Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 31 Nýting eða grisjun? — eftir Jón Krist- jánsson og Tuma Tumason Við höfum orðið þess varir að gagnrýni okkar á fiskveiði- stefnuna hefur verið misskilin af ýmsum. Einhvern veginn hefur það komist inn hjá fólki að hér sé um að ræða spannar- langan fisk sem veiða verði upp til þess að þau kóð sem eftir verði fái viðurværi. Þetta er rangur skilningur á því sem við höfum verið að tala um og þess vegna viljum við gera nánari grein fyrir máli okkar. Svarta skýrslan Upphaf þessa máls var að við gátum ekki fallist á ráðlegg- ingar Hafrannsóknastofnunar um það hvernig skyldi bregðast við því ástandi sem gögn henn- ar sýndu að þorskstofninn væri í. í skýrslu hennar stóð: „Ástand þorskstofnsins er mun lakara en áður var ætlað. Áætl- að er að heildarstofn í ársbyrj- un 1984 verði um 1130 þús. tonn og stærð hrygningarstofns 300 þús. tonn.“ . .8. „dregið hefur úr vaxtarhraða þorsksins undan- farin ár.“ Síðar stendur í skýrslunni: Hafrannsóknastofnunin telur nauðsynlegt að stuðla að vexti þorskstofnsins á komandi árum í þeim til- gangi að auka afrakstur stofnsins í náinni framtíð. Þær niðurstöður, sem nú liggja fyrir um ástand stofnsins benda til þess, að þessu markmiði verði ekki náð nema með því að tak- marka þorskafla á næsta ári við um 200 þús. tonn. Þetta var það sem við gátum ekki fengið til að ganga upp. Ef drægi úr vexti gripa hjá bónda vegna fóðurskorts þætti það ekki góð búmennska að fjölga enn á jötunni. Vöxtur og stofnstærð Það eru einföld sannindi í dýrafræði að vöxtur einstakl- inga í stofni er háður þeirri fæðu sem til fellur handa hverjum og einum. Sé matar- búrið af ákveðinni stærð er vöxtur hvers einstaklings í stofninum háður stofnstærð. Þó Hafrannsóknastofnun virð- ist ekki viðurkenna það þá gild- ir þetta einnig um fiskstofna í sjó. Gulland (hann er höfundur margra handbðka sem fiski- fræðingar nota) segir t.d. í bók sinni Fish Stock Assessment frá 1983 á bls. 166: „Growth values are likely to decrease and natural mortality increase as the stock increas- es.“ (Sennilega minnkar vöxtur og náttúruleg dánartala vex þegar stofninn stækkar.) Hvernig er hægt að byggja stofninn upp með friðun þegar vaxtarhraði er minnkandi og náttúruleg dánartala líklega vaxandi? Reiknilíkan með föstum breytistærðum Okkur þykir einnig hæpið að nota reiknilíkan til þess að reikna út framleiðslu þorsks í sjónum, án þess að taka tillit til þess að þorskurinn er hluti af sínu eigin umhverfi og þættir eins og náttúruleg dánartala, vaxtarhraði og nýliðun eru allir tengdir stofnstærð. Til dæmis hefur verið reiknað með því að náttúruleg dánartala þorsks sé alltaf 18% á ári hjá öllum ár- göngum þriggja ára og eldri. (Náttúruleg dánartala er það hlutfall hvers árgangs sem ár- lega deyr af „eðlilegum ástæð- um“ sé engin veiði stunduð.) í grein sinni frá 1967 um þorskinn í Barentshafi reiknaði Garrod út að náttúruleg afföll hjá þorski sex ára og eldri væru að meðaltali 28% á ári, svo sjá má að þetta getur verið breyti- legt. Auðvelt er að sýna fram á að það borgi sig að sækja meira í yngri fisk ef náttúruleg dán- artala vex. V.P. stofnmæling Hafrannsóknastofnunin not- ar V.P. stofnmælingu til þess að reikna út stofnstærð. Að- ferðin byggir á því hve mikið veiðist af hverjum aldursflokki á hverju ári. Ekki þarf að lesa margar greinar um fiskifræði til að komast að því að sérfræðingar eru almennt óánægðir með þessa aðferð, m.a. vegna þess að hún sýnir ekki fyrr en á eftir hve stofninn var stór. Þeir nota hana samt vegna þess að þrátt fyrir gallana er ekki völ á öðru betra. Á fundinum í líffræð- ingafélaginu stungum við upp á að nota vaxtarhraða sem stofn- stærðarmælingu, vegna þess nána sambands sem ríkir milli þessara þátta. Slíkar hugmynd- ir eru ekki nýjar af nálinni, þær voru settar fram fyrir seinna stríð af fiskifræðingum sem unnu með sjávarfiska og reynd- ar teknar í notkun síðar í vötn- um í Hollandi m.a. Sóknarbreytingar og vöxtur þorsks Á síðustu árum hefur dregið úr vexti hjá þorski sbr. mynd 1. Sú stefna var tekin upp á árun- um 1976 og 1977 að takmarka veiðar á smáfiski í þeirri von að hún skilaði sér í aukningu á stórum fiski síðar. Forsendan hlýtur að hafa verið sú að fæðudýr fiskstofna væru ekki fullnýtt. Um árangur friðunaraðgerð- anna segir dr. Sigfús Schopka í grein í Ægi 1980: „Ef borin er saman meðal- sókn í sérhvern aldursflokk þorsks (mæld í fiskveiðidán- arstuðlum) árabilið 1971 — 1975 annars vegar við árabil- ið 1977—1979 hins vegar, eft- ir að möskvastækkunin er komin í framkvæmd og Bret- ar horfnir af íslandsmiðum, þá kemur í ljós að svo til öll sóknarminnkunin, sem hefur átt sér stað, er í yngri aldurs- flokkana eins og vænta mátti. Þannig hefur sókn í 3 ára þorsk minnkað um 78% skv. bráðabirgðatölum, 35% í 4 ára þorsk og 25% í 5 ára þorsk, en sóknarminnkun eldri þorsks er hverfandi (tafla 1).“ Tafla 1. Þorsksókn Moóal n.skvcididánarstuðlar Sóknar- minnkun Aldur 1971—”75 1977—79 1% 3 0,112 0,025 78 4 0,313 0,204 35 5 0,493 0,372 25 6 0,557 0,504 10 7 1,045 0,986 6 Virðist því eðlilegt að spyrja hvort rekja megi hægari vöxt til þessarar sóknarminnkunar í ungþorsk. Hvað er smáfiskur? í nýbirtri greinargerð Haf- rannsóknastofnunarinnar seg- ir: „Fram hefur komið hjá fiskifræðingunum Jóni Krist-" jánssyni og Tuma Tómassyni, að samdráttur í vexti þorsks á síðustu árum stafi af fæðu- skorti, sem orsakaðist af of mikilli mergð smáfisks í kjölfar þess að möskvi tog- veiðarfæra var stækkaður 1976 og 1977.“ í ljósi þess að venjulegt fólk leggur þann skilning í hugtakið smáfisk að hann sé svo smár að hann sé varla söluvara er rétt að skilgreina þetta hugtak nán- ar svo menn hafi það alveg á hreinu um hvað er rætt þegar þorskur á í hlut. Frá 1975 hefur lágmarkslengd þorsks sem landa má verið aukin úr 43 sm í 50 sm, og ef fjöldi 57 sm þorska í afla fer yfir 30% er viðkom- andi veiðisvæði lokað í viku (sk. skyndilokun). Þegar fískifræð- ingar tala um smáfísk í dag eiga þeir við þorsk sem er minni en 57 sm að lengd. Slíkur þorskur er tæp 4 pund að þyngd. Þessi fiskur var stór hluti aflans á íslandsmiðum hér áður fyrr, eða fram til þess tíma að ákveð- ið var að friða hann. Hvað er lagt undir? Þegar ákveða skal friðunar- aðgerðir verður að vega það og meta hverju er fórnað og hvað gæti áunnist. Með því að friða er verið að fórna ákveðnum afla í von um meiri afla síðar. Þessu er svipað farið og með verðbréf. Á að selja þau strax á nafn- verði eða geyma þau og bíða eftir því að verðið hækki og taka jafnframt þá áhættu að þau gætu fallið í verði? Lokaorð Við höldum að orsökin fyrir vaxtarrýrnun þorsks sé að fjöldi fiska sé of mikill miðað við þá fæðu sem þeir hafa til skiptanna. Þetta sé afleiðing þeirrar friðunarstefnu sem mörkuð var 1976 og ’77. í grein- argerð Hafrannsóknastofnun- arinnar eru þessar skoðanir okkar dregnar mjög í efa, aðrar skýringar á vaxtarrýrnuninni séu nærtækari. Umræður um þær skýringar eru reyndar efni í heila blaðagrein, en að okkar dómi er það ekki réttur vett- vangur á þessu stigi málsins. Útskýringar í blaðagreinum verða að vera þannig að allur almenningur geti skilið þær og það þýðir mjög langt mál, til- vitnanir og endurtekningar. Nær væri að sérfræðingar ræddu þessi mál og reyndu að komast að niðurstöðu. Við erum reiðubúnir að taka þátt í slík- um umræðum á þeim jafnrétt- isgrundvelli að vísindaleg þekk- ing manna sé ekki metin í öfugu hlutfalli við hæð sil- ungsvatna yfir sjó. Hafundxr eru Ciskifrædingxr hjá Veiðimálaslofnun. Söguleg skurðaðgerð Þessi 50 daga gamli pakistanski snáði gekk undir sögulegan uppskurð fyrir skömmu. Pakist- anskir læknar skáru upp kviðinn á Awwal Khan litla og numu á brott „fimm eða sex“ fóstur. Barnið er á batavegi. Opiöídagtilkl.2l 17 A P V ATTP Skeifunni 15 nilVYliAUr Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.