhólmi, 9. febrúar AP. SVO VIRÐIST sem Igor Andropov, sonur Yuri Andropovs, leiðtoga Sovétríkjanna, varaformaður sov- ézku sendinefndarinnar á öryggis- málaráðstcfnunni í Stokkhólmi, hafí öllum á óvænt haldið heim til Moskvu í dag. Er talið, að heilsufar foður hans hafí verið ástæðan og hefur þetta orðið til þess að auka enn á bollaleggingar manna um, að Andropov eldri gangi ekki heill til skógar. Andropov yngri hefur ekki sést á ráðstefnunni í Stokkhólmi eftir að hann flutti þar ræðu á miðviku- dag, en í henni ásakaði hann Bandaríkin fyrir að leggja á ráðin um kjarnorkustríð. Strax að lok- inni ræðunni yfirgaf Andropov ráðstefnubygginguna og neitaði að svara nokkrum spurningum varð- andi efni hennar. Er fréttamaður reyndi að hitta Andropov að máli í dag fannst hann hvergi og aðstoð- armaður sovézku sendinefndar- innar, Oleg Grinevsky, sagði, að ekki væri unnt að ná í hann. Er Grinevsky var spurður að því, hvort Andropov væri farinn til Mosvku, vildi Rússinn hvorki neita því né játa. Bakpakkinn Geimgöngubúnaðurinn, sem bandarísku geimfararnir Bruce McCandless og Robert Stewart notast við um þessar mundir, til athafna utan geim- ferjunnar Challenger, sem skotið var á braut um jörðu sl. föstudag. Tækið má kalla bakpakka, sem í eru mótorar til að stýra geimförunum og fíytja þá úr stað, eins og þeir óska hverju sinni. Bakpakkinn er staðsettur í fíutningalcstinni, eins og glöggt kemur fram á teikningunni. Eftir að geimfarinn hefur hagrætt sér í búnaðinum losar hann festingar og flýgur svo fram og til baka að vild, án þess að vera tengdur móðurfarinu með sérstakri Ifflínu. Tilraunir með tækið hafa gengið vel í yfírstandandi ferð gcimskutlunnar, en það verður í framtfðinni notað til viðgerða og við- halds á gervihnöttum, sem eru á braut um jörðu. Sovétríkin: Dauðadómar fyrir morð Moskvu, 9. febrúar. AP. FJÓRIR ungir menn hafa verið dæmdir til dauða í Sovétríkjunum fyrir morð á 15 ára gömlum pilti. Var ódæðiö framið í ölæði og verða þeir, sem frömdu það, skotnir af aftöku- sveit. Skýrði blaðið Trud frá þessu í dag. Trud, sem ér blað sovézku verkalýðsfélaganna, skýrði enn- fremur frá því, að dómarnir yfir mönnunum fjórum, sem eru á aldrinum 18—23 ára, hefðu verið kveðnir upp í Khabardovsk, sem er borg í austasta hluta Sovétríkj- anna. Mennirnir börðu piltinn, sem hét Konstantin Vaschenko, til bana og fannst illa útleikið lík hans við fljótsbakka í grennd við Khabardovsk. Trud nefndi ekki, hvenær morðið var framið, en skýrði frá því, að engir borgarbú- ar hefðu komið piltinum til að- stoðar, þrátt fyrir hróp hans á hjálp og nágrannar hefðu ekki hirt um að kalla á lögregluna. Bannað að selja í verksmiðjuskip ÓsJó, 9. febrúar. Frá Jan-Erik Laure, frétUriUra MW. NORSK stjórnvöld hafa hafnað beiðni norskra útgerðarmanna um að fá að selja ufsa beint f sovésk verksmiðjuskip fyrir norðan 62. breiddarbaug. Sjávar- útvegsráðuneytið segir físk- vinnslustöðvar f landi einfærar um að vinna afíann en alls má veiða í ár 103.000 tonn af ufsa. Á síðustu árum hafa sjó- menn veitt meiri ufsa en kvót- inn sagði til um og olli það því, að fiskvinnslustöðvarnar höfðu ekki undan. Var þá sjómönnum leyft að selja nokkuð af aflan- um í sovésk verksmiðjuskip. Nú á hins vegar að standa við kvótann og bjóðast stjórnvöld til að kosta flutning aflans milli vinnslustöðva að hluta, til að bátarnir þurfi ekki að sigla miklar vegalengdir með hann. Fjórir farast í snjóflóði Genf, 9. febrúar. AP. FJÓRIR létu í dag lífíð f Sviss í snjóflóði, þar af þrjár systur á unglingsaldri, en í Sviss hefur nú víða snjóað samfleytt í rúma þrjá sólarhringa. Er snjófíóðahættan því mikil og menn á varðbergi. Snjóflóð hafa fallið mjög víða og tekið með sér fjallakofa og önnur mannvirki. Sums staðar hefur fólk verið varað við að yfirgefa þorp og bæi vegna hættunnar á snjóflóðum og samgönguleiðir margar lok- aðar af þeirra völdum. Jafn- fallinn snjór er víða kominn hátt á annan metra eftir hrið- ina síðustu þrjá dagana aðeins. Verkfall á Kanaríeyjum S»«t* Cr»z de Tenerif*, K>nar(eyjum, 9. febm»r. AP. HÓTELSTARFSMENN á Kan- aríeyjum hófu i dag verkfali og á það að standa í þrjá daga að sinni. Krefjast þeir betri launa og tveggja frídaga í viku. Verkfallið nær til alls 150 hóteia og íbúða á Kanarieyjum og geta nú aðeins 15 hótel á öllum eyjunum tekið á móti gestum. Búist er við, að starfsmenn þeirra fari einnig í verkfall á morgun. Veitingahús og kaffihús sleppa við verkfall- ið þar sem samningar náðust við starfsmenn þeirra á síðustu stundu. Skrúfjáritið * kostaði hann tennurnar Basiogstoke, Englandí, AP. MAÐUR nokkur, sem sló ná- granna sinn i andlitið og losaði hann jafnframt við fimm tenn- ur, hefur verið dæmdur til þess að greiða 200 sterlingspund (8.300 ísl. krónur) í skaðabæt- ur. Rimman spratt af því, að nágranninn hafði fengið lánað skrúfjárn og gleymt að skila því. Þegar eigandinn kom að sækja það hafði það ryðgað ei lítið. Upphófst þegar orða senna, sem lauk með tannmiss inum. AUGLYSING frá ríkisskattstjóra um framtalsfrest Aö ósk fjármálaráöherra hefur frestur framtalsskyldra manna, sem eigi hafa meö höndum atvinnurekstur eöa sjálfstæöa starfsemi, til aö skila framtali til skattstjóra eöa umboösmanns verið framlengdur til og með 17. febrúar 1984. Reykjavík, 9. febrúar 1984. Ríkisskattstjóri. HgjMkj AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Hartlepool 28. febr. Bakkafoss 2. mars City ot Hartlepool 20. mars Bakkafoss 23. mars NEWYORK City of Hartlepool 27. febr. Bakkafoss 1. mars City of Hartlepool 19. mars Bakkafoss 22. mars HALIFAX Bakkafoss 4. mars Clty of Hartlepool 22. mars BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 5. febr. Eyrarfoss 12. febr. Álafoss 19. febr. Eyrarfoss 26. febr. FELIXSTOWE Álafoss 6. febr. Eyrarfoss 13. febr. Álafoss 20. febr. Eyrarfoss 27. febr. ANTVERPEN Álafoss 7. tebr. Eyrarfoss 14. febr. Álafoss 21. febr. Eyrarfoss 28. tebr. ROTTERDAM Álafoss 8. febr. Eyrarfoss 15. febr. Álafoss 22. febr. Eyrarfoss 29. febr. HAMBORG Álafoss 9. febr. Eyrarfoss 16. febr. Álafoss 23. febr. Eyrarfoss 1. mars WESTON POINT Grundarfoss 2. febr. Helgey 28. febr. LISSABON Urriöafoss 23. febr. LEIXOES Urriðafoss 24. febr. BILBAO Urriöafoss 27. febr. NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 10. febr. Dettifoss 17. tebr. Mánafoss 24. febr. Dettifoss 2. mars KRISTIANSAND Mánafoss 13. febr. Dettifoss 20. febr. Mánafoss 27. febr. Dettifoss 5. mars MOSS Mánafoss 14. febr. Dettifoss 17. febr. Mánafoss 28. febr. Dettifoss 2. mars HORSENS Dettifoss 22. febr. Dettifoss 7. mars GAUTABORG Mánafoss 15. febr. Dettifoss 22. febr. Mánafoss 29. febr. Dettifoss 7. mars KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 16. febr. Dettifoss 23. febr. Mánafoss 1. mars Dettifoss 8. mars HELSINGJABORG Mánafoss 17. febr. Dettifoss 24. febr. Mánafoss 2. mars Dettifoss 9. mars HELSINKI irafoss 5. mars GDYNIA írafoss 9. mars ÞÓRSHÖFN Dettifoss 18. febr. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka fra REYKJAVlK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.