Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 Mælt mál og málvöndun — eftir Matthías Jónasson Um þetta efni er svo margt tal- að og ritað, að enginn hnökri myndi finnast í daglegu máli, ef árangurinn svaraði þeim tilkostn- aði. En hér sannast fom alþýðu- speki, að sitt er hvað frumvarp eða framkvæmd. Deilur magnast og umræðan gengur án þess að nálgast markið. Nýjasta lotan er orðaskipti þeirra Kristjáns Árnasonar lekt- ors við Háskóla íslands ( HÍ) og Ævars R. Kvarans leikara, tveggja kunnáttumanna, sem skylt er að hlýða á. Vöndun hins mælta máls er Ævari hjartfólgið mál, sem hann tekur sifellt upp að nýju. í nýjustu greinum sínum sakar hann heimspekideild HÍ um að standa gegn úrbótum í fram- burði tungunnar og bregðast þannig hlutverki sínu. Undir þá ásökun tekur Skúli Magnússon, er hann spyr og svarar þannig: „Hver er orsökin? Hver önnur en sú að háskólinn vanrækir skyldur sín- ar.“ (Mgbl. 2. sept. ’83.) Skúli þessi má sitja í háu dómarasæti, ef þessi orð eiga að fara honum vel í munni. Mig langar að fara nokkrum orðum um málfærslu Ævars, enda er hún frumlegri og fastari í skorðum, auk þess sem annar meginþáttur hennar, vöndun f mæltu máli, fellur allvel að þeirri skoðun, sem ég setti fram fyrir röskum þremur áratugum og hefi ámálgað tvívegis síðan. Ekki er ég viss um að hafa lesið allt, sem Ævar R. Kvaran hefir ritað um framburð móðurmálsins, en grein- ar hans í Morgunblaðinu hefi ég lesið og hlýtt með athygli á út- varpserindi hans. Hversu sambærileg eða ósam- bærileg sem skrif okkar Ævars kunna að vera, erum við báðir háðir sömu takmörkunum. Við berum fram tillögur, gerum jafn- vel kröfur, en höfum ekki vald til framkvæmda. Kannski fara orð okkar líka fyrir ofan garð og neð- an hjá þeim, sem helst ættu að „Roeky Horror Show“ var geysivel tekid og sýnt fyrir fullu húsi á nemendamóti Verslunarskólans á miðvikudaginn. Á þessari mynd, sem Gunnlaugur Rögnvaldsson tók, má sjá þau Jóhönnu Jónasdóttur og Gísla Kærnested í einsöngshlutverkum sínum. Aukasýning verður á söngleiknum í Háskólabíoi á raorgun. „Rocky Horror Show“ endurflutt af kór Verslunarskólans í Háskólabíói: „Hef aldrei séð nemendamótu — segir kórstjórinn Jón Ólafsson, sem þó var fjögur ár í skólanum Kór Verslunarskólans frumflutti á miðvikudag ásamt hljómsveit söngleikinn „Rocky Horror Show“ á nemendahátíð skólans. Söngleik- ur þessi, sem m.a. hefur verið sýndur í kvikmyndahúsum hérlendis við góða aðsókn, hefur ekki fyrr verið settur á svið hér heima. Hann var sýndur fyrir fullu húsi á miðvikudaginn við geysimikinn fögnuð nem- enda, kennara og annarra sem viðstaddir voru. Eins og venja hefur verið und- anfarin ár, verður efnt til auka- sýningar á dagskrá nemenda- mótsins og verður söngleikurinn því endurfíuttur í Háskólabíói á morgun, laugardag, klukkan 14. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Að sögn Jóns ólafssonar hafði iengi staðið til að sýna þennan söngleik áður en loks var lagt til atlögu við verkið nú. Jón er kór- stjóri, auk þess sem hann útsetti tónlistina og stýrir leik sex manna hljómsveitar í tengslum við söngleikinn. ,Ég fékk textana senda að utan í sumar og ég eyddi miklum tíma í að hlusta á lögin og hugsa hvernig best væri að útsetja >au,“ sagði Jón er Mbl. ræddi við hann. „Við féllum frá því að reyna að snara textunum yfir á móðurmálið, enda er hætt við að æir hefðu misst gildi sitt og ekki fallið inn í þessa sýningu í þeirri skrautlegu umgerð, sem um hana er.“ Æfingar hófust í byrjun október og stóðu nær sleitulaust fram að frumsýningu. Sóley Jó- hannsdóttir, danskennari, var fengin til liðs við hópinn til þess að þjálfa upp viðeigandi dans- hreyfingar og taldi Jón að sam- ræming söngs og hreyfinga hefði tekist bærilega. Sjálfur er Jón ólafsson ekki alveg ókunnugur innviðum Verslunarskólans. Hann útskrif- aðist þaðan fyrir tveimur árum eftir að hafa tekið virkan þátt í félagslífinu. „Ég hef aldrei séð nemendamót," segir hann. „Á meðan ég var í skólanum söng ég í þrjú ár í kórnum og eitt árið var ég í hljómsveit. Undanfarin tvö ár hef ég svo stjórnað kórn- um.“ gefa þeim gaum, eins og Ævar segir um fimmtán ára skrif sín. I ritgerð minni, Móðurmálsnám (Tímarit MM 1951, 3.h.) leiddi ég rök að því, að hinn hljómandi þáttur tungunnar, mælt mál, væri hróplega vanræktur, svo að „rétt- ur hreimur og eðlilegur málblær" yrði að þoka í skólum vegna ofur- kapps eftir lestrarhraða. Þar segir m.a.: „Rétt ritað mál, lesið á réttan hátt, hljómar sem mælt mál. Hér sannast enn á ný að sú rót, sem allar greinar málsins vaxa af, er tungan, hið hljómandi mál. Málið er hið sama, rétt lesið af bók og mælt af munni fram. Þannig num- in lýkur tungan upp fyrir börnum og unglingum dýrasta andlegum auði þjóðarinnar, bókmenntun- um.“ (242). Og sfðar: „Þannig er vanræksla í kennslu hins mælta máls að drepa alla lif- andi orðsnilld. Þvf að mælskan hvflir á tungu manns, ekki á penn- anum. Hún krefst annarrar tækni en ritlistin ...“ „Hér þarf að stinga við fótum. Hér er þörf afturhvarfs. íslensku- kennarar verða að snúa sér að þeim mikilvægari verkefnum, sem bíða þeirra. Stafsetningaræfingar og skrifleg fullgreining ná aldrei tilgangi sínum, meðan hljómfeg- urð, myndauðgi og skýrleiki mælts máls týnast og gleymast í skugga þeirra. Ef við viljum innræta æsk- unni málvöndun, bæði að hljómi, orðavali og byggingu, þá verðum við öllu framar að kenna henni að tala málið skýrt og hreint, opna eyru hennar fyrir hljómi og gerð 1 hins mælta máls, kenna henni að þekkja og virða lögmál málfræð- innar í hinum sfhvika straumi þess. Hver unglingur, sem lýkur námi, á að kunna að orða hugsun sína viðstöðulaust, tala með eðli- legum hraða svo hreint mál og fagurt sem hann gæti ritað best, tala með eðlilegum áherslum og hreinum raddblæ." (245). Grein þessi birtist lítið eitt skerpt sem 10. kafli í bók minni Nýjum menntabrautum (1955) og um sama efni ræði ég f 15. kafla bókarinnar, Nám og kennsla (1971), en þar segir m.a.: „Af þessu ætti að vera orðið ljóst, að æfingar í raddbeitingu og önnur þjálfun í notkun hins mælta máls er ekki munaður, sem kenn- arinn mætti vel spara sér, heldur meginatriði góðrar lestrar- kennslu." (247). Á þeim þrjátíu og tveimur ár- um, sem liðin eru frá birtingu tímaritsgreinarinnar hafa tillögur mínar um nýtt stefnumark og breytta áherslu í námi og kennslu íslenskrar tungu lítinn hljóm- grunn fundið, nema ef telja skyldi að tímaritsgreinin varð tilefni til skopvísna, sem skáldmæltur kenn- ari orti og fluttar voru á hátfðar- fundi kennarasamtaka hér og öðr- um viðstöddum til skemmtunar. Matthías Jónasson „Hugmynd mín er sú, aö stóraukin rækt verði lögð við kennslu og þjálfun í mæltu máli, allt frá þriðja eða fjórða ári grunnskóla. Hún á að tengjast lestri, en takmarkast þó engan veginn við hann, enda fer meginhluti skóla- kennslu fram á mæltu íslensku máli.“ Að öðru leyti hefir málflutningur minn fengið að liggja í þagnar- gildi, bæði af þeirra hálfu, sem voru honum andsnúnir sem og hinna, er síðan hafa borið fram svipaðar skoðanir. Hugmynd mín er sú, að stórauk- in rækt verði lögð við kennslu og þjálfun í mæltu máli, allt frá þriðja eða fjórða ári grunnskóla. Hún á að tengjast lestri, en tak- markast þó engan veginn við hann, enda fer meginhluti skóla- kennslu fram á mæltu íslensku máli. Eftir þrjú skólaár er allur þorri barna orðinn sæmilega læs. Þá ætti að hefjast nýr þjálfunar- áfangi í áheyrilegum lestri og framsögn og standa til loka grunnskólans. Vissulega þarf að kenna skýran og hljóðréttan framburð allt frá upphafi skóla- göngunnar og veitir hljóðaðferðin við lestur góð tök á því. Samt þurfa börn að hafa náð nokkurri lestrarleikni áður en þeim er ætl- andi að losa sig frá bókinni að því marki, að lestur þeirra nálgist hreim hins mælta máls. Rangt væri að gera sér tálvonir Fyrri tónleikar Crucifix í kvöld Bandaríska pönkhljómsveitin Crucifix kom hingað til lands síðdeg- is í gær og heldur tvenna tónleika í Reykjavík áður en hún hverfur af landi brott. Báðir tónleikarnir verða í Félagsstofnun stúdenta, í kvöld og annað kvöld. Hefjast þeir kl. 22. Crucifix kemur héðan frá Bret- landi, þar sem hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi, m.a. til þess að kynna nýútkomna plötu sína, „Dehumanization“. Sú plata er nú í 9. sæti óháða breska list- ans. Á tónleikunum í kvöld og á morgun munu nokkrar íslenskar hljómsveitir koma fram með Crucifix. Vonbrigði kemur fram bæði kvöldin og líkast til Oxsmá. Hljómsveitin Beatnecks kemur einnig fram í kvöld, en annað kvöld, laugardag, leikur hljóm- sveitin Askur Yggdrasils fyrsta sinni. Sú hljómsveit er skipuð tveimur meðlima Vonbrigða, þeim Árna og Þórarni, og þremur meðlimum úr hljómsveitinni Kukl. Það eru þeir Sigtryggur Baldursson, Einar Melax og Guðlaugur óttarsson. Að sögn Ásmundar Jónssonar hjá hljómplötuútgáfunni Gramm, sem stendur fyrir þessari heim- sókn Crucifix, verður ekkert ald- urstakmark á tónleikunum, þann- ig að allir þeir sem áhuga hafa á tónleikunum, ættu að komast að svo fremi húsrúm leyfir. um skjót umskipti, en með raun- sæjum undirbúningi mætti þó ná verulegum árangri. En hvað er raunsær undirbúningur? Hér er ekki rúm til að skýrgreina það, en þó vil ég nefna tvö atriði. Kennar- ar eru yfirleitt vel talandi, samt þyrfti að halda með þeim sérstök þjálfunarnámskeið. I öðru lagi þyrfti að fella út úr námsskrá þýð- ingarminna efni til að rýma til fyrir aukinni móðurmálskennslu. Það væri blindni að taka upp nýj- ar námskröfur, að þeim óbreytt- um, sem nú gilda. Ævar Kvaran setur lögboðinn samræmdan framburð sem frum- skilyrði þess, að teljandi árangur náist. Án slíkrar samræmingar séu allar tillögur til úrbóta „ekk- ert annað en óskalisti um fram- burð“. í þeim málum hafi ekkert gerst og muni ekkert gerast „fyrr en lærðir menn sýna þann kjark að samræma framburð móður- málsins” (sbr. Mgbl. 28. maí 1983). Margir hafa andæft þessari skoðun. Þeir telja landshluta- bundin tilbrigði í framburði og orðaforða til kosta, sem tungan megi ekki glata. Sú er einnig mín skoðun og ég tel að miklum árangri mætti ná án fullrar sam- ræmingar í framburði. Margs kon- ar skekkjum og slappleika mætti útrýma, þó að ekki yrði vikið frá framburði þess málsvæðis, sem börnin eiga heima á. Ekki má heldur einblína um of á framburð- inn, vöndun hins mælta máls tek- ur til miklu víðara sviðs. Marg- víslegar villur og málleysur tíðk- ast, sem í engu snerta framburð, en eru þróun tungunnar mjög hættulegar, er þær ná að festast. Og nánar skoðað. Væri unnt að samræma framburð með laga- boði? Þó að framburðarmunur mílli landshluta sé ekki mikill, nærist hann af tungurótum tal- andi manna. Hver vill fórna því máli sem vaxið hefir á tungu hans frá frumbernsku og þiggja i stað- inn tungutak úr öðrum landsfjórð- ungi? Lifandi mál sprettur af eðli fólksins og breytist með því, en með lagaboðum verður því trauðla haggað. Hér stöndum við frammi fyrir hindrun, sem ekki sprettur af tómlæti einhverrar stofnunar eða starfsmanna hennar, heldur af eðli lifandi tungunnar, sem er andstætt kaldri rökhyggjuskipan. Með samstilltu átaki kennara- stéttarinnar, sem nú eflist enn að menntun og áliti, mætti okkur auðnast að laða börn og ungmenni til að beita tungutaki síns lands- hluta eins skýrt og áheyrilega og hæfileikar hvers og eins leyfa framast. P.S. Þessi grein var samin, þegar orðaskipti stóðu milli Kristjáns Árnasonar og Ævars Kvaran. Mér fannst þá kannski komið nóg. Ég lagði hana til hliðar. En grein Helga Hálfdanarsonar: í bakka- fullan læk og Matthías Johannes- sen: Viltu vera mem? ýtti við mér og ég ákvað að láta hana flakka. Matthías Jónasson er próíessor emcritus írá Hískóla lslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.