Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 SKIPULAG mjólkursölu- mála hefur verið mikið til umræðu á þessu ári og hafa Z' verið skiptar skoðanir um ágæti þess fyrirkomulags sem í þeim málum er. Mjólk- ursamsalan í Reykjavík hef- - ^ ur einkarétt, sumir segja ein- okunarrétt, til að framleiða og dreifa mjólk og mjólkur- vörum í Reykjavík og ná- grenni og fer því bróður- partur mjólkurframleiösl- ____unnar í gegnum það fyrir- tæki. Mjólkursamsalan er meö í byggingu stórhýsi að Bitruhálsi í Reykjavík og hefur byggingin á opinberum vettvangi iðulega verið nefnd sem dæmi um vitlausa fjár- festingu í þjóðfélaginu, og einnig hefur hún verið mikið . „á milli tannanna" á al- ___menningi þann tíma sem unnið hefur verið að henni. Guðlaugur Björgvinsson er forstjóri Mjólkursamsölunn- ar í Reykjavík og í eftirfar- andi viðtali við Morgunblað- ið segir hann frá starfsemi fyrirtækisins og svarar því hver nauðsyn sé á því að ráð- ast í þessa byggingu nú. Séð yfir byggingarsvæði nýju mjólkurstöðvarinnar að Bitruhálsi í Reykjavík Morpinbi«ð«>/ rax. Núverandi mjólkurstöð dug- ar ekki lengur vegna mikilia breytinga í mjólkurvinnslu — Hvaða starfsemi hefur .Vljólkur- samsalan með höndum? Mjólkursamsalan í Reykjavík (MS) er stofnuð með sérstökum lögum frá árinu 1935. Hún er sölu- fyrirtæki mjólkursamlaganna á svokölluðu 1. verðlagssvæði, en það nær frá Lómagnúp að austan og vestur í Þorskafjörð. Á þessu svæði eru starfandi 4 mjólkurbú, stærst þeirra er Mjólkurbú Flóa- manna á Selfossi (MBF), þá Mjólkursamlagið í Borgarnesi (MSB), Mjólkurstöðin í Reykjavík og Mjólkursamlagið í Búðardal, en MS á og rekur síðasttalda mjólk- ursamlagið. Á þessu svæði eru bú- andi um 1.200 mjólkurframleið- endur sem leggja inn mjólk sína hjá einhverju þessara samlaga. Hlutverk MS er að sjá um sölu og dreifingu á mjólkurvörum á þessu svæði, öðrum en smjöri og osti, sem Osta- og smjörsalan sér um. Upphaflega var Mjólkursam- sölunni ætlað að sjá bæði um heildsölu og smásölu á þessum vörum og lengi vel rak hún mjólk- urbúðir á svæðinu, en 1976 urðu breytingar þar á. Smásala á mjólk var gefin frjáls og þar með var brostinn rekstrargrundvöllur fyr- ir búðirnar og þær lagðar niður eða seldar, en lengi var Mjólkur- samsalan með 76 búðir. Réttindi og skyldur í lögunum fær MS tiltekinn rétt, sem hægt er að kalla einkarétt, en á móti eru skyldurnar tíundaðar mjög greinilega. Þær eru helst að sjá um að ætíð sé nóg til af mjólk og mjólkurvörum fyrir neytendur á þessu svæði allt árið um kring, en þeir eru nú um 140 þúsund tals- ins. Til viðbótar þessari starfsemi rekur MS tvö undirfyrirtæki, sem eru ísgerð og brauðgerð. ísgerðin var upphaflega hugsuð til þess að auka möguleika á að koma mjólk- urfitunni í verð. Brauðgerðin var hinsvegar hugsuð til að sjá eigin Rætt við Guðlaug Björgvinsson for- stjóra MS um nauðsyn nýrrar mjólkurstöðvar og skipulag mjólkur- sölunnar. verslunum fyrir brauðum sem neytendum fannst sjálfsagt að hægt væri að kaupa þar. Bæði þessi fyrirtæki hafa komið rekstr- arlega vel út, og er rekstri þeirra þess vegna haldið áfram. Einnig ákváðum við á sínum tíma að halda áfram rekstri einnar versl- unar og reyndum jafnframt að gera hana að fyrirmyndarmjólk- urbúð. í sama húsi er einnig ísbúð sem hugsuð er á svipaðan hátt, það að vera öðrum til fyrirmyndar um hvernig eigi að selja þessar vörur. Auk mjóikur og mjólkur- vara sjáum við um sölu á ávaxta- drykkjum sem MBF framleiðir. Það er gert til að nýta tækjakost- inn betur. Við teljum okkur vera að gera reksturinn hagkvæmari með þessari framleiðslu og sölu. í síðasta lagi má nefna að MS hefur í nokkur ár vakið athygli á því að skólabörn væru illa nærð við skólastarfið. Við teljum okkur málið skylt, þar sem við erum með framleiðsluvörur sem talið er gott að börn á vissum aldri nærist á. Það varð til þess að ákveðið var í samráði við skólayfirvöld í Reykjavík að gera tilraun með skólanesti. Tilraunin hefur staðið yfir allt þetta ár. Við höfum sent út nesti í nokkra skóla sem börnin hafa átt kost á að kaupa. Öhætt er að segja að vel hafi tekist til, svo vel að ákveðið var að bjóða fram- leiðslu á þessum skólanestis- pökkum út, og tókum við þátt í því. Auk þessa eru ýmsar þjón- ustudeildir innan MS svo sem bílaverkstæði og lítið trésmíða- verkstæði. Hjá fyrirtækinu sjálfu, undirfyrirtækjum og deildum, starfa um 240 manns. Innvegin mjólk hjá mjólkurbúunum árið 1982 var 54.517 þúsund lítrar. Þar af fóru 43.385 þúsund lítrar til framleiðslu á ferskum mjólkur- vörum. Mismunurinn, 10.165 þús- und lítrar, fór í osta, smjör og mjöl sem selt er í gegnum Osta- og smjörsöluna. — Er það hlutverk Mjólkursam- sölunnar að vera með brauðgerð, ís- gerð og safaframleiðslu, er þetta ekki arfur frá liðnum tíma? Það er satt að brauðgerðin var hugsuð til að sjá eigin búðum fyrir brauðum, sem erfiðleikar voru með á sínum tíma. Staðan var endurmet- in þegar rekstri búðanna var hætt og var þá ákveðið að halda rekstri brauðgerðarinnar áfram, þar sem hún hefur alltaf skilað dágóðum hagnaði sem komið hefur öðrum rekstri til góða. Rekstur ísgerðarinn- ar á aftur á móti ekki skylt við rekst- ur búðanna. MS telur það hlutverk sitt að gera sem mest verðmæti úr mjólkinni. Þjóðhagslega er mjög hagkvæmt að nota hana til ísgerðar hér á innanlandsmarkaöi í stað þess að flytja mjólkina út þar sem ekki fæst fyrir hana fullt verð ... — En mjólkurframleiöslan er í lágmarki núna og Iftil þörf fyrir út- flutning. Alltaf verður um einhvern út- flutning að ræða vegna árstíða- sveiflna. Spurningin er því hvað verður um sumarmjólkina; af hverju ekki að nota hana til að gera smjör sem síðan er notað til ísgerðar? Þarna koma til sveiflur sem ekki ræðst við því þær eiga sér líffræðilegar skýringar. En safaframleiðslan er þannig til- komin að við hófum framleiðslu á geymsluþolnum mjólkurvörum, hinum svokölluðu G-vörum, og keyptum til þess dýr tæki. Mark- Guðlaugur Björgvinsson forstjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. aðurinn fyrir G-vörurnar er lítill miðað við fjárfestinguna og mögu- leikar sköpuðust til að nýta þessi tæki með því að fara aðeins út fyrir mjólkurvöruframleiðsluna og með því móti fékkst strax góð nýting út úr tækjunum. Einokunarfyrirkomul- ag? — Orðið einokun er oft notað um það fyrirkomulag sem er á mjólkur- dreifingunni, þú nefndir sjálfur einkarétt. Getur þú lýst því hvernig þetta skipulag er raun og veru? Með framleiðsluráðslögunum sem sett voru 1947 var landinu skipt niður í mjólkursölusvæði, ég nefndi hér áðan eitt þeirra, 1. mjólkursölusvæðið, en þar fyrir utan eru 9 mjólkursölusvæði og sjá samlögin um sölu á mjólk og mjólkurvörum hvert á sínu svæði. — En eru ekki allar aðstæður gjörbreyttar frá því sem var 1947, til dæmis samgöngur? Jú, og það hefur orðið til þess að við höfum farið út fyrir þetta svæði, en þó eingöngu þangað sem sama vara er ekki framleidd. Smærri samlögin eru það smá að þau geta ekki vasast í öllu. Við gerum þetta til að auka fjöl- breytnina í mjólkurvöruframboð- inu á landsbyggðinni og í góðu samráði við samlögin. Síðan hefur það aukist að þessi samlög hafi hafið framleiðslu á þessum vörum til dæmis jógúrt, og þar með höf- um við hætt að selja okkar vöru á því svæði. Samgöngurnar hafa lagast, það er alveg rétt, en þó er það þannig að veðráttan gerir það oft erfitt að flytja vörur á milli landshluta að vetri til. Ég held að kjarni málsins sé sá að eitthvað skipulag verði að vera á öllum málum. Ástæðulaust er að flytja meiri varning á milli landshluta en þörf er á, því það er aðeins einn aðili sem hlýtur að þurfa að borga slíkt, neytandinn sjálfur. — Það urðu heitar umræður um þessi mál í vor þegar deilt var um rétt Húsvíkinga til að selja jógúrt á Reykjavíkurmarkað. Hvað segir þú um þau rök þeirra að úrelt skipulag haldi þeim frá besta markaðnum, það er neyslumjólkurmarkaðnum, þeir séu þvingaðir tii að framleiða vörur sem miklu minna gefa af sér, og þess vegna séu þeir að brjótast inn á þennan markað? Jú, þú nefndir meinsemdina, en það verður þá að ráðast að henni sjálfri. Lækningin felst í sjálfu sér ekki í því að hefja framleiðslu á vörum og selja undir eðlilegu verði á markaðnum hér, því ég fullyrði að neytendur borga þau undirboð þó á annan hátt sé. — En getur það ekki verið að jóg- úrtin sé vcrðlögð óeðlilega hátt hjá MS? Við höfum farið fram á það að Framleiðsluráð kanni það hvort um óeðlilega verðlagningu sé að ræða á jógúrtinni hjá okkur. Við höfum ekkert heyrt um það mál, sennilega vegna þess að ekki hafi fengist upplýsingar frá einhverj- um öðrum framleiðendum þessar- ar vöru, en við lögðum mikla vinnu i að útbúa gögn um okkar verðlagningu. — Hvar telur þú að eigi að fram- leiða mjólkina? Markaðurinn á að vera mikil- vægur þáttur í þeirri ákvörðun, en einnig eigum við að líta til land- gæða. Einnig getur vel verið að nauðsynlegt sé að framleiða mjólk á ákveðnum svæðum til að halda þar við landbúnaði. En sem leið- arljós númer eitt tel ég að þurfi að vera að framleiða mjólkina sem næst markaðnum, en þar er það hagkvæmast fyrir neytendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.